Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 17
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 17 ÞEGAR blaðamaður og ljósmyndari röltu á útsölur nýlega voru margir á Laugavegin- um en færri í Kringlunni en vanalega, enda góðviðrisdagur. Flestir viðmælendur höfðu þegar kíkt á einhverjar útsölur og sumir hverjir gert góð kaup enda afsláttur yfir- leitt á bilinu 30–70%. Talsmenn verslana voru sammála um að þær hefðu farið vel af stað, umræða um samdrátt í þjóðfélaginu virtist ekki hafa áhrif á verslun, því hún væri síst minni í ár og jafnvel heldur meiri en í fyrra. Í Hagkaupi hafði útsalan staðið í viku og gengið vel að sögn Finns Árnasonar fram- kvæmdastjóra. „Afsláttur er 40-50% en einnig bjóðum við tilboðsvörur á allt að 89% afslætti. Stærstur hluti þess sem er á útsölu eru vörur frá fyrri helmingi ársins en við fáum líka inn nýjan fatnað sem fer beint á útsölu.“ Hann taldi dömu- og barnafatn- aðinn hafa selst hvað best. Fjölmargir í biðröð Í versluninni Nanoq hófst útsalan 5. júlí og sagði Þorbjörn Stefánsson fram- kvæmdastjóri að þá hefðu fjölmargir beðið í röð fyrir utan verslunina. „Afsláttur er svipaður og í fyrra 40–60%. Verslun hefur farið vel af stað og gengur hraðar fyrir sig en í fyrra.“ Útsalan stendur fram eftir mán- uðinum en útsölulok hafa ekki verið ákveð- in.„Við erum með sumarmarkað í gangi sem byrjaði í júní og mun standa fram í ágúst,“ sagði Ármann Snævarr, starfsmaður Mús- íkur og mynda í Austurstræti. Hann sagði mikið hafa verið keypt á markaðnum. „Við bætum reglulega inn nýju efni en hér er hægt að fá geisladiska frá 99 krónum.“ Unga fólkið fer mikið í Kringluna en eldra fólkið heldur sig frekar við Laugaveginn, að sögn Bjarna Pálssonar, verslunarstjóra herrafataverslunarinnar Dressmann á Laugavegi, en þar er allt að 60% afsláttur. „Í fyrra var meira um að konurnar kæmu og keyptu á eiginmennina en nú koma þeir miklu meira sjálfir.“ Í Top Shop hafði útsalan staðið í viku og sagði Sigrún Andersen framkvæmdastjóri hana hafa byrjað viku fyrr nú en síðasta sumar. „Afslátturinn er 50–75% nú, en var minni í fyrra. Þó er fólk að kaupa fyrir hærri upphæðir þannig að svo virðist sem fólk sé að versla meira nú. Karlar og konur hafa verið jafndugleg að mæta á útsöluna og að því leyti hefur herradeildin komið skemmtilega á óvart.“ Útsölur eru í hámarki um alla borg og salan síst minni en í fyrra Afsláttur yfirleitt um 30–70% Hægt er að gera góð kaup á sumarútsöl- unum sem eru hafnar í mörgum verslunum. Sumarútsölur eru hvarvetna í fullum gangi og virðast þær vera heldur fyrr á ferðinni nú en áður. Bryndís Sveinsdóttir og Brynjar Gunnarsson ljós- myndari hittu vegfarendur sem höfðu gert góð kaup. Hvers vegna er hægt að borga með Visa kredit- og debetkort- um í Kentucky Fried Chicken en ekki Eurocard-greiðslu- kortum og Mastercard-debet- kortum? Það er rétt að í augnablikinu taka allir staðir Kentucky Fried Chicken einungis greiðslu- og debetkort frá Visa. Ástæðan er einföld að sögn Helga Vilhjálmssonar eiganda. Kentucky Fried Chicken-stað- irnir hafa ekki tekið greiðslu- kort undanfarin tuttugu ár en eru nú að breyta þeirri stefnu. Búið er að semja við Visa Ís- land og verið að semja við Eu- ropay, svo í náinni framtíð verða bæði kortin jafngild á öll- um stöðunum. „Þeir voru ein- faldlega á undan í heimsókn til okkar frá Visa og þess vegna komum við þeirra kortum í gang fyrr,“ segir Helgi. Spurt og svarað Kentucky Fried Chicken um neytendamál „Hér er þó nokkuð dýrara að versla en heima en samt má finna hluti innan um eins og þessa X-18 skó sem ég var að kaupa mér, en þeir kosta mun meira í Dan- mörku,“ sagði hin danska Rikke B. Strøyberg sem ásamt vinkonu sinni Minelle B. Jensen var í viku- fríi á Íslandi. Þær höfðu kíkt á út- sölur á Laugavegi og fannst gam- an að versla þar. „Við vissum ekki af Kringlunni fyrr en í dag en núna erum við nánast búnar með pen- ingana okkar svo ég held við látum gott heita,“ sögðu þær og hlógu. Búnar með peningana Minelle og Rikke ætluðu ekki að kaupa meira. „Ég keypti mér þessa fínu tösku áðan,“ sagði hin mexíkóska Ilana Baradon, greinilega hæstánægð með afrakstur dagsins á Lauga- veginum. „Ég er búin að vera hér í klukkutíma og ætla að halda áfram að skoða í dag. Út- sölurnar eru frábærar eins og allt hér en þó eru hlutirnir miklu dýrari en heima.“ Þegar hún er spurð hvort hún fari gjarnan á útsölur hlær hún. „Mér finnst alltaf gaman að versla, sama hvar það er og hvort sem það er útsala eða ekki.“ Ánægð með afraksturinn Ilana Baradon var nýbúin að kaupa sér tösku. „Já, mér finnst gaman að fara á útsölu, ég fékk allavega fín föt,“ sagði Jakob Friðþórsson sem var að versla með pabba sínum, Friðþóri Jakobssyni, í Kringl- unni. „Mér líst ágætlega á þetta, annars mætti afslátturinn alveg vera meiri, mér finnst varla hægt að tala um útsölu ef af- sláttur er ekki 50% eða meira,“ sagði Friðþór. Aðspurður sagð- ist hann fara mjög sjaldan á út- sölur. „Ég kom aðallega til að kaupa á strákinn og við fengum góð föt á hann.“ „Fékk fín föt“ Feðgarnir Friðbjörn og Jakob voru búnir að gera góð kaup. „Ég er búin með minn kvóta á út- sölum í ár enda búin að eyða ein- hverjum tugum þúsunda á þeim. Samt er ég alltaf að sjá eitthvað flott sem mig langar í og keypti því einn bol í safnið áðan, en nú er ég hætt,“ sagði Guðný Skúladóttir sem spókaði sig á Laugaveginum ásamt Bryndísi Bjarnadóttur sem hafði keypt sér buxur í Vinnufatabúð- inni. „Ég fer alltaf á útsölurnar en finnst skemmtilegra að versla þeg- ar ekki eru útsölur og kaupi meira þá, kannski af því að þá eru nýjar vörur í búðum,“ sagði Bryndís. Búin með kvótann Bryndís og Guðný höfðu keypt sér buxur og bol.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.