Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÓLVEIG Pétursdóttirdómsmálaráðherra segistekki hafa trú á því að lög-gæsla myndi eflast yrði hún færð til sveitarfélaganna, eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, hefur sagt að komi til greina að skoða. Hún segist ekki hafa heyrt sannfærandi rök fyrir því að það væri heppilegt. „Ég hef ekki trú á því að lögreglan muni eflast við slíkar breytingar, hvorki að hún verði skipulagðari né skilvirkari.“ Í skýrslu sem kom út í síðustu viku um miðborgarvandann svokall- aða er sett fram sú hugmynd að tek- ið verði til athugunar hvort æskilegt sé að flytja staðbundna löggæslu frá ríki til borgar, geti lögreglan ekki veitt þá þjónustu sem borgaryfirvöld telja nauðsynlega til að tryggja ör- yggi borgaranna. „Borgarstjóri tal- ar með nokkru yfirlæti um að taka löggæsluna yfir frá ríkinu. Fyrir nokkrum áratugum var löggæslan reyndar alfarið lögð á herðar ríkis- ins, meðal annars vegna þess að sveitarfélögin þóttu illa ráða við þetta mikla verkefni,“ segir Sólveig. Sólveig bendir á að samkvæmt skoðanakönnun sem Landssamband lögreglumanna lét gera telur meiri- hluti landsmanna löggæsluna betur komna í höndum ríksvaldsins. „Slík- ar breytingar eru ekki heldur á stefnuskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir ráðherra. „Lögreglan er undir einni stjórn og það er ljóst að ekki er heppilegt að búta niður störf lögreglunnar. Það yrði stjórnsýslulega mjög erfitt, verkaskipting óskýr og engin trygg- ing fyrir bættri þjónustu. Jafnframt má nefna að eins og fjárhagsstöðu ýmissa sveitarfélaga er því miður háttað, þar á meðal Reykjavíkur, tel ég langsótt að ætla að fjárveitingar til málaflokksins myndu aukast meira en annars gæti orðið.“ Aðspurð hvort til greina kæmi að borgaryfirvöld gætu ráðið til starfa viðbótarlögreglumenn teldu þau lög- gæslu vera ábótavant innan um- dæmis síns, segist Sólveig ekki telja slíkt heppilegt. Árið 1995 óskuðu borgaryfirvöld eftir viðræðum við dómsmálaráðu- neytið um þessi mál. Þá var því hafn- að og segist Sólveig ekki sjá nein rök fyrir því að það verði skoðað að nýju. „Þetta er spurning um mikinn kostnað, það er nú þegar búið að auka mjög verulega fjárveitingar til löggæslumála og ég tel að lögreglan í Reykjavík standi almennt nokkuð vel að vígi. Lögreglan hefur staðið sig vel en það hafa orðið mjög miklar breytingar á umhverfinu, eins og í miðborginni,“ segir Sólveig og bend- ir á að gríðarleg fjölgun hafi orðið á vínveitingastöðum. „Þessi tilraun með frjálsa afgreiðslutímann er vafalaust athyglisverð tilraun, en ég held að borgaryfirvöld geri rétt í því að setja á hann takmarkanir núna eins og hefur verið gert og skoði hver reynslan verður,“ segir hún. Samstarf í samstarfshópi borgarinnar ekki nógu gott Málefni miðborgarinnar komust í hámæli í kjölfar hátíðahaldanna í kringum 17. júní fyrir réttum mán- uði og var samstarfshópur, sem átti að komast að rótum miðborgarvand- ans, þá skipaður af borgarstjóra. „Það voru raunar ekki borgaryfir- völd sem hófu umræðu um þessi mál, heldur lögreglan í Reykjavík sem vakti athygli á því ástandi sem skap- aðist í kringum hátíðahöldin 17. júní. Þá kallaði ég yfirstjórn hennar á minn fund strax eftir þá helgi. Það var ljóst að gleðskapurinn í miðbæn- um hafði farið úr böndunum. Þessi helgi var hins vegar óvenjuleg þótt ýmis teikn séu á lofti um að alvarlegt ofbeldi sé að aukast að einhverju marki og það er full ástæða til að fylgjast grannt með þessari þróun.“ Sólveig segir að því miður virðist samstarfið ekki hafa verið nógu gott í samstarfshópnum sem borgarstjóri setti á laggirnar. „Lögreglan hefur bent á að umfjöllun í skýrslu hópsins sé einhliða og ófullnægjandi og hefur rökstutt mál sitt vel að undanförnu,“ segir hún. Sólveig segir það rétt sem bent er á í skýrslunni að tilkynning- um til lögreglu vegna ofbeldis hafi fjölgað nokkuð á undanförnum ár- um. „Flestar tilkynningarnar eru vegna minniháttar líkamsmeiðinga og áfloga. Ekki hefur verið stutt nokkrum rökum að skýringanna á þessari þróun sé að finna í skipulagi löggæslunnar. Þó snýst skýrsla þessa hóps fyrst og fremst um þátt lögreglunnar í miðbænum. Þar er jafnvel komið inn á kjaramál lög- reglumanna með nokkrum sérstæð- um hætti og því kemur ekki á óvart að fulltrúar lögreglunnar hafi ekki talið rétt að skrifa undir plaggið.