Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 1
160. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 17. JÚLÍ 2001 FORSETAR Rússlands og Kína, þeir Vladimír Pútín og Jiang Zemin, undirrituðu í gær fyrsta vináttu- samning þjóðanna frá því árið 1950. Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtog- anna kom fram að þeir vonuðust til að samningurinn myndi leiða til þess að „ný réttlát og raunsæ skipan heimsmála líti dagsins ljós“. Sögðust leiðtogarnir vilja að Sameinuðu þjóðirnar tækju að sér leiðtogahlut- verk í heiminum í stað Bandaríkj- anna. Ari Fleischer, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði í gærkvöldi að samningurinn virtist ekki vera nein ógnun og hann gæti jafnvel komið sér vel fyrir Banda- ríkjamenn. Niðurstaðan gæti orðið aukinn stöðugleiki í samskiptum Rússa og Kínverja sem væri hag- stætt öllum þjóðum heims. Samningur Rússa og Kínverja er eingöngu stjórnmálalegs eðlis, ekki er um hernaðarbandalag að ræða, segir í yfirlýsingu forsetanna tveggja. „Hernaðarleg og tæknileg samvinna milli þjóðanna tveggja ... beinist ekki gegn öðrum þjóðum,“ segir í henni. Nýlegar tilraunir Bandaríkja- manna með varnarkerfi, sem ætlað er að granda langdrægum kjarn- orkueldflaugum, settu sinn svip á fund þjóðhöfðingjanna. Slík tilraun var framkvæmd síðastliðinn laugar- dag yfir Kyrrahafi og þótti takast vel. Pútín sagði að héldu Bandaríkja- menn tilraununum til streitu væri hugsanlegt að Rússar vígbyggjust að nýju. „Við getum sett kjarnaodda á allar okkar eldflaugar,“ sagði Pút- ín. Hann sagði jafnframt að vörpuðu Bandaríkjamenn samningnum um bann við eldflaugavarnarkerfum (ABM) frá 1972 fyrir róða myndu Rússar líta svo á að aðrir afvopn- unarsamningar væru úr gildi fallnir. Nýr vináttusamningur Kína og Rússlands undirritaður í Moskvu Boða nýja og réttláta heimsskipan Peking, Moskvu. AP, AFP. AP Jiang Zemin, forseti Kína, og Vladimír Pútín, forseti Rússland, faðmast á fundi sínum í Moskvu. FUNDI forseta Pakistans, Pervez Musharrafs, og Atal Behari Vajpa- yee, forsætisráðherra Indlands, lauk í gær án þess að samkomulag næðist um lokayfirlýsingu og er ljóst að deilan um yfirráð í Kasmír var helsti ásteytingarsteinninn. Mikil átök brutust út á milli ind- verskra hermanna og íslamskra uppreisnarmanna í indverska hluta hins umdeilda héraðs þegar á laug- ardag, átökin héldu áfram alla helgina og í gær var tala þeirra sem létu lífið í uppþotunum komin í 82. Fjöldi skæruliðahópa mót- mælti viðræðunum og hótuðu þeir að herða árásir sínar í héraðinu meðan á fundinum stæði. „Kasmírdeiluna er ekki hægt að leysa með viðræðum. Aðeins jihad [heilagt stríð] getur leyst hana og við munum sýna fram á það,“ sagði Mohammed Hamza, leiðtogi eins hópsins í gær. Musharraf sagðist á fundi sínum með fjölmiðlum harma átökin og syrgja þá indversku hermenn sem hefðu fallið. Pakistansforseti hélt heim á leið í gær en hann lagði í viðræðunum fram þriggja þrepa viðræðuáætlun um það hvernig ríkin gætu komist að samkomulagi um Kasmírhérað. Viðræðufundur leiðtoganna, sem haldinn var í borginni Agra á Ind- landi, var sá fyrsti í meira en tvö ár. Fundarlok drógust um níu klukkustundir