Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 11
ÁRNI Johnsen alþingismaður seg-
ist hafa íhugað að segja af sér
þingmennsku vegna mistaka sem
honum hafi orðið á í tengslum við
störf sín í byggingarnefnd Þjóð-
leikhússins. Hann segist hins veg-
ar ekki hafa séð ástæðu til að gera
það. „Ég treysti á mitt fólk þegar
pusar á bátinn,“ sagði Árni í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Hann
vildi að öðru leyti ekki bregðast
við orðum forsætisráðherra í gær
þegar eftir því var leitað.
Árni viðurkenndi í gær að hann
hefði gert mistök við kaup á stein-
um af BM-Vallá og ekki greint
fjölmiðlum rétt frá fyrst þegar
málið kom upp. Hann sagðist hins
vegar vera að íhuga viðbrögð við
því að fjórir menn hefðu í fjöl-
miðlum í gær kallað sig þjóf.
„Ég pantaði steina hjá BM-Vallá
sem áttu að fara í viðgerð á stétt
við austurhlið Þjóðleikhússins. Það
breyttust hins vegar forsendur á
framkvæmdatímanum nokkuð
óvænt og ég tók þá til geymslu
heima hjá mér. Þá stóðst ég ekki
mátið og fór að hlaða úr þeim sem
stóð alls ekki til. Ég ætlaði síðan
að panta nýja sendingu til að koma
henni niður að Þjóðleikhúsinu en
það var ég ekki búinn að gera þeg-
ar fjaðrafokið upphófst um þessa
hluti. Ég ákvað svo, frekar en að
panta nýja steina hjá BM-Vallá, að
borga reikninginn.
Skynsamlegt að hætta
í nefndinni
Mér sýnist skynsamlegast, til að
hafa frið um Þjóðleikhúsið, að ég
fari út úr byggingarnefndinni. Ég
tel að það sé kominn tími á mig.
Það þýðir ekkert að hafa þessi mál
í ófriði. Síðan geta menn skoðað í
rólegheitum þessa litlu viðgerð
sem ég ætlaði að fara að láta
vinna.“
Tengdist þessi vinna við stéttina
fyrirhugaðri byggingu leikmuna-
geymslu fyrir Þjóð-
leikhúsið sem skipu-
lags- og byggingar-
nefnd Reykjavíkur-
borgar frestaði 2. maí
sl. að taka ákvörðun
um hvort leyft yrði að
fara út í?
„Nei. Þessar fram-
kvæmdir tengdust
ekki en fyrirhugað
var að þetta fylgdist
að.“
Þurftu endurbætur
á stéttinni að fara fyr-
ir byggingarnefndina?
„Nei. Það var ein-
faldlega von á verk-
flokki og það var
áformað að gera þetta á sama
tíma.
Ég vil segja almennt um þessa
steina að auðvitað var ekki rétt
staðið að málum af minni hálfu. Ég
verð að biðjast afsökunar og fyr-
irgefningar á þessu. Maður er dá-
lítið eins og heimaríkur hundur
eftir langt starf í þessari nefnd en
það stóð að sjálfsögðu aldrei annað
til en að fá aðra steina í staðinn
fyrir þá sem fóru heim til mín.“
Sagði rangt frá
málsatvikum í upphafi
Óttast þú ekki að þetta mál hafi
rýrt það traust sem kjósendur þín-
ir og samstarfsmenn í stjórnmál-
um hafa borið til þín?
„Það er búið að gera mjög mikið
úr þessu máli. Ég féll
í þá gryfju að svara út
í hött þegar ég var
spurður um steinana.
Ég sagði ekki alveg
satt frá, a.m.k. ekki
allan sannleikann og
gaf í skyn ákveðna
hluti; sneri nánast út
úr. Það stóð hins veg-
ar ekki lengi. Ég hef
borgað þessa steina
og það hefur enginn
skaðast neitt af því.
Ég vona að mér fyr-
irgefist svona skamm-
hlaup.“
Í Morgunblaðinu í
dag lýsir forstjóri
BYKO samskiptum Árna við fyr-
irtækið með nokkuð öðrum hætti
en fram hefur komið áður í fjöl-
miðlum. Hann fullyrðir að Árni
hafi í maí tekið út vörur í nafni
Þjóðleikhússins fyrir um 400 þús-
und og greiðslan hafi verið sett inn
á biðreikning þar sem Árni hafi
sagt að nauðsynleg fjárveiting
væri ekki til staðar.
Hafnar skýringum
forstjóra Byko
Árni sagði að þarna færi for-
stjórinn ekki rétt með staðreyndir.
Það stæði sem hann hefði áður
sagt að úttektin hefði verið merkt
Þjóðleikhúsinu fyrir mistök. Hann
sagðist hafa leiðrétt það þegar
hann uppgötvaði þessi mistök.
