Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐI lesandi, ég verð að segja yður frá atviki sem skeði hér nýlega. Svo er mál með vexti, að ég hef verið á slóðum barna minna um skeið, hér úti á Kyrrahafs- strönd Kanada. Það hafði verið yndislegt veður, sól og meðalhiti í nokkra daga svo maður var í sólskinsskapi. Ég hafði beðið kunningja minn, Kanadamann, daginn áður, að koma og hjálpa mér að grisja eplatrén hér í garðinum og við sátum við eldhús- borðið og fengum okkur svolítinn kaffisopa áður en við byrj- uðum. Þá sagði félagi minn mér að hann hefði verið heima hjá vini sínum fyrr í vikunni og hann hefði rekist á langa og ítarlega heilsíðugrein í aðaldag- blaðinu hér, um Ísland og hefði þá minnst þess að ég væri Íslendingur, og hreykinn af því. Ég lifnaði allur við og spurði hann af hverju hann hefði ekki komið með greinina til mín en hann sagðist ekk- ert hafa athugað það. En efni grein- arinnar væri honum minnisstætt, því það hefði komið honum ónotalega að óvörum, eftir það sem ég hafði sagt honum upp með mér, um Íslendinga og Ísland. Vinur minn sagði að greinin hefði gengið öll útá það, „að Ísland, nánar tiltekið Reykjavík, væri nú orðin al- þekkt og alræmd fyrir næturlíf, sukk og svínarí“. Mikið hefði verið gert úr því í greininni að Flugleiðir byðu hundódýrar flugferðir frá New York til Íslands í stuttar sukkferðir, „fyrir allskonar óþjóðalýð“. Þar væri nóg af ungum ljóshærðum og ódýrum stelp- um, fíknilyfjum og brennivíni, „ægi- lega gaman“. Vinur minn sagði að mjög nákvæmlega hefði verið farið út í þetta og sagt að gleðikonur væru jafnvel fluttar inn til að dansa ber- rassaðar og færu úr landi með fullar hendur fjár, án þess að borga skatta af peningunum, en aftur á móti væru mörlandarnir sjálfir svínskattaðir af allskonar gjöldum. „Ýmis næturbúllunöfn og ég held manna- nöfn komu fram í greininni.“ Ég átti bágt með að trúa þessu en varð samt að gera það, því maðurinn var grafal- varlegur og þótti þetta furðulegt og lágkúru- legt. Það er óþarfi að skýra út fyrir lesanda hvernig mér varð inn- anbrjósts, en vonbrigð- in runnu ekki af mér allan þann leiðindadag og satt að segja, hef ég ekki enn náð mér. Svart ský dró fyrir sól og ánægju dagsins. Ég spyr þá sem fara með stjórn höfuðborgar Íslands, Reykjavík, og ráðamenn Flugleiða sem hagnast á þessum óþverra, ósóma og svívirðingu gagnvart þjóð vorri, hvort þið kunnið ekki að skammast ykkar og ég persónulega votta efa um að þið séuð starfi ykkar vaxin. Er allt að fara úr böndum og ganga af göflunum á okkar ástkæra föður- landi? Eru þeir menn sem falið er að fara með stjórnvöld landsins ekki manneskjur til þess? Er verið mark- visst að svíkja og gera útaf við þessa litlu merkilegu þjóð sem hefur þrauk- að í gegnum langar, kaldar og ein- mana aldir úti á hjara veraldar, stolt og staðráðin í að halda sóma og þjóð- erni sínu? Ef stjórnmálamennirnir eru ónýtir í starfi sínu, eða eru bein- línis landráðamenn, verður almenn- ingur þá ekki að taka í taumana? Það er sorglegt nú eftir þúsund ára kristni, að þjóð vor svallar í verald- legum allsnægtum vegna verklegs dugnaðar síns eins og hún er fræg fyrir frá fornu fari, en virðist vera að rotna af siðferðislegum vesaldómi og aumingjaskap og virðist ekki einu sinni skynja yfirvofandi tortímingu sína. Það er einnig eins og verið sé með löðurmannlegum hætti að kenna henni að kunna ekki að skammast sín. Að kasta frá sér sómatilfinningunni með þeim rökum að þetta sé ekkert verra en tíðkast erlendis. Ég spyr heilbrigða Íslendinga; hvenær hefur það reynst Íslendingum farsælt að taka sér skepnuskap útlendinga sér til fyrirmyndar? Minnumst áminningarorða alda- mótamannsins og fræðimannsins Jóns Jónssonar Aðils í bók sinni Ís- lenskt þjóðerni: „Á þjóðlegum grund- velli verða Íslendingar að byggja sína framtíðarmenningu, og geri þeir það, þá mun þjóðinni vel borgið. Á þessum grundvelli verða landsins börn að mætast og taka höndum saman til að verja þjóðerni sitt, ekki einungis gegn yfirgnæfandi útlendum áhrifum, heldur einnig gegn sínu eigin tómlæti og hirðuleysi, því þaðan er engu minni hætta búin.