meðan reynt var að komast að niðurstöðu. Margar til- lögur að yfirlýsingu gengu á milli leiðtoganna áður en yfir lauk. Deilan milli Indlands og Pakist- ans um Kasmírhérað, sem liggur við rætur Himalajafjalla, hefur staðið í 53 ár, en héraðinu var skipt milli ríkjanna tveggja eftir að Bretland veitti þjóðum Indlands- skaga sjálfstæði 1947. Á þessu tímabili hefur tvisvar brotist út stríð vegna deilunnar. Bæði Ind- land og Pakistan eiga kjarnavopn og jafnframt eldflaugar til að flytja þau. Leiðtogum Pakistans og Indlands tókst ekki að semja um Kasmír Skæruliðar múslíma hóta styrjöld Srinagar, Agra, Islamabad. AFP. AP. ÞEIR sem ekki fá nógu mikið af C-vítamíni úr matnum sem þeir borða geta innan skamms fengið það sem á vantar úr C-vítam- ínbættri skyrtu, að því er jap- anskur fataframleiðandi greindi frá í gær. Fyrirtækið Fuji Spinning hefur þróað sérstakan vefnað sem í er efni sem breytist í C-vítamín þeg- ar það kemst í snertingu við efni í húðinni, sagði talsmaður fyr- irtækisins, Makoto Suzuki. Á skyrtan að halda víta- míninnihaldi sínu jafnvel þótt hún sé þvegin 30 sinnum, að sögn Su- zukis. Ennfremur hefur fyr- irtækið uppi áform um að fram- leiða vítamínbættan undirfatnað fyrir konur. Vítamínmagnið í skyrtunni er á við það sem er í tveim sítrónum. Hún kemur væntanlega á markað á næsta ári. Engin lykt er af henni og hún er eins viðkomu og venjuleg bómull. Fyrirtækið hef- ur sótt um einkaleyfi á vefn- aðinum og að fá að selja skyrtuna sem lyf. Víta- mínbætt skyrta Tókýó. AFP. PALESTÍNUMAÐUR sprengdi sjálfan sig og olli dauða tveggja her- manna, karls og konu, við biðstöð ná- lægt járnbrautarstöð í borginni Bin- yamina í Ísrael í gær og sjást lögreglumenn hér að störfum á staðnum. Samtökin Islamska Jihad sögðu að sprengjumaðurinn hefði heitið Nidal Shadouf, 21 árs gamall og frá þorpi nálægt Jenin á Vest- urbakkanum. Ísraelar svöruðu í gær með sprengjuárás á Jenin, einnig urðu átök í Hebron og Tulkarem. Aðfaranótt mánudags fórust tveir Palestínumenn er þeir voru að hand- fjatla sprengju. Var talið að þeir hefðu ef til vill ætlað að koma henni fyrir við íþróttaleikvang í Jerúsalem þar sem svonefndir Makkabea-leik- ar, er þúsundir gyðinga frá mörgum löndum taka þátt í, hófust í gær. Sjálfs- morðs- árás í Ísrael Reuters SPRENGING varð að minnsta kosti 41 manni að bana og tug- ir slösuðust í þorpinu Mafang í Hengshan-sýslu í norðvestur- hluta Kína gær. Lögregla hóf þegar leit að manni sem sagð- ur er hafa flutt sprengiefni til geymslu í húsinu, sem var í eigu bróður hans. Ólöglegri sprengiefnaverksmiðju hins fyrrnefnda var lokað í apríl. Auk hinna látnu var óttast um líf tuga manna sem voru enn grafnir undir húsarústum í gær. Mikið um ólöglegt sprengiefni Í frétt Xhinhua-fréttastof- unnar var ekki útskýrt hvers vegna svo margir hefðu farist en giskað er á að mörg hús hafi verið á tiltölulega litlu svæði. Mikið er um að sprengiefni sé framleitt með ólöglegum hætti í Kína en efnið er meðal annars notað til að fjarlægja stóra steina af ökrum og stunda kolanám án leyfis. Sprenging í kín- versku þorpi Yfir 40 manns létu lífið Peking. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.