Byggingavörurnar hefðu aldrei átt
að fara inn á reikning Þjóðleik-
hússins og hefðu aldrei gert það.
Misskilningurinn hefði orðið til í
samskiptum hans við starfsmenn
BYKO vegna þess að hann hefði í
tengslum við þessi kaup á bygg-
ingarefni fyrir sig rætt um mögu-
leg kaup á byggingarefni fyrir
Þjóðleikhúsið síðar í sumar.
Árni sagði að sér kæmi algjör-
lega á óvart að heyra að 400 þús-
und króna úttekt hefði í rúman
mánuð legið á biðreikningi hjá
BYKO merkt Þjóðleikhúsinu.
Þetta hlyti að vera hluti af þessum
misskilningi sem orðið hefði til um
þetta mál. Jón Helgi hefði tvisvar
staðfest í DV að þetta mál hefði
orðið til fyrir misskilning.
Óttast þú ekki, eftir að þetta
steinamál kom upp, að fólk eigi
erfitt með að trúa skýringum þín-
um á BYKO-málinu?
„Nei, það held ég ekki. Þetta
eru tvö ólík mál. Ég tók þessa
steina út og viðurkenni það, en hitt
málið verður til vegna misskiln-
ings í samskiptum starfsfólks
BYKO og mín. Þetta byggingar-
efni átti aldrei að greiðast af Þjóð-
leikhúsinu.“
Nú liggur fyrir að Ríkisendur-
skoðun ætlar að skoða þessi mál.
Höfum við ástæðu til að óttast að
það séu fleiri reikningar sem ekki
hafi verið rétt færðir?
„Nei, ég hef ekki tekið neitt
annað með þessum hætti.“
Þú hefur verið prókúruhafi fyrir
byggingarnefnd Þjóðleikhússins.
Ert þú prókúruhafi fyrir fleiri
nefndir á vegum hins opinbera?
„Nei, það held ég ekki; ekki sem
hafa með útdeilingu fjármagns að
gera.“
Telur þú óheppilegt að þú sem
alþingismaður og nefndarmaður í
fjárlaganefnd hafir verið í þeirri
stöðu að vera formaður í nefnd á
vegum framkvæmdavaldsins og
stofna þar til útgjalda?
„Mér sýnist miðað við um-
ræðuna í dag að það sé óheppilegt
að stjórnmálamaður sé í þessari
stöðu. Ég vil nú samt leyfa mér að
vitna í orð Svavars Gestssonar,
fyrrverandi menntamálaráðherra,
sem tók svo djúpt í árinni við opn-
un Þjóðleikhússins 1991 að segja
að þessi framkvæmd hefði ekki
gengið fram nema af því að ég
kom að henni. Ég veit ekki annað
en að mönnum hafi líkað ágætlega
að vinna með mér í þessu þó að ég
fari kannski ekki alltaf hefðbundar
leiðir,“ sagði Árni.
Árni Johnsen alþingismaður hættir í byggingarnefndinni en segist treysta á stuðning síns fólks
Biðst afsökunar
á mistökunum
Árni
Johnsen
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 11
Fágun
fagmennska
Gullsmiðir
fallið undir almennan rekstur
Þjóðleikhússins? Var ástæða til að
hafa slíka nefnd starfandi?
„Nei, og það merkilega er nú að
þessi nefnd hefur í raun ekki ver-
ið starfandi með þessum hætti
vegna þess að hún var endur-
skipuð árið 1996 og þá var mjög
dregið úr umboði hennar. Þannig
að nefndin hafði ekkert umboð til
að starfa með þessum hætti. Ég
er því algjörlega ósammála því
sem kemur fram hjá Fram-
kvæmdasýslunni að hún hafi bara
átt að sortera reikninga frá
nefndarformanninum. Nefndin
var endurskipuð 1996 með breyttu
umboði. Efnislega var umboð
hennar eftir það nánast eingöngu
til að sjá um áætlanir um fyr-
irhugaðar framkvæmdir og verk,
því enn er mjög margt óunnið í
Þjóðleikhúsinu eins og menn vita.
Ég tel því ekki að nefndin hafi
haft heimild til þess að láta nokk-
urn mann valsa um með prókúru
eða umboð.“
Treystir þú þér til þess að
mæla með því að Árni Johnsen
gegni áfram trúnaðarstörfum fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn?
„Þennan skamma tíma sem ég
hef haft til þess að reyna að átta
mig á þessu máli hafa mér borist
til eyrna endalausar sögur. Enda-
lausar sögur. Um hitt og þetta.
