Morgunblaðið - 17.07.2001, Page 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
INNAN tíu ára á bið eftir vistun á hjúkrunarheim-
ili, fyrir fólk sem er í mjög brýnni þörf, ekki að vera
lengri en 90 dagar, en þetta kemur fram í heilbrigð-
isáætlun til ársins 2010. „Þessi heilbrigðisáætlun
nær til tíu ára og við hljótum að nota hana í stefnu-
mörkun okkar hér enda er hún sett upp til þess,“
segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag
er biðtími nú eftir vistun um eitt til eitt og hálft ár
og segir Jón að talið sé að um tvö hundruð manns
séu í bráðri þörf fyrir hjúkrunarrými nú. „Við erum
að berjast við þessa bráðu þörf núna og það næsta
sem fer í gang er Sóltún. Það er ætlað að verði núna
um áramótin. Síðan er verið að bæta við Sunnuhlíð,“
segir hann, en um níutíu rými verða í Sóltúni. Jón
segir að það sé þó ekki nettóaukning, þar sem
bráðabirgðarými hafi verið innréttuð á Landspítala
á meðan verið væri að koma heimilinu í gagnið.
„Það þarf að hleypa einhverju nýju af stað til að
mæta þessu. Það liggur fyrir hjá mér að taka
ákvörðun með hvaða hætti verður staðið að því.
Þetta er líka spurning um fjármuni,“ bendir hann á
og segir að nú sé í fyrsta lagi verið að vinna að því að
samræma daggjöld og það mat sem liggi því til
grundvallar. Í öðru lagi sé verið að leita eftir fjár-
munum fyrir nýjum rýmum. Það sé dæmi sem þurfi
að takast á við og meðal annars við fjárlagagerð í
haust.
Eitt stærsta verkefnið í
heilbrigðisþjónustunni
Hann segir að þetta sé veruleg þörf eins og sýni
sig á þessum tölum. Þjóðin sé hlutfallslega eldri og
þörfin hafi aukist mjög fyrir hjúkrunarrými og
langlegudeildir aldraðra. „Það er alveg staðreynd
að þetta er eitt af allra stærstu verkefnum í heil-
brigðisþjónustunni á næstu árum.“
Í heilbrigðisáætluninni er einnig stefnt að því að
yfir 70% íbúa 80 ára og eldri verði við það góða
heilsu að þeir geti með viðeigandi stuðningi búið
heima og tekið virkan þátt í daglegu lífi. „Stefnan
hjá okkur er að aðstoða fólk sem mest utan stofn-
ana, þannig að það geti verið heima sem lengst. En
það er alveg ljóst að fólk kemur veikara inn á stofn-
anirnar nú, dvalarheimilisþátturinn hefur vikið
nokkuð fyrir hjúkrunarheimilisþættinum. Mikil
uppbygging varð á dvalarheimilum og fjöldi fólks er
á þessum heimilum, en það náttúrlega dregur af því
og þörfin fyrir hjúkrunarheimili eykst,“ segir Jón.
Að hans sögn á einnig að reyna að kappkosta að
spítalarnir verði ekki langlegudeildir fyrir aldraða.
Það hafi því miður viljað brenna við.
„Það þarf að taka mikið á til þess að markmið
heilbrigðisáætlunar náist, það er alveg ljóst. Ég er
ekki farinn að sjá fyrir endann á því ennþá, hvaða
fjármuni við fáum til þessara verkefna. Það þarf
mikið átak í fjármögnun,“ segir hann.
Í heilbrigðisráðuneytinu fengust þær upplýsing-
ar að rekstrarkostnaður fyrir hvert rými á ári sé um
3,7-3,9 milljónir króna.
Átak þarf í vistunarmálum aldraðra ef markmið heilbrigðisáætlunar eiga að nást
Bið eftir vistun ekki lengri
en 90 dagar innan tíu ára
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isSunna fékk fimm gull
á Landsmóti UMFÍ / B6
Framarar illa staddir
á botninum / B3
12 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
MANNLÍFIÐ í miðbæ Reykjavík-
ur hefur verið líflegt undanfarna
daga, enda veðrið verið með ein-
dæmum sumarlegt. Þessar stúlk-
ur komu sér vel fyrir á Laugaveg-
inum í sólskininu einn góðan
veðurdaginn, stilltu þar upp mun-
um sínum á hlutaveltu og eflaust
hafa margir vegfarendur staldrað
við hjá þeim og freistað gæf-
unnar.
