Morgunblaðið - 19.06.2001, Page 11

Morgunblaðið - 19.06.2001, Page 11
ríkjunum þremur um frekari lán. Hellén sagði að í ljós hefði komið að konur ættu enn mjög erfitt uppdrátt- ar í viðskiptalífi landanna en margar vildu hins vegar ekki viðurkenna það þegar þær væru spurðar beint. Er farið væri ofan í saumana á aðstæðum þeirra væri ljóst að þær mættu fleiri hindrunum og fordómum en karlar. Aðstæður þeirra, t.d. hvað varðaði barnagæslu, stæðu einnig í vegi fyrir því að þær gætu hellt sér út í rekstur auk þess sem þeim gengi erfiðlega að útvega ábyrgðir fyrir lánunum. Hell- én sagði það hins vegar hafa komið sér á óvart að þegar konurnar hefðu á annað borð fengið lánin, væru þær óhræddar að biðja um hærri lán, þar sem þær sæju loks fram á að geta stækkað fyrirtæki sín. Of langt mál er að telja upp öll þau verkefni sem hrundið var af stað í kjölfar Reykjavíkurráðstefnunnar en þó má nefna nokkur íslensk verkefni, sem bæði eru ætluð íslenskum kon- um, og konum í Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi. Alls voru íslensku verk- efnin tuttugu. Auður í krafti kvenna, þriggja ára samstarfsverkefni sem miðast að því að auka hagvöxt og samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs með því að auka þekkingu, hæfni og þátttöku kvenna í atvinnusköpun var kynnt á ráðstefn- unni. Svo og tveggja ára átaksverk- efni; Jafnara námsval kynjanna; kon- ur til forystu, er verkefni sem Háskóli Íslands, fjölmörg ráðuneyti og stofn- anir standa að. Þá má nefna gerð námsefnis um jafnréttisfræðslu sem einkafyrirtæki standa að með Náms- gagnastofnun. Fjölmörg námskeið hafa verið haldin þar sem fjallað er um efni á borð við konur og tölvutækni, konur og fjármálaheiminn, konur og upplýs- ingatækni og þjálfun kvenstjórnenda. Fyrirtækið Skref fyrir skref og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa staðið að leið- toganámskeiðum fyrir konur og kynnti Skref fyrir skref námskeið sitt í Vilníus, en að sögn Hansínu Einars- dóttur, framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins, hefur það nú þegar verið kynnt í Bretlandi og Rússlandi. Íslensk fyrirtæki hafa boðið konum starfsnám í hefðbundnum karlastörf- um, gert átak til að auðvelda fjöl- skyldum að samræma fjölskyldu- ábyrgð og vinnu. Námskeið og ráðstefnur hafa verið haldnar og jafn- rétti og lýðræði á vinnumarkaði og stjórnmálum fyrir fulltrúa frá Eykstrasaltsríkjunum og áður hefur verið nefnt ráðgjafarverkefni við kon- ur í atvinnulífi. Verslun með konur var það efni ráðstefnunnar sem mesta athygli vakti en fjölmörg önnur umfjöllunar- efni voru tekin fyrir. Auk áður- nefndra verkefna um konur og fyr- irtækjarekstur og konur og leiðtoga, var fjallað um áhrif fjölmiðla og hvernig nýta mætti sér þá til að vinna að jafnrétti, viðhorf ungs fólks til jafn- réttis, hvernig karlmenn gætu unnið að jafnréttismálum, um vinnumark- aðsmál, um samstarf stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka að því að vinna að jafnrétti og staða kvenna í minni- hlutahópum. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 11 GRÍÐARLEG aukning hefur orðið á verslun með konur og vændi á síðustu árum og standa Vesturlönd ráðalítil gagnvart vandanum. Götótt og ónóg lagasetning, lítil viðurlög og mikill gróði, svo og efnahagsleg neyð í mörgum ríkjum Austur-Evrópu, As- íu, Afríku og Mið- og Suður-Ameríku hafa orðið til þess að hundruð þús- unda kvenna streyma til Evrópu á ári hverju og hefur stór hluti þeirra verið hnepptur í þrældóm. Þær ganga kaupum og sölum og eiga sér enga framtíð, hvorki í heimalandinu, né þar sem þær starfa. Örlög þessara kvenna og mögu- legar aðgerðir til að stemma stigu við verslun með konur voru eitt helsta efni ráðstefnunnar um Konur og lýð- ræði í Vilníus. