Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ     DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var viðstaddur þjóðhátíðarhöld 17. júní á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, og flutti forsætisráðherra ræðu á samkom- unni. Aldrei hefur verið meira fjöl- menni á þjóðhátíð á Hrafnseyri í vestanverðum Ísafjarðarbæ, en að þessu sinni. Eiríkur Finnur Greipsson, for- maður Hrafnseyrarnefndar, stjórn- aði samkomunni, sem hófst með messu í kirkjunni. Prestur var séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir og kirkjukór Þingeyrarkirkju söng undir stjórn Sigurðar G. Daníelsson- ar organista. Að henni lokinni flutti forsætisráðherra ræðu í hvammin- um þar sem Jón Sigurðsson lék sér í bernsku en í ár eru liðin 190 ár frá fæðingu hans. Lýðveldið Ísland í öndvegi Í ræðunni lagði Davíð megin- áherslu á staðfasta framtíðarsýn Jóns, sem aldrei vék frá þeirri stefnu að Ísland ætti að vera frjálst land og þjóðin fullvalda. En hann sagði að það væri þó ekki Jón Sig- urðsson, sem væri í öndvegi í dag, heldur lýðveldið Ísland, endapunkt- ur þjóðfrelsisbaráttunnar, kórónan á því mikla verki sem Jón vann að. ,,En það var Jón Sigurðsson, hinn jarðbundni vísindamaður, sem fór fyrir þessum veruleikafirrtu mönn- um og barátta hans og þeirra var ekki síst reist á heilsteyptri þekk- ingu á sögu og rétti þjóðarinnar og röksemdarfærslu, sem öguð og aka- demísk vinnubrögð lögðu grunn að,“ sagði Davíð. Sá lengra en aðrir Síðar í ræðu sinni sagði forsætis- ráðherra: ,,En hann sá lengra en aðrir vegna þess að hann studdist stefnufastur við nokkrar megin- kenningar og pólitískar gildisreglur, sem ganga eins og rauður þráður í gegn um orð hans og gerðir. Það vafðist aldrei fyrir Jóni Sigurðssyni að frjálsri og fullvalda þjóð myndi farnast betur en þeirri sem misst hefði forsjá sína að öllu eða verulegu leyti í annarra hendur. Frjáls við- skipti manna og þjóða á milli voru að hans mati ein þýðingarmesta for- senda framfara og almennrar vel- sældar. Auðvitað er það rétt, sem sumir undirstrika í tíma og ótíma, að misskipting lífsins gæða er meiri en þegar fátæktin var eina sameign þjóðarinnar. En sá er vonandi vand- fundinn sem þættist betur staddur ef frelsið væri takmarkaðra og for- ræði íslenskra mála væri fremur í annarra höndum en okkar sjálfra.“ Í lok ræðu sinnar sagði Davíð: „Hann Jón Sigurðsson frá Hrafns- eyri við Arnarfjörð á það að minnsta kosti inni hjá okkur að við nýtum þau tækifæri sem gefast, en glötum þeim ekki.“ Vestur-íslenskir bræður sérstakir gestir við athöfnina Að lokinni ræðu forsætisráðherra söng kvartettinn Vestan fjögur nokkur lög. Sérstakir gestir forsætisráðherra og Hrafnseyrarnefndar við athöfn- ina voru vestur-íslensku bræðurnir Eric og Kristjan Stefanson. Þeir eru báðir frá Manitoba-fylki í Kanada og hafa oft áður komið til Íslands, þótt þetta sé fyrsta ferð þeirra til Vest- fjarða. Eric er fyrrverandi varafor- sætisráðherra og fjármálaráðherra í Manitoba, en Kristjan æðsti dómari fylkisins. Meðal hátíðargesta á Hrafnseyri var Hálfdán Kristjánsson, trillukarl frá Flateyri, en hann dreifði derhúf- um meðal hátíðargesta með áletr- uninni: Smábátar 3 x meiri atvinna. Forsætisráðherra flutti ræðu á þjóðhátíð á Hrafnseyri 17. júní „Nýtum þau tækifæri sem gefast“ Morgunblaðið/Úlfar Aldrei hefur verið annað eins fjölmenni á þjóðhátíð á Hrafnseyri og nú. Gestir hlýddu á ræðu forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, undir berum himni í blíðviðrinu undir vegg endurbyggðs bæjarins sem Jón Sigurðsson fæddist og ólst upp í. Hrafnseyri KVENNAHLAUPIÐ var hlaupið í Stykkishólmi á laugardag í blíð- skaparveðri eins og víðar á landinu þennan dag. Þátttaka í hlaupinu er mjög. Alls voru 165 konur skráðar og þar af hlupu 30 þeirra út í Flatey á Breiða- firði. En það sem vakti athygli þetta árið var að Svava Oddsdóttir mætti til hlaupsins, en hún varð 100 ára á síðasta ári. Hún tók þátt í hlaupinu í sínum hjólastól með að- stoð starfsfólks sjúkrahússins og hafði gaman af. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hundrað ár eru á milli þessara þátttakenda í hlaupinu í Stykkishólmi. Svava Oddsdóttir er fædd árið 1900 en Eyrún Björk árið 2000. 100 ára þátttakandi í kvennahlaupinu Stykkishólmur KVENNAHLAUPIÐ var haldið hér í Búðardal eins og víða um land og reyndar erlendis líka. Mætingin var ágæt en 38 konur skráðu sig og voru þær á öllum aldri. Farinn var hringur hér um bæ- inn og eins og áður var hlaupið, skokkað, hjólað, gengið og farið um í vagni eða kerru. Eftir hlaupið var teygt á og síðan var boðið frítt í sund á Laugum fyrir þær sem tóku þátt og var það vel þegið því veður var mjög gott, sól og hiti. Því voru margir vel sveittir eftir átökin. Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Föngulegur hópur leggur af stað. Góð mæting í kvennahlaup Búðardal RÍFLEGA eitt hundrað þátttakend- ur voru í kvennahlaupi ÍSÍ 16. júní á Laugarvatni. Hlaupið var frá Íþróttamiðstöðinni þrjár mislangar leiðir, 3 km, 5 km og 7 km í kringum þéttbýlið á Laugarvatni og inn í dal- inn. Létu konurnar ekki rigningar- skúrir hafa áhrif á sig og mátti sjá margar með börnin með sér, ýmist undir belti, í kerrum og vögnum eða sér við hlið. Eftir hlaupið bauð Íþróttamiðstöðin öllum þátttakend- unum í sund. Kvennahlaupið Eitt hundrað konur hlupu á Laugarvatni Laugarvatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.