Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þær eru bjartar minningarnar um Hjördísi Einarsdótt- ur. Hjördísi kynntist ég á menntaskólaárum mínum, er við Sigga elsta dóttir hennar urð- um óaðskiljanlegar vinkonur. Á þessum tímum umbrota og mótun- ar stóð heimili Hjördísar okkur alltaf opið. Eins og gengur voru að- HJÖRDÍS EINARSDÓTTIR ✝ Hjördís Einars-dóttir, fyrrver- andi deildarstjóri, fæddist í Flatey á Breiðafirði 8. apríl 1923. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 23. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 5. júní. stæður í hópi okkar vinkvennanna mis- jafnar. Okkur sýndi Hjördís áhuga og um- burðalyndi þótt hún lægi ekki á skoðunum sínum. Engin logn- molla var í kringum hana. Mér stendur enn ljóslifandi fyrir sjón- um ein heimsóknin mín í Goðheimana fyr- ir jólin. Jólahrein- gerningin nýyfirstað- in. Hjördís réttir mér krukku með rauðkáli sem hún hafði lagað af sinni miklu snilld. Það sem á eftir fór er frem- ur óljóst, djúpar samræður líklega þar sem leggja þurfti áherslur á með viðeigandi handahreyfingum. Nokkrum mínútum síðar verður mér litið upp. Eldhúsið rauðkáls- rautt – krukkan hafði opnast. Við- brögð Hjördísar voru óvænt – eins og greipt í minninguna- og lýsa henni vel – hún skellihló. Eftir stendur mynd af sterkri konu. Það var hennar háttur að gefa af sér, kímnigáfa hennar, lif- andi áhugi og óbilandi kjarkur voru ómetanlegt veganesti ungri konu á leið út í lífið. Hafðu þökk. Elsku Sigga, Systa, Erla og bræður, mínar innilegustu samúð- arkveðjur, Rósa Steinsdóttir. Elskulegur afi minn, Þórður Gísla- son, nú ertu horfinn á braut til annarra heima og ég á eftir að sakna þín mikið. En ég veit að þú ert kominn á góðan stað og hittir mikið af góðu fólki. Þar á meðal langömmu og langafa. En sem betur fer á ég mikið af góðum minningum um þig. Til dæmis þegar ég var í sveitinni hjá þér og ömmu og fékk að vaka með þér yfir kindunum í sauðburðinum en var alltaf sofnuð áður en þú fórst út eða varð fljótt þreytt og fór inn að sofa. Svo var líka rosa- lega gaman að vera með þér á smíðaverkstæðinu. Þú lánaðir okk- ur krökkunum alltaf trékubba sem þú smíðaðir handa okkur, eða af- ganga af spýtunum sem þú notaðir í gluggana eða það sem þú varst að smíða á þeim tíma, og lánaðir okk- ur svo hamar og nagla og hjálpaðir okkur að smíða eitthvað fallegt. Þú sýndir okkur hvernig ætti að nota áhöldin við smíðarnar. Ég man að ég og Anna systir lékum okkur mikið með trékubbana sem þú smíðaðir og sendir okkur þegar við fluttum úr sveitinni. Við byggðum hús og kastala með brúm og fleira ÞÓRÐUR GÍSLASON ✝ Þórður Gíslasonfæddist 16. júní 1940 í Mýrdal í Kol- beinsstaðahreppi. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 6. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kolbeinsstaðakirkju 14. júlí. og lékum okkur svo með litla karla í þessu með Þórði frænda. Það var alveg ofsalega gaman og öðrum krökkum fannst flott að við áttum svona heimasmíðaða kubba! Ég man að þú varst ofsalega mikið frammi á smíðaverkstæðinu þínu að smíða hurðir og glugga (sem ég skildi alls ekki hvernig þú settir glerið í!) eða eitthvað annað og komst svo inn til ömmu að borða kvöldmat og þegar þú varst búinn að borða fórst þú inn í stofu, kveiktir á sjónvarpinu, lagðist í sófann og sofnaðir! Það fannst mér skrítið, að sofna þegar maður ætlar að