Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 46
Die Hard 2: John McClane í kærkominni snjókomu. Í MÁNUÐINUM verður frumsýnd hérlendis kappakstursmyndin Driv- en, nýjasta verk hasarmyndasmiðs- ins Rennys Harlin en hann er einn fárra finnskra kvikmyndagerðar- manna sem komist hafa áfram í Hollywood. Skírnarnafn Harlins er Lauri Harjola en hann fæddist árið 1959 í smábænum Riihimaki og benti fátt til þess hvað verða vildi. Foreldrar hans voru háskólaborgarar sem ákváðu að Lauri litli hlyti góða menntun. Áhugi hans á kvikmyndum kom þó snemma í ljós og hann var farinn að taka 8 mm kvikmyndir um fermingu. Eitt leiddi af öðru og aðeins 18 ára lauk hann heimildarmynd fyrir Shell eldsneyt- isrisann. Um svipað leyti innritaðist hann í kvikmyndaskóla ríkisins, sem er fimm til sjö ára nám við háskólann í Helsinki. Myndin fyrir Shell vakti mikla athygli og atvinnutilboðin tog- uðust á við langt og þurrt námið við frumstæðan skóla sem bjó hvorki yfir mikilli kunnáttu né gildum sjóðum. Annir í auglýsingagerð Lauri ákvað, í trássi við fjölskyld- una, að hætta náminu og hafði þegar yfrið nóg að starfa við gerð heimild- armynda og auglýsinga. Liðlega tví- tugur var honum boðið starf við sjón- varpið, þar sem hann vann bæði við leiknar myndir og heimildarmyndir. Aðeins 22ja ára hugðist Lauri leik- stýra sinni fyrstu, löngu kvikmynd, en komst að því að styrkir til slíkra hluta eru tæmandi í Finnlandi. Lauri gafst ekki upp, skrifaði nokkur kvik- myndahandrit sem hann sendi FFF, Finnska kvikmyndasjóðnum. Ekkert gerðist, úthlutunarnefndinni fannst hugmyndirnar ótækar til metnaðar- fullrar kvikmyndagerðar og handrit- in voru endursend. Á þessum tíma studdi hið opinbera við bakið á að giska 6 myndum á ári, innihaldið þurfti því að taka á alvarlegum, þjóð- félagslegum málefnum, til að eiga von á grænu ljósi. Því sá svo gott sem enginn þær fáu myndir sem sluppu í gegnum menningarlega sinnað nálar- auga FFF. Ungur Kani fæðist Lauri hinn ungi sá í hendi sér að hann átti litla framtíð fyrir sér og sín- ar arðvænlegu afþreyingarhugmynd- ir í heimalandinu. Í samráði við vin sinn, sem vann að myndbandadreif- ingu í Finnlandi, ákvað leikstjórinn, sem nú breytti um nafn og gerðist Renny Harlin, að halda vestur um haf. Þeir félagarnir suðu saman það álitlegt handrit, kallað Born Americ- an, að Chuck Norris, sem þá var þekkt B-hasarmyndastjarna, lofaði að fara með aðalhlutverkið í ódýrri spennumynd. Aldrei varð þó úr þeirri framkvæmdinni en Harlin og allir hans vinir og fjölskyldumeðlimir hjálpuðust við að fjármagna nýtt handrit, byggt að mestu á því gamla, og nefndist Wild Force. Það var að lokum kvikmyndað 8́5, undir nafninu Young Americans. Tökurnar gengu brösuglega. Harl- in og vinur hans þekktu enga og vissu lítið í sinn haus. Böðluðust áfram á bjartsýninni einni og barnaskapnum, sem Harlin segir að hafi bjargað sér yfir alla þrepskildi. Hann bankaði uppá hjá litlu dreifingarfyrirtæki með þær 20 mínútur af filmu sem fjárhag- urinn hafði ávaxtað. Fékk 500 þúsund dali til viðbótar og tökunum lauk eftir óstjórnleg vandræði og fjárskort. Harlin lærði að gefast aldrei upp, sama á hverju gengi. Finnska þrjósk- an nýttist honum vel næstu árin. Þeir félagarnir fengu aldrei neitt fyrir Young Americans, þótt hún skilaði einhverjum gróða. Góð ferð til Álmstrætis Nú tóku við tvö erfið ár þar sem Harlin bjó í bílskúrum og átti tæpaast til hnífs og skeiðar. Skrimti frá degi til dags á að skrifa greinar í finnsk tímarit og þess háttar. Loks fékk hann vinnu hjá Irwin Yablans, sem framleiddi m.a. Halloween. Yablans sá nýjan John Carpenter í Harlin, en afrakstur samvinnu þeirra, Prison (́87), benti engan veginn til þess. Næst bar hann niður hjá New Line Cinema, en stjórnendur þess höfðu séð Prison. Fyrirtækið skrimti á Nightmare on Elm Street