Morgunblaðið - 17.07.2001, Page 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MMC Pajero GLS 3,5 bensín.
Nýskráður 19.05.2000, ekinn
11.000 km, 5 dyra, blár, ssk.
geilsaspilari, leður, sóllúga og fl.
Verð 4.250.000 rað no 9911.
JEPPI festist í jökulóni Falljökuls
á Þórsmerkurvegi á sunnudags-
kvöld. Þrír farþegar auk öku-
manns voru í jeppanum og klifr-
aði fólkið upp á þakið enda
jeppinn hálffullur af vatni. Línu
var kastað til þeirra frá árbakk-
anum og þau dregið í land, köld
og blaut. Þá hafði fólkið haldið til
á þakinu í allt að eina klukku-
stund.
Að sögn lögreglunnar á Hvols-
velli ók ökumaðurinn á röngum
stað út lónið þannig að hann lenti
nokkrum bíllengdum fyrir ofan
hið svokallaða efra vað. Þar fest-
ist jeppinn kirfilega í aurbleytu.
Ökumaður og farþegar klifruðu
upp á þak og hringdu á aðstoð.
Vörubíll frá Austurleið, sem er
í Húsadal, fór fólkinu til aðstoðar.
Bílstjóri vörubílsins kastaði línu
til fólksins og þegar lögreglan
kom á vettvang var fólkið dregið
af þakinu yfir á vörubílspallinn.
Þegar reynt var að draga jepp-
ann á þurrt með vörubílnum tókst
ekki betur til en svo að vörubíll-
inn festist.
Þá var fjórhjóladrifin drátt-
arvél úr Langadal fengin á vett-
vang og náði hún að losa jeppann.
Vörubíllinn var síðan dreginn upp
úr lóninu upp úr hádegi í gær-
dag.
Lögreglan á Hvolsvelli segir að
aðstæður við vaðið séu varasam-
ar. Við útfallið úr lóninu er tals-
verður jökulleir og því mikilvægt
að aka ekki út í ána fyrir ofan
vaðið. Neðra vaðið yfir ána sé
hins vegar auðveldara yfirferðar.
Fjórir voru í jeppa sem festist í jökullóni á Þórsmerkurleið
Héldu til á þakinu í klukkustund
Ljósmynd/Thorsten Henn
Vörubíllinn sem draga átti jeppann upp úr lóninu festist í jökuleðjunni. Dráttarvél var þess í stað fengin til að
draga jeppann á þurrt. Í baksýn er Falljökull sem einnig er nefndur Gígjökull.
STARFANDI lögreglumenn á
aldrinum 65–70 ára verða 23 um
næstu áramót þegar nýr eftir-
launaaldur, 65 ár, tekur að öllum
líkindum gildi eftir lagabreytingu á
Alþingi. Af um 700 manna fast-
ráðnu lögregluliði í dag eru 25 lög-
reglumenn á aldrinum 65-70 ára en
þar af verða tveir sjötugir á árinu
og fara þá strax á eftirlaun.
Í nýgerðum kjarasamningum
lögreglumanna við ríkið var samið
um að lögreglumenn fari á eft-
irlaun 65 ára í stað sjötugs.
Að sögn Jónasar Magnússonar,
formanns Landssambands lög-
reglumanna, tókst eftir áralanga
baráttu stéttarinnar að fá vilja-
yfirlýsingu frá stjórnvöldum um að
lækka eftirlaunaaldurinn. Eftir
sem áður verði eftirlaunaaldur lög-
reglumanna á Íslandi hvað hæstur
í heiminum.
„Sá hópur sem fer á eftirlaun á
næstu árum mun svo fara hratt
stækkandi. Það sem ýtti á eftir því
að lækka eftirlaunaaldurinn var að
við sáum fram á það að á næstu tíu
árum gæti allt að 20% af stéttinni
verið komið yfir sextugt. Eftir-
launaaldur lögreglumanna verður
þó áfram með því hæsta sem tíð-
kast í kringum okkur. Víðast í
Evrópu hætta lögreglumenn störf-
um á aldrinum 58–62 ára og í Bret-
landi og Bandaríkjunum er
þjónstualdurinn 30 ár. Þar geta
menn byrjað 18 ára í lögreglunni
og samkvæmt því verið komnir á
eftirlaun 48 ára. Það eru að vísu
leifar af fyrirkomulagi herþjónust-
unnar,“ segir Jónas.
Þeir sem hætta 65 ára í lögregl-
unni munu halda fullum eftirlaun-
um eins og þeir hefðu unnið til sjö-
tugs. Aldurstakmark inn í
lögregluna hér á landi er 20 ár og
miðað við eins árs nám í lögreglu-
skólanum getur starfsaldurinn orð-
ið mestur 44–45 ár eftir að nýi eft-
irlaunaaldurinn hefur tekið gildi.
23 lögreglumenn fara á
eftirlaun um áramótin
Eftirlaunaaldur
eftir sem áður
hár hér á landi
LANDSVIRKJUN hefur ekki ákveðið með
hvaða hætti bændum verði bætt það tjón sem
þeir verða fyrir vegna fyrirhugaðra virkjana í
neðri hluta Þjórsár, þ.e. Núps- og Urriðafoss-
virkjunar. Landsvirkjun hefur ekki áður staðið
frammi fyrir þeim aðstæðum að þurfa að taka
nytjaland undir miðlunarlón og bæta landeig-
endum mögulegt tjón fyrir það, að sögn Örlygs
Þórðarsonar, lögfræðings hjá Landsvirkjun.
Fyrirtækið í núverandi mynd hafi aðeins þurft
að bæta tjón af virkjunum á hálendinu vegna há-
spennulína og heiðalanda. Fyrri eigendur hafi
t.d. staðið í samningum við landeigendur eða rík-
ið átt landið vegna Laxárvirkjunar og Sogsvirkj-
unar á sínum tíma.
Hvert tilfelli skoðað
Guðlaugur V. Þórarinsson, hjá verk- og fram-
kvæmdasviði Landsvirkjunar, segir við Morg-
unblaðið að hvert tilfelli verði skoðað fyrir sig.
Ekki liggi fyrir nákvæmar upplýsingar um
hversu mikið beitiland eða tún fari undir vatn.
Verkhönnunin sé það skammt á veg komin að
enn sé t.d. verið að skoða lónshæðir, sér í lagi
vegna Urriðafossvirkjunar. Þær geti átt eftir að
breytast en miðað við núgildandi áform er talað
um inntakslón vegna Urriðafossvirkjunar upp á
51 metra yfir sjávarmáli og 116 metra vegna
Núpsvirkjunar.
„Væntanlega munu gilda almennar reglur um
að þeir sem verða fyrir tjóni munu fá það bætt,
hvort sem það er með landi á móti landi eða
greiðslum fyrir hvern tapaðan hektara. Lögfræð-
ingar okkar munu meta það þegar þar að kem-
ur,“ segir Guðlaugur.
Örlygur Þórðarson segir að vitanlega muni
fyrirtækið bæta skaða ef einhver verður vegna
virkjanaáforma í Þjórsá. Það verði skoðað á síð-
ari stigum hvernig mögulegt tjón verði bætt.
Nýjar aðstæður fyrir Landsvirkjun vegna Núps- og Urriðafossvirkjunar
Tjón vegna nytjalands
ekki áður verið bætt
JÓHANN R. Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, segir að
allt bendi til þess að sölumenn fíkni-
efna hér á landi sækist í auknum
mæli eftir því að fá útlendinga til að
smygla fíkniefnum til landsins. Hin-
um svokölluðu burðardýrum hafi
fjölgað. „Menn geta líka spurt sig að
því hvort þetta hafi verið stundað
lengi og hvort við séum bara að ná
þeim núna.“
Á síðustu 18 mánuðum hefur toll-
gæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvað
einn Dana, þrjá Ítala, Þjóðverja,
Hollending, Breta og einn Banda-
ríkjamenn sem sterkur grunur leik-
ur á að hafi verið burðardýr. Fæstir
þeirra játa þó að vera að smygla
eiturlyfjunum fyrir aðra en segjast
þess í stað eiga efnin sjálfir.
„Það er sláandi hversu mikið
magn þessir útlendingar sem við
höfum náð að taka eru með,“ segir
Jóhann. Menn hljóti að draga þá
ályktun að þeir séu að smygla efn-
unum inn fyrir söluaðila á Íslandi.
„Þetta gefur sterka vísbendingu
um hversu vel skipulögð þessi
glæpastarfsemi er. Þetta eru engir
aukvisar,“ segir Jóhann. Fíkniefna-
salarnir hafi greinilega ítök víða.
Sækjast
eftir er-
lendum
„burðar-
dýrum“
VERÐ hverrar raðar í laugardags-
lottóinu hækkaði síðastliðinn sunnu-
dag um 50% og verð hverrar raðar í
Víkingalottóinu mun síðan hækka
næstkomandi fimmtudag um 40%. Í
fréttatilkynningu frá Íslenskri
getspá segir að umræddar verð-
hækkanir séu til að fylgja eftir
verðlagsþróun í landinu en verð
lottóraðar hefur ekki hækkað í sex
ár.
„Vinningarnir munu hækka sam-
fara þessum breytingum. Einfaldur
pottur mun þannig hækka úr tveim-
ur milljónum í þrjár milljónir í laug-
ardagslottóinu,“ segir Stefán Páls-
son, markaðstjóri Íslenskrar
getspár, og bætir við að einnig sé
um að ræða helmingshækkun á
bónusvinningi í Víkingalottóinu.
Stefán segir að verð hverrar raðar í
laugardagslottóinu hækki úr 50
krónum í 75 krónur og Víkingalottói
úr 25 krónum í 35 krónur.
Lottóröð
hækkar
um 50%
♦ ♦ ♦