Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 39 ÚTSALAN ER HAFIN ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR eva LAUGAVEGI 91 s. 562 0625 GERARD DAREL - DKNY - NICOLE FAHRI - JOSEPH - PAUL ET JOE - TARA JARMON ....VERIÐ VELKOMIN KRABBAMEINSSJÚK börn og fjölskyldur þeirra koma saman á svokallaðri Hvammshátíð í Vatns- dal í Húnavatnssýslu helgina 27.-29. júlí nk. Hátíðin er nú haldin í sjö- unda sinn og hefur jafnan verið mjög vel sótt. Tjaldað verður á bökkum Vatnsdalsár og ýmislegt verður sér til gamans gert þessa daga. Á laugardeginum verður veitt í Hnausatjörn, börnin fara í útsýn- isflug, útreiðartúra, leiktæki og leiki. Sælgætisregn hefur verið einn vinsælasti dagskrárliðurinn en þá verður sælgæti dreift yfir móts- svæðið úr flugvél. Grillveislur verða haldnar, hljómsveitin KOS skemmtir og kvöldvaka og varð- eldur verður á laugardagskvöldið. Hvammshátíð SKB hefur verið krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra félagslega mik- ilvæg. Hvammshátíð í sjöunda sinn ♦ ♦ ♦ „ÞRIÐJUDAGINN 17. júlí kl. 19:30 verður farin ganga um austurhluta Viðeyjar, að þorpinu sem þar var á sínum tíma, og saga þess kynnt, en um 300 manns bjuggu við leik og störf í eynni er mest var. Í leiðinni verður litið inn á sýninguna Klaustur á Íslandi sem er til húsa í skólahúsi þorpsins, en á 12. öld var eitt ríkasta klaustur Íslands í Viðey. Í bakaleið- inni verður farið meðfram ströndinni og notið náttúrunnar, fjarri skarkala borgarinnar. Sjálf leiðsögnin er end- urgjaldslaus en ferjutollur er kr. 400 fyrir fullorðna og kr. 200 fyrir börn. Fólk er beðið að búa sig eftir veðri og brýnt er að vera vel skóaður,“ segir í fréttatilkynningu. Ganga um aust- urhluta Viðeyjar TVEIR menn fóru á hjólastólum yf- ir Fjarðarheiði, frá Egilsstöðum yf- ir til Seyðisfjarðar, til styrktar Vilj- anum, íþróttafélagi fatlaðra á Seyðisfirði. Það voru Arnar Klem- ensson og Jón H. Sigurðsson sem fóru heiðina og að sögn Arnars nánast án nokkurs undirbúnings og voru sjö tíma á leiðinni. „Ferðin gekk ágætlega, en ég er að drepast úr harðsperrum. Við fórum þetta bara á þrjóskunni,“ sagði Arnar og bætti því við að Jón félagi hans bæri sig mannalega og segðist vera ágætur. Aðspurður sagðist Arnar vera á 31. aldursári en Jón væri 57 ára gamall. Á leiðinni niður í Seyðisfjörð sprakk dekkið vinstra megin hjá Jóni og þurfti hann því að halda við alla leiðina niður og lenti í dálitlum erfiðleikum vegna þess. „Ég vissi ekkert af þessu því það gerðist í brekkunum á niðurleiðinni en ég lét mig vaða á undan og var á 50 til 60 kílómetra hraða,“ sagði Arnar. Arnar sagðist áður hafa farið í styrktarferð fyrir Viljann. Það var fyrir ellefu árum, en þá frá Seyð- isfirði og til Egilsstaða. „Þá var þetta malarvegur en ég var í feiknaformi og fann lítið fyrir þessu þá, búinn að vera að æfa fyrir Norðurlandamót og Íslandsmót,“ sagði hann og bætti við að nú væri hann búinn að afgreiða heiðina, fram og til baka. Unnur Óskarsdóttir, formaður Íþróttafélagsins Viljans, sem þeir félagar vildu styrkja, segir að ferð þeirra hafi borið brátt að og þess vegna fengið litla kynningu þannig að ef til vill hafi minna safnast vegna þess. „Þetta var svona skyndihugdetta að gera þetta svona strax,“ sagði hún en bætti við að um töluvert af- rek væri að ræða hjá þeim „Ég hitti þá aðeins þegar þeir komu niður til Seyðisfjarðar og þá voru þeir mjög þreyttir. En þetta eru kappar sem geta allt,“ sagði Unnur. Morgunblaðið/Þorkell Arnar Klemensson og Jón H. Sigurðsson í þann mund að leggja á Fjarð- arheiðina Egilsstaðamegin. Á hjólastólum og þrjósk- unni yfir Fjarðarheiði HITAVEITA Suðurnesja hefur hafið kynningu vegna tillögu að matsáætlun vegna jarðhitanýt- ingar á Reykjanesi og er hún kynnt á heimasíðu VSÓ ráðgjaf- ar, www.vso.is. „Í matsáætluninni er m.a. greint frá upplýsingum um fyr- irhugaðar framkvæmdir, fram- kvæmdasvæði, afmörkun lík- legra áhrifasvæða fram- kvæmda, þá umhverfisþætti sem verða rannsakaðir í mats- vinnunni og hvernig staðið verð- ur að kynningu og samráði í áframhaldandi matsvinnu,“ seg- ir í frétt frá HS. Á heimasíðunni er unnt að koma á framfæri at- hugasemdum og fyrirspurnum um tillögu að matsáætluninni. Athugasemdarfrestur er tvær vikur og skulu athugasemdir og ábendingar berast fyrir 1. ágúst. Matsáætlun vegna jarð- hitanýtingar á Reykjanesi UNG kona slasaðist á hendi þegar hún vann við fiskvinnsluvél á Pat- reksfirði í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Patreksfirði missti konan framan af fingrum hægri handar. Hún var flutt með sjúkraflutninga- bifreið á flugvöllinn á Bíldudal en þaðan var flogið með hana til Reykjavíkur og hún lögð inn á Land- spítala-háskólasjúkrahús í Fossvogi. Lögreglan á Patreksfirði og vinnueftirlitið rannsaka slysið. Slasaðist á hendi í fiskvinnsluvél BROTIST var inn í verslunina Griffil í Skeifunni í fyrrinótt og þaðan stolið farsímum auk tölvubúnaðar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík var rennihurð spennt upp. Öryggismiðstöð Íslands tilkynnti innbrotið til lögreglu. Farsímum stolið í innbroti ♦ ♦ ♦ HUNDUR beit fjórtán ára stúlku í andlitið á tjaldsvæðinu á Flúðum laust eftir klukkan tíu á laugardags- kvöld. Stúlkan var flutt með sjúkra- bifreið til Reykjavíkur en að sögn lögreglunnar á Selfossi var hún ekki alvarlega slösuð. Hundinum hefur verið lógað. Hundur beit stúlku strets- gallabuxur tískuverslun v. Nesveg, Seltjarnarnesi. sími 561 1680. Kringlunni - sími 588 1680. FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.