Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TIL SÖLU Sumarbústaðahandriðs- efni til sölu Upplýsingar í síma 893 0425 og 568 1826. Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir: Auglýsingasöfnun Stúdentablaðsins og Akademíu Stúdentaráð auglýsir eftir tilboðum í auglýs- ingasöfnun fyrir Stúdentablaðið og Akademíu, handbók stúdenta. Stúdentablaðið kemur út mánaðarlega yfir skólaárið. Akademía er hand- bók og símaskrá stúdenta og kemur út í októ- ber 2001. Um er að ræða tvö aðskilin verkefni. Tilboð skulu berast skrifstofu SHÍ fyrir 23. júlí nk. Allar nánari upplýsingar fást í síma 570 0850 eða shi@hi.is . Skrifstofa Stúdentaráðs er opin í allt sumar frá kl. 9—17. Pallanet Þrælsterk og meðfærileg. Hentug í skjólgirðingar. Rúllur 3x50 m og 2x50 m. Verð á fm 112,00 m. vsk. HELLAS, Suðurlandsbraut 22, s. 551 5328, 568 8988, 852 1570, 892 1570. ÝMISLEGT Nýir höfundar Sjónvarpsstöðvar og menningarmálastofn- anir í Evrópu standa sameiginlega að verð- launasamkeppni í því skyni að hvetja nýja höf- unda til að skrifa handrit að sjónvarpsmyndum eða leiknum sjónvarpsþáttum. Keppt er um starfsverðlaun sem veitt verða síðari hluta þessa árs. Starfsverðlaunin eru að upphæð 10.000 svissneskir frankar. Sjónvarpið hefur heimild til að tilnefna allt að 3 handrit, sem valin verða af sérstakri dóm- nefnd. Umsækjendur mega ekki hafa samið, né tekið þátt í að semja, nema eitt handrit í fullri lengd (50 mínútur) fyrir sjónvarp eða kvikmynd þegar handriti er skilað. Umsækjendur leggi fram 5—10 síðna efnisút- drátt að frumsömdu handriti með nákvæmri lýsingu á innihaldi verksins og persónum og stuttri skýringu á tilgangi verksins (1 síða). Einnig skal fylgja eitt þýðingarmikið atriði verksins sem byggist á samtölum (2 síður), upplýsingar um höfund og stutt æviágrip höf- undar. Umsóknargögnum skal skila til Innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins, Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík, þar sem reglur sam- keppninnar liggja einnig frammi. Umsóknarfrestur er til 1. september 2001. Sjá einnig á síðu 657 í textavarpi Sjónvarpsins og á heimasíðu RÚV, www.ruv.is . SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF Sveinstindur — Skælingar, 4 daga trússferðir, þær vinsæl- ustu í sumar. Laus sæti með brottför 22/7 og 23/7 og undir- búningsfundur í dag kl. 18 á Hallveigarstíg 1. Helgarferðir 20.—22. júlí: 1. Jökuldalir — Illagil — Strúts- laug, gönguferð. 2. Laugar — Fjallabaksleiðir, ökuferð. Básar og Fimmvörðuháls um hverja helgi. Kynnið ykkur spennandi helgar- og sumarleyfisferðir framundan m.a. Vesturöræfi. 21.—28. júlí og Sprengi- sandur - Grímsey 21.—25. júlí. Sjá heimasíðuna: utivist.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R BSRB og Nýi tölvu- og viðskipta- skólinn hafa undirritað samning um að skólinn taki að sér tölvukennslu fyrir bandalagið næsta vetur. Samn- ingurinn er liður í að efla tölvulæsi meðal félagsmanna BSRB. Að sögn Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, er þetta stærsta samræmda átakið sem samtök launafólks hafa ráðist í til að efla tölvulæsi félagsmanna sinna. Námskeið, sem kosta ríflega sex- tíu þúsund krónur fyrir einstakling- inn á almennum markaði, munu kosta 28 þúsund krónur hjá Tölvu- fræðslu BSRB. Ögmundur segir að almennur yfirlýstur vilji sé meðal starfsmenntunarsjóða að taka þátt í kostnaði, en hvernig staðið verði að því eigi enn eftir að útfæra. Forsaga málsins er sú að í árs- byrjun 2001 fékk BSRB fyrirtækið Lausnir til að framkvæma skoðana- könnun á tölvulæsi félagsmanna. Kom fram í þeirri könnun að mikil þörf væri á tölvufræðslu og að sögn Kristjönu Guðmundsdóttur, for- manns fræðslunefndar BSRB, töldu 95% þeirra sem svöruðu að veruleg þörf væri á námi í tölvufræði. Í framhaldi af þessari könnun var ákveðið að gera stórátak í að efla tölvulæsi félagsmanna og fékk fræðslunefnd BSRB