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Ungir versl-
unarmenn
á Laugavegi
ÁÆTLAÐ markaðsverð húsbréfa,
sem gert er ráð fyrir að verði gefin út
í tengslum við samþykkt húsbréfalán
í júnímánuði, er 2.488 milljónir
króna, eða 35,7% hærra en á sama
tíma í fyrra, samkvæmt upplýsing-
um frá Verðbréfaþingi Íslands.
Hallur Magnússon, sérfræðingur
hjá Íbúðalánasjóði, segir að einkum
komi tvennt til sem skýri þennan
mun. Annars vegar séu það nýjar
reglur um hámarksupphæð lána til
einstaklinga.
„Núna í lok maí var hámarki hús-
bréfalána breytt, úr 6,5 milljónum í 8
milljónir fyrir lán til kaupa á notuðu
húsnæði og úr um 7,7 milljónum í 9
milljónir fyrir nýtt húsnæði. Þannig
eru fjárhæðir hvers láns sem er að
fara út núna, almennt hærri en fjár-
hæð hvers láns sem var veitt í fyrra,“
segir Hallur.
Hin skýringin er sú, segir hann, að
á þessu tímabili í fyrra dró úr útgáfu
húsbréfa, en svo hafi hún aftur auk-
ist á síðari hluta ársins. Hallur bend-
ir einnig á að markaðsvirði bréfanna
stýrist af afföllum.
„Það eru afföllin sem stýra því
hvert áætlað markaðsvirði húsbréf-
anna er. Ef afföllin hækka þá lækkar
markaðsvirði húsbréfanna en ef af-
föllin lækka þá hækkar markaðsvirði
þeirra,“ segir Hallur.
Þegar breytingar á markaðsverði
húsbréfa á fyrstu sex mánuðum árs-
ins eru lagðar saman, kemur hins
vegar í ljós að það er 3,7% lægra nú
en það var á sama tímabili í fyrra,
það er að segja 13,317 milljónir en
var 13,832 milljónir og segir Hallur
að útgáfa bréfanna í ár samræmist
áætlun fjárlaga fyrir 2001.
!"#$%
%&'(%) Húsbréf
fyrir 2,5
milljarða
í júní
ÖKUMAÐUR sem grunaður er
um ölvun við akstur, ók utan í tvo
lögreglubíla þegar hann reyndi
að komast undan lögreglu á laug-
ardagskvöld.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Reykjavík sinnti
ökumaður ekki stöðvunarmerkj-
um lögreglu á Miklubraut við
Skeiðarvog og hófst þá eftirför
sem barst um Skeifuna, Grens-
ásveg, Bústaðaveg, Réttarholts-
veg, Skeiðarvog og Sæbraut.
Maðurinn ók greitt, vel yfir 100
km/klst og stundum á móti um-
ferð.
Einn lögreglubíll hóf eftirför-
ina en tveir aðrir bættust fljót-
lega við og öðrum var beint að
nálægum götum til að freista
þess að stöðva för mannsins.
Hann ók bifreið sinni utan í tvo
lögreglubíla þegar reynt var að
stöðva aksturinn. Þegar maður-
inn ók af Sæbraut og upp aðrein
að Miklubraut hrökk eitt dekkið
af felgunni og bifreiðin hafnaði á
steyptum kanti.
Ökumaðurinn var handtekinn
og fluttur á lögreglustöð, en hann
er grunaður um ölvun við akstur.
Hann var sviptur ökuréttindum
til bráðabirgða.
Ölvuðum ökumanni veitt eftirför um götur borgarinnar
Ók utan í tvo lögreglubíla
UM 50 lítrar af dísilolíu láku úr ol-
íuflutningabíl við Vesturvör í Kópa-
vogi laust fyrir klukkan 17 í gær og
fór hluti olíunnar í sjóinn að sögn
varðstjóra slökkviliðsins sem kallað
var til aðstoðar.
Gat kom á tank bílsins við árekst-
ur þegar honum var bakkað út af
stæði.
Olíuleki í
Kópavogi
♦ ♦ ♦