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra var ein þeirra sem vakti máls á vandanum en í mál- flutningi sínum lagði hún áherslu á nauðsyn aukins lögreglusamstarfs á milli landa. Áhyggjur á Íslandi Sólveig segir íslensk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur af því að versl- un með konur hafi nú þegar teygt anga sína til landsins. Íslendingar séu í betri aðstöðu en margir aðrir til að berjast gegn henni þar sem starfsemi nektarstaða sé lögleg og því hægt að fylgjast með þeim. Í nýlegri rannsókn á málinu komu skýr tengsl í ljós á milli slíkra staða og vændis að sögn Sólveigar og sú tíð því löngu liðin að Íslendingar geti sagt að vændi eða verslun með fólk fyrirfinnist ekki á Ís- landi. Grípa þarf til margþættra aðgerða, að sögn Sólveigar, m.a. að koma fórn- arlömbunum til aðstoðar og þar skipti samstarf við félagasamtök miklu máli. Konurnar búi yfir mikilvægum upplýsingum um þá sem að þessu standi en réttarstaða þeirra sé slæm og framtíðarhorfur bágar. Þá segir Sólveig aukið lögreglu- samstarf nauðsynlegt en samstarf við bandarísku alríkislögregluna hafi þegar skilað sér í þjálfun landamæra- varða og í aðgerðum til að stemma stigu við flutningum á fólki frá Evr- ópu til Bandaríkjanna en slíkir flutn- ingar fari m.a. fram um Ísland. Þá sé hin nána lögreglusamvinna Norður- landanna af hinu góða. Munu dóms- málaráðherrar landanna ræða versl- un með konur sérstaklega á fundi sínum í ágúst. „Við höfum nú þegar öll nauðsynleg tæki til að nota í barátt- unni gegn verslun með fólk. Það er kominn tími til að nota þau,“ sagði Sólveig. Örbirgð rekur fjölmargar ungar konur út í vændi en það sem vakið hefur svo hörð viðbrögð á Vesturlönd- um er sú staðreynd að fjöldi kvennanna gerir sér ekki grein fyrir því hvað bíður þeirra. Loforð um þjónustustörf, dans og barnagæslu, reynast þegar á hólminn er komið allt of oft vera þrældómur á vændishúsi í einhverju Evrópuríkjanna. Margaretha Winberg jafnréttis- ráðherra Svíþjóðar sagði að áætlað væri að um hálf milljón kvenna kæmi til landa Evrópusambandsins á ári til að stunda vændi, svo ljóst er að um- fangið er gríðarlegt. Það kom einnig fram í máli breska lögreglufulltrúans Edward Burs, sem sagði ávinninginn af því að reka vændishring og versla með konur vera álíka og af eiturlyfja- smygli og sölu. Munurinn væri bara sá að áhættan væri margfalt minni, í fæstum lönd- um lentu menn á bak við lás og slá fyr- ir smygl á fólki, nema þá í skamman tíma. Sagði Burs ekki nema von að æ fleiri samtök glæpamanna sneru sér að svo ábatasamri atvinnugrein, þar sem eftirspurnin væri næg. Hverjir eru viðskiptavinirnir? Margsinnis hefur verið á það bent að ekki sé nægilegt að beina sjónum að vændiskonunum og verslun með þær, heldur verði einnig að takast á við þá sem kaupi sér þjónustu vænd- iskvenna. Sænski félagsfræðingurinn Sven-Axel Månsson hefur gert athug- un á því hverjir kaupi þjónustu vænd- iskvenna og hvað liggi að baki. Í rannsóknum hans kom m.a. fram að minnihluti karla fari til vændis- kvenna, um 10-15% karla á Norður- löndum en um 40% á Spáni. Meiri- hluti sænskra karlmanna sem farið hafði til vændiskonu, hafði gert það erlendis. Þessar upplýsingar urðu til þess að sú tillaga kom fram á kvenna- ráðstefnunni að fyrirtæki og stofnanir yrðu hvött til þess að leggja bann við því að starfsmenn sínir ættu mök við vændiskonur í vinnuferðum. Þegar karlar voru spurðir hvers vegna þeir hefðu farið til vændiskonu, nefndu þeir sem áttu eiginkonur eða unnustur ófullnægðar kynlífsþarfir, forvitni og spennu. Aðrir sögðust eiga í erfiðleikum með að kynnast konum á eðlilegan hátt. Sagði Månsson ímynd viðskiptavinarins nafnlausa og að hann keypti sér réttinn til að vera dreginn á tálar. Viðskiptavinurinn hafnaði því að líta á konuna sem nokk- uð annað en líkama til sölu. „Til að stemma stigu við því að karlar sæki til vændiskvenna tel ég að ýta þurfi frekar undir fjölskyldugildin en nú er gert. Það verður að gera karla að þátttakendum í fjölskyld- unni, breyta karlmennskuímyndinni,“ sagði Månsson. Bann við kaupum á vændi Svíar hafa gripið til þess umdeilda ráðs að banna kaup á þjónustu vænd- iskvenna. Vændi er hins vegar ekki ólöglegt og tengist að sögn Mar- garetha Winberg jafnréttisráðherra því að ekki er lengur litið á vændis- konur