Garðar Gísla- son, fræðslustjóra Kennslumiðstöðv- ar Háskóla Íslands, til liðs við sig. Hrundið var af stað verkefninu „Framtíðin er núna“ og hundrað námskeið voru boðin út á vegum bandalagsins. Tilboð bárust frá átta aðilum og var ákveðið að ganga til samninga við Nýja tölvu- og við- skiptaskólann en hans boð var hag- stæðast. „Nýi tölvu- og viðskipta- skólinn mun sjá um hundrað námskeið. Stefnt er að því að um 15 manns sæki hvert námskeið,“ segir Kristjana og bendir á að einnig gef- ist félagsmönnum kostur á að stunda nám í fjarnámi. Ætlunin sé að 25 námskeið verði haldin á landsbyggð- inni. Garðar segir að megináhersla verði lögð á almennt tölvulæsi, það er ritvinnslu, töflureikni, internet og tölvupóst. En einnig verði fram- haldsnámskeið. Námskeiðin munu veita mönnum TÖK-réttindi, sem að sögn Sigurðar S. Pálssonar, skóla- stjóra Nýja tölvu- og viðskiptaskól- ans í Kópavogi, eru alþjóðleg tölvu- skírteini, nokkurs konar staðall. Garðar segir að ekki séu fordæmi fyrir svona samræmdu átaki. „Þetta framtak er þegar farið að vekja at- hygli, meðal annars í Bretlandi. En ég kynnti þetta á námsstefnu þar um daginn,“ segir hann og telur að ekki þekkist að heilt stéttarfélag standi að svona tölvukennslu. Félagsmenn BSRB fái tölvunámskeið Morgunblaðið/Billi Kristjana Guðmundsdóttir, formaður fræðslunefndar BSRB, og Valtýr Pálsson, skólastjóri NTV á Selfossi, takast í hendur, á milli þeirra er Ög- mundur Jónasson formaður BSRB. BSRB og Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn undirrita samning um að efla tölvulæsi félagsmanna UM helgina var mikið unnið í um- ferðarmálum í umdæminu. Nauð- synlegt reyndist að stöðva 70 öku- menn sem ekki fylgdu reglum um hámarkshraða og 12 vegna gruns um ölvun við akstur. Þá voru 29 ökumenn stöðvaðir vegna aksturs þeirra án öryggisbelta. Tvær bifreiðar skullu saman á Njarðargötu við Sóleyjargötu rúmlega fjögur að morgni sunnu- dags. Tvennt var flutt á slysadeild með áverka á höfði og víðar. Lögreglu var á föstudag til- kynnt um innbrot í sumarhús í Brynjudal. Brotin var rúða til að komast inn í bústaðinn og stolið borðbúnaði og rótað í persónuleg- um hlutum. Brotist var inn í veitingastað á Amtmannsstíg aðfaranótt laugar- dags. Rúða í hurð var brotin og farið í sjóðsvél hússins. Þá var brotist inn í 15 ökutæki víðsvegar í borginni. Því miður ber nokkuð á því að brotist er inn í ökutæki sem skilin eru eftir við útivistarsvæði borgarinnar. Mik- ilvægt er að ökumenn skilji ekki eftir verðmæti í bílum sínum og geri lögreglu viðvart ef þeir verða varir við grunsamlegar manna- ferðir. Í eftirlitsmyndavélum lögreglu sást hvar borgari sló til dyravarð- ar veitingahúss í Tryggvagötu. Lögreglan var send á staðinn og málið fer til frekari rannsóknar. Karlmaður var handtekinn á veitingastað í Tryggvagötu eftir að hafa ráðist að dyraverði húss- ins. Árásarmanni var síðan sleppt eftir tiltal. Rúmlega fjögur aðfaranótt laugardags var lögreglan kölluð að veitingastað í Tryggvagötu vegna átaka þar innandyra. Ein- um var ekið á slysadeild með áverka í andliti. Karlmaður réðst inn á fyrrver- andi sambýliskonu og vin hennar á sunnudagsmorgun og veitti þeim áverka í andliti. Óskað var eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í Hafnarstræti á sunnudagsmorgun. Þar hafði einn gesta hússins kastað flösku í gesti staðarins. Honum hafði verið vís- að út vegna framkomu sinnar en hóf þá að grýta flöskum. Maður- inn var handtekinn og fluttur í fangageymslu. Ein kona ætlaði að leita sér aðstoðar á slysadeild vegna áverka af þessum sökum. Lögreglan veitti íbúum í Stakk- holti aðstoð vegna ölvaðs manns sem þar hafði gert sig heimakom- inn. Maðurinn hafði ruðst inn í húsið. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu Úr dagbók lögreglu Brotist inn í bifreiðar við útivistarsvæði 13.–15. júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.