Morgunblaðið - 19.06.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 19.06.2001, Síða 43
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGARMÓTINU um Guðmund Arnlaugsson, sem hald- ið var föstudaginn 15. júní í hátíð- arsal Menntaskólans við Hamra- hlíð, lauk þannig að Jóhann Hjartarson sigraði með 11½ vinn- ing af 13. Er þetta annað árið í röð sem Jóhann lýkur keppni sem sigurvegari minningarmótsins. Í öðru sæti varð Arnar Gunnarsson með 10 vinninga og í því þriðja varð Helgi Ólafsson með 9½ vinn- ing. Þátttakendur voru 14 talsins og tefldar voru 13 umferðir með því fyrirkomulagi að hver kepp- andi fékk 3 mínútur í upphafi skákar og 2 sekúndur bættust við eftir hvern leik. Guðmundur Arnlaugsson var einn fremsti skákmeistari hér- lendis og jafnframt einn virkasti og þekktasti skákrithöfundur okkar Íslendinga. Auk þess varð hann fyrstur allra Íslendinga til að vera útnefndur alþjóðlegur skákdómari af FIDE. Guðmund- ur var einnig rektor Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Hann lést 9. nóvember 1996, 83 ára að aldri. Eftir lát hans var sá siður tekinn upp að í júnímánuði á hverju ári skyldi verða haldið minningarmót honum til heiðurs. Úrslit mótsins urðu eftirfar- andi: 1. Jóhann Hjartarson 11½ v. af 13 2. Arnar E. Gunnarsson 10 v. 3. Helgi Ólafsson 9½ v. 4.–5. Þröstur Þórhallsson og Sigurbjörn J. Björnsson 7½ v. 6. Helgi Áss Grétarsson 7 v. 7. Margeir Pétursson 6 ½ v. 8.–9. Róbert Harðarson og Karl Þorsteins. 6 v. 10. Rúnar Sigurpálsson 5½ v. 11.–12. Björn Þorfinnsson og Áskell Örn Kárason 5 v. 13. Ingvar Ásmundsson 3½ v. 14. Guðmundur Kjartansson ½ v. Eins og sést á þessum úrslitum fengu stórmeistararnir okkar óvenju mikla samkeppni að þessu sinni og sérstaka athygli vekur frábær árangur Arnars Gunnars- sonar. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, setti mótið. Skákstjórar voru Ríkharður Sveinsson og Gunnar Björnsson. Helgi Ólafs- son sá um skipulagningu mótsins. Fyrsta Íslandsmót öldunga Fyrsta Íslandsmót öldunga verður haldið í íþróttaviku Garða- bæjar dagana 22.-24. júní. Tefldar verða 7 umferðir og byrjar sú fyrsta föstudaginn 22. júní kl. 18. Umhugsunartími verður einn klukkutími á mann. Heildarverð- laun eru 25.000 krónur auk gripa en sigurvegari mótsins öðlast þátttökurétt í sama aldursflokki á Norðurlandamótinu sem haldið verður í Fredrikstad í Noregi í haust. Skáksambandið mun senda einn keppanda á það. Þátttöku- rétt eiga þeir sem fæddir eru 1941 eða fyrr. Þátttökugjald er 1.500 kr. Teflt verður í Garða- lundi í Garðabæ en hugsanlegt er að mótið verði flutt til vegna framkvæmda. Tekið er á móti skráningum með tölvupósti (pall@vks.is) eða í símum 861 9656 og 580 9743. Áríðandi er að þátttakendur tilkynni sig sem fyrst svo hægt verði að meta um- fang mótsins í tæka tíð. Úr mótaáætlun Skáksambandsins 22.6. TG. Íslandsm. 60 ára og e. 23.6. TR&SÍ. Helgarskákmót Jóhann Hjartarson sigur- vegari á minningarmóti um Guðmund Arnlaugsson SKÁK M e n n t a s k ó l i n n v i ð H a m r a h l í ð MINNINGARMÓT UM GUÐMUND ARNLAUGSSON 15.6. 2001 Daði Örn Jónsson Jóhann Hjartarson tefldi við Ingvar Ásmundsson í fyrstu umferð minningarmóts um Guðmund Arnlaugsson. Til leigu skrifstofuhúsnæði 220 fm gott skrifstofuhúsnæði vel staðsett í Kvosinni, Kirkjuhvoli, gegnt Dómkirkjunni og Alþingi. Laust 1. júlí. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, traust fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu á atvinnuhúsnæði, sími 892 0160, fax 562 3585. Til leigu skrifstofuhúsnæði 400 fm glæsilegt skrifstofuhúsnæði í virðu- legu húsnæði í miðborginni. Mikil lofthæð. Glæsilegur fundarsalur. Glæsileg sameign — lyfta. Laust strax. Tilvalið fyrir metnaðarfullt fyrirtæki. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, traust fasteignafélag sem sérhæfir sig í útleigu á atvinnuhúsnæði, sími 892 0160, fax 562 3585. Sjávarútsýni Til leigu nýtt sérlega glæsil. verslunar-/skrif stofuhúsnæði við Skúlagötu. Um er að ræða ca. 162 fm á götuhæð með sérinngangi. Gegnheilt parket á gólfum. Stórir og bjartir gluggar. Að mestu sem opið rými. Óhindrað útsýni til sjávar. Laus 1. júlí. Sláðu strax á þráðinn til Ágústar í s. 894 7230 eða kynntu þér málið á holl.is (832). HÚSNÆÐI Í BOÐI Íbúð til leigu 3ja herbergja íbúð með húsgögnum til leigu í Hlíðahverfi. Tilboð sendist til auglýsingadeild- ar Mbl. sem allra fyrst, merkt: „Sól — 23“. HÚSNÆÐI ÓSKAST Íbúð óskast Ung hjón, tölvunarfræðinemi og málarameistari með 1 barn óska eftir að leigja 3-4 herb. íbúð helst í Hlíðunum frá og með 1. júlí. Reyklaus og reglusöm. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 690 1800. Áttu atvinnuhúsnæði? Vantar 5000 fm lagerhúsnæði á stór-Reykjavík- ursvæðinu. .......... Fyrir sandsölu bráðvantar okkur ca 300 fm hús- næði ........... Ef þú ert að leita að atvinnuhúsnæði skaltu hætta því strax og láta okkur sjá um leitina. Ágúst 894 7230/Frans 8934284 ........... Hóll - alltaf rífandi sala. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu á Laugavegi 17 skemmtilegt húsnæði undir verslun (baklóð), áður verslunin Jónas á milli. Upplýsingar í síma 565 1144. TILKYNNINGAR Ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur Opið í kvöld, þriðjudagskvöld, frá kl. 20.00— 22.00 og á fimmtudögum frá kl. 14.00—16.00. Kvennaráðgjöfin, Túngötu 14, Reykjavík, sími 552 1500. Eftirlýst bifreið Bifreiðin MJ 027, sem er Grand Cherokee árgerð 1998, grá að lit, er eftirlýst vegna vörslusvipting- ar fyrir uppboð sem fram á að fara 23. júní 2001. Síðast skráði eigandi hefur ekki gefið upp hvar hann er að finna. Bíllinn sást síðast í Árbæjar- hverfi. Mynd af bíl sömu tegundar. Heitið er góðum verðlaunum þeim sem getur bent á hvar bifreiðin er niðurkomin og ábend- ing leiðir til vörslusviptingar. Ábendingum skal komið til Þorleifs Sigurðssonar, viðskiptastjóra hjá SPH, sími 550 2000 eða tölvupóstur thorleifur@sph.is . Sparisjóður Hafnarfjarðar. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA DULSPEKI ■ www.nudd.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R Til leigu í Hafnarfirði jög gott 200 fm húsnæði við Dalshraun til leigu undir verslunar- eða veitingarekstur. Húsnæðið er fullinnréttað og tilbúið til reksturs pizzastaðar. Góð bílastæði. Upplýsingar í síma 565 1144. Býð upp á miðlun og sálarteikningar. Tímapantanir í síma 848 5978, Birgitta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.