Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 31 Í Morgunblaðinu 7. júlí sl. birtist grein eft- ir varaformann Starfs- mannafélags ríkis- stofnana (SFR). Hann fjallar um lítinn hluta þjóðhátíðarræðu for- sætisráðherra frá sjónarhorni sem því miður er nokkuð al- gengt en vitnar hins vegar betur um við- horf þess sem um fjallar en umfjöllunar- efnið. Ein af nokkrum sér- kennilegum ályktunum greinarhöfundar er að þegar forsætisráð- herra fór með staðreyndir um tíðni verkfalla hér á landi þá hafi hann ráðist af offorsi á launþega. Önnur merkileg ályktun höfundar er að leggja megi að jöfnu efnahagsleg áhrif af verkfalli kennara og sjó- manna. Forsenda batnandi lífskjara Fyrir liðlega áratug náðist víð- tækara samkomulag en áður um efnahagsmál milli aðila vinnumark- aðarins og stjórnvalda, þjóðarsátt. Tilgangur hennar var að vinna bug á óðaverðbólgu sem hér hafði geis- að svo lengi að landinn virtist telja náttúrulögmál. Lán höfðu lengstum verið óverðtryggð og brunnu því upp í verðbólgunni svo ekki þurfti að endurgreiða þau fullu verði, bara með jafn mörgum og miklu verð- minni krónum. Þess vegna brann upp allt sparifé í landinu sem ekki naut sérstakrar verðtryggingar frá þriðja aðila – en það gilti um lífeyr- issjóð opinberra starfsmanna. Óverðtryggðir voru aðrir lífeyris- sjóðir sem eru sparnaður vinnandi fólks, eigið fé atvinnufyrirtækja sem er sparnaður þeirra, og síðast en ekki síst sparifé yngstu kynslóð- arinnar. Afleiðingin varð viðvarandi skort á fjármagni. Helsta verkefni stjórnmálamanna og embættis- manna varð að skammta fjármuni, ekki bara til opinberra fram- kvæmda og reksturs af sköttum landsmanna heldur líka lánsfjár- magn. Þessi lífsreynsla kenndi uppvax- andi Íslendingum að eyddur væri geymdur eyrir og sam- kvæmt því hafa nokkr- ar kynslóðir landa okkar hagað fjármál- um sínum um áratugi og allt fram undir þetta. Það hefur ein- kennt viðbrögð Íslend- inga við tíðindum af efnahagsmálum, hvort heldur góð eða slæm, að taka sífellt meiri lán meðan þau feng- ust. Háir vextir höfðu engin áhrif á landann sem hélt að verðbólg- an mundi halda áfram að létta skuldabyrðina, en í það skjól var fok- ið. Stöðugleiki Síðan verðtryggingu var komið á hafa lán og sparifé haldið fullu verðgildi og á grunni þjóðarsáttar hefur verið unnið á óðaverðbólg- unni. Þótt landsmenn hafi lítt aukið sparnað þrátt fyrir vaxandi kaup- mátt tekna hefur lánsfjármagn vax- ið, mest fyrir tilstilli aukinnar líf- eyrissparnaðarskyldu en frjáls sparnaður eykst lítið. Frelsi á fjár- magnsmarkaði hefur einnig aukið lánsfjármöguleika erlendis frá, en fjárfestingar okkar erlendis hafa líka aukist. Mestu skiptir þó að nú eru Íslendingar vonandi að læra að lánin og spariféð brenna ekki upp í óðaverðbólgu. Nú borgar sig að spara. Atvinnufyrirtæki hafa síðan búið að hagnaði sem ekki brennur upp jafn harðan í óðaverðbólgu. Þau hafa getað tekist á við þann kostnað sem fylgir eðlilegum kröfum starfs- manna um batnandi lífskjör og að- búnað. Þau greiða hærri laun með meiri kaupmætti en áður, því ekki er öllum viðbótarlaunakostnaði velt út í verðlag þeirrar vöru og þjón- ustu sem þau framleiða. Það er t.d. gert með vélvæðingu sem er yf- irleitt undirstaða aukinnar fram- leiðni vinnuafls og launakostnaðar. Fyrirtækin greiða því einnig vax- andi fjárfestingarkostnað til að ná þeirri hagræðingu sem auknar kröf- ur kalla á. Það er helsta ástæða vaxandi skulda fyrirtækja. Vel rek- in fyrirtæki taka ekki lán til þess eins að skulda meira. Tímabundinn vandi Það sem á fyrri hluta þessa árs