sem glæpamenn heldur fórn- arlömb. Sænsku lögin sem banna kaup á þjónustu vændiskvenna tóku gildi ár- ið 1999 og segir Anders Gripenlöv, lögreglufulltrúi frá Stokkhólmi, að verulega hafi dregið úr fjölda vænd- iskvenna á götum úti, allt að 75%, svo og viðskiptavina eftir að lögin tóku gildi, enda hafa yfir 110 karlar verið staðnir að verki og 10 þeirra fengið háar fjársektir, allt frá 40.000 og upp í 240.000 kr. ísl. Ekki hefur enn komið til þess að menn hafi verið dæmdir í fangelsi fyrir að kaupa sér þjónustu vændiskvenna. Miklar efasemdir hafa verið um að lögin breyti neinu, gagnrýnendur þeirra segja þau verða til þess að færa vændið neðanjarðar, sem geri lög- reglu illmögulegt að fylgjast með því. Gripenlöv segir það ekki rétt, ekkert hafi komið fram á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru frá því að lögin tóku gildi, sem bendi til þess að vændi hafi aukist neðanjarðar. Segir Grip- enlöv að í hvert sinn sem fjölmiðlar fjalli um karlmenn sem fari til vænd- iskvenna, þeir séu afhjúpaðir eða fjallað um hætturnar sem slíkri heim- sókn fylgi, fækki enn á götunum. „Það er greinilegt að viðskiptavinir vilja ekki að upp um þá komist og eru ekki reiðubúnir að taka mikla áhættu, ef þeir telja líkur á því,“ sagði Gripenlöv. Í Eystrasaltsríkjunum hefur hins vegar verið á það bent að með bann- inu í Svíþjóð sé aðeins verið að færa vandamálið til, fjöldi sænskra karla sem skipti við vændiskonur í Eystra- saltsríkjunum hafi t.d. vaxið. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra seg- ir of snemmt að segja til um áhrif sænsku lagasetningarinnar og segir að rétt eins og í Noregi verði grannt fylgst með þeim áður en farið verði að huga að því að setja slík lög á Íslandi. Vændis- konur eru fórnarlömb Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra í ræðustól í einu leikhúsa Viln- íus sem lagt var undir ráðstefnuhald. Verslun með konur og vændi var rædd á kvennaráðstefnunni í Vilníus en þar var m.a. rætt um nauðsyn aukins lögreglu- samstarfs, aðstoð við vændiskonurnar og deilt um ágæti þess að banna vændi. Morgunblaðið/UG sér inn mikinn pening og snúa aft- ur eftir skamman tíma, kaupa sér hús hér og lifa góðu lífi, án þess að upplýsa nokkurn um fortíð sína. Þær halda að þær muni sleppa við melludólga og mafíur, að þær geti starfað á eigin vegum. Sú er hins- vegar nær aldrei raunin.“ Talið er að allt að 3.000 vænd- iskonur séu í Litháen, flestar frá Úkraínu og Hvíta-Rússlandi, en þær bíða þess að fá litháískt vega- bréf, sem veitir þeim aðgang að Vesturlöndum. Fjölmargar eru handteknar er- lendis og sendar heim. Fæstar snúa aftur af fúsum og frjálsum vilja. „Þrátt fyrir að þær hafi unnið við skelfilegar aðstæður, verið nauðg- að og misþyrmt, vilja margar þeirra snúa aftur. Þær ímynda sér að í næsta sinn muni þeim ganga betur, þeim takist að flýja mellu- dólginn, fá löglegt starf og á ein- hvern hátt fái þær aðstoð til að vera um kyrrt. Við vitum af- skaplega lítið um hvað verður um stúlkurnar, sem halda aftur vestur á bóginn.“ Gustiene segir ekki nema von að stúlkurnar vilji yfirgefa Litháen að nýju, því jafnvel þótt þær vilji bera vitni gegn löndum sínum, sem selt hafi þær í ánauð, hafi ekki fallið dómur í einu einasta máli þótt mál- sókn hafi hafist í nokkrum. Margar þeirra hafi eftir engu að sækjast í heimalandinu, þar sem þær séu aldar upp á barnaheimilum og kunni ekkert fyrir sér. Einu störfin sem þeim standi til boða séu lág- launastörf og því hafni þær. Gustiene og konurnar, sem með henni vinna, bjóða stúlkunum upp á sálfræðiaðstoð, lyf og lagaaðstoð ef þær vilji. Stúlkurnar hafa hins vegar enga trú á því að mennirnir hljóti dóm og treysta ekki heldur lögreglunni. Gustiene segir þær hafa fulla ástæðu til að vantreysta henni. Þær eru skemmdar á sál og lík- ama og þegar Gustiene höfðar til þeirra betri manns um að reyna að minnsta kosti að koma í veg fyrir að aðrar stúlkur leiðist út í það sama, yppta þær öxlum. Hver hugsar um sitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.