myndaröð- inni og var hreint ekki á því að af- henda nánast óreyndum Finnanum fjöreggið. Þó fóru leikar þannig að Harlin var treyst fyrir því og fjórða myndin kennd við Álmstrætið var gerð undir hans stjórn og varð vin- sælasta mynd raðarinnar og opnaði stærst allra mynda í ágústmánuði til þess tíma. Velgengni hrollvekjunnar opnaði Harlin allar dyr Hollywood. Walter Hill réð hann til að leikstýra Alien 3 og nú tók við heilt ár endurskrifta og bollalegginga. Að því loknu kveðst Harlin hafa komist að því að hann gæti engu bætt við verk jafnfrábærra manna og Ridley Scott og James Cameron, sem gerðu fyrri myndirnar í bálk- inum. Fairlane og McClane Ákvörðunin reyndist koma leikstjóranum vel. Hræddur við að vera búinn að eyðileggja allt fyr- ir sér í kvikmyndaborginni, stökk hann á næsta boð, að gera The Adv- entures of Ford Fairlane, mynd um rokkóðan einkaspæjara. Tökurnar gengu það vel að Fox bauð honum að leikstýra meðfram spennutryllinum Die Hard 2. Þetta lukkaðist með miklum ágætum og myndirnar voru frumsýndar með viku millibili. Einkaspæjaramyndin dó fljótlega drottni sínum, ekki síst þar sem stjarna mynarinnar, hinn umdeildi grínisti og uppistandari Andrew Dice Clay, sem var feykivinsæll er tökur hófust, var orðinn mjög illa þokkaður er sýningar hófust. Einkum sakir kvenfyrirlitningar og andúðar í garð samkynhneigðra . Öðru máli gegndi með Die Hard 2. Harlin hafði verið undir ógnarlegu álagi, myndin fok- dýr, ekki síst þar sem tökuveturinn var sá snjóléttasti í Bandaríkjunum í áraraðir. Myndin gerist um jólin og Harlin neyddist til að endasendast með allt tökuliðið vítt og breitt um N- Ameríku til að finna snjó. Allt fór þó vel að lokum og myndin skilaði bæði stórgróða og hlaut frá- bæra dóma gagnrýnenda. Myndin er framleidd af Joel Silver, sem þykir manna erfiðastur og kröfuharðastur en samvinnan gat ekki gengið betur þótt um væri að ræða fyrstu alvöru- mynd Finnans. Í bíltúr með Stallone Hasarmyndaframleiðandinn Mario Kassar varð næstur til að njóta strafskrafta Harlins, útkoman harð- hausamyndin Cliffhanger (́93). Hún státaði af Sylvester Stallone og gekk ljómandi vel um allan heim. Það varð ekki sagt um Cutthroat Island (́95). Fokdýr sjóræningjamynd með skemmtilegum atriðum og óaðfinnan- legu útliti, en ónýtu handriti. Hún mislukkaðist á flestan hátt. Þá var röðin komin að The Long Kiss Goodnight (́96), sem reyndist fyrsta flokks spennumynd sem gekk hvarvetna vel utan Bandaríkjanna. Kolféll heima fyrir án þess að nokkur fyndi góða og gilda ástæðu fyrir óförunum. Deep Blue Sea var lokið 9́9, stórri og dýrri spennu- mynd með miklum og eftirminni- legum brellum og dellulegum, ómerkilegum söguþræði. Undanfarin þrjú ár hefur Renny Harlin legið yfir kappaksturs- myndinni Driven, sem frumsýnd var fyrir skömmu. Stallone fer með aðal- hlutverkið, en vinur Harlins og sam- landi, Formúlu 1 ökuþórinn Mika Häkkinen, vann sem ráðgjafi. Næst á dagskrá hjá Harlin er að líkindum kvikmyndagerð A Sound of Thunder, smásögu eftir Ray Bradbury, með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. RENNY HARLIN FÓLK Í FRÉTTUM 46 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 21. júlí kl. 20 – LAUS SÆTI Fö 27. júlí kl 20 – LAUS SÆTI SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Fi 19 júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 22. júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 26. júlí kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI Ath. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið Sumarsöngleikurinn HEDWIG KL. 20.30 Fös 20/7 örfá sæti laus Lau 21/7 AUKASÝNING örfá sæti laus Lau 28/7 nokkur sæti laus Lau 11/8 Fös 17/8 Lau 25/8 Fös 31/8 Ath. aðeins sýnt í sumar! „í einu orði lýst meistaraleg“ S.H. Mbl „stjarna er fædd“ DV „hvergi er slegið af trukkinu“ A.E. DV „óborganleg“ S.S. Fréttablaðið Barinn opnar kl. 19.30, tveir fyrir einn tilboð til kl. 20. Plötusnúðar leika fyrir sýningu og í hléi. Hádegisleikhúsið RÚM FYRIR EINN Sýningar hefjast aftur 15. ágúst Miðasalan er opin frá kl 10-14 í Iðnó og 14-18 í Loftkastalanum alla virka daga og frá kl. 14 fram að sýningu á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími í Iðnó er 530 3030 en í Loftkastala 552 3000. Áttu minjar frá þessum frægu tónleikum, s.s. upptöku, myndir af tónleikunum, aðgangsmiða, áritað plaggat, ummæli tónleikagesta, hljómsveitarmanna eða framkvæmdaraðila? Vinsamlegast hafið samband við Kristínu í síma 869 0291 eða skrifið til dagmey@hotmail.com. Áhugaverðar minjar verðlaunaðar. Tónleikar Led Zeppelin 22. júní 1970       ÞAÐ ER orðinn góður siður að tímaritið Undirtónar haldi Stefnumót á þriðjudagskvöldum á Gauki á Stöng og er kvöldið í kvöld engin und- antekning. Að þessu sinni eru það Ívar Örn, Salomon Kubl og Lúna sem koma fram. Hljómsveitina Lúnu skipa þau Guð- mundur Hafsteinn Viðarsson, bassaleik- ari, Hákon Að- alsteinsson, gítarleik- ari, Björk Viggósdóttir, hljóm- borðs- og bassleikari, og Heimir Örn Heim- isson, trommuleikari. Að sögn Guðmundar spilar Lúna blæð- andi rokktónlist. Lúna hefur verið til í um tvö ár og nú í ágúst er væntanleg fyrsta breiðskífa sveitarinnar sem mun bera nafnið Leyfðu mér að þegja þögn þinni. Gaukur á Stöng opnar stundvíslega klukkan 21 og að- gangseyrir er 500 krónur. Að vanda verða gestir að hafa náð 18 ára aldri. Blæðandi rokk á Gauknum Salomon Kubl á stefnumót á Gauki á Stöng í kvöld. Stefnumót í kvöld á Gauki á Stöng Die hard 2 (1990)  Hryðjuverkamenn taka yfir stjórn al- þjóðaflugvallarins í Washington D.C. á mesta ann- atíma um jólin og hóta öllu illu ef s-amerískum eit- urlyfjabaróni, sem verið er að flytja í járnum til landsins, verður ekki sleppt. Gefur fyrri myndinni í rauninni ekkert eftir þótt nýjabrumið sé farið af. Frábær afþreying með öllum þeim skot- og sprengjuþunga sem Hollywood hefur yfir að ráða, en í stað skýjakljúfsins í fyrri myndinni er nú kom- in hin opna víðátta flugvallarins fyrir John McClane að leika sér í. Það er barist inni í flugstöðinni og undir, inni í flugvélum og uppi á þeim, á vélsleðum og þyrlum en Renny Harlin gætir þess að maður haldi að hver sekúnda skipti máli og stýrir ótrúleg- um spennuatriðum með hraða og nákvæmni bestu hasarleikstjóra. Bruce Willis er góður sem fyrr. Cliffhanger (1993) Eftirminnilega vel tekin og glæfraleg há- spennumynd sem gerist hátt uppi í fjöllum. Sylv- ester Stallone leikur góðmennið og ofurfjallgöng umann sem kemur til hjálpar er harðsvíraður ræn- ingi (leikinn með tilþrifum af John Lithgow) reynir að komast undan með feng sinn, 70 milljónir dala. Tekin í hrikafegurð ítölsku Alpanna, sem njóta sín í listamannshöndum tökustjórans Alex Thomsons. Spennuatriði Harlins eru dæmalaust áhrifarík og framvindan hröð og þétt. Ekki fyrir lofthrædda! The long kiss goodnight (1996) ½ Vanmetin, bráðfyndin, hröð og spennandi hasarmynd. Geena Davis fer með aðalhlutverk konu sem man ekkert úr fortíðinni. Hittir góðan mann og er ósköp venjuleg húsmóðir þegar hér er komið sögu. Þá kemur einkaspæjarinn Samuel L. Jackson til skjalanna, saman grafa þau upp heldur rosalega fortíð frúarinnar, sem var afkastasmikill slátrari á vegum hins opinbera hér áður fyrr. Fortíðin teygir skyndilega anga sína inn í líf hennar. Og þá bregst sú stutta við með stíl. Þau eru fín saman Jackson og Davis, myndin grínaktug, spennandi og hin besta skemmtun. Ein af betri myndum Finnans. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Fyrrverandi unnusta Harlins, Geena Davis, leikur hörkukvendi í The Long Kiss Goodnight. Reuters Driven: Kappaksturshetjurnar Stallone og Christan de la Fuente.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.