Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 13 BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur synjað eignarhaldsfélaginu Keikó um endurnýjað áfengisleyfi fyrir næturklúbbinn Club Clinton. Í bókun borgarráðs segir að í umsögn lögreglustjórans í Reykja- vík komi fram að hann mæli gegn því að leyfi Keikó ehf. til áfeng- isveitinga fyrir næturklúbbinn Club Clinton verði endurnýjað. Þá liggi fyrir að 19. júní hafi lög- reglustjóri veitt umsækjanda áminningu á grundvelli áfengis- laga vegna margítrekaðra brota á reglum um heimilaðan veitinga- tíma áfengis og slit skemmtunar, og sé ljóst af málavaxtalýsingu að um sterkan brotavilja sé að ræða. Í ljósi þessu taldi borgarráð rétt að hafna umsókn Keikó ehf. um endurnýjað áfengisleyfi fyrir Club Clinton. Keikó ehf. synjað um áfeng- isleyfi fyrir Club Clinton Miðborg ÞRÓUNARÁÆTLUN miðborgar- innar, sem fól í sér breytingar á aðal- og deiliskipulagi m.a. með því að tak- marka aðra starfsemi en verslun við 50% í miðborginni, er að mati Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, borg- arstjóra í Reykjavík, mikilvægt stjórntæki til að stemma stigu við óhóflegum veitingahúsarekstri í mið- borginni með ýmsum óæskilegum af- leiðingum. „Hér áður fyrr gátu borgaryfirvöld litla rönd við reist þegar verslanir fluttu út úr tilteknu húsnæði og eig- andinn vildi breyta því,“ segir Ingi- björg Sólrún. „Þannig breyttist hver verslunin á fætur annarri í Kvosinni í veitingahús og menn komu engum vörnum við. Þróunaráætlunin fól í sér breytingu á aðal- og deiliskipulagi miðborgarinnar og er sem slík mjög mikilvæg réttarheimild. Líklega reyndi í fyrsta skipti á hana í vetur þegar eigendur húsnæðis óskuðu eft- ir heimild til þess að breyta verslun- arhúsnæði sínu í Lækjargötu í veit- ingahús á þeirri forsendu að þeir fengju engan til að taka húsnæðið á leigu sem verslunarhúsnæði. Við synjuðum þessari beiðni á grundvelli þess að þá þegar væri of hátt hlutfall af götuhlið Lækjargötu komið undir veitingahúsarekstur og beiðnin stangaðist því á við þróunaráætl- unina. Viðkomandi aðilar voru ekki sáttir við þessar málalyktir en núna er verslun komin í þetta húsnæði. Vissulega finnst ýmsum að í þróun- aráætluninni felist of mikil stýring en hann er vandrataður meðalvegurinn. Við teljum að með þróunaráætluninni sé verið að gæta almannahagsmuna og hagsmuna þeirra sem hafa fjárfest eða komið upp rekstri í miðborginni á tilteknum forsendum og það þurfi að reyna að gæta þess að þær forsendur breytist ekki skyndilega.“ Þróunaráætlunin er mikilvægt stjórntæki Miðborg Mest er af lunda í eynni norð- anverðri og þar er fugl við fugl á góðum degi. Lundinn, með sitt lit- skrúðuga nef og litlu vængi, flýg- ur yfir bátinn með síli í nefinu, heim í holu sína, en hann getur VART er hægt að trúa því fyrr en tekið er á, að blómleg lundabyggð þrífist örskammt frá Reykjavík. Í Lundey á Kollafirði eru heimkynni um 10 þúsund lundapara, sem una hag sínum vel. Lundey er rétt norðan Viðeyjar og siglir Viðeyj- arferjan tvisvar á dag út í eyna þar sem unnt er að skoða fuglana í ná- vígi. Ekki er þó tekið land í Lund- ey í þessum ferðum, enda landtaka erfið, auk þess sem umferð manna er óleyfileg vegna fælingaráhrifa á styggan fuglinn. „Það er lundinn eða maðurinn,“ segir Jón Magn- ússon skipstjóri á Viðeyjarferjunni. Á þessum árstíma eru ungar að skríða úr eggi og eru miklar annir hjá lundanum við að afla fæðu út á sjó og færa ungviðinu. Viðkoman er einn ungi á hvert lundapar. Fuglinn er mjög styggur, en Jó- hann Bjarni Kolbeinsson leið- sögumaður, segir lundann vera farinn að þekkja bát þeirra Jóns skipstjóra, og fælist ekki þótt þeir sigli upp að eynni. Um hálftíma sigling á rólegu stími er frá Sundahöfn út í Lundey og er þá siglt austur fyrir Viðey. Fyrst er komið að suðurjaðri eyj- arinnar, en ekki er mikið um lunda þar. Hinsvegar getur að líta tals- vert af æðarfugli og gríðarstór sel- ur með höfuð á stærð við körfu- bolta hefur líka sést þarna öðru hverju að undanförnu. Þeir sex farþegar sem voru í ferðinni á laugardag voru þó ekki svo heppn- ir að sjá selinn, sem mun vera landselur. Lundey er 150 metrar á breidd þar sem hún er breiðust og 400 metra löng. Svo skemmtilega vildi til sl. laugardag, að í fyrsta skipti í sögu Lundeyjarferða Jóns og Jóhanns, voru Íslendingar í meirihluta far- þega í bátnum, eða fjórir af sex. Þó ber að geta að þetta er annað sum- arið sem reglulegar Lund- eyjarferðir eru farnar. Jóhann seg- ir að líklega sé einn af hverjum fimmtíu farþegum Íslendingur. Mest er um Bandaríkjamenn og Þjóðverja. „Við segjum stundum við ferða- mennina að við þekkjum hvern ein- ast lunda með nafni og stöndum við það, því þeir heita jú allir bara – lundi,“ segir Jón. flogið á 80 km klst. og kafað niður á allt að 60 metra dýpi, sem er það mesta sem vitað er um samkvæmt mælingum. Meðalköfunardýpt er þó 10 metrar og heldur fuglinn sér í kafi í 3 til 40 sekúndur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Lundey munu vera um 10 þúsund lundapör en heildarfjöldi lunda í landinu er talinn vera 10 milljónir fugla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhann Bjarni Kolbeinsson leiðsögumaður sýnir hollenskri ferðakonu uppstoppaðan lunda. „Þekkjum alla lundana í eynni með nafni“ Kollafjörður BM-Vallá hefur svarað erindi Stef- áns Baldurssonar þjóðleikhús- stjóra, sem hann sendi í gærmorg- un og óskaði eftir upplýsingum um viðskipti byggingarnefndar Þjóð- leikhússins við fyrirtækið. Fram kemur í svarinu að pant- aður var svartur óðalssteinn og svartur óðalskantsteinn 11. maí. Árni Johnsen, formaður bygging- arnefndarinnar, kom og sótti af- hendingarseðilinn og pantaði sjálf- ur utanaðkomandi vörubíl til flutnings vörunnar og hafði BM- Vallá engar upplýsingar um notk- unarstað vörunnar. Upplýsingarnar frá BM-Vallá eru eftirfarandi: „1. Þann 11. maí sl. voru pant- aðar vörur í reikning byggingar- nefndar Þjóðleikhúss að fjárhæð 160.978 kr. m/vsk. Um er að ræða svartan óðalsstein og svartan óð- alskantstein skv. meðfylgjandi af- ritum af gögnum auk skilagjalds fyrir stórsekki sem notaðir voru undir vöruna. 2. Á reikning og afhendingarseðil er skráður afhendingarstaður „Sótt“ og var varan því afhent á lagersvæði okkar. BM-Vallá hefur því engar upplýsingar um notkun- arstað vörunnar. Árni Johnsen kom og sótti afhendingarseðilinn og pantaði sjálfur utanaðkomandi vörubíl til flutnings vörunnar. 3. Árni Johnsen hefur ekki í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins óskað eftir viðbótarfyrirgreiðslu eða pantað vörur eftir að fjölmiðlar vöktu athygli á kaupunum. Meðfylgjandi eru ljósrit af upp- haflegum reikningi, afhendingar- seðli og kreditreikningi vegna skila og endurgreiðslu skilagjalds á stór- sekkjum. Ef óskað er eftir viðbót- arupplýsingum veitum við þær að sjálfssögðu um hæl.“ Innheimti skila- gjald í eigin nafni Með bréfinu fylgir afrit af upp- haflegum reikningi sem stílaður er á byggingarnefnd Þjóðleikhússins þar sem fram kemur að um 330 steina er að ræða, sem samtals kosta 160.978 krónur, og skilagjald á tveimur stórsekkjum, samtals 12 þúsund krónur. Þá kemur fram að 28. maí var sekkjunum skilað og skilagjaldið endurgreitt. Reikning- ur vegna endurgreiðslunnar er stíl- aður á Árna Johnsen, en ekki bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins. Samkvæmt nótunni voru steinarnir afhentir í alls sjö sekkjum, en sex var skilað aftur og gjald innheimt fyrir þá. BM-Vallá svarar þjóðleikhússtjóra Sótti sjálfur 330 kantsteina RÍKISENDURSKOÐUN ákvað í gær að hefja rannsókn á emb- ættisfærslum formanns bygging- arnefndar Þjóðleikhússins og umsýslu nefndarinnar á undan- förnum árum. Ákvörðun um rannsókn var tekin eftir að Hall- dór Blöndal, forseti Alþingis, sendi áfram til stofnunarinnar bréf sem Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sendi forseta Alþingis fyrir helgi, en þar var óskað eftir bók- halds- og stjórnsýsluúttekt á störfum nefndarinnar á umliðn- um árum. Sigurður Þórðarson, ríkisend- urskoðandi, sagði við Morgun- blaðið í gær að í erindi forseta Alþingis hefði ekki falist formleg beiðni um rannsókn málsins, en stofnunin hefði engu að síður ákveðið í gær að taka það til frekari rannsóknar. Hann segir að sú rannsókn hefjist á allra næstu dögum, en vill engu spá um hversu langan tíma hún geti tekið. „Okkur sýnist þetta mál þann- ig að frekari skoðunar þurfi við. Við skoðum þetta mál í heild sinni,“ sagði Sigurður. Athugasemdir við endur- bætur á Þjóðleikhúsinu Aðspurður hvort rannsóknin væri einangruð við störf Árna Johnsen, formanns byggingar- nefndar Þjóðleikhússins, eða önnur störf hans í opinbera þágu, sagði Sigurður að slíku væri ekki unnt að svara fyrir- fram. „Það getur vel verið að það verði meira. Við skoðum málin og sjáum hvað það leiðir í ljós.“ Að sögn Sigurðar hefur Rík- isendurskoðun einu sinni áður kannað störf byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Það var árið 1990, eftir að endurbætur höfðu verið gerðar á húsnæði Þjóðleik- hússins. Þá sagði í greinargerð Ríkis- endurskoðunar að heildarkostn- aður við 1. áfanga hafi farið 40% fram úr áætlun og verið alls 491,2 milljónir kr. „Þannig er áætlaður kostnað- ur við framkvæmdirnar 176,2 milljónum kr. hærri en upphaf- lega var gert ráð fyrir, eða sem nemur 56%,“ sagði í greinargerð stofnunarinnar og jafnframt bent á að heildarkostnað við 1. áfanga megi áætla 40% hærri en ráð hafi verið fyrir gert. Kostn- aðaráætlun hafi gert ráð fyrir heildarkostnaði upp á 632 millj- ónir kr. en Ríkisendurskoðun áætli hann vera nálægt 900 millj- ónum kr. Í Morgunblaðinu í byrjun des- ember það ár kom fram að Árni Johnsen, formaður byggingar- nefndarinnar, taldi greinargerð Ríkisendurskoðunar ekki fela í sér sanngjarna niðurstöðu og ekki væri sama hvar borið væri niður í þeim áætlunum sem gerðar hefðu verið. „Áætlun Ríkisendurskoðunar um heildarkostnað við fyrsta áfanga er ekki sanngjörn miðað við framgang verksins. Stjórn- völd ákváðu að hafa lokun Þjóð- leikhússins sem stysta svo rekst- urinn stöðvaðist ekki of lengi í húsinu sjálfu,“ sagði hann. Rannsókn Ríkisendurskoðunar hafin Umsýsla bygg- ingarnefndar og formanns hennar könnuð FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.