“ Borgaryfirvöld líti í eigin barm Sólveig gagnrýnir að lítið sé hins vegar fjallað um þá þætti miðborg- armála er snúa beint að borgaryf- irvöldum, sem hafi verulegar heim- ildir til að móta skemmtanalífið í miðbænum. „Svo sem með reglum um afgreiðslutíma, útgáfu áfengis- veitingaleyfa og aðhaldi að leyfishöf- um. Spurningin, sem hlýtur að vakna, er hvort borgaryfirvöld reyni nú að varpa ábyrgðinni á þeim vanda sem þau telja að skapist hafi í mið- borginni á aðra,“ segir Sólveig. Hún bendir á að samkvæmt lög- um hafi borgaryfirvöld heimildir til að veita áminningar og svipta veit- ingastaði vínveitingaleyfum nokkuð rúmar. „Borgaryfirvöld geta einnig mótað skipulag miðbæjarins með til- liti til þess hvaða starfsemi eigi að fara þar fram. Sömu skipulagsmögu- leikar hafa verið fyrir hendi hvað varðar nektardansstaði sem borgin hefur ekki nýtt og þeir hafa því safn- ast saman í miðborginni. Við sjáum að önnur sveitarfélög hafa tekið þessi mál öðrum tökum. Jafnframt á borgin möguleika á að setja þessum stöðum reglur með breytingum á lögreglusamþykkt fyrir umdæmið, en mér skilst að það sé nú fyrst kom- ið í umræðu af hennar hálfu. Á und- anförnum árum hafa borgaryfirvöld verið mjög frjálsleg í þessum efnum þannig að vínveitingastöðum hefur fjölgað verulega í miðborginni og af- greiðslutími þeirra er lengri. Í reynd hefur ekki farið mikið fyrir skyn- samlegu aðhaldi borgaryfirvalda og það er ótækt að borgarstjóri kannist ekki við afleiðingar eigin stefnu eða stefnuleysis þegar þær koma fram.“ Aðspurð hvort hún telji að borgin hafi verið of frjálsleg hvað þetta varðar segir Sólveig að það sé ekki hennar hlutverk að svara því. Borg- aryfirvöld taki ákvörðun um það hvernig þau stjórni borginni, hversu margir vínveitingastaðir séu leyfðir og hvernig skipulagi er hátt „Um þessi atriði er hi ekkert fjallað í skýrslunn þau komi ástandinu í m ekki við. Mér finnst að bor að líta í eigin barm.“ Hún bendir á að í höfu nágrannalandanna sé hægt úr löggæslu um helgar, h hins vegar að tvöfalda vak Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra u Löggæsl miðbæja Dómsmálaráðherra telur að löggæsl yfir til sveitarfélaganna. Hún segir, einblínt á hlut löggæslu í nýrri skýrslu aryfirvöld séu að reyna að va SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- málaráðherra lítur mengunarslys- ið sem varð í Hvalfjarðargöngun- um á föstudag, þegar bensín lak úr tankbíl, alvarlegum augum. Hún segir að henni finnist ástæða til að nefnd, sem hefur búnað ökutækja sem flytja hættulegan farm til um- fjöllunar, hraði störfum sínum. Sól- veig skipaði nefndina í kjölfar þingsályktunartillögu sem Guðjón Guðmundsson þingmaður flutti og var samþykkt síðasta vor á Alþingi. Sólveig segir að nefndin hafi unnið mikið og gott starf og að til- lagna sé að vænta frá henn „Nefndin hefur m.a. tekið unar fyrirkomulag örygg þessu leyti erlendis og þ sem annars staðar hefur Vegagerðin hefur veitt gera verkfræðilega skoðu um þáttum sem að þessu geri einnig ráð fyrir að muni skoða gaumgæfilega vik í Hvalfjarðargöngunu ig að ég bind vonir við a verði grundvöllur að fram irkomulagi með þessari v auðvitað er of snemmt að Dómsmálaráðherra um m Nefndin hra SÓLVEIG Pétursdóttir dó málaráðherra segir hugm Hafsteins Hafsteinssonar stjóra Landhelgisgæslunn að tilkynningaskyldan ver til Landhelgisgæslunnar, hyglisverða. Hún segir ek legt að rætt sé um þær lei tryggi öryggi sjófarenda. Landhelgisgæslunnar hey dómsmálaráðuneytið, en t ingaskyldan, sem Slysava félagið Landsbjörg sinnir undir samgönguráðuneyt Morgunblaðinu á laugard Sturla Böðvarsson samgö herra að stefnt væri að þv bjóða tilkynningaskyldun Hugm steins BYGGINGARNEFND ÞJÓÐLEIKHÚSS Þær upplýsingar, sem framhafa komið í fjölmiðlumum helgina um málefni byggingarnefndar Þjóðleikhúss- ins og meðferð formanns nefnd- arinnar, Árna Johnsens, alþing- ismanns, á þeim málum, sem að henni snúa hafa áreiðanlega kom- ið flestum á óvart. Eftir þær upplýsingar, sem fram komu í DV sl. föstudag um viðskipti í nafni byggingarnefnd- arinnar við byggingarvöruverzl- un sagði Árni Johnsen í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag: „Ég var ekkert að fela það, að ég leiðrétti það, síðan var þetta leið- rétt gagnvart BYKO og aldrei skráð skuld á Þjóðleikhúsið.