Sumt hef ég reynt að kanna og
sumt hefur reynst algjör fjar-
stæða. Annað hef ég ekki haft tök
á því að kanna og mun aldrei get-
að kannað sjálfur. Venjulega ætti
enginn að hlaupa eftir sögusögn-
um og ekki á að haga sér þannig,
en Árni hefur með framgöngu
sinni gert það að verkum að ég tel
að það sé nauðsynlegt og óhjá-
kvæmilegt að fara ofan í alla þá
þætti sem snúa að umsýslustörf-
um hans á undanförnum árum. Í
þeirri von að þar sé ekki neitt
gruggugt, og eins og ég segi hef
ég engin rök fyrir því, en sög-
urnar ganga og þótt maður eigi
ekki að hlaupa eftir söguburði þá,
eftir þessa framgöngu, er það
óhjákvæmilegt og best fyrir hann
sjálfan að farið sé ofan í alla þessa
sauma.“
Kemur til álita að hann dragi
sig í hlé á meðan?
„Hann er þegar búinn að draga
sig í hlé sem formaður nefnd-
arinnar. Vandamálið með þing-
mennsku er að það er eiginlega
ekki hægt að draga sig í hlé, svo
ég sjái. Meðan hann gegnir þing-
mannsstörfunum og í ábyrgðar-
störfum öðrum þar sem hann er
ekki að sýsla eftirlitslaust með
fé.“
En störf hans í fjárlaganefnd?
„Það er náttúrlega önnur saga
sem þarf að athuga í haust. Þá
vænti ég þess að þessari athugun
verði allri lokið og menn sjái
hvernig staðan er.“
En þú munt þá ekki á þessu
stigi þrýsta sérstaklega á að hann
segi af sér?
„Ég hef sagt það við hann sem
ég hef sagt við ykkur og þið verð-
ið að meta það hvað í þeim orðum
felst.“
Eru þetta ekki persónuleg von-
brigði fyrir þig sem lagt hefur
áherslu á að hafa í stjórnsýslunni
hlutina eftir settum reglum?
„Í mínum huga er þetta alveg
óskiljanlegt, satt best að segja og
ég verð nú reyndar að viðurkenna
að ég vissi ekki að þessi nefnd
væri ennþá starfandi. Ég mundi
eftir henni þegar lætin voru hér á
árum fyrr þegar Svavar Gestsson
var menntamálaráðherra og bygg-
ingarkostnaður fór 5–600 milljónir
fram úr áætlunum, en við erum
nú vanir því sumir að það kunni
að gerast. Þá man ég eftir þessari
nefnd. En ekki upp á síðkastið og
ég hélt satt best að segja að
nefndin væri ekki starfandi. Og
reyndar samkvæmt þeim gögnum
sem ég hef þá stóð ekki til að hún
gerði annað en áætlanir.“
Ber menntamálaráðuneytið
hugsanlega einhverja ábyrgð á því
að nefndin sé starfandi með þess-
um formerkjum?
„Já, nefndin er undir ábyrgð
menntamálaráðuneytisins en það
skikkar nefndina til að starfa með
ákveðnum hætti og tal um það að
einhverjir nefndarmenn séu óvirk-
ir og aðrir ekki er alveg út í hött –
nema þá einhverjir menn hafi ver-
ið ofvirkir – en enginn nefndar-
maður getur kallað sig óvirkan.
Það bera allir ábyrgð á störfum
nefndarinnar, en ég er ekki að
segja að þeir beri ábyrgð á því
sem þarna hefur farið úrskeiðis.“
Muntu ræða þessi mál við
Framkvæmdasýsluna og það að
nefnd sé starfandi án umboðs?
„Ég hef þegar rætt það við
menntamálaráðherra og fjármála-
ráðherra í dag [í gær]. Það er nú
þannig í kerfinu að ég tala við
ráðherrana sem aftur tala svo við
sínar stofnanir. Ég geng ekki
fram hjá þeim og hef meira að
segja ekki heimild til þess.“
Hvað myndir þú gera í sporum
Árna?
„Ef ég mæti það þannig, sem
hann hlýtur núna að meta, að ég
risi ekki lengur undir trausti kjós-
enda, þá færi ég. En þetta þarf
hann að meta sjálfur og eiga við
sína samvisku.“
Hvað sagði hann þér?
„Hann er mjög beygður og er
að reyna að ná áttum sem maður
skilur vel. Hann átti svefnlausa
nótt og er beygður.“
Áttu von á því að hann taki
ákvörðun innan tíðar?
„Ég var ekkert að þrýsta á
hann með tíma. Ég veit í hvaða
stöðu hann er núna, hann er úti í
Eyjum að hugsa sitt ráð og gerir
það enda þarf hann að ná áttum.
Það hafa staðið á honum öll spjót
og hann getur engum um það
kennt nema sjálfum sér.“
Hefur þú fundið fyrir þrýstingi
innan Sjálfstæðisflokksins eða
þingflokksins á aðgerðir í fram-
haldi af þessu?
„Nei, það hefur enginn þrýst á
mig með aðgerðir. Ég hef hins
vegar fengið tölvupóst og þess
háttar, eins og gengur og ég hef
skoðað hann.“