Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 43 Hún Kristín, systir mín, er sjötug í dag, 17. júlí, og í tilefni af því langar okkur Mike að senda henni úr fjarlægð innilegar hamingjuósk- ir með daginn.Við þökk- um henni og Guðmundi alla þá hlýju og vin- semd, sem þau hafa sýnt okkur í gegnum tíðina, svo ekki sé minnst á móttökurnar þegar við höfum komið í heimsókn. Foreldrar okkar systkinanna voru þau Gunnar Ingibergur Ingimundarson, f. 16. apríl 1895, og Guðrún Árnadótt- ir, f. 14. júní 1903. Eru þau bæði látin fyrir alllöngu. Börnin voru sex. Elst er Árna Ingibjörg, f. 19. ágúst 1927, þá María f. 8. maí 1929, Kristín f. 17. júlí 1931, Alda, f. 17. desember 1932, Sigurður Jón, f. 27. maí 1935, og Hulda Guðrún, f.13. nóvember 1937. Þau Alda og Sigurður Jón eru látin. Eiginmaður Kristínar er Guðmundur Sören Magnússon og hófu þau bú- skap sinn á jörð foreldra hans, Hrauni í Keldudal í Dýrafirði, árið 1949. Þar bjuggu þau til ársins 1957, er þau fluttust búferlum að Brekku í Dýra- firði. Þar bjuggu þau í sjö ár eða til 1964 er þau settust að á Þingeyri þar sem þau búa enn. Börnin þeirra Guð- mundar og Kristínar eru 11 talsins. Það var því marga munna að metta og KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR oft var starfsdagurinn langur. Því fór þó fjarri, að þau Guðmundur og Kristín sæju ástæðu til að kvarta enda fengu þau bæði þá guðsgjöf í veganesti, sem er létt lund og bjartsýni á lífið og tilveruna. Börnin þeirra eru Bjarni, Guð- rún Finnborg, Guð- munda Kristín, Magnús Helgi, Sigurveig, Gunn- ar Benedikt, Mikael Ágúst, Ingibjörg María, Jónína Björg, Sigríður Gerða og Katrín. Mikill ættbogi er þegar komin frá þeim hjónum því að barnabörnin eru 27 talsins og barnabarnabörnin níu. Kristín mín. Þótt fjarlægðin skilji okkur að þá munum við Mike fagna með þér og fjölskyldu þinni í hugan- um nú þegar þú fagnar sjötíu ára af- mælinu. Lifðu heil. María og Mike. ÝMISLEGT hefur borið til tíðinda að undanförnu, meðal annars skoð- anakönun Gall- ups og Kastljóss sem leiddi í ljós að meiri hluti þjóðarinnar eða 65% vill hefja að- ildarviðræður við ESB, kasta krónunni og hefja evruna til vegs og virðing- ar. Það er greini- legt að áróður Evrópusinna hefur náð til þjóðar- innar þessa stundina. Ýmsum vopnum hefur verið beitt til að villa fólki sýn. Hér var á ferðinni aust- urrískur maður, dr. Franz Fischer landbúnaðarhagfræðingur og yfir- maður sjávarútvegsmála hjá ESB; varla hefur hann verið að ferðast hér af eigin hvötum til að tilkynna Íslendingum að þeir hefðu ekkert að óttast við að gerast aðilar að ESB, en myndu hinsvegar geta haft mikil áhrif þar. Það er mín skoðun að íslenska þjóðin sé ekki svo illa stödd andlega, að hún taki mark á svona blaðri og mér skilst að Evrópusinnar hér ættu að spara sér að fara út í áróður í þessu al- varlega máli. Íslendingar ættu ekki að fara út í það að fleygja frá sér fullveldinu í hendur þessarra gömlu nýlendukúgara,sem urðu stórveldi á sínum tíma með því að arðræna og kúga frumstæðar þjóð- ir svo að þær gátu litla björg sér veitt. Þessar þjóðir hafa sýnilega engu gleymt. Krafan um fullveldisafsal sýnist mér bæði óeðlileg og óvið- unandi fyrir sjálfstæða þjóð, sama hversu miklir fjármunir væru í boði. En það væri nú ekki aðeins að Íslendingar fórnuðu sjálfu fjör- eggi þjóðarinnar, fullveldinu, held- ur mundi það kosta gífurlega fjár- muni. Ein af ríkustu þjóðum heims þarf ekki að gera sér vonir um styrki eins og sumir