“ Í samtali við Ríkisútvarpið sl. sunnudag sagði þingmaðurinn, að kantsteinar, sem teknir höfðu verið út í nafni byggingarnefnd- arinnar hjá BM Vallá væru geymdir á brettum en í gær- morgun upplýsti hann í samtali við Ríkisútvarpið, að hið rétta væri, að hann hefði tekið þá til eigin nota og greiddi jafnframt andvirði þeirra. Það var rétt ákvörðun hjá Árna Johnsen að gera hreint fyrir sín- um dyrum í þessu efni en um leið ljóst, að meðferð hans á þessum málum er óafsakanleg með öllu eins og hann hefur raunar sjálfur viðurkennt opinberlega. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, lýsti því yfir á blaða- mannafundi í gær, að óhjákvæmilegt væri að allt þetta mál yrði rannsakað til hlítar og það væri þingmanninum sjálfum fyrir beztu. Sú rannsókn er hafin, þar sem málið er komið til með- ferðar Ríkisendurskoðunar. Ganga verður út frá því sem vísu, að með þeirri rannsókn verði öll spil lögð á borðið og það liggi ljóst fyrir hvað hefur verið gert og hvað ekki með opinbera fjár- muni, sem byggingarnefnd Þjóð- leikhússins hefur haft til ráðstöf- unar. Jafnhliða því, sem snýr að ráð- stöfunum formanns byggingar- nefndar Þjóðleikhússins, hlýtur sú spurning að vakna, hvernig þetta geti gerzt í því viðamikla eftirlitskerfi, sem er til staðar hjá hinu opinbera. Í nútíma þjóðfélagi er það óvenjulegt að formaður nefndar á vegum opinberra aðila geti starf- að á þann veg, að hann persónu- lega sjái um efnispantanir, sæki viðkomandi efni, kvitti fyrir reikninga o.s.frv. Ætla mætti að það væri á verksviði nefndar á borð við byggingarnefndina, að taka ákvarðanir, sem aðrir aðilar á vegum ríkisins mundu síðan sjá um að framkvæma. Fyrirfram mætti ætla, að eftirlit á vegum opinberra aðila, Framkvæmda- sýslu og Ríkisendurskoðunar eða hugsanlega annarra væri svo virkt, að ráðstafanir sem þessar væru óframkvæmanlegar. Hugsanleg skýring á því, að þessi misbrestur á eftirliti kemur upp er sú, að byggingarnefnd Þjóðleikhússins fær ekki fé á fjárlögum heldur er henni úthlut- að peningum úr svokölluðum end- urbótasjóði menningarbygginga, en sá sjóður er fjármagnaður með tekjum af hinum svonefnda sérstaka eignarskatti. Hver sem skýringin er fer ekki á milli mála, að úr þessu þarf að bæta. Það hlýtur raunar að vera fullkomið álitamál hvort bygging- arnefndir af þessu tagi eigi rétt á sér. Er ekki eðlilegt að þingið veiti fé á fjárlögum til ákveðinna framkvæmda og það sé síðan framkvæmdaaðila á vegum rík- isins, að sjá undantekningarlaust um útboð og fylgjast með fram- kvæmdum þeirra verktaka, sem taka að sér verk á grundvelli út- boðs? Líklegt má telja, að mál þetta verði til þess að þessi málefni verði endurskipulögð frá grunni og þeim komið í þann farveg, sem langflestir hafa áreiðanlega talið, að þau væru fyrir löngu komin í. Árni Johnsen sagði af sér for- mennsku byggingarnefndar Þjóð- leikhússins í gær og axlaði þar með ábyrgð á gerðum sínum, sem formaður nefndarinnar. Á blaðamannafundi forsætis- ráðherra í gær var Davíð Odds- son spurður, hvort hann teldi, að þingmaðurinn ætti að segja af sér þingmennsku. Nú er auðvitað ljóst, að hvorki forsætisráðherra eða t.d. forseti Alþingis geta leyst þingmann frá störfum. Þingmenn eru kjörnir af kjós- endum og sækja umboð til þeirra. Kjósendur geta sagt þingmanni upp störfum með atkvæði sínu. Á þetta benti Davíð Oddsson í svari sínu til blaðamanna en vakti jafnframt athygli á, að samband þingmanns og kjósenda snérist um traust og þingmað- urinn yrði að hugleiða stöðu sína út frá því. Þegar mál þessarar gerðar koma upp í okkar fámenna sam- félagi fá margvíslegar sögusagnir byr