Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.06.2001, Blaðsíða 27
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÓKMENNTAVERÐLAUN Hall- dórs Laxness, sem Vaka-Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða veitt í fimmta sinn í haust. Efnt var til samkeppni um besta handritið að skáldsögu eða safni smásagna og var skilafrestur til 1. maí sl. Dómnefnd um verðlaun- in hefur nú lokið störfum. Alls bárust hátt í tuttugu handrit í keppnina og voru þau merkt dulnefni en rétt nafn höfundar látið fylgja með í lokuðu umslagi. Úrslit verða tilkynnt í haust, sama dag og verðlaunahand- ritið kemur út. Verðlaunin nema 500.000 krónum en venjuleg höfund- arlaun bætast við þá upphæð. Þá fær höfundurinn að auki sérstakan verð- launapening og skrautritað verð- launaskjal. Formaður dómnefndar var Pétur Már Ólafsson, bókmenntafræðingur og útgáfustjóri Vöku-Helgafells, en með honum í nefndinni sátu Ármann Jakobsson íslenskufræðingur og Kolbrún Bergþórsdóttir bókmennta- gagnrýnandi. Laxness-verðlaun Dómnefnd lýkur störfum FIMMTÁNDU tónleikar Jörgs E. Sondermanns þar sem hann flytur orgelverk Johanns Sebastians Bach verða í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20:30. Aðgangseyrir, kr. 900, rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Á efnisskrá að þessu sinni eru: Kontrapunktur I og XI (úr Kunst der Fuge, BWV 1080), sex sálmfor- leikir (úr Neumeister Sammlung), Fantasía in Organo pleno um sálma- lagið Komm, Heiliger Geist Herre Gott (BWV 651), sálmforleikur á 2 Clav. et Pedale um sálmalagið Komm, Heiliger Geist Herre Gott (BWV 652), sálmforleikur in Organo pleno um sálmalagið Komm, Gott Schöpfer, Heiliger Geist (BWV 667) og Prelúdía og fúga í h-moll (BWV 544). Bach í Breið- holtskirkju TÓNLEIKARÖÐIN Bláa kirkjan á Seyðisfirði fer nú af stað fjórða sum- arið í röð. Fyrstu tónleikarnir verða á morgun, miðvikudag, kl. 20.30, en þá munu „heimamennirnir“ Einar Bragi Bragason, saxófón og flautu, Aðalheiður Borgþórsdóttir, söng- kona, Ágúst Ármann Þorláksson, hljómborð og harmonika og Jón Hilmar Kárason, gítar, leika íslenska djass- og popptónlist, o.fl. Tónleikar á Seyðisfirði Á SUMARTÓNLEIKUM í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld koma fram þær Gerður Bolladótt- ir sópransöngkona og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari. Þær flytja sönglög eftir Samuel Barber, þar á meðal verkið „Knoxville: Summer of 1915“ sem er þekktasta söngverk þessa dáða bandaríska tónskálds, Þrjú lög ópus 2 og 4 lög ópus 13 en að auki flytja þær sex sönglög eftir Jórunni Viðar. Gerður Bolladóttir lauk burt- fararprófi undir handleiðslu Sig- urðar Demetz Franssonar árið 1995. Frá árinu 1995 til ársloka 2000 stundaði hún nám í við Há- skólann í Boomington í Indiana í Bandaríkjunum, þar sem aðal- leiðbeinandi hennar var Klara Barlow. Júlíana Indriðadóttir lauk ein- leikaraprófi árið 1989 frá Tón- skóla Sigursveins D. Krist- inssonar þar sem aðalkennari hennar var Brynja Guttorms- dóttir. Á árunum 1989–94 stund- aði hún framhaldsnám í Berlín undir leiðsögn prófessors Georg Sava. Eftir tveggja ára dvöl hér- lendis hélt Júlíana til náms til Bloomington, þar sem þær Gerð- ur hófu að vinna saman. Þar var Júlíana undir handleiðslu Jerem- ys Denks og Edwards Auers og lauk meistaragráðu árið 1998. Í dag vinnur Júlíana við kennslu, undirleik og kórstjórn í Reykjavík, en árið 1995 hreppti hún Tónvakaverðlaun Ríkis- útvarpsins. Hugljúf kímnigáfa einkennir tónskáldin Gerður Bolladóttir segir gaman að fást við lög Jórunnar Viðar og Samuels Barbers. „Þau eru bæði 20. aldar tónskáld og bæði mjög melódísk í verkum sínum. Við Júlíana vorum báðar við nám í Bloomington, Indiana og hlökkum til að flytja hér amerísk sönglög. Það er líka gaman að taka þessa tvo höfunda saman, því þau eru ekkert svo ólík, til dæmis er hug- ljúf kímnigáfa einkennandi fyrir þau bæði.