fara að horfa á sjónvarpið. Ég man líka að í fyrra þegar langamma dó komu öll börnin þín saman heim til þín og ömmu til að vera við jarðarförina hennar lang- ömmu. Við ákváðum að fara í gönguferð upp í fjall og skoða gömlu rafstöðina. Það er að segja börnin þín öll og ég og Matti. Þú vildir ekki koma með okkur þannig að við lögðum bara af stað. En þeg- ar við vorum komin að rafstöðinni varð okkur litið niður að bænum og sáum þá að einhver var að elta okk- ur og við nánari athugun sáum við að þetta varst þú okkur til mikillar ánægju. Þú komst og sýndir okkur rafstöðina og sagðir okkur hvernig hún virkaði. Það var mjög gaman. Svo fórum við upp fyrir gjána að skoða aurskriðuna sem hafði fallið þar og veltum fyrir okkur breyt- ingunum sem höfðu orðið í gegnum árin. Mér finnst þetta allt hafa breyst frá því að ég var lítil stelpa í sveitinni hjá ömmu og afa. Ég tók þessa gönguferð upp á videotöku- vélina og á eftir að horfa mikið á spóluna því þetta var mjög skemmtileg ganga. Og ég er fegin að þú náðir að horfa á spóluna áður en þú fórst. Það var líka alveg yndisleg stund þegar við komum í heimsókn í sveitina í fyrra og sögðum ykkur frá því að þið væruð að verða langafi og langamma. Þið voruð bæði svo ánægð. Amma táraðist af gleði og þú varst svo stoltur að þú gast ekki beðið með að monta þig við Emil frænda sem stuttu seinna kom í heimsókn. Þú varst svo stolt- ur. Ég er ofsalega fegin að þú náðir að kynnast litla prinsinum. Ég á eftir að segja honum margar góðar sögur af langafa sínum, langafa prakkara! Þú varst einnig oft að semja litlar vísur og kveðast á við annað fólk. Okkur Önnu fannst mjög gaman að fylgjast með þér þegar þú varst að botna vísur sem einhver hafði búið til fyrripart eða búa sjálfur til fyrripart fyrir aðra að botna. Þetta voru oft mjög skondnar vísur. Svo var Anna kom- in í ljóðin líka og búin að skrifa nokkrar ljóðabækur (dagbækur) og ég er mjög stolt af henni því hún gerir mjög góð ljóð. Enda hefur hún þennan hæfileika líka frá þér, elsku afi minn. En nú kveð ég þig í hinnsta sinn, elsku afi minn, og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Ég vona að þú hafir það gott þar sem þú ert nú kominn í faðm mömmu þinnar og pabba. Allir í fjölskyldunni senda þér sínar ástarkveðjur. Þín Kristín Helga. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi 6'    ? 'C" $4 /,3 @,0 6-,    $  <'       =! "  !5!58! 2&   * !  -  * &% H?I"  %   $      $    $     =4 *+/! * - 3 + + ..*!      6  $    ! " !  01 C *7 &% 1  & 1!   1" 3 $ *  4 %    "  *     "$         '    '  2 C 8      AA @,0 6-," '  !   + ' &%  3 &    ! 'C  ' ! ' /0  &% &%F' !  ,@,& ' &%  01? * ! ' ? -' &% 2 / / !   & ' &% **@H! !3    ' ! /  ?  ' &% !   1" 1     $       $   $  $ 2 2 J/F4 /@  6 .AK , @    $ +,    $   :! "  !5!58! * % &% 1  & 1    1!     1" ;  4  $,  %   " * % *     "$ 2 8$ /4  ,0% 99 ?%> 6! " 6 , C &3  ! $! 7   ! #%   6 &% $! 7 $! ! -37* $! ! 6&6 ! 2 ' &% C &3 6 ! 6  -3! &% &- 6 &%  6 !" 9    4     4  %    "  * %*      "$' /   /0  3 &    ! 2-'"% &%    3  &%   1     1 !       1" ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöð- ugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínu- bil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttn- efni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmæl- is- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.