Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 27 SKÁLDAÐ í tré er yfirskriftsýningar ÞjóðminjasafnsÍslands sem nú stenduryfir í Ljósafossstöð við Sog. Sýningin er hluti af samstarfi Þjóðminjasafnsins og Landsvirkj- unar en samstarfssamningur til þriggja ára var undirritaður þeirra í milli í mars síðastliðnum. Á sýningunni Skáldað í tré er sýnd íslensk skurðlist úr Þjóð- minjasafni. Steinþór Sigurðsson leikmyndahönnuður hannaði sýn- inguna fyrir safnið og leggur hann mikið upp úr lýsingu þannig að hver gripur fái að njóta sín vel. Mörgum kann að þykja sérstakt að sýning á fornminjum skuli vera staðsett í virkjun en Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að stöðin hafi verið endurnýjuð og þá hafi skapast pláss sem þótti kjörið í að innrétta sem sýningarsal. Hann bendir einnig á að Ljósafossstöð sé elsta virkjunin við Sog, byggð 1937, og merkileg fyrir þær sakir að hún sé fyrsta stóra virkjunin sem tengdist rafvæðingunni í Reykjavík. „Þegar fólk fer inn í sýningarsalinn getur það í raun- inni kynnst stöðinni líka. Þar að auki höfum við sett upp kaffistofu, þar sem eru stórir gluggar sem sést í gegnum yfir í vélasalinn og getur fólk fengið sér kaffi og spáð í vélarnar. Á veggjum er síðan upp- lýsingaefni um orkumál, smásýn- ing til hliðar,“ segir Þorsteinn. Stóll úr hvalbeini vekur mesta athygli Sýningin Skáldað í tré var opnuð í byrjun júní og kemur til með að standa fram í byrjun desember. Einar Kvaran og Sigríður Dóra Jó- hannsdóttir eru starfsmenn sýn- ingarinnar. Að þeirra sögn hefur verið feikileg aðsókn, fólk komi í hópum. „Þetta spyrst út. Svo virð- ist sem áhugi á íslenskri skurðlist sé mikill og mun meiri heldur en áður var. Hingað kemur fólk á öll- um aldri,“ segir Sigríður Dóra, en telur að meðal gesta séu Íslend- ingar í miklum meirihluta. Starfs- menn Ljósafossvirkjunar eru tutt- ugu talsins og segir Sigríður Dóra að þeir séu allir búnir að kíkja á sýninguna. Annars verði þeir lítið varir við aukinn fólksstraum að virkjuninni. Aðspurður segir Einar að sá hlutur sem mesta athygli veki sé stóll úr hvalbeini eftir Stefán Ei- ríksson, en gripurinn var sýndur á iðnsýningunni 1911 sem haldin var í tilefni hundrað ára fæðingaraf- mælis Jóns Sigurðssonar. Víðtækt samstarf Lands- virkjunar og Þjóðminjasafns Að sögn Þorsteins felst margt í samstarfi Landsvirkjunar og Þjóð- minjasafnsins. Auk sýningarhalds aðstoði Landsvirkjun við útgáfu fornminjaskrár, merkingu á stöð- um þar sem fornminjar er að finna og fleira. „Landsvirkjun og Þjóðminja- safnið hafa haft víðtækt samstarf um áratuga skeið, þrátt fyrir að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því. Þetta samstarf tengist miklu fleiri hlutum en eru í þessum samningi,“ segir Þorsteinn og nefnir sem dæmi að Búrfellsvirkj- un sé í Þjórsárdal, þar sem allt sé krökkt af fornminjum. Þjóðveldis- bærinn sé meðal annars í túnfæt- inum á virkjuninni og Landsvirkj- un hafi lagt miklar fjárhæðir í uppbyggingu hans og sé nokkurs konar eftirlitsaðili. Allt sé þetta gert í góðu samstarfi við Þjóð- minjasafnið. Skáldað í tré í orkuveri Ýmsa sérstaka muni er að finna á sýningunni, þar á meðal þennan svipmikla Krist á krossinum. Morgunblaðið/Ásdís Stóllinn eftir Stefán Eiríksson er sá hlutur sem mesta athygli vekur. Þjóðminjasafnið sýnir íslenska skurðlist í Ljósafossstöð tað. ins vegar ni, líkt og miðbænum rgin þurfi uðborgum t að draga hér þurfi ktirnar til að mæta löggæsluþörf að næturlagi um helgar. „Þetta vekur mann auð- vitað til umhugsunar um hver sé raunverulega rót þessa vanda sem nú er talað um. Ég tel hann að minnsta kosti ekki eiga rætur að rekja til löggæslunnar,“ segir