“ Gerður var í sex ár í Bloomington og tók þátt í upp- færslum í óperustúdíói skólans. Þar söng hún meðal annars hlut- verk greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós; Margarítu í Faust og Sieglinde í Valkyrjunni. Ekki verður hægt að segja annað en að þetta sé óvenju fjölbreytt verk- efnaval og hlutverkin ólík. „Rödd- in er smám saman að leiðast út í að verða dramatísk. Kennarinn minn söng mikið Wagner og hafði áhrif á mig með það. Hún vildi að ég færi í út í óperusöng að námi loknu, en mér finnst ég meira vera að færast yfir í ljóðasönginn og hef alltaf haft mjög mikinn áhuga fyrir honum. Ég fór í leið- sögn í ljóðasöng hjá Alan Bennett sem er vel þekktur í þeirri grein í Bandaríkjunum. En kennarinn minn vildi ekki hlusta á ljóð; bara óperu. Ég er mjög ánægð með mig núna að halda ljóðatónleika, það er það sem mér þykir skemmtilegt að gera og sér- staklega gaman að geta sungið verk eftir amerískt tónskáld á Ís- landi.“ Gerður kom til landsins úr námi í nóvember í fyrra og er rétt búin að koma sér fyrir í ís- lensku samfélagi aftur. „En nú er kominn tími til að kynna sig hér heima. Annað verkefni í sumar verður að syngja á Hólahátíð í ágúst og þar ætla ég meðal ann- ars að syngja sönglög eftir Grieg.“ Tónleikarnir í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar hefjast klukkan 20.20 í kvöld og standa í um klukkustund, en kaffistofa safns- ins er opin að tónleikum loknum. Gaman að syngja amerísk sönglög Morgunblaðið/Arnaldur Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari og Gerður Bolladóttir sópran. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Í DAG kl. 15 verður hleypt af stokk- unum röð myndlistarsýninga í hús- næði Kvennasögusafns Íslands í Þjóðarbókhlöðu. Um er að ræða samstarfsverkefni Kvennasögu- safnsins, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og 13 starfandi myndlistarkvenna. Hver sýning stendur í einn mánuð og er tvískipt. Annars vegar á Kvennasögusafninu sem er til húsa á fjórðu hæð í Þjóðarbókhlöðunni og hins vegar í anddyri Þjóðarbókhlöð- unnar. Fyrst til að sýna er Alda Sigurð- ardóttir. Hún lauk myndlistarnámi frá MHÍ árið 1993. Aðrar listakonur sem taka þátt í Fellingum eru Magnea Ásmunds- dóttir, Erla Þórarinsdóttir, Kristín Reynisdóttir, Harpa Björnsdóttir, Björg Örvar, Eygló Harðardóttir, Gerla, Hafdís Helgadóttir, Kristveig Halldórsdóttir, Guðrún Vera Hjart- ardóttir, Ólöf Nordal og Ósk Vil- hjálmsdóttir. Opnunartíma Kvennasögusafns- ins er milli klukkan 9 og 17 alla virka daga. Lokað verður vikuna 22. júní – 2. júlí vegna sumarleyfis. Sýning í Kvenna- sögusafni NORRÆNI menningarsjóðurinn samþykkti á fundi sínum í Umeå í Svíþjóð á dögunum úthlutun 11,6 milljóna danskra króna, eða jafnvirði 136,9 milljóna íslenskra króna til norrænna menningarverkefna. Þetta er fyrri úthlutun sjóðsins í ár og skiptist hún á 112 verkefni á Norðurlöndum og annars staðar. Íslensku verkefnin sem fá styrk að þessu sinni eru: Vestur-Norðurlönd 2002 – farlistasýning. Listasafnið á Akureyri fær 2,6 millj. kr. „Ungir lesendur – norrænir bókmenntadag- ar fyrir börn og unglinga“ – verða haldnir í Reykjavík nk. október, 1,5 millj. kr. „Börn í sögunni“ börn semja myndasögur, 1,7 millj. kr. „Hátíðatónleikarnir Ríma“ – Kamm- ersveit Reykjavíkur. Hátíðartón- leikar í tilefni 60 ára afmælis Hafliða Hallgrímssonar í janúar 2002. 1,1 millj. kr. „Listaverkefni fyrir börn og unglinga“ í Norður-Finnlandi, á Akureyri og Grænlandi. 2,9 millj. kr. „Norræn ráðstefna um höfundar- rétt“ verður haldin á Akureyri í ágúst. 900 þús. kr. Norrænir menningar- styrkir til Íslands ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.