hafa gert, heldur verða að veita styrki til fá- tækustu þjóða innan sambandsins, auk alls þess kostnaðar sem fylgdi inngöngu. Lýðveldið stofnað Mér datt í hug þegar sagt var frá hamingjuóskum forseta Banda- ríkjanna til forseta Íslands í tilefni af lýðveldisstofnuninni 17. júní 1944 hvort þetta kæmi ekki ónota- lega við þá, sem vildu færa gömlu herraþjóðunum í ESB lýðveldið til fullra yfirráða. Kannski er það ógæfuleg þróun. Pólitískir ungliðar fagna mjög þessari niðurstöðu skoðanakönnunar á vefriti sínu politik.is og segja að það sé krafa þjóðarinnar að farið sé strax út í aðildarviðræður við ESB. Þessum pólitísku unglingum er að sjálf- sögðu nokkur vorkunn. Þetta er vafalaust samkvæmt pólitísku upp- eldi þeirra. En ekki vil ég trúa því að farið verði út í aðildarviðræður án þess að kynna þjóðinni þetta al- varlega mál og sýna henni fram á hvar hún stæði, ef hún afsalaði sér fullveldinu. Mundi hana kannski langa til að upplifa aftur hinar myrku aldir kúgunar, arðráns og auðmýkingar eins og meðan hún var undir erlendum yfirráðum. Þeir sem muna fögnuð og einhug þjóðarinnar þegar lýðveldið var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944 og hátíðarhöldin um allt land dag- inn eftir, láta þá varla áróður og blekkingar villa sér svo sýn að þeir vilji umfram allt losa sig við full- veldið. Á þeim tíma og miklu leng- ur hefði verið litið á þetta sem landráð. Hvað eru landráð? Ég bara spyr; ef þessi stefna er ekki landráðastefna, hvað eru þá landráð? Ég vona samt að okkar litla þjóð eigi ekki aftur eftir að lúta erlendu valdi, og ég mundi hiklaust líta á þá sem landráða- menn sem kæmu henni í þá stöðu. Svo er nú líka á það að líta að eng- inn veit enn hvað verður úr þessu óárennilega samkrulli, ekki einu sinni þeir, sem það vilja. Verður það eitt stórt ríki, þar sem öll Evr- ópuríkin eru sameinuð eða á þetta allt eftir að leysast upp í innbyrðis deilum. Ekki hafa allar þessar þjóðir verið beint friðelskandi í gegnum tíðina. En fullveldisafsalið virðist benda til þess að valda- græðgin sé söm við sig, en hvað sem verður mundu þau kunna að hagnýta sér auðlindir Íslands ef þær yrðu fengnar þeim í hendur. Hér heima er eins og ekkert sé því til fyrirstöðu að ganga í ESB nema að missa yfirráðin yfir fiskimið- unum, aðrar auðlindir hafa aldrei verið nefndar, hvorki það sem kynni að vera á hafsbotni, orku- lindir á og í jörðu eða fullveld- isafsalið, svo skrýtið sem það er. En ég ætla samt að vona að ís- lenskir óhappa- eða ævintýramenn eigi ekki eftir að komast í aðstöðu til að leiða lýðveldið Ísland í glöt- un. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík. Áróðursvélar í gangi Frá Aðalheiði Jónsdóttur: Aðalheiður Jónsdóttir DÚNDUR T I L B O Ð UMBOÐSMENN UMM LAND ALLT Teba veggofn og helluborð saman í setti. Fjölkerfa blástursofn, undir & yfirhiti, grill og grillteinn. Helluborð með 4 hellum. Verð áður kr 52.500 Eldavél með grilli, 4 hellur, þar af 1 hraðsuðuhella. Geymsluhólf. HxBxD:85x49,6x60 cm. Verð áður kr. 38.900 Splunkuný gerð af 1000 snúninga Zanussi þvottavél. Sérstakt hrað - og ullarþvottarkerfi. Fékk hæstu einkunn fyrir þvottagæði. Verð áður kr. 59.900 ZANUSSI Suðurlandsbraut 16 108 Rvk. Sími 5880500 46.90 0 45.80 0 32.90 0 26.90 0 Kæliskápur í borðhæð með rúmgóðu 18 lítra frystihólfi. Sjálfvirk afþíðing í kæli. Kælikerfi með þriggja ára ábyrgð HxBxD:85x55x60 cm. Verð áður kr. 33.900 stgr. k r stgr. k r stgr. k rstgr. k r MÁLARAMEISTARINN