Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 25
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 25 Draumur kaffiunnenda! Veitum faglega ráðgjöf um val á kaffivélum. Fjölbreytt úrval í mörgum litum og gerðum. SAECO er stærsti framleiðandi expresso-kaffivéla á Ítalíu. Expresso- Cappuccino kaffivélar Verð frá kr. 14.915 stgr. Það var þéttsetinn bekk-urinn á fyrir-lestri Hafdís- ar Guðjónsdóttur, lektors hjá KHÍ, um stærðfræði og sér- kennslu í grunnskólum sem haldinn var á veg- um Flatar – samtaka stærðfræðikennara, í Kennaraháskóla Ís- lands. Það voru einnig kennarar á níu stöðum á landsbyggðinni sem hlýddu á fyrirlesturinn í gegnum fjarfunda- búnað og deildu reynslusögum með öðr- um kennurum. Í fyrirlestri Hafdísar kom fram að ekki eru til tæmandi rannsóknir á því hvers vegna stærðfræði verð- ur að vandamáli hjá sumum nem- endum. Þó er ljóst að fá börn eiga í vandræðum með stærðfræðina ein- göngu. Hafdís fór í framhaldsnám og öðlaðist sérkennsluréttindi í stærð- fræðikennslu eftir að hún sem stærðfræðikennari og sérkennari í grunnskóla varð þess áskynja að sumir nemendur skildu ekki ein- faldar stærðfræðiútskýringar – út- skýringar sem henni fannst liggja alveg ljósar fyrir. Það varð til þess að hún fór að kynna sér stærð- fræðikennslu og sótti m.a. nám- skeið hjá Önnu Kristjánsdóttur, prófessor í stærðfræði við KHÍ. Að forðast stærðfræði Hafdís fann fyrir mikilvægi þess að skoða nánar hvað það er sem nemendur eru í vandræðum með og hvernig hægt væri að bregðast við því. Margir þeirra einstaklinga, sem átt hafa í vandræðum með að læra stærðfræði, óttast tölvur á fullorðinsárum og kunna ekki að gera einfaldar fjárhagsáætlanir í hinu daglega lífi. Þeir verða kvíða- fullir og hafa áhyggjur. Vasa- reiknar hjálpa en ekki þeim sem vita ekki hvernig stærðfræði virk- ar. Það kom fram í máli Hafdísar að nemendur með dyslexíu eiga gjarn- an í erfiðleikum með að læra stærð- fræði. Þeir eiga þá í vanda með sjónræna úrvinnslu, ruglast auðveldlega með áttir og röðun, t.d. snúa tölustöfum við, og bæði skammtíma- og langtímaminni virðist bregðast þeim. Þessir nemendur eru einnig mun lengur, allt að því helmingi lengur, að vinna verkefni því glíman við hugtök, orð og tungumál stærðfræðinnar reyn- ist ekki auðveld og veldur oft hræðslu og stressi. Hafdís benti einnig á að aðrir nemendur takast á við áunna stærðfræðierfiðleika en sagði ekki alltaf vera ljóst hvað ylli þeim. „Eitthvað hefur gerst í námsferlinu sem veldur því að nemandinn hefur neikvætt viðhorf til stærðfræðinnar og er hræddur við að takast á við hana. Nemandinn reynir að forðast stærðfræðina en það leiðir af sér erfiðleika og hefur áhrif á þróun minnis og skilning,“ segir Hafdís. Hún segir ástæður geta verið fjölmargar, eins og t.d. hræðslu við kennara, neikvæða reynslu í skóla- stofunni, reynslu á fyrstu árum skólagöngunnar, mistök eða óvand- aða kennslu, eða að óttinn við stærðfræði sé sprottinn út frá félags-, náms- eða umhverfislegum áhrifum. Hafdís segir það mjög mikilvægt að kennarinn hafi bæði góða þekk- ingu á stærðfræðinámsefninu svo og á nemandanum. Hún segir að fyrsta námsreynslan geti dregið upp annaðhvort jákvæðar eða nei- kvæðar línur fyrir framtíðina. „Nemendur þurfa á hverju stigi fyrir sig að þróa með sér skilning sem er bæði skýr, djúpur og sveigj- anlegur. Þeir verða að sjá tengsl, mynstur, almennar reglur og skilja hugtök. Nauðsynlegt er að kenn- arar skilji stærðfræðina sem þeir eru að kenna og mikilvægt er að þeir skilji meira en nemendurnir sem þeir eru að kenna,“ segir Haf- dís. Hún segir marga kennara því miður byrja kennsluna á því að kynna fræðilegt táknmál og setja fram stærðfræðireglur og form- úlur. Þá verði viðhorfið „við eigum að gera þetta svona,“ ráðandi og svarið við formúlunni verður að að- alatriði. „Nemandi þarf hins vegar að skoða og tala og tengja stærð- fræðina við eigin reynslu áður en tekist er á við flóknari atriði eins og fræðilegt táknmál,“ segir Haf- dís. „Stærðfræðikennarinn þarf að vera meðvitaður um að skipuleggja kennslu fyrir hóp nemenda sem hefur þó mismunandi þarfir og því þarf kennarinn að útvíkka, dýpka og aðlaga kennsluna fyrir hvern einstakling.“ Hún segir mikilvægt að kenn- arinn geti útbúið námsumhverfi og verkefni og byggi kennslu sína á aðferðum sem taka tillit til hinna margbreytilegu þarfa, áhuga og reynslu nemenda. „Eins þarf kenn- arinn að átta sig á því hvernig nem- andinn hugsar og hvernig hann kemst að niðurstöðu í verkefnum sínum,“ segir Hafdís. Hvernig birtast stærðfræðierfiðleikar? Gestum á fyrirlestrinum var skipt niður í vinnuhópa sem fengu spurninguna: Hvernig birtast stærðfræðierfiðleikar kennurum í skólastofunni? Allir hóparnir voru sammála um að það skorti raun- veruleikatengsl nemenda við stærðfræðinámið. Það kom líka fram að nemendur eiga oft í erfiðleikum með að finna sjálfa spurninguna í dæmunum og kemur slakur námsskilningur gjarnan í ljós þegar ofar dregur og verkefnin fara að þyngjast. Mörg börnin vilja fá bein svör og láta mæða minna á eigin vinnu. Einnig komu upp vangaveltur um það hvort það væri of mikið lagt upp úr því að láta nemendur tjá sig í rituðu máli í stað þess að tjá sig í orði við aðra. Hafdís segir það vera ljóst að breyta þurfi hugmyndafræðinni á bak við kennsluaðferðir í stærð- fræði. Hún segir árangursríka kennslu byggjast á því að hafa námið og nemandann í brennidepli því þekking og skilningur sé ein- stakur hjá hverjum nemanda. „Það er mikilvægt að gefa nemendum tækifæri á að miða nám sitt út frá eigin þekkingu og skilningi því við getum ekki kennt óvirkum nem- endum,“ segir Hafdís Guðjónsdótt- ir, lektor við Kennaraháskóla Ís- lands. Stærðfræði/ Hvers vegna vefst stærðfræði fyrir sumum nemendum? Sumir nemendur skilja ekki einföldustu útskýringar á stærðfræðidæmum. Nýlega var málið skoðað á fyrirlestri í KHÍ. Morgunblaðið/Golli Þátttakendur bera saman bækur sínar. Þegar stærð- fræði skal læra  Samband stærðfræði og veruleika er loðið í huga nemenda.  Kennarinn þarf bæði að skilja dæmin og nemandann. Hafdís Guðjónsdóttir Kennarinn: Ef ein stjúpmóðir kost- ar 7 kr. hve mikið kosta þá 9 stjúp- mæður? Nemandinn (nær í reikni- vél og reiknar): 16 krónur. Er það rétt? K: Hvernig fórstu að því að finna það? N: Ég lagði saman. Er það ekki rétt? K: Af hverju lagðirðu saman? N: Af því bara. (Finnur á sér að svarið er ekki rétt og fer aftur að reikna og kemur með nýtt svar) 63. Er það rétt? K: Hvernig fannstu það út? N: Af hverju geturðu aldrei sagt mér hvort ég reikna rétt, heldurðu að ég nenni að vera í allan dag að þessu? K: Segðu mér hvernig þú fórst að þessu og þá segi ég þér kannski hvort svarið er rétt. N: Ég gerði 9 sinnum 7. K: Af hverju gerðirðu 9 sinnum 7? N: Ég veit það ekki. Er það ekki rétt? K: Þú verður að vita hvers vegna þú margfaldar eða leggur saman. Geturðu reiknað þetta án þess að nota reiknivél? Viltu prófa að nota talnagrind? N: Nei. K: Viltu prófa að nota peninga? N: Já. (Nær í kennslupeninga og tekur 7 krónur úr kassanum og leggur til hliðar og endurtekur það þar til hann er kominn með 9 stafla. Setur síðan fimmkallana á einn stað og krónurnar á annan. Telur svo fimmkallana þannig: 5, 10, 15, 20, 25, 30, 35, 40, 45 og síðan krónu- peningana 46, 47, 48,....,63.) K: Hvaða svar fékkstu? N: 63 (nú bregður svo við að nem- andinn spyr ekki hvort svarið sé rétt). K: Manstu hvað þú fékkst þegar þú notaðir reiknivélina? N: Já. K: Hvort var þá rétt að marg- falda eða leggja saman? N: Margfalda. Þessi nemandi er vanur að nota talnagrind en vildi af einhverjum ástæðum ekki gera það í morgun. Eftirfarandi er tilbrigði við sög- una hér að framan. Þannig hefði sagan getað orðið. Tilbrigði við sögu úr stærðfræði- tíma Kennarinn: Ef ein stjúpmóðir kostar 7 kr. hve mikið kosta þá 9 stjúpmæður? Nemandinn (nær í reiknivél og reiknar): 16 krónur. Er það rétt? K: Nei, Siggi, þetta var ekki rétt hjá þér. Þú hefur lagt saman. Sjáðu til, ein stjúpmóðir kostar 7 krónur og þar sem um er að ræða 9 stjúp- mæður lítur dæmið þannig út 7+7+7+7+7+7+7+7+7. Það er að segja 9 sinnum 7. N: Já, nú skil ég þetta. Kennarinn snýr sér að næsta nemanda stoltur yfir því hve vel hann hafði útskýrt þetta fyrir Sigga. Saga úr stærðfræðitíma Saga úr 12 ára bekk, dæmi um tengsl við raunveruleikann: Nemendur fengu stærðfræðiverk- efni og í því var deilingardæmi um hversu oft talan 3 gengi upp í 102. Einn nemandi sat og starði út um gluggann. Hann var pirraður og kennarinn gekk til hans. Nemandinn kvaðst ekki geta reiknað þetta og hélt áfram að horfa út um gluggann. Kennarinn sá hvernig nemandanum leið og fékk hugmynd. Hann vissi að strákurinn hafði áhuga á körfubolta. Hann seg- ist hafa farið á körfuknattleik kvöld- ið áður. Spennandi leik. Það var þriggja stiga keppni. Og það voru skoruð 102 stig. Hann spurði strák- inn hversu margar körfur það hafi verið. Án þess að hugsa sig um svar- aði nemandinn: 34 körfur. Hversu margar körfur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.