Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 19
UM 12 þúsund gestir heimsóttu gamla bæinn í Laufási við Eyja- fjörð síðasta sumar og er búist við að þeir verði síst færri í ár. Þær breytingar hafa verið gerð- ar að Minjasafnið á Akureyri hefur tekið við rekstri gamla bæjarins í Laufási, en hann er í eigu Þjóð- minjasafnsins. Héraðsnefnd Eyja- fjarðar hefur keypt gamla prestsbústaðinn að Laufási og af- hent hann Minjasafninu, sem gert hefur á honum breytingar þannig að þar er nú rekin veitingastofa. Ingibjörg Siglaugsdóttir staðar- haldari í Laufási sagði að gamli bærinn væri opin frá 15. maí ár hvert til 15. september. Hún hefur verið í Laufási í 10 ár og segir að á þeim tíma hafi gestum fjölgað jafnt og þétt. Þjónusta við ferða- menn hafi einnig sífellt orðið meira og nú séu mál komin í gott horf þegar möguleiki varð á að reka veitingastofu í gamla prest- setrinu. Þar er í boði þjóðlegt kaffibrauð allan daginn og hópar (6-8 manns minnst) geta með fyrirvara pantað íslenska kjötsúpu sem og einnig skyr og brauð. Alls tekur salurinn um 40 manns í sæti og þá er einnig hægt að njóta veitinga í garðinum framan við húsið þegar til þess viðrar. Unnt verður að leigja sal- inn til mannamóta í vetur. Bryddað hefur verið upp á ýms- um nýjungum í starfseminni á síð- ustu árum, m.a. að efna til starfs- dags í júlí sem notið hefur mikilla vinsælda og nú í lok ágúst verður uppskerudagur þar sem unnið verður úr slátri, berjum og fjalla- grösum og loks er í gamla bænum í Laufási unnið að undirbúningi jólanna þegar að þeim dregur. „Það er fjölmargir möguleikar fyrir hendi hér,“ sagði Ingibjörg. Hún sagðist ánægð með gestakom- ur það sem af er þessu sumri, „og mér sýnist að þær muni ekki verða færri en í fyrra þegar hingað komu um 12 þúsund manns.“ Af þeim fjölda voru um 4000 farþegar með skemmtiferðaskipum sem hafa viðdvöl á Akureyri. „Það er nokkuð jöfn skipting milli Íslend- inga og útlendinga, en landsmenn eru meira á ferðinni yfir hásum- arið en útlendingarnir koma á öll- um tíma, allt frá maí og fram í september. Á þeim tíma fáum við líka fjölda skólabarna í heimsókn,“ sagði Ingibjörg. Gamli bærinn í Laufási við Eyjafjörð Veitingastofa í gamla prestsbústaðnum Morgunblaðið/Rúnar Þór Í veitingastofunni í gamla prestssetrinu býðst þjóðlegt kaffibrauð allan daginn og hópar geta með fyrirvara pantað íslenska kjötsúpu. TENGLAR .....................................................  Gamli bærinn í Laufási er opin frá 15. maí til 15. september frá kl. 10 til 18 daglega. Hægt er að koma og skoða á öðrum tímum í samráði við staðarhaldara ef haft er samband fyrirfram. Upplýsingar má finna á heimasíðu Minjasafnsins á Akureyri - http://akureyri.to.museum/ FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 19 FYRRUM skólastjórabústaður á Blönduósi hýsir nú kaffihúsið við Árbakkann sem vakið hefur athygli undanfarið fyrir listsýningar og ýmsar uppákomur. Erla Evensen eigandi ásamt Guð- mundi Haraldssyni, segir aðsókn hafa verið góða í sumar, útlend- ingar gefi sér tíma til að stoppa og en of margir Íslendingar þeysi framhjá himinbláa kaffihúsinu á leið norður eða suður. Mánaðarlega eru settar upp myndlistarsýningar í Kaffihúsinu við Árbakkann, nú stendur yfir sýn- ing Rebekku Gunnarsdóttur og í ágúst verður sýning á olíukrít- armyndum eftir Rut Rebekku Sig- urjónsdóttur. Meðan gestir njóta verkanna er upplagt að gæða sér á kaffi og köku, heimagerðum ís, brauðrétti eða jafnvel kjarngóðri súpu dags- ins. Morgunblaðið/HM Kaffihúsið við Árbakkann er opið alla daga og þar eru haldnar ýmsar uppákomur og myndlistarsýnigar. Kaffisopi á Blönduósi mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.