Skútuvogi 6 • sími 568 9045 Erum fluttir í Skútuvog 6 Viktoria Antik  Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. frá kl. 11-16. Nýkomið Skrifborð - Kommóður Sófasett - Stakir sófar Stök borð - Stakir stólar og margt fleira RAÐGREIÐSLUR FJÖLSKYLDA mín er forréttinda- fjölskylda. Undanfarin tæp tvö ár höfum við notið þeirra forréttinda að kynnast menningu og lífsháttum tveggja ólíkra þjóða, fyrst Belga og síðan Ekvadorbúa. Við höfum til dæmis fræðst um hugsunarhátt og daglegt líf ungmenna í þessum löndum, heyrt og séð ýmislegt um heimaslóðir þeirra, staðhætti og landkosti. Enn fremur höfum við kynnst okkar eigin landi og þjóð á nýjan máta bæði með því að rifja upp nokkuð rykfallinn fróðleik og staðreyndir um þjóðlífið og ekki síð- ur með því að nota gestsaugað á okkur sjálf og umhverfi okkar. Þessi forréttindi, sem hafa einnig að hluta til náð til allrar stórfjöl- skyldu okkar og vina, hafa ekki ver- ið kostnaðarsöm. Allt og sumt sem við þurftum að gera var að opna heimili okkar fyrir skiptinema á vegum AFS í rúma 10 mánuði. Ekki þurftum við að endurskipuleggja heimilishaldið, unglingarnir létu sér í léttu rúmi liggja hvort kvöldmatur var snæddur klukkan sex eða níu eða hvort sunnudagslærið var á borðum á mánudagskvöldi og voru fljótir að komast upp á lag með að opna ísskápinn sjáfir. Við settum ekki heldur upp samfellda skemmti- dagskrá en ungmennunum var ein- faldlega boðið að taka þátt í öllu okkar daglega amstri með gleði og sorgum sem því fylgir. Auðvitað kom fyrir að farið var í skoðunar- ferðir innan bæjar eða utan sem voru sérstaklega hugsaðar fyrir skiptinemann, en urðu ekki síður öðru heimilisfólki til fróðleiks og ánægju. Það hvarflaði óneitanlega að okk- ur í upphafi dvalartímans að fram- undan gætu verið margir mánuðir fullir af vandamálum og menningar- árekstrum. En ungt fólk hefur yf- irleitt ótrúlega aðlögunarhæfni og sú varð raunin með fóstursyni okk- ar. Þegar litið er til baka minnumst við þess varla að upp hafi komið nein vandamál, utan einhver smá- mál sem allir þurfa að fást við í daglegri umgengni og samskiptum við heimilisfólk sitt. Og tíminn flaug eins og honum er tamt og fyrr en varði var komið að lokum dvalar- tíma fóstursonanna. Nú getum við ekki einungis yljað okkur með því að kasta yfir okkur „ponsjó“ frá Ekvador eða draga á fætur okkar ullarsokka sem belgísk amma prjónaði á alla fjölskylduna. Það eru minningarnar um geðþekka unglinga sem voru góðir fulltrúar þjóðar sinnar sem munu ylja okkur í framtíðinni, löngu eftir að ullar- sokkarnir eru orðnir gatslitnir. Um þessar mundir býðst um 40 íslenskum fjölskyldum að gerast forréttinda-fjölskyldur næstu mán- uðina. Fríður flokkur ungmenna víðsvegar að úr heiminum kemur hingað í ágúst á vegum AFS til tæplega 11 mánaða dvalar. Þessi ungmenni koma með margvíslegar vonir og væntingar í farteskinu. Sum þeirra hafa aldrei séð snjó, ekki haft sérherbergi eða búið við það frjálsræði sem okkur finnst sjálfsagt. Önnur búa eflaust við kringumstæður sem okkur fyndust við konunga hæfi. Öll koma þau þó með opnum huga og tilbúin að kasta sér út í það sem hæglega gæti orðið ævintýri lífs þeirra. Og það er ekki lakasti hluti forréttinda fósturfjölskyldnanna að gera ung- mennunum kleift að skapa það æv- intýri. SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Kambaseli 49, Reykjavík. Forréttindafjölskyldur Frá Sigrúnu Stefánsdóttur: AFMÆLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.