“ Höfum í huga að við erum nútíma- aldamótamennirnir og við berum ábyrgð á þjóðerni, menningu, þjóð- frelsi og varðveislu föðurlandsins. Við berum ábyrgð á siðferði og sið- ferðiskennd þjóðarinnar, því á því byggist andleg heilsa og sómi hennar. Hlutverk þjóðkirkjunnar, ef hún er enn við lýði, er ekki lítið í þessum efn- um. Forustumenn hennar verða að skilja rækilega, að hlutverk hennar er meira og annað en að skíra fólk, gifta það og fylgja því til grafar. Sem ís- lensk stofnun, fjármögnuð af almenn- um skattgreiðendum, er hlutverk hennar ekki síst að varðveita sígilda tilveruhagsmuni íslensku þjóðarinn- ar. Góðir Íslendingar mega ekki hrökkva af hólmi þess stríðs sem Ís- lenska þjóðin á nú í! Látið ekki blekkjast af þeim pen- ingagróða sem almenningi hefur aflast fyrir strit sitt á kostnað fjöl- skyldunnar á síðustu árum, því eins og Gísli Sigurbjörnsson í Ási margoft minnti okkur á er „fröken neyð alltaf á næsta leiti“. Stjórnvöld Íslands, vinsamlegast takið til hendinni og gerið skyldu yð- ar! Siðleysi Er allt að fara úr bönd- unum, spyr Helgi Geirsson, á okkar ást- kæra föðurlandi? Höfundur er rafmagnsráðgjafi. Helgi Geirsson Sukk og svínarí í Reykjavík Tóbaksiðnaðurinn selur vöru sem drepur a.m.k. annan hvern neytanda sem ekki hef- ur styrk til þess að hætta. Iðnaðinum er skiljanlega lífsnauðsyn að sem örust nýliðun verði í hópi reykinga- manna. Allar rannsókn- ir sýna að tiltölulega mjög fáir byrja að reykja eftir 18 ára ald- ur. Það er því hræsni og tilraun til að gefa af sér falska mynd þegar fulltrúar tóbaksiðnað- arins halda því fram að þeir séu hlynntir því að börn og unglingar undir 18 ára byrji ekki að reykja, eins og fulltrúi British American Tobacco Nordic gerði hér í blaðinu fyrir nokkru. Ef enginn undir 18 ára byrjaði að reykja frá og með morgundeginum, myndi tóbaksiðn- aðurinn fara á hausinn innan fárra ára. Svo einfalt er nú það mál. British American Tobacco Nordic lýsir yfir vonbrigðum sínum með nýju tóbaksvarnalögin. Ekki er nema gott um það að segja að tóbaksiðn- aðurinn verði fyrir vonbrigðum með Íslendinga. Það er hinsvegar ótrú- lega bíræfið af fulltrúa British Am- erican Tobacco að saka Alþingi um skynsemisskort. Í yfirlýsingunni seg- ir orðrétt: „Að okkar mati er ákvæði nýju laganna þess efnis að tóbaki skuli „komið þannig fyrir á útsölu- stöðum að það sé ekki sýnilegt við- skiptavinum“ hins vegar ekki skyn- samlegt.“ Þessi afstaða ber vott um hroka og lítilsvirðingu fyrir lýð- ræðinu og stofnunum þess. Flestir hrista þetta þó væntanlega af sér hlæjandi og líta á yf- irlýsinguna sem hrós fyrir Alþingi þegar tillit er tekið til þess úr hvaða herbúðum lúður- inn gellur. Vonandi verður þetta innlegg tóbaksiðnaðarins fyrst og fremst til þess að opna augu fólks enn betur fyrir starfsað- ferðum hans. Afstaða fyrirtækisins ber þó ekki síður vitni um hræðslu, eins og fram kemur í þeirri staðhæfingu að ákvæð- ið um sölu tóbaks „undir borðið“ (eins og það heitir í grein tóbaksfulltrúans) muni „leggja verulegar hömlur á starfsemi tóbaksiðnaðarins“. Það