hefur gerst og valdið tímabundinni verðbólgu er annars vegar hækkuð álagning á smásölustigi í matvöru- verslun og hins vegar gengislækkun krónunnar, sem hafði staðið hátt. Öllum sem um fjalla, þar á meðal ASÍ, ber saman um að lækkunin sé meiri en efnahagslegar forsendur eru fyrir og ætti því að jafnast áður en langt um líður. Helstu ástæður hennar má rekja annars vegar til þess að neysla og einkafjárfestingar hafa aukist langt umfram tekju- aukningu, og hins að íslensk fjár- málafyrirtæki vilja almennt ekki eiga íslenskar krónur. Frelsi á fjármálamarkaði hefur skapað þægindi sem við viljum ekki missa. Það setur hins vegar stjórn- völdum þær skorður að beita ekki fyrirmælum, heldur hafa einungis óbein áhrif á framboð og eftirspurn á markaðnum. Stjórnvöld geta því ekki lengur gripið inn í gang mála á þessu sviði eins og áður. Tal um úr- ræðaleysi er á misskilningi byggt, því frelsið hefur breytt stjórntækj- unum. Róttækar aðgerðir við skammtímavanda eru ekki til far- sældar. Hófsöm viðbrögð og sígandi lukka eru heillavænleg. Heimsmet í verkföllum Annað markmið þjóðarsáttar var að treysta efnahagslegan stöðug- leika enn betur með því að kjara- deilur verði að jafnaði leystar án verkfalla. Árangur á þessu sviði hefur reynst torsóttur og enn á ný eiga Íslendingar hið óvinsæla heimsmet í verkföllum. Í öllum grannlöndum okkar hefur lengi þótt sjálfsagt að ná viðunandi niðurstöðu í kjaradeilum með margfalt minni notkun þessa beitta vopns. Á hinum Norðurlöndunum, sem við berum okkur oftast saman við, hafa verk- föll verið undantekning um áratugi – allan þann tíma sem við höfum átt heimsmetið í verkföllum, sem er mesti efnahags-skaðvaldur Íslands. Meðal þess sem rifjað var upp á síðasta ári var viska forystumanna forfeðra okkar fyrir þúsund árum, að farsælt er fámennu samfélagi að miðla málum og forða því að berast á banaspjótum, þrátt fyrir að mála- miðlun fylgi óhjákvæmilega að eng- inn fái allt sitt fram því allir verða til hennar að leggja. Vonandi öðlast sem flestir þeirra sem takast á í Karphúsinu þennan forna skilning á því hvað best reynist til farsældar og hvað þarf til að ná samkomulagi. Breytt viðhorf í forystu launþega Þau viðhorf sem birtast í grein varaformanns SFR sýna svo ekki verður um villst, að meðal forystu- manna launþega eru einstaklingar sem ekki bera skynbragð á mik- ilvægi sjávarútvegs fyrir atvinnu og efnahag þjóðarinnar allrar. Ég tel afar miklvægt að þeir kunni skil á mismunandi hlutverki hinna ólíku tannhjóla í gangverki efnahagslífs- ins því öll eru þau mikilvæg. Nauð- syn er að við gerum okkur ljóst, að undirstöður efnahags okkar eru fá- breyttar. Þess vegna eru vinnu- stöðvanir stórra atvinnuvega sem eru undirstaða annarra starfa svo áhrifamiklar sem raun ber vitni um sjómannaverkföll. Það eru engin ný tíðindi og þeim verður ekkert neit- að. Hitt er alvarlegast af sjónarmið- um varaformannsins, að það sé náttúrulögmál að efnahagslíf Ís- lendinga þoli margfalt meiri vinnu- stöðvanir undirstöðuatvinnuvega en efnahagslíf annarra þjóða. Það seg- ir mér að í herbúðum hans er lítill vilji til að miðla málum og það skýr- ir líklega hvers vegna verkfalls- vopninu er beitt svo oft sem raun ber vitni. Forystumenn launþega sem áttu aðild að þjóðarsáttinni lítu svo á að þeir bæru ásamt öðrum þjóðfélags- öflum nokkra ábyrgð á stöðugleika í efnahagslífi landsmanna. Það virðist ekki vera afstaða varaformanns Starfsmannafélags ríkisstofnana. Breytt viðhorf Árni Ragnar Árnason Efnahagsmál Öllum sem um fjalla ber saman um, segir Árni Ragnar