hún. „Almennt tel ég að lögreglan ráði vel við þau löggæsluverkefni sem eru fyrir hendi í miðbænum. Lög- reglan hefur að vísu rætt um að auka þurfi löggæslu að degi til í miðbæn- um. Verslunarrekendur og aðrir þjónustuaðilar hafa einmitt bent á þörfina fyrir það. Ég tel sjálfsagt að þetta verði skoðað,“ segir Sólveig. Aðspurð hvernig það verði fjár- magnað segir Sólveig að hún búist við að aukið fé verði sett til mála- flokksins og að hægt verði að ráðast í skipulagsbreytingar. Í skýrslunni segir að þrettán lög- reglumenn séu á vakt að næturlagi um helgar í miðbænum, en að á ár- unum 1995–97 hafi þeir verið allt upp í 22. Sólveig segir að hægt hafi verið að fækka lögreglumönnum á mið- bæjarvakt með breyttum afgreiðslu- tíma skemmtistaða og mjög hafi ver- ið til bóta að koma í veg fyrir þá miklu hópamyndun sem átti sér stað eftir lokun skemmtistaða. „Lög- gæslan gat á þeim tíma verið mikl- um vandkvæðum bundin og krafðist mikillar löggæslu á mestu álagstím- um.“ Sólveig leggur áherslu á að lög- reglumönnum á vakt hafi hins vegar ekki fækkað í borginni. „Tilkoma breytts afgreiðslutíma og löggæslu- myndavéla hefur gert lögreglunni kleift að skipuleggja sig með öðrum hætti. Hún er nú sveigjanlegri og getur brugðist hraðar og betur við en áður, ekki síst í miðborginni. Staðreyndin er sú að mannafli hefur ekki minnkað, hann er hins vegar ekki jafn bundinn af miðbænum og áður þegar t.d. þurfti að hafa menn á sérstökum póstum til að horfa yfir svæðið og fylgjast með.“ Samkvæmt upplýsingum úr dómsmálaráðuneytinu eru 45–55 menn á vakt til klukkan 5.30 á morgnana um helgar, þegar lögregla í austur- og vesturbæ borgarinnar er talin með, og 30–35 frá 5.30 til 8. Grenndargæsla verði efld „Það er í sjálfu sér fagnaðarefni að áhugi borgaryfirvalda á lög- gæslumálum hafi aukist. Ég tel hins vegar brýnast hvað umdæmið varð- ar, og geri ráð fyrir að borgaryfir- völd taki undir það, að efla grennd- arlöggæslu í hverfum borgarinnar. Þar fer hið raunverulega forvarnar- starf fram í nálægð við fólkið og heimilin. Ég tel að krafa almennings um aukna löggæslu í hverfunum sé eðlileg og sé meira forgangsverkefni en vandamálin sem stafa af drykkju- menningu í miðbænum. Afbrot eiga sér líka stað inni á heimilum og í öðr- um hverfum borgarinnar.“ Sólveig segir að meini borgaryf- irvöld eitthvað með yfirlýsingum sínum um miðborgarvandann væri nærtækast fyrir þau að endurreisa svokallaða Útideild, sem sá um að- stoð og eftirlit í miðbænum að næt- urlagi, sérstaklega gagnvart ungu fólki, og lögð var niður fyrir nokkr- um árum. „Hana mætti endurreisa með breyttu sniði og ég er viss um að ekki stæði á lögreglunni að starfa með slíkum hópi.“ Sólveig segir að nú fari fram könnun á vegum Lögreglustjóra- embættisins í Reykjavík á afstöðu borgarbúa til ýmissa löggæslumála. „Tilgangurinn er m.a. sá að taka til skoðunar skipulag og starfsemi lög- reglunnar til þess að fullnægja betur þörfum borgaranna.“ Dómsmálaráðherra bendir á að hlutfallslega sé lögreglulið álíka fjöl- mennt eða fjölmennara hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, sem þó fáist við erfiðara afbrotaum- hverfi. Þannig sýni OECD-saman- burður frá árinu 1999 að aðeins Sví- ar vörðu stærri hlutdeild af landsframleiðslu til öryggis- og lög- gæslumála en Íslendingar meðal Norðurlandaþjóðanna. Sólveig bendir á að alls renni tæpir 10 millj- arðar króna til löggæslu og annarra öryggismála samkvæmt fjárlögum fyrir þetta ár þegar fangelsis- og dómstólamál eru meðtalin. „Auknar fjárveitingar hafa m.a. verið lagðar til fíkniefnalöggæslunnar sem hefur eflst verulega á undanförnum árum. Nú í vor var m.a. ráðið í fimm nýjar