eru þó varla áhrifin á stöðuna á hinum litla markaði hér á landi sem skjóta þeim tóbaksframleiðendum skelk í bringu heldur sú tilhugsun að aðrar þjóðir taki þetta voðalega ákvæði upp eftir okkur Íslendingum. „Ég meinaða“ Sterk rök eru fyrir því að hafa tób- ak ekki til sýnis í búðum. Börnum sem alast upp við það að tóbaki sé stillt upp í verslunum eins og nauð- synjavöru er með því gefið til kynna að tóbak sé e.t.v. ekki eins slæmt og menn vilja vera láta. Þrettán ára strákur í skóla í Reykjavík sagði einu sinni við mig í kennslustund: „Ég meinaða, þetta væri ekki selt hvar sem er ef þetta væri svona hættulegt.“ Því miður varð ég nokkuð oft var við þetta við- horf meðal unglinga þau ár sem ég stundaði tóbaksvarnastarf í skólum. Það sem börnin áttu samt erfiðast með að skilja var hvers vegna ekki væri algerlega bannað að selja tóbak fyrst það væri svona hættulegt, en það er önnur saga. Í sjoppum er tób- ak oft haft í hillum við hliðina á sæl- gæti. Börnin tengja því snemma þetta tvennt saman: Tóbak getur í þeirra augum orðið eins konar nammi fyrir fullorðna, eitthvað sem maður verði að prófa þegar maður telur sig ekki vera barn lengur. Það er mjög mikilvægt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja slíkt. Einfaldasta leiðin væri að banna sölu tóbaks annars staðar en í sérsökum verslunum. Sú leið sem var valin er einskonar málamiðlun: Leyfa áfram sölu tóbaks í almennum verslunum, en láta það ekki blasa þar við sjónum manna. Þeir sem treysta sér ekki til að fara eftir þessari reglu og öðrum sem settar hafa verið um tóbakssölu eiga þann góða kost að taka ekki þátt í að útbreiða lífshættulega vöru. Undir fölsku flaggi Ásgeir R. Helgason Tóbak Afstaða fyrirtækisins, segir Ásgeir R. Helga- son, ber þó ekki síður vitni um hræðslu. Höfundur starfar sem sálfræðingur og faraldsfræðingur í Stokkhólmi. K ristalshöllin var reist í London árið 1851. Þetta var gríðarlega mikið mannvirki úr járni og gleri og endurspeglaði bjart- sýni og uppgang við upphaf iðn- væðingarinnar. Byggingin var sú fyrsta sem að öllu leyti var gerð úr fjöldaframleiddum ein- ingum. Fjögur hundruð tonn af gleri voru notuð í hana og hefur annað eins ekki þekkst síðan. Til merkis um stærð hennar var fjöldi risavax- inna pálma- trjáa í mið- hvelfingunni. Krist- alshöllin var upphaflega byggð í tilefni af geysimikilli iðn- aðarsýningu, þeirri fyrstu sem haldin var af þessari stærð- argráðu. Á sýningunni var fjöldaframleiddum iðnvarningi stillt upp á bak við gler á svip- aðan hátt og nú er gert í búð- argluggum. Kristalshöllin var eins konar frummynd hinna miklu verslunarmiðstöðva seinni tíma en forverar hennar voru yfirbyggðu verslunargöturnar í París og síðar Mílanó, Napolí og London. Fyrstu glerhvolfin í París voru byggð á níunda áratug átjándu aldar og gerbreyttu borgarlífinu. Labbitúrar eða flandur um bæinn og búðaráp urðu nú að daglegri iðju dágóðs hóps borgarbúa sem höfðu fram til þessa þurft að ösla leðju og ryk upp í ökkla á þröngum göt- unum. Í hvolfgöngunum kom saman mikill fjöldi fólks, bæði kvölds og morgna, boðið var upp á skemmtanir og kaffi- drykkju á þar til gerðum stöð- um. Sumir nutu þess að hverfa í fjöldann. Staldrað var við búð- arglugga til að skoða vörurnar, en ekki endilega kaupa. Hér var neytandi nútímans að verða til. Með tilkomu fjölda- framleidds iðnvarnings gerðu verslunareigendur sér grein fyrir því að þeir yrðu að beita nýjum aðferðum við að selja vörurnar sínar. Vara sem var ekki lengur fágæti yrði að verða söluvænleg á einhvern annan hátt. Henni var því stillt út í glugga á