Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                          !  !"!    #  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. TILEFNI þessarar greinar er lausleg þýðing á frétt sem birtist 28. mars sl. á fréttavefnum „World- Catch News Networg“ þar sem vís- að er til ræðu Árna Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Boston. Engir fréttamiðlar hér á landi hafa greint frá ræðunni að undanteknu málgagni smábátaeigenda, Brim- faxa, sem nýlega birti úrdrátt úr ræðu ráðherra undir fyrirsögninni: „Íslendingar stórauka þorskveiðina vegna afburða árangurs af fisk- veiðistjórnun.“ Í greininni segir orðrétt: „Íslendingar sjá nú fram á verulega aukningu í þoskveiðum, vegna eigin aðgerða. Raunar telur Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra, að 38 % aukning í árlegum þorskafla sé ekki aðeins í sjónmáli heldur muni aukingin „haldast var- anlega“ þökk sé fiskveiðistjórn með framseljanlegum veiðiheimildum. Í ár er leyfður hámarksafli í þorski á Íslandsmiðum 220.000 tonn. Mathiesen vill auka kvótann í 350.000 tonn. Ráðherra tilkynnti aukninguna á þriðjudaginn á ráð- stefnunni: „Stjórn á hafinu – reynsla Íslendinga af varanlegri fiskveiðistjórn“, sem haldin var í sambandi við alþjóðlegu sjávarút- vegssýninguna í Boston. Frá l995 hafa Íslendingar stýrt þorskveiðum með framseljanlegum veiðiheimildum, sem takmarka af- raksturinn við 25% af veiðanlegum stofni. Mathiesen segir „... þessa reglu hafa skilað meira af fullorðnum fiski eftir í hafinu til að hrygna og þar af leiðandi vaxi og dafni stofn af ungfiski“. Þannig lýkur tilvísun í ræðu ráðherra. Sé þessi frétt fréttavefsins höfð rétt eftir ráðherranum verður ekki hjá því komist að opinber rannsókn fari fram varðandi upplýsingar ráð- herra um að í sjónmáli sé varanleg aukning á veiðiheimildum á þorski um 38% úr 220.000 tonnum í 350.000 tonn. Þegar þessi ræða var haldin mun svonefndu togararalli hafa ver- ið að ljúka og þá þegar legið fyrir óstaðfestar upplýsingar um að kæmi til enn frekari samdráttar á veiðiheimildum þorsks, sem og reyndin varð því ráðherra hefur nú ákveðið l90.000 tonn fyrir næsta fiskveiðiár. Ég ætla ekki að væna ráðherra um vísvitandi blekkingar á sjávarútvegssýningunni í Boston; ofurtrú hans á fiskveiðistjórnuninni, einkanlega framseljanlegum veiði- heimildum, kann að vera orsaka- valdur þessa frumhlaups. Heiðar- legra hefði verið af ráðherra á umræddri sýningu að viðurkenna að fiskveiðistjórnunin hefði gjörsam- lega mistekist er tekur til vernd- unar þorskveiðistofnsins, þar sem fyrir liggur að þau 17 ár sem fisk- veiðistjórnunin hefur byggst á kvótakerfi hefur mistekist að auka afraksturinn af veiðanlegum stofni, samkvæmt niðurstöðum Hafrann- sóknastofnunar. Þá hefði ráðherra einnig átt að skýra frá þeim helstu ágöllum sem fiskveiðistjórnunin hefur haft í för með sér, eins og gífurlegu brottkasti á fiski og hvers konar braski og sölu aflaheimilda frá minni sjávarbyggð- um, þar sem fólkið er svift lífsbjörg- inni og eignir þess verða verðlausar. Sameign þjóðarinnar er að mestu eign nokkurra stórútgerða, sem nýtur í einu og öllu fyrirgreiðslu rík- isstjónarinnar, sem ber fulla ábyrgð á öllu sukkinu, m.a. sölu á skatt- lausum kvóta fyrir tugmilljarða, sem ýmist eru sendir úr landi eða nýttir til kaupa á fasteignum á Stór- Reykjavíkursvæðinu. LÍ Ú er slæm- ur ráðgjafi en þó enn verri hús- bóndi. KRISTJÁN PÉTURSSON, Löngumýri 57, Garðabæ. Bostonræða Árna Mathiesen Frá Kristjáni Péturssyni: FASTAR eyðsluvenjur eru hættu- legar. Þær sjá um það, að buddan sé ætíð tóm, þegar eitthvað skal veita sér, sem veitir meira en andartaks ánægju. Hvað kostar að reykja pakka af vindlingum á dag? Mér er sagt, að verð eins pakka af 20 vind- lingum sé hátt í fjögur hundruð krón- ur. Hvað gerir þetta á einu ári? Mér reiknast til, að það sé ekki undir hundrað þrjátíu og fimm þúsund krónum. Mikið væri gaman að eiga þetta fé til að gera sér glaðan dag við og við. En því miður er það ekki hægt. Þær föstu eyðsluvenjur, sem viðkomandi hefur tamið sér, koma í veg fyrir það. Hér í Reykjavík er eins og kunn- ugt er fjöldi veitingastaða. Flestar neðstu hæðir húsa í miðbænum eru undirlagðar þessari starfsemi. Undr- ast má, hversu margt fólk venur komur sínar í þessi hús. Trúlega ver þetta fólk mestu af fjármagni sínu í þessa iðju, ef iðju skyldi kalla. Að stunda þetta veitingahúsalíf verður að föstum vana eins og áfengið og tóbakið. Þegar þetta fólk ætlar að stofna heimili og eignast íbúð, er ekki grænn eyrir til að greiða slíkt, því þeir hafa allir fokið út í veður og vind. Fastar eyðsluvenjur eru hættulegar. Ég er ekki að segja, að fólk eigi aldrei að fara á veitingahús og skemmta sér. Það er ágætt að geta veitt sér slíkt öðru hverju, en verði þetta að vana, er það hinn versti pen- ingaþjófur, og ekkert skemmtilegt við það. Ég fæ ekki séð, að frekari umfjöll- un um þessi mál sé nauðsynleg. Nið- urstaða: Föst, vanabundin eyðsla er eyðandi eldur í fjármagni fólks og veldur því, að margir komast aldrei úr kútnum fjárhagslega. Þeir eru fangar eigin ósjálfstæðis til æviloka. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Fastar eyðsluvenjur Frá Auðuni Braga Sveinssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.