stöður lögreglumanna hjá lögregl- unni í Reykjavík sem ætlað er að ráðast í svokallað götueftirlit. Þar á meðal eftirlit með sölu og meðferð fíkniefna á skemmtistöðum sem mun væntanlega koma að góðum notum fyrir miðborgina,“ segir hún. Sólveig segir að lögreglan í Reykjavík hafi í gegnum tíðina kom- ið með margar gagnlegar tillögur um úrbætur. Hún segir að í kjölfar þjóðhátíðarhelgarinnar hafi m.a. verið ákveðið að koma á tengilið embættisins við miðstöð nýbúa sem Sólveig segist vonast til að verði til bóta fyrir innflytjendur og nýbúa í borginni hvað réttaröryggi varðar. Ekki verða öll vandamál leyst með beitingu lögregluvalds „Lögreglan hefur verið mjög vilj- ug við að vinna með borginni að mörgum verkefnum. En ekki er hægt að segja að borgin hafi tekið tillit til ýmissa ábendinga sem lög- reglan hefur komið með. Núna eru þeir þó búnir að setja skorður á þennan frjálsa afgreiðslutíma tíma- bilsbundið til 1. október og þá verður tilefni til að skoða hvernig það geng- ur eftir.“ „Stundum er kallað eftir sýnilegri löggæslu og það er eðlileg umræða. Við megum hins vegar ekki gleyma því að takmörk hljóta að vera fyrir því hversu áberandi við viljum að löggæslumenn séu, enda ljóst að ekki verða öll þau vandamál, sem spretta upp í mannlegu samfélagi, leyst með beitingu lögregluvalds. Það reyna menn í alræðisríkjum ekki réttarríki.“ um hugsanlegan flutning löggæslu til sveitarstjórna lan ekki rót arvandans Morgunblaðið/Ásdís lan myndi ekki eflast yrði málaflokkurinn fluttur í samtali við Nínu Björk Jónsdóttur, að um of sé u um málefni miðborgarinnar og spyr hvort borg- arpa ábyrgðinni á vandanum yfir á aðra. ninabjork@mbl.is ni í haust. ð til skoð- gismála að á reynslu r fengist. fé til að un á ýms- u lúta. Ég ð nefndin a þetta at- um, þann- að lagður mtíðarfyr- vinnu, en ð segja til um hvaða ákvarðanir verða teknar í framhaldinu,“ segir Sólveig. Hún segist vænta þess að nefnd- in hraði störfum sínum eftir föng- um. „Það eru mjög strangar reglur sem gilda um flutning hættulegra efna nú þegar. Ég tel að við þurfum að skoða þessi mál mjög vandlega, þetta er alvarlegt mál og skiptir miklu máli fyrir umferðaröryggi,“ segir Sólveig. Flutningur á hættulegum farmi á borð við bensín er bannaður frá klukkan 10 á föstudagsmorgnum þar til klukkan 24 á sunnudögum allt árið um kring. Það bann er framlengt um verslunarmanna- helgi, páskahelgi og aðra daga þeg- ar búast má við mikilli umferð um göngin. Aðspurð um hvort hún telji að takmarka beri flutning hættulegra efna enn frekar, heimila t.d. flutn- inginn aðeins að næturlagi segir Sólveig best að bíða tillagna nefnd- arinnar og segir að þá verði málið tekið aftur til skoðunar. Hún segir að málið hafi verið rætt á Alþingi og að þverpólitísk samstaða sé um að fyllsta öryggis verði gætt. engunarslysið í Hvalfjarðargöngum ði störfum sínum óms- mynd , for- nar, um rði færð vera at- kki óeðli- iðir sem . Málefni yra undir tilkynn- arna- r í dag tið. Í dag sagði önguráð- ví að na, ásamt strandstöðvaþjónustu út í einu lagi og sagðist hann andvígur hugmynd forstjóra Landhelg- isgæslunnar. „Það liggur fyrir að forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur reif- að hugmynd sem er allrar athygli verð um fyrirkomulag tilkynn- ingaskyldu og eftirlits sem getur haft í för með sér aukna hag- kvæmni og hugsanlega meira ör- yggi. Það er ástæðulaust að slá þá hugmynd af borðinu að svo stöddu án frekari skoðunar,“ segir Sól- veig. Hún segir að þessi mál hafi þegar verið rædd milli ráðuneyta og sagðist vænta þess að þau yrðu rædd enn frekar á næstunni. mynd Haf- s áhugaverð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.