áberandi hátt, gjarnan umkringd glitrandi málmum og speglum til þess að tæla augu flandraranna, eins og Baudel- aire kallaði þá. Þess má geta að skáldbróðir Baudelaires, Balzac, talaði einmitt um „flânerie“ sem veislu augans. Notagildi vöru hefur síðan fallið æ meir í skuggann fyrir útliti hennar og ímyndargildi, eins og margoft hefur verið bent á, og flandrari nítjándu aldarinnar orðið að neytanda samtímans sem verð- ur stöðugt viljugri til að greiða fyrir útlit vörunnar og þá ímynd sem hún hefur og ljær honum. Þýski menningarfræðingurinn Walter Benjamin leit á yf- irbyggðu verslunargöturnar í París sem upphaf neytenda- samfélags nútímans meðal ann- ars vegna þess að þar varð „söluvaran“ til. Þarna má raun- ar einnig finna upphaf kitsins sem skilgreint hefur verið sem gervilist eða vondur smekkur en skírskotar kannski ekki síð- ur til gerviþarfa og gerviverald- arinnar sem neytenda- samfélagið hefur skapað, eins og Celeste Olalquiaga bendir á í bók sinni The Artificial King- dom. A Treasury of the Kitsch Experience (1998, hér er stuðst nokkuð við þessa bók), en þess má geta að þýska orðið „kitsch“ er skylt orðum á borð við „ver- kitschen“, sem merkir að gera eitthvað að ómerkilegum hlut, og „kitschen“ sem merkir að safna rusli á götum úti. En hvolfgöngin glötuðu vinsældum sínum í París nokkrum áratug- um eftir að þau höfðu skapað þar andrúm nútímalegs borg- arlífs. Gaslýst og illa loftræst göngin þóttu sóðaleg og hættu- leg heilsunni. Upp úr miðri nít- jándu öldinni leystu því breið- götur á borð við Haussmann og vöruhúsin hvolfgöngin af hólmi í borginni. Kristalshöllin í London var eins konar vöruhús, risavaxið, gert af gleri og gljáandi málm- um, eins og sniðið að nýjum þörfum flandrarans, hins mögu- lega viðskiptavinar. Í öllu sínu hófleysi má segja að Krist- alshöllin hafi markað upphaf neytendasamfélags nútímans. Á sýningunni, sem stóð í þrjú ár, var að finna hvað eina sem hug- urinn girntist og líka ýmislegt sem enginn hafði látið sér detta í hug að væri til, svo sem hníf með 1.851 blaði og hljóðlátu vekjararúmi sem varpaði hinum sofandi fram úr á tilsettum tíma. Kristalshöllin varð að samkomustað unga fólksins og þangað leituðu vel stæðar konur til að drepa tímann jafnt sem fjölskyldufólk í leit að afþrey- ingu. Hún gegndi nákvæmlega sama hlutverki og versl- unarmiðstöðvar nútímans, að því er virðist. En Kristalshöllin stóð ekki lengi, frekar en hvolfgöngin í París. Eftir að sýningunni lauk var hún gerð að eins konar skemmtigarði eða sýningarhöll þar sem tónlistarviðburðir jafnt sem kattasýningar fóru fram. Og þrátt fyrir talsverðar vin- sældir fór reksturinn á hausinn árið 1911. Lengi vel var hún einungis opin á fimmtudags- kvöldum, er flugeldasýningar voru haldnar á hæðinni þar sem hún stóð. En árið 1936 brann hún til kaldra kola eða bráðn- aði, eins og London Times hafði sagt fyrir um 85 árum áður í frétt sem vitnað er til hér að of- an. Og nú, 150 árum eftir að Kristalshöllin reis í London, byggja Íslendingar sína Krist- alshöll í Smáranum, sniðna að þörfum nútímaflandrara, setta gleri og gljáandi málmum og speglum – sannkölluð höll kits- ins á eyjunni bláu og hreinu. Hversu lengi skyldi hún standa? Höll kitsins „Við gerum ráð fyrir að innan fárra mánaða heyri þessi glitrandi höll úr járni og gleri, sem er óvenjulegasta og stórfenglegasta bygging heims, sögunni til rétt eins og íshöll rússnesku keisaraynj- unnar sem bráðnaði í sumarsólinni.“ VIÐHORF Eftir Þröst Helgason trhe@mbl.is London Times, 11. október 1851.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.