Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 7 w w w .d es ig n. is © 20 01 Þú eyðir 1/3 hluta ævinnar í rúminu! Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stellingu sem er. Með öðrum takka færð þú nudd sem þú getur stillt eftir eigin þörfum og látið þreytuna eftir eril dagsins líða úr þér. Með stillanlegu rúmunum frá Betra Bak er allt gert til þess að hjálpa þér að ná hámarks slökun og þannig dýpri og betri svefni. ...gerðu kröfur um heilsu & þægindi 20” THOMSON á betra verði í BT Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 Opið: Mán. - fös kl. 10-18 ÞAÐ ER ALLT BRJÁLAÐ LÖGREGLAN á Patreksfirði hefur lokið rannsókn á því hvort einhvers konar útbúnaði hafi verið komið upp til að freista þess að koma í veg fyrir arnarvarp á þekktum varpstað í Barðastrandarsýslu í apríl sl. Um er að ræða eyju í Breiðafirði sem til- heyrir Reykhólahreppi. Rannsóknargögn málsins hafa verið send til embættis lögreglu- stjórans í Reykjavík sem mun taka ákvörðun um framhald málsins en maðurinn, sem rannsóknin beinist að, á lögheimili í borginni. Truflun á arnarvarpi rannsökuð BRESK hjón sluppu því sem næst ómeidd þegar bílaleigubíll þeirra fór út af Skagavegi við Hafragil í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Sauðárkróki missti öku- maður stjórn á bílnum í lausamöl og hafnaði í skurði fyrir utan veg. Rúð- ur í bílnum brotnuðu og glerbrotum rigndi yfir fólkið sem skarst lítillega. Þau létu það þó ekki á sig fá og að sögn lögreglunnar útveguðu þau sér annan bílaleigubíl og héldu áfram ferðalaginu. Rann í lausa- möl og hafn- aði í skurði ♦ ♦ ♦ UNDARLEGA útlítandi planta fannst í Vestmannaeyjum á dög- unum. Uppi voru ýmsar vanga- veltur um hvaða truflun það væri sem ætti sér stað í vexti hennar. Samkvæmt upplýsingum frá Herði Kristinssyni grasafræðingi telur hann að hér sé um að ræða fyrirbæri sem nefnist „fasciat- ion.“ „Það er nokkuð algeng vaxtartruflun á baldursbrá og stundum öðrum plöntum erlendis. Truflunin er talin stafa af röskun á vaxtarhormónum sem getur haft mismunandi orsakir. Oftast er um að ræða afar breiða flata stöngla og á endum þeirra eru oftast vanskapaðar körfur, mjög aflangar í stað þess að vera kringlóttar. Oftast eru þær þá bæði með hvítum jaðarblómum og gulum pípukrónum í miðju þrátt fyrir vansköpunina. Á myndunum sjást engin hvít jaðarblóm og gæti það stafað af því að körfurnar eru enn ekki út- sprungnar en knappurinn er teygður og lítur út eins og orm- ur,“ sagði Hörður. Morgunblaðið/Sigurgeir Svona lítur venjuleg baldursbrá út. Hins vegar eru þrír blóm- hausar á einum stöngli á þessu blómi sem var að finna á sama stað og hið vanskapaða. Morgunblaðið/Sigurgeir Vanskapaða baldursbráin minnir helst á orm þar sem karfan er mjög af- löng í stað þess að vera kringlótt. Furðu- planta í Eyjum LÖGREGLAN í Kópavogi stöðv- aði síðdegis í gær 17 ára ökumann fyrir ofsaakstur á Suðurlands- vegi. Hann mældist á 170 kíló- metra hraða við Hólmsá skammt frá borgarmörkum Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var mikil umferð um veginn þegar pilturinn var stöðv- aður. Hann hafði haft ökuréttindi í um einn mánuð. Umferðarátak á Suðurlandsvegi Lögreglan í Kópavogi og á Sel- fossi hóf í gær umferðarátak á Suðurlandsvegi. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni verður ávallt a.m.k. ein lögreglubifreið á ferð um veginn. Átakið mun standa til ágúst- loka. Á 170 km hraða í mikilli umferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.