Árnason, að lækkunin sé meiri en efnahagslegar for- sendur eru fyrir og ætti því að jafnast áður en langt líður. Höfundur er alþingismaður. NÚ eru liðin sjö ár frá því að B-listi framsóknarmanna og G-listi Alþýðu- bandalags, Alþýðu- flokks og Kvenna- lista mynduðu meirihluta í bæjar- stjórn Mosfellsbæj- ar. Þessi sjö ár hafa einkennst af miklu agaleysi í stjórnun fjármála bæjarins. Á þessum sjö árum hafa skuldir bæjar- ins aukist um 700.000 krónur á hverjum einasta degi og ekki eru horfur á að lát verði þar á. Mosfellsbær fékk á þessu ári greiddar 400 milljónir króna frá Reykjavíkurborg fyrir að bæjar- mörk á milli sveitarfélaganna voru færð til. Þrátt fyrir þessa greiðslu stefnir í að nettóskuldir Mosfells- bæjar og stofnana hans verði orðnar um 2,3 milljarðar í árslok 2001, eða um 370 þúsund krónur á hvern íbúa. Á vegum félagsmálaráðuneytisins starfar eftirlitsnefnd sem hefur það hlutverk að fylgjast með fjármálum sveitarfélaga. Eftirlitsnefndin hefur í tvígang séð ástæðu til þess að rita bæjaryfirvöldum bréf vegna fjár- hagsstöðu bæjarins. Forseti bæjar- stjórnar og bæjarstjóri staðhæfa hins vegar að þessi bréf hafi verið rituð án tilefnis og að það hafi eftirlits- nefndin staðfest við þá. Þegar Mosfellsbær fékk greiddar 400 milljónir króna frá Reykjavíkur- borg vegna lögsögubreyt- inga fyrr á þessu ári von- uðu sjálfstæðismenn í bæjarstjórn að þessi greiðsla gæti orðið til þess að draga verulega úr skuldasöfnun bæjarins á árinu. Sú von lifði ekki lengi. Á síðasta bæjar- stjórnarfundi lagði meirihlutinn fram endur- skoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið 2001. Í þeirri fjárhagsáætlun koma fram tvær meginbreytingar frá áður gildandi áætlun sem samþykkt var af meirihlutanum í desember sl. Önnur breytingin er að launakostn- aður bæjarins hækkar um 81 milljón króna vegna nýgerðra kjarasamn- inga við starfsmenn bæjarins, en hin breytingin er tillaga meirihlutans um að gjaldfærðar og eignfærðar fjárfestingar hækki um 166 milljónir króna, úr 619 milljónum í 785 millj- ónir. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn gagnrýndu þessar tillögur um við- bótarfjárfestingar þar sem stór hluti þeirra getur ekki talist annað en agaleysi og jafnvel siðleysi í meðferð fjár skattborgaranna í þeim tilgangi að afla sér vinsælda í aðdraganda kosninga. Að ráðast í stórar lántökur til þess að ráðstafa í framkvæmdir í þeim tilgangi að ganga í augun á kjósendum geta vart kallast annað en kosningavíxlar. Þegar sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn gagnrýndu þessar ráðstafanir meirihlutans á bæjarstjórnarfundi fengu þeir þau svör að 400 milljóna króna greiðslan frá Reykjavíkur- borg hafi verið happadrættisvinn- ingur sem bæjarbúar ættu að fá að njóta strax, það væri svo fúlt að borga skuldir og þar sem maður lifði bara einu sinni ætti maður að reyna að njóta þess. Meirihluti B- og G-lista skynjar að gengi þeirra er fallandi á meðal íbúa bæjarins. Þess vegna grípa þeir til þess ráðs að auka skuldir bæjarins og ráðast í aðgerðir sem þeir halda að gangi í augun á kjósendum. En með slíku ráðslagi vanmetur meiri- hlutinn kjósendur í Mosfellsbæ sem ekki munu selja atkvæði sín fyrir lánsfé sem börnin þeirra verða að borga. Mosfellingar láta ekki blekkjast Bæjarstjórnarmál Meirihluti B- og G-lista skynjar, segir Hákon Björnsson, að gengi þeirra er fallandi á meðal íbúa bæjarins. Höfundur er fulltrúi sjálfstæð- ismanna í bæjarstjórn Mosfells- bæjar. Hákon Björnsson MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um erfiða fjárhagsstöðu