Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 51 DAGBÓK Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð til London frá 29. júní, allar helgar. Komið til London á föstudegi og flug til baka á mánudegi og í London bjóðum við þér úrval hótela á frábæru verði. Verð kr. 19.720 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug og skattar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.990 Flug og Bayswater Inn hótelið í 3 nætur. M.v. 2 í herbergi. Skattar innifaldir. Aðeins 12 sæti Helgartilboð til London 29. júní frá kr. 19.720 Bébécar AT barnavagnar, Reider AT kerrur og Easybob bílstólar, sem passa á vagnagrindur og kerrur. Nýir litir Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610, verslun.strik.is/allirkrakkar STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert rólyndur og ráðagóð- ur og því leitar fólk til þín. Mundu að brjóta ekki trúnað þeirra sem til þín leita. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það skiptir sköpum að þú tjáir þig með þeim hætti að menn þurfi ekki að velkjast í vafa um skoðanir þínar. Forðastu að vera langorður því það fæl- ir fólk frá. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú mátt aldrei freistast til þess að sniðganga lögin þótt þér sýnist það geti einfaldað einhverja hluti. Það myndi líka hefna sín grimmilega. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hafnaðu ekki hugmyndum annarra að óathuguðu máli því þótt þær séu ekki frá þér sjálfum komnar getur þar vel leynst lausn á því verkefni sem þú ert að glíma við. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Baráttan milli góðs og ills get- ur stundum verið stríð. Það varðar þó sálarheill þína að þér takist að greina þarna í milli og að grípa aðeins til góðra ráða. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú verður að leggja af allan vingulshátt ef þú ætlar að ná takmarki þínu. Veltu málun- um fyrir þér og þegar niður- staða er fengin berð þú hana ótrauður fram til sigurs. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Í upphafi skyldi endinn skoða. Hafnaðu því allri fljótfærni og láttu þig ekki dreyma um að hætta því sem þér er dýrmæt- ast og helgast í þessu lífi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er engin ástæða til þess að gefast upp þótt að hlutirnir hafist ekki í fyrstu atrennu. Þolinmæði þrautir vinnur all- ar og fæst ekki án fyrirhafnar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það gerir manni gott að eiga trúnaðarvin til þess að deila með sínum hjartans málum. En val á slíkum vini verður að vanda sérstaklega. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Stundum hrífa athafnir meira en orð og þá áttu hikstalaust að grípa til þinna ráða. Gættu þess bara að ganga ekki á rétt annarra einstaklinga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þér finnist allt vera að fara úr böndunum skaltu ekki örvænta því útlitið er ekki eins slæmt og þér sýnist. Gakktu bara öruggur til starfa þinna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er algjört skilyrði að þú getir stutt mál þitt með stað- reyndum en þurfir ekki að svara út og suður þegar þú ert spurður út í einstök atriði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt breytingar séu oft til hins betra er óráðlegt að ráðast í breytingar aðeins breyting- anna vegna. Það þurfa að vera einhverjar knýjandi ástæður að baki. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 19. júní, verður sextugur Bald- ur Þór Baldvinsson, húsa- smíðameistari og formaður Meistarafélags húsasmiða. Af því tilefni taka Baldur Þór og eiginkona hans, Hug- rún Hlín Ingólfsdóttir, á móti gestum nk. föstudag 22. júní kl. 17-20 í Veislu- salnum, Skipholti 70, Reykjavík. 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðudaginn 19. júní, er áttræður Eiríkur Elí Stefánsson, fyrrverandi skrifstofustjóri, til heimilis að Hjúkrunarheimilinu Eir, 2. h. suður, herb. U, Hlíð- arhúsum 7, Reykjavík. Hann tekur á móti ættingj- um og vinum laugardaginn 30. júní milli kl. 15–18 í sam- komusal á jarðhæð í Ból- staðarhlíð 43, Reykjavík, þar sem hann bjó áður. Ísland vakti verulega at- hygli á EM í Brighton árið 1987 en þar náði sveitin 4.–5. sæti með Pólverjum í flokki 22 þjóða. Liðið var skipað Jóni Baldurssyni, Sigurði Sverrissyni, Guð- laugi R. Jóhannssyni, Erni Arnþórssyni, Aðal- steini Jörgensen og Ás- geiri Ásbjörnssyni. Fyrir- liði var Hjalti Elíasson. Í þá daga gáfu aðeins tvö efstu sætin rétt á þátttöku í HM og þau féllu ískaut Svía, sem unnu mótið, og Breta. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ Á975 ♥ ÁK9 ♦ G96 ♣ ÁK2 Vestur Austur ♠ 8 ♠ DG106432 ♥ D10643 ♥ G82 ♦ D1042 ♦ 8 ♣653 ♣94 Suður ♠ K ♥ 75 ♦ ÁK753 ♣DG1087 Spilið kom upp gegn Ítölum og þetta var í fyrsta sinn (en ekki það síðasta) sem Ísland náði stórsigri gegn því stór- veldi (25-4). Í lokaða saln- um voru Jón og Sigurður í AV gegn Lauria og Ro- sati: Vestur Norður Austur Suður Jón Rosati Sigurður Lauria Pass 1 lauf 3 spaðar Dobl * Pass 3 grönd Allir pass Guðlaugur og Örn voru með sterku spilin í NS á hinu borðinu gegn Bocchi og Mosca: Vestur Norður Austur Suður Mosca Örn Bocchi Guðlaugur Pass 1 lauf 3 spaðar 4 tíglar Pass 4 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 6 lauf Pass 6 tíglar Allir pass Byrjunin er sú sama á báðum borðum – sterkt lauf og þriggja spaða hindrun. En Guðlaugur metur spilin sín nógu góð til að leita strax eftir slemmu og meldar eðli- lega fjóra tígla þegar Lauria lætur neikvætt dobl duga. Aðrar sagnir Guðlaugs og Arnar eru fyrirstöður (líka 4 grönd) en sex lauf uppástunga um að spila slemmuna þar. Þrátt fyrir 4-1 legu trompi var einfalt fyrir Guðlaug að vinna sex tígla. Hann fékk út hjarta, tók tígulás og spilaði svo smáum tígli að G9. Vestur fékk aðeins einn slag á drottninguna í trompi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT VÖGGUVÍSA Illa dreymir drenginn minn: Drottinn, sendu engil þinn vöggu hans að vaka hjá, vondum draumum stjaka frá. Láttu hann dreyma líf og yl, ljós og allt, sem gott er til, ást og von og traust og trú. Taktu hann strax í fóstur nú. Langa og fagra lífsins braut leiddu hann gegnum sæld og þraut. Verði hann bezta barnið þitt. Bænheyrðu nú kvakið mitt, svo ég megi sætt og rótt sofa dauðans löngu nótt. Páll Ólafsson. STAÐAN kom upp á EM- einstaklinga er lauk fyrir skömmu í Ohrid í Makedón- íu. Vadim Malakhatko (2524) hafði svart gegn Stef- áni Kristjánssyni (2371). 30. ...e3! Hvítur á sér ekki við- reisnar von eftir þetta. Framhaldið varð: 31. fxe3 fxe3 32. Rxe3 Dd4 33. He1 Hfe8 34. Kf2 Hxe3 35. Hxe3 Hf8+ og hvítur gafst upp. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1.-2. Ruslan Pon- omarjov (2673) og Emil Sutovsky (2604) 9 vinninga af 13 mögulegum. 3.-4. Judit Polgar (2678) og Zurab Azmaiparashvili (2670) 8 ½ v. 5.-11. Loek Van Wely (2670), Georgy Timoschenko (2537), Rafael Vaganjan (2641), Vadim Milov (2605), Alexander Graf (2649), Sergei Tivjakov (2603), Ash- ot Anastasjan (2574). Alls tryggðu sér 46 skákmenn þátttökurétt á HM sem haldið verður síðar á árinu. Á meðal þekktra skák- manna sem ekki tryggðu sér sæti á HM voru: Artúr Jús- upov (2645), Viktor Kortsnoj (2643), Vladimir Akopjan (2654), Michal Krasenkov (2655), Jeroen Piket (2628) og Joel Lautier (2658). SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. FRÉTTIR 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 19. júní verður sextugur Gunnar Tryggvason frá Arnarbæli, Fellsströnd, Dalasýslu. Í til- efni dagsins tekur hann á móti gestum milli kl. 17–20 í Krókabyggð 16, Mosfells- bæ. 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 19. júní, verður fimmtugur Leif- ur Steinn Elísson, Silunga- kvísl 17, Reykjavík. Af því tilefni hafa hann og eigin- kona hans, Sveinbjörg J. Svavarsdóttir, boðið vinum til fagnaðar nokkru síðar. 85 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 19. júní, er 85 ára Svanhvít Unnur Ólafsdóttir hús- freyja, Miðleiti 7. Hún er í húsmæðraorlofi. NÝTT gestakort Reykjavíkur „Reykjavík Tourist Card“ kemur út 19. júní. Kortið er ætlað öllum þeim sem vilja kynnast borginni betur, bæði Íslendingum og erlendum ferða- mönnum. Tilgangurinn er sá að gefa sem flestum aðgang að fjölbreyttri þjónustu og menningarstarfsemi á hagstæðu verði, eins og segir í frétta- tilkynningu. Kortið veitir aðgang að ellefu söfn- um, sundlaugum Reykjavíkur en þær eru sjö talsins, Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal og gildir sem farmiði í Strætisvagna Reykja- víkur. Kortið veitir meðal annars aðgang að sýningarsölum Þjóðmenningar- hússins og að nýju Listasafni Reykja- víkur í Hafnarhúsi. Þá er hægt að njóta útivistar í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal eða slappa af í sundlaugunum. Handbók fylgir kortinu. Gestakort Reykjavíkur fæst meðal annars keypt hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála í Bankastræti og í Ráðhúsinu en einnig verður hægt að kaupa kortið í nokkr- um í bókaverslunum. Hægt er að velja um kort sem gild- ir í einn, tvo eða þrjá sólarhringa og verðin eru 1.000, 1.500 og 2.000 krón- ur. NETIÐ markaðs- og rekstrarráð- gjöf hefur unnið ásamt Reykjavíkur- borg að undirbúningi og ráðgjöf vegna verkefnisins og mun sjá um kynningu sem að stórum hluta snýst um að kynna kortið fyrir starfsmönn- um hótela og gistiheimila auk auglýs- inga í miðlum fyrir ferðamenn. Nýtt gestakort Reykjavíkur. Gestakort Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.