Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 21 Ármúla 21, sími 533 2020 Fagmennirnir þekkja Müpro Rörafestingar og upphengi Allar stærðir og gerðir rörafestinga og upphengja HEILSALA - SMÁSALA AQUA VITAL baðvörur 10% kynningar- afsláttur + kaupauki Kynningar Apótekið Suðurströnd 17. júlí 14–18. Apótekið Iðufelli 18. júlí 14–18. Apótekið Firðinum 19. júlí 14–18. Apótekið Mosfellsbæ 20. júlí 14–18. Apótekið Smiðjuvegi 21. júlí 11–14. HÓPUR sem rannsakað hefur hvarf flugkonunnar Ameliu Earhart fyrir 64 árum telur nú að fram séu komn- ar vísbendingar um hvar flak flug- vélar hennar sé að finna, að því er The Sunday Times greinir frá. Nýjar gervitunglamyndir sem teknar voru yfir lítilli óbyggðri baugey, sem tilheyrir lýðveldinu Kirabati í Kyrrahafi suðvestan- verðu, virðast sýna ryðgaða málm- hluti á kóralrifi úti fyrir strönd eyj- arinnar, á svæði þar sem sagt er að sjómenn hafi einu sinni séð flak flug- vélar. „Þetta eru bestu vísbendingar sem við höfum nokkurn tíma feng- ið,“ sagði Richard Gillespie, foringi hóps sem hefur leitað síðan 1989 á Nikumaroro-eyju að vísbendingum um afdrif Earharts. Earhart, sem var bandarísk, varð fyrsta konan til að fljúga yfir Atl- antshaf. Hún og siglingafræðingur hennar, Fred Noonan, hurfu yfir Kyrrahafi 2. júlí 1937 þegar þau voru að gera tilraun til að fljúga um- hverfis jörðina. Gillespie kveðst ekki geta fullyrt að um sé að ræða flakið af flugvél Earharts, sem var af gerðinni Lock- heed Electra. Í næsta mánuði ætlar hann að fara fyrir köfunarleiðangri til að taka af allan vafa. Telja flugvél Earhart fundna NORSKA köfunarskipið Mayo er komið að staðnum þar sem rúss- neski kjarnorkukafbáturinn Kúrsk sökk 12. ágúst og kafarar undirbúa nú tilraun til að lyfta kafbátnum af botni Barentshafsins. Gert er ráð fyrir að norskir og rússneskir kafarar æfi fyrst djúp- sjávarköfun við slysstaðinn. Þeir eiga síðan að skoða flak kafbátsins, taka myndir af því með sjónvarps- myndavélum og fjarlægja botnleðju undan stafni kafbátsins. Boruð verða göt í skrokk bátsins fyrir togvíra og stafninn verður skorinn af, en hann verður skilinn eftir á hafsbotninum og fjarlægður síðar. Gert er ráð fyrir því að hafist verði handa við að lyfta flakinu af hafsbotninum um miðjan septem- ber. Stefnt er að því að flakið verði flutt til Múrmansk 20. september. Í kafbátnum voru 18 tundurskeyti og 24 stýriflaugar þegar hann sökk. Rússnesk stjórnvöld segja að engin kjarnavopn hafi verið í bátnum. Norsk stjórnvöld hafa ítrekað spurt hvaða ráðstafanir verði gerðar ef tveir kjarnakljúfar kafbátsins lið- ast í sundur en Rússar hafa ekki svarað því. Geislavarnastofnun Noregs hvatti til þess í vikunni sem leið að björg- unaraðgerðinni yrði frestað til að hægt yrði að rannsaka til hlítar hvort hætta væri á geislamengun fari eitthvað úrskeiðis. „Komið hef- ur í ljós að rannsóknum Rússa á hugsanlegum afleiðingum fyrir um- hverfið er ekki lokið,“ sagði tals- maður stofnunarinnar eftir að sér- fræðingar hennar ræddu björgunar- aðgerðina við rússneska sérfræð- inga. Kúrsk af hafsbotni Moskvu. AFP, AP.                                             ! "#!         ! $ #     #    #       % % & ' & '       "()*+, -. + )* + ,                     !    "#  $% &  &'  !  /  # !      0 !   NÍTJÁN ára þýskur piltur var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir þátttöku í uppþotunum í Gautaborg í Svíþjóð í tengslum við leiðtogafund Evrópusambandsins fyrir réttum mánuði. Hópur fólks bíður enn dóms vegna ólátanna, sjö Danir, Ítali og fjórir Svíar. Auk fangelsisvistarinnar var Þjóðverjanum vísað úr landi og má hann ekki koma til Svíþjóðar næstu fimm árin. Skiptar skoðanir um dóminn Flestir sakborninganna neita því að hafa tekið þátt í uppþotunum en Þjóðverjinn sem dæmdur var í gær viðurkenndi þó að hafa kastað stein- um. Hann neitaði að hafa farið til Sví- þjóðar til að efna til óláta heldur hefði hann dregist inn í þau. Lagði dóm- arinn í Gautaborg trúnað á þessa skýringu piltsins. Flestir eru ákærðir fyrir að kasta steinum, ráðast að lög- reglu og „grófa árás á lýðræðisleg gildi réttarþjóðfélags“ eins og segir í dómnum yfir Þjóðverjanum. Saksóknari hafði krafist 2–3 ára fangelsis yfir manninum og lýsti því yfir er dómurinn féll að hann væri óvenju stuttur. Verjandi mannsins kvað hann hins vegar harðari en von hefði verið á. Verjandi eins Dananna sjö sem bíða dóms lýsti því yfir í gær að hann ætti von á því að þeir hlytu svipaða dóma. Málið hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð og Danmörku og er afstaðan til óeirðaseggjanna tvíbent; annars vegar er almenningur ánægður með hve hratt er gengið til verks að dæma ungmennin en hins vegar þykir sum- um sem fullhart hafi verið gengið fram. Þá þykja hinum sömu sannan- irnar standa á veikum grunni þar sem aðalvitnið gegn óeirðaseggjunum er lögreglumaður sem þóttist vera mót- mælandi og bar kennsl á flesta sak- borningana, þrátt fyrir að steinkast- ararnir hefðu verið með grímur. Eftirmál fundar ESB í Gautaborg Í fangelsi fyrir grjótkast Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FERNANDO de la Rua, forseti Arg- entínu, kvaðst í gær hafa tryggt stuðning fylkisstjóra í flokki sínum við áform stjórnarinnar um að grípa til erfiðra sparnaðaraðgerða, lækka m.a. laun opinberra starfsmanna, til að landið geti staðið í skilum við er- lenda lánardrottna. Stjórnin hóf í gær viðræður við forystumenn flokks peronista, sem er í stjórnarandstöðu, til að leita eftir stuðningi hans við áformin. Domingo Cavallo efnahagsráðherra kvaðst vera vongóðir um að perónistar styddu sparnaðaraðgerðirnar þar sem þær væru eina leiðin til að leysa efnahagsvanda landsins. Laun lækkuð um allt að 13% Samkvæmt sparnaðaráætlun stjórnarinnar á að lækka laun og elli- lífeyri ríkisstarfsmanna til að eyða fjárlagahalla ríkisins, auk þess sem gerðar verða ráðstafanir til að stemma stigu við skattsvikum. Laun ríkisstarfsmanna, sem hafa meira en andvirði 20.000 króna í mánaðar- tekjur, verða lækkuð um allt að 13%. Ellilífeyrir þeirra sem fá meira en sem svarar 30.000 kr. á mánuði verð- ur einnig skertur. Samtök ríkisstarfsmanna sögðust vera að íhuga að boða til verkfalla vegna áformanna. Sparnaðaraðgerðirnar eru taldar nauðsynlegar til að tryggja að arg- entínska ríkið geti staðið í skilum við erlenda lánardrottna sína. Tekjur ríkisins hafa minnkað verulega vegna þriggja ára efnahagssam- dráttar í landinu og ríkissjóður er því rekinn með miklum halla. Slæm fjárhagsstaða ríkisins varð til þess að það neyddist til að selja skammtímaskuldabréf með mjög háum vöxtum fyrir viku. Með sparn- aðaraðgerðunum vonast stjórnin til þess að geta fengið fjármagn á við- ráðanlegum kjörum á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum. Gengi hlutabréfa í argentínskum fyrirtækjum lækkaði um 8,3% í vik- unni sem leið vegna óvissu um hvort pólitísk samstaða næðist um sparn- aðaraðgerðirnar. Umrótið í Argent- ínu, öðru stærsta hagkerfi Suður- Ameríku, varð til þess að gengi hlutabréfa og gjaldmiðla lækkaði í Brasilíu, Mexíkó og Chile. Fjármálaumrót í Argentínu Leitað eftir stuðn- ingi við sparnað Buenos Aires. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.