Sam- taka áhugafólks um áfengis- og vímuefna- vandann, SÁÁ. Margir hafa haft skoðanir á þeim málum og sýnist sitt hverjum. Talað er um að samtökin hafi verið að reisa sér hurðarás um öxl með því að fara út í bygg- ingu unglingadeildar og göngudeildar við Vog. Þrátt fyrir allar þessar vangaveltur held ég að þegar upp er staðið getum við verið sammála um að SÁÁ hafi reynt undanfarin 22 ár að standa fyrir meðferð af bestu gerð og verið tilbúin að þróa hana miðað við að- stæður í þjóðfélaginu. Við megum ekki gleyma byrjuninni þegar Ís- lendingar, sem höfðu þurft að leita sér meðferðar út fyrir landstein- ana, börðust fyrir því að alkóhól- istar og aðstandendur þeirra gætu fengið bestu meðferð sem þekktist og það tókst. Það hefur þó ekki gengið baráttulaust. Til þess að ná tökum á þessum vanda hafa samtökin tekið til sparnaðaraðgerða svo sem að hætta ýmsum ransóknum á Vogi, loka meðferðarheim- ilinu á Staðarfelli í ein- hverja mánuði og að loka göngudeild SÁÁ á Akureyri í 6 vikur. Ekki hefur verið mikið rætt um lokun göngu- deildarinnar á Akur- eyri, þó er deildin okk- ur Akureyringum mjög mikilvæg. Ekki bara Akureyringum heldur einnig nágrannabyggðarlög- um okkar allt austur á firði. Á göngudeildinni fer fram ýmis þjón- usta, svo sem stuðningur við að koma aðilum í meðferð, stuðningur eftir að meðferð lýkur og alvara lífsins tekur aftur við og stuðningur við aðstendendur vímuefnaneyt- enda sem oft á tíðum eiga við mikla erfiðleika að stríða. Þeir sem þekkja til þessara mála vita að á bak við hvern þann sem lendir í klóm fíkninnar eru margir sem þjást. Mjög mikilvægt er fyrir þá einstaklinga að geta byggt sig upp með hjálp fagfólks. Einnig hafa margir áfengis- og fíkniefnaneyt- endur, sem hafa nokkuð góða félagslegar aðstæður, getað losnað við inniliggjandi meðferð og fengið í staðinn stuðning á göngudeild. Er það töluverður sparnaður fyrir samfélagið. Göngudeild SÁÁ á Akureyri var opnuð í október 1989 af Norður- landsdeild SÁÁ sem rak hana til ársins 1993. Þá tóku heildarsamtök- in við rekstrinum þar sem Norður- landsdeildin réð ekki lengur við hann, hvorki faglega né fjárhags- lega. Mikið hefur verið reynt að koma göngudeildinni á föst fjárlög frá ríkinu. Það tókst árið 2000 og töldum við sem hagsmuna höfum að gæta að nú væri öryggi deildarinn- ar tryggt. En á þessu ári kom í ljós að svo var ekki því göngudeildin var ekki á fjárlögum. Ég veit ekki hvað veldur því að þetta tekst ekki, kannski finnst ráðamönnum þjóð- arinnar ekki þörf á því að vímuefna- neytendur og aðstendendur þeirra á Norðurlandi hafi þessa aðstoð. Spyr sá sem ekki veit. Ég vil þó ekki trúa því að svo sé því yfirlækn- ir geðdeildar FSA, héraðslæknirinn á Akureyri og yfirmenn félagsmála hafa lýst því yfir að göngudeildin hafi létt á starfsemi þeirra. Það má því búast við að þessi lokun bitni einnig á þeim. Vonandi fyrir okkur Norðlendinga tekst að koma göngu- deildinni á Akureyri á föst fjárlög til frambúðar svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af yfirvofandi lok- unum í framtíðinni. Þjónusta deild- arinnar er of mikilvæg til þess. Þess má þó að lokum geta að Akureyr- arbær hefur stutt dyggilega við rekstur deildarinnar með einnar milljónar króna framlagi árlega. Þorgerður Þorgilsdóttir Heilbrigðisþjónusta Göngudeildin er ekki bara Akureyringum mikilvæg, segir Þorgerður Þorgils, heldur einnig nágranna- byggðarlögum okkar allt austur á firði. Höfundur er formaður Norðurlandsdeildar SÁÁ. Lokun göngu- deildar SÁÁ á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.