Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 33
tilbúin með allskyns góðgerðir, en heimilisfaðirinn, Hannes, oftast á sjó við sín skyldustörf og því fjarri góðu gamni. Börnin voru þá enn öll heima, en þau voru auk Ástu, Jón, Frið- steinn, Björgvin og Dóra þeirra yngst, sú eina eftirlifandi af þeim systkinunum fimm. Þegar Guðrún móðir þeirra lést frá barnahópnum sínum, aðeins 44 ára að aldri, var Ásta 13 ára gömul og var fráfall hennar gíf- urlegt reiðarslag, sem Ásta og þau systkinin hörmuðu alla tíð. Námsdvöl okkar Ástu í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur veturinn 1945–46 vekur sömuleiðis upp marg- ar og góðar minningar og þar styrkt- ust vináttubönd okkar enn frekar í hressilegum félagsskap annarra stúlkna. Mér er einnig í fersku minni þegar Ásta starfaði hjá íslensku ræðis- mannshjónunum í Edinborg um eins árs skeið. Við mæðgurnar fórum í stutt ferðalag til Englands og gerðum okkur þá ferð með lest norður til Skotlands, að hitta Ástu. Þegar Ásta og Bjarni Magnússon vélstjóri giftu sig, eignaðist ég – og síðar við hjónin – í honum góðan vin. Margar skemmti- legar ferðir fórum við saman innan- lands með börnum okkar á árum áður og einu sinni fórum við fjögur til Nor- egs – og er sú ferð björt í minningunni sem og allar heimsóknirnar hvor til annarrar í gegnum tíðina. Ástu varð fimm barna auðið og er óhætt að fullyrða að börnum sínum verða fáar konur betri mæður en hún var sínum. Það var henni og Bjarna mikil sorg að missa son sinn, Gunnar Rúnar, úr illvígum sjúkdómi aðeins 5 ára gamlan og trúi ég að sá harmur hafi ávallt búið með henni. Þegar litli sonurinn var orðinn það veikur, að ljóst var að hverju stefndi, sagði Ásta mér að sig hefði dreymt Stefaníu móður mína, sem þá var nýlega látin – og hefði hún sagt að hún væri að búa sig undir að taka á móti drengnum. Þessi draumur endurspeglar án efa þær rætur, sem vinátta okkar Ástu byggðist löngum á; hinn góða vinskap mæðra okkar. Ásta var mikil húsmóðir og með af- brigðum gestrisin, líkt og móðir henn- ar hafði verið, og einkar stórtæk og rausnarleg í öllum sínum gjöfum. Það líður mér seint úr minni, þegar Ásta stóð eitt sinn á tröppunum hjá mér rétt fyrir jól með marga kassa fulla af smákökum, sem hún hafði bakað og færði mér; ég hafði þá handleggs- brotnað deginum áður – og lýsir þetta atvik vel skjótræði hennar og örlæti sem og samkennd hennar með vinum sínum. Hún tók alltaf einlægan þátt í viðburðum fjölskyldu minnar, bæði á gleði- og sorgarstundum. Hjálpsemi Ástu kom ekki hvað síst í ljós á þeim árum, sem hún starfaði við aðhlynn- ingu á Hrafnistu og naut sá ríki hæfi- leiki hennar sín þar einkar vel. Veit ég, að þegar faðir minn dvaldi þar um skamma hríð, gat hann ávallt reitt sig á hennar aðstoð og hugulsemi og er víst að svo var um alla þá er hún ann- aðist. Ásta var tilfinningarík og hafði stóra og öra lund, en gamansemi og hláturmildi höfðu alltaf yfirhöndina. Hún var glæsileg kona, alltaf fallega klædd og vel til höfð, svo að eftir var tekið, enda var hún bæði smekkleg og listræn að upplagi. Um þessa eigin- leika Ástu bar heimili þeirra Bjarna glöggt vitni, en bæði voru þau sam- taka í að hlúa að og fegra umhverfi sitt. Það var Ástu og öllum sem að henni standa mikið áfall, þegar hún fékk heilablóðfall og lamaðist fyrir sjö árum. Engu að síður sagði Ásta í mín eyru að hún væri þakklát fyrir lífið – að geta fylgst með börnum sínum og öllum afkomendum, það er enda myndarlegur hópur af fólki, sem frá henni er kominn. Í þessum löngu veikindum hennar sýndi sig að hún átti góðan mann. Bjarni reyndist henni einstaklega vel og var henni mikil stoð á erfiðum tímum, sem vitn- ar um hans góðu mannkosti. Ástu vinkonu mína mun ég ætíð muna eins og hún var uppá sitt besta – ekki síst glæsileikann, lífsgleðina og kátínuna sem einatt fylgdu hennar félagsskap. Bjarna, börnunum og afkomendum öllum færum við Þorsteinn og dætur innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Margrét Unnur Jóhannsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 33 ✝ Hallgrímur Jón-asson fæddist 28. apríl 1918 á Stuðlum í Reyðarfirði. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. júlí síð- astliðinn. Foreldrar Hallgríms voru hjón- in Jónas P. Bóasson, bóndi á Bakka í Reyðarfirði, f. 18.5. 1891, d. 27.2. 1960, og Valgerður Bjarnadóttir, f. 14.10. 1885, d. 22.8. 1974. Systkini Hall- gríms voru Guðrún Sigurbjörg, f. 28.12. 1916, d. 7.7. 1997, Kristín, f. 12.8. 1919, d. 8.7. 1998, Bóas, f. 17.7. 1921, d. 23.8. 1992, Bjarni, f. 10.12. 1922, d. 6.12. 1995, Lára Guðlaug, f. 25.3. 1924, d. 11.9. 1977 og Auður, f. 4.11. 1926. Hallgrímur kvæntist 28. apr- íl 1946 Evu Vilhjálmsdóttur frá Meiri-Tungu í Holtum, f. 23.3. 1920, d. 24.11. 1996. Foreldrar hennar voru hjónin Vilhjálmur Þorsteinsson, bóndi í Meiri-Tungu, f. 18.12. 1870, d. 22.6. 1951, og Vig- dís Gísladóttir, f. 3.4. 1878, d. 28.4. 1958. Hallgrímur og Eva eignuð- ust sex börn: 1) Valgerður, f. 30.11. 1944, giftist Arthur Robin West, f. 8.9. 1936, þau skildu. Dóttir þeirra Samvinnuskólapróf 1939. Hann vann ýmis störf til sjós og lands fram til 1942 að hann varð starfsmaður Kaupfélags Rangæinga á Rauðalæk og kaupfélagsstjóri þar 1948–54. Af- greiðslumaður í véla- og rafmagns- deild Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli 1955–1956. 1956 fluttu Eva og Hallgrímur til Eskifjarðar þar sem Hallgrímur var skrifstofu- maður hjá Byggingafélaginu Snæ- felli til 1960. Á Eskifirði bjó fjöl- skyldan til 1965 er þau fluttu til Reyðarfjarðar. Frá árinu 1959 var Hallgrímur, framkvæmdastjóri Gunnars hf. á Reyðarfirði og Snæ- fugls hf. frá 1968. Framkvæmda- stjóri síldarsöltunar GSR frá 1960 og síðar Fiskverkunar GSR hf. Framkvæmdastjóri Skipakletts hf. frá stofnun 1980 allt til 1994 er hann lét af stöfum fyrir aldurs sakir. Hall- grímur sat í hreppsnefnd Eskifjarð- arhrepps 1958–1962, í stjórn Kaup- félagsins Bjarkar á Eskifirði 1957–68, í stjórn LÍU frá 1963 til 1990, í stjórn SÍF frá 1971 til 1990, í stjórn Fiskifélagsdeildar á Austur- landi frá 1970–1994, var endurskoð- andi hreppsreikninga Reyðarfjarð- arhrepps og í Kjörstjórn í Reyðarfjarðarhrepps um árabil, sat í stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands, var félagi í Útvegsmannafélag Aust- urlands frá stofnun 1963 og síðar heiðursfélagi þess félags. Hann var sæmdur Riddarakrossi hinnar ís- lensku Fálkaorðu 17. júní 1987. Útför Hallgríms fer fram frá Ás- kirkju í Reykjavík í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. er Eva Margrét, f. 7.6. 1972, maki Richard Marwood, f. 20.6. 1970. 2) Vigdís, f. 13.12. 1949, maki Gunnar Ingi Gunnars- son, f. 14.4. 1948, börn þeirra Inga Hrund, f. 18.3. 1975 og Ketill, f. 28.2. 1980. 3) Jónas f. 3.6. 1952, maki Kristín Ísleifsdóttir, f. 25.11. 1952, dætur þeirra Lára, f. 3.2. 1981 og Hugrún, f. 9.1. 1990, d. 9.1. 1990. 4) Lára Birna, f. 8.1. 1955, maki Heimir Geirsson, f. 2.6. 1954, börn þeirra Dagný, f. 8.3. 1990, og Atli Mar, f. 8.12. 1992. 5) Guðrún Bóel, f. 8.1. 1955, maki Björgvin Karlsson, f. 21.3. 1957, synir þeirra Hallgrímur, f. 31.12. 1975, Kristinn, f. 26.5. 1980, og Loftur Árni, f. 1.5. 1983. 6) Ketill, f. 19.4. 1960, kvæntist Þóreyju Frið- björnsdóttur, f. 17.1. 1960. Þau skildu. Börn þeirra Friðbjörn Orri, f. 13.10. 1983 og Laufey Rún, f. 18.6. 1987. Sambýliskona Ketils er Karina Garska. f. 30.8. 1976. Hallgrímur ólst upp hjá foreldr- um sínum á Reyðarfirði. Hann tók gagnfræðapróf frá Gagnfræða- skólanum á Siglufirði 1937 og Þá eru afi og amma bæði dáin. Við systkinin erum bæði erlendis og kom- umst ekki í jarðarför afa, en við send- um kveðju til allra og erum með ykk- ur í huganum. Við minnumst góðra stunda hjá afa og ömmu á Reyðar- firði. Í minningunni er alltaf gott veð- ur þegar við vorum úti á svölum eða niðri á gömlu bryggjunni að dorga. Eitt sinn veiddi Inga Hrund ásamt Evu Margréti frænku fullan bala af ufsa, en amma vildi ekki elda hann og við skildum ekkert í henni. Við vorum líka stundum í berjamó og afi var ansi duglegur við tínsluna þótt hann hlypi ekki um móa eins og amma. Eitt sinn var Inga Hrund fyrir austan, þá 10– 12 ára gömul. Afi þurfti að fara á fund í Reykjavík og Inga var á skrifstof- unni hans heilan dag og svaraði sam- viskusamlega í símann að Hallgrímur væri fyrir sunnan og ljósritaði ein- hver ósköp sér til skemmtunar þann daginn. Þegar afi kom til baka fékk hún seðil að launum. Kjallarinn virtist líka geyma endalaust magn af niður- suðudósum sem voru opnaðar og snæddar perur og apríkósur í eftir- mat. Svo fluttust afi og amma suður þeg- ar amma var orðin sjúklingur. Afi fluttist á Hrafnistu en var hjá ömmu á hjúkrunarheimilinu Eir alla daga. Eftir að amma dó hélt afi áfram að búa á Hrafnistu. Það kom okkur á óvart hversu vel hann undi sér þar. Við höfðum alltaf litið á hann sem svo mikinn bissnissmann sem sæti bara fyrir framan tölvuna sína, en þarna var hann í sundi á hverjum degi og fór í gönguferðir um Elliðaárdalinn með Steina vini sínum. Mamma okkar og systur hennar tóku líka að sér að rexa aðeins í honum og skamma hann þeg- ar hann gerði eitthvað stórtækt án þess að láta vita, til dæmis að fara í bíltúr út á land. Á Hrafnistu hélt hann sumsé áfram að vera gamli góði afi okkar, kallaði Ketil alltaf höfðingja þegar hann kom í heimsókn og vildi ávallt allt fyrir okkur gera. Alltaf var hægt að fá lán- aðan bílinn, líka til að skreppa til Ak- ureyrar og stundum borðuðum við kvöldmat með honum í matsalnum á Hrafnistu. Afi okkar var líka alla tíð mjög tæknivæddur maður og háði margar orrustur við tölvutæknina, bæði á Reyðarfirði og á Hrafnistu. Honum fannst þetta alltaf mikið galdratæki og eigum við systkinin okkar tölvufiktáráttu án efa honum að þakka. Afi sagði fyrir nokkrum vikum að hann og amma hefðu lifað góðu lífi og hann væri sáttur þótt veikindi ömmu hefðu verið heldur langdregin. En nú hvíla þau saman á ný. Inga Hrund og Ketill. „Svona er lífið, Lára mín,“ sagði afi við mig stundum. Hann lét ekki margt raska ró sinni. Með sinni þol- inmæði gat hann unnið stóra sem smáa sigra. Hann vann þann sigur með mér að kenna mér að prjóna. Það er vandaverk að kenna óþolinmóðum krakka að prjóna en hann settist nið- ur með mér í þeim tilgangi að ég lærði að prjóna. Eftir að ég hafði gefist upp nokkrum sinnum, gat hann sýnt mér fram á að það aðlæra að prjóna er ekkert annað en þolinmæði, heildar- myndin næst á endanum. Þessar kennslustundir sem við áttum saman voru táknrænar fyrir samband okkar, hann kenndi mér þannig smátt og smátt ýmislegt um lífið. Heildar- myndina var hann búinn að sjá en ég rétt að byrja. Elsku afi, nú ertu kom- inn til ömmu og ætli þinni heildar- mynd sé þá ekki náð. Lára Jónasdóttir. Það mun vera frekar fátítt að aldr- aðir menn tengist vinaböndum. Á þeim árum sem ég bjó á Austurlandi heyrði ég Hallgríms Jónassonar á Reyðarfirði oft getið. Hann rak þar af miklum dugnaði og hagsýni farsæla útgerð, en það var ekki fyrr en börn okkar tengdust að náin kynni hófust. Þá var ég hættur mínu aðalstarfi og Hallgrímur að nálgast starfslok. Við urðum brátt hinir mestu mátar og vorum þó ekki alltaf skoðanabræður t.d. í stjórnmálum. Hann gat verið stífur á meiningunni, en hann var allt- af kurteis og sanngjarn í málflutningi og nærfærinn í dómum. Einstaklega hugljúfur maður. Ég heimsótti hann á sjúkrahús eft- ir að hvorki honum né öðrum duldist að hverju fór. Mig undraði oft hve léttilega hann gat spjallað um heima og geima. Síðasta heimsókn mín var tveimur eða þremur dögum áður en minni hans og meðvitund tók að bregðast fyrir alvöru. „Þetta er nú að verða búið,“ sagði hann, „en ég þjáist ekki og svo veit maður aldrei hvenær endirinn kemur“. „Og þú kvíðir engu?“ spyr ég. „Nei, það hvarflar ekki að mér,“ var svarið. Um þetta var svo ekki meira rætt. Nei, Hall- grímur hafði ekki ástæðu til að kvíða neinu. Hann hafði skilað miklu ævi- starfi, rekið myndarheimili ásamt konu sinni, Evu Vilhjálmsdóttur, sem látin er fyrir nokkrum árum, en þau eignuðust sex mannvænleg börn. Við hjónin kveðjum Hallgrím með söknuði og þökkum honum vináttuna. Gunnar og Ingibjörg. HALLGRÍMUR JÓNASSON ✝ Guðrún Kristins-dóttir fæddist í Reykjavík 11. sept- ember 1914. Hún lést á vistheimilinu Holts- búð í Garðabæ 30. júní. Foreldrar henn- ar voru María Guð- ríður Jónsdóttir, f. 9. júní 1873 á Brenni- stöðum, Borgar- hreppi í Mýrarsýslu, d. 12. nóv. 1918 úr spönsku veikinni í Reykjavík, og Krist- inn Þorkelsson, skó- smiður í Reykjavík, f. 23. júní 1872 á Fellsenda í Þing- vallahreppi, d. 16. maí 1954. Systkini Guðrúnar voru; Jón f. 1897, d. 1951; Kristján, f. 1900, d. 1975; Ingibergur, f. 1911, d. 1964. Fyrri maður Guðrúnar var Hall- dór Þórarinsson kaupmaður, f. 11.10.1912, d. 4. 10.1942. Þau áttu einn kjörson Birgi Halldórsson bílstjóra í Reykjavík, f. 1939, d. 2000. Seinni maður Guðrúnar var Björn Jónsson frá Ljótstöðum í Skagafirði, kaup- maður í Reykjavík, f. 12.10.1919, d. 26.9. 1995. Kjörbörn þeirra eru: 1) Hall- dór f. 1948, kona hans Guðrún Rut Viðarsdóttir, f. 1950, þau skildu, börn þeirra, Björn Ingi Frans, f. 1968, sonur hans Björn Robin Linus, f. 1990, Elísa Guðrún, f. 1972, Þórður Rúnar Jak- ob, f. 1977, Silja Björg og Halla Rut, f. 1987; 2) Guðrún Pálína, f. 1953, maður hennar Þorvaldur Björns- son, f. 1953, börn þeirra, Þórunn Birna, f. 1972, Kristín Björk, f. 1976, sonur hennar er Sólon Breki, f. 1998, Edda Rut, f. 1986. Einnig ólu Guðrún og Björn upp bróðurdóttur Björns, Violu Páls- dóttur, f. 1950, d. 1999. Útför Guðrúnar fer fram frá Kristskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma, núna ertu búin að fá hvíldina, farin á vit skapara þíns, komin í faðminn á afa. Við eigum ekki nógu stór orð til að lýsa því hve yndisleg þú varst, í stóra hjartanu þínu var pláss fyrir alla, aldrei máttir þú sjá neitt aumt þá varstu hlaupin til að hjálpa, mjúku hendurnar þínar, þú varst svo lífs- glöð, brosið og dillandi hláturinn fyllti okkur af hlýju og ró. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann, allar ferðirnar með ykkur afa upp í Hafragil þar sem við gátum endalaust spilað svarta- Pétur og sökkt okkur ofan í ættfræði, spriklað í læknum og heimsótt bæina í sveitinni. Þegar við vorum litlar og gistum hjá ykkur á Vesturgötunni vaktir þú okkur í morgunleikfimi með Örnólfi Valdimars, teygðum okkur og fettum áður en við fengum hafra- grautinn. Þeir sem þú snertir gleyma þér aldrei; hvert sem þú komst, komstu með sólina með þér. Elsku amma, minningin lifir í hjört- um okkar. Þórunn, Kristín og Edda Rut. Í dag, 17. júlí, fylgjum við til hinstu hvílu einni tryggustu og bestu vin- konu okkar, Guðrúnu Kristinsdóttur, sem ávallt var kölluð Guja, ekkju Björns Jónssonar kaupmanns, sem lengi rak verslun á Vesturgötu 17 og andaðist 26. september 1995. Æviferil hennar munu aðrir rekja, við viljum aðeins láta í ljós söknuð okkar og þakklæti fyrir samverustundirnar með henni sem voru margar og náðu yfir marga áratugi. Guja var sú okkar sem lengst hafði starfað í Kvenfélagi Kristskirkju, sem fyrst nefndist Paramentfélagið, og í Félagi kaþólskra leikmanna var hún frá fyrsta degi þess. Fyrri maður hennar, Halldór Þórarinsson (Halli Þórarins), var einnig kaþólskrar trú- ar og starfaði dyggilega í söfnuði Kristskirkju, eins og Björn gerði líka. Til dæmis um hvers konar menn þeir voru má geta þess að Guja sagði eitt sinn að það væri ótrúlegt hversu Guð hefði verið sér góður að gefa sér tvo jafnágæta menn og þá. Þau sem nú kveðja Guju minnast hennar einkum fyrir ljúflyndi hennar og kærleika. Þau gleyma ekki hversu oft hún og Björn sýndu fólki hugul- semi og hjálpfýsi, fyrst og fremst þeim sem á slíkri velvild þurftu mjög að halda og ekki síður kirkjunni sinni og okkar, hvenær sem hún þarfnaðist hjálpandi handa. Ekki héldu þau á lofti þeim velgerðum sínum, um þær áttu ekki aðrir að vita en þau og þiggj- endurnir. Þau voru svo samhent í kærleika sínum að okkur var títt að hugsa til þeirra beggja í einu og segja: Björn og Guja. Guja sótti fundi beggja safnaðar- félaganna meðan hún gat. Það fór ekki fram hjá okkur þegar leið að vori, í hvaða átt stefndi hjá Guju, en hún vildi sækja kirkju og vera með vinum sínum þótt heilsa hennar leyfði það varla þegar fram í sótti. Þrekið var farið en kærleikurinn var enn hinn sami. Það var eins og segir í fyrra Korintubréfinu: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Það sannaðist á henni. Við kveðjum hana með söknuði og biðjum henni eilífrar sælu hjá Guði. Börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum vottum við einlæga samúð okkar. F.h. Kvenfélags Krists- kirkju Ólöf Benónýs. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við erum þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með þér og munum varðveita minningu þína í huga okkar. Hinsta kveðja, Guðrún Ruth, Björn Ingi, Elísa Guðrún, Þórður Rúnar, Halla Ruth, Silja Björg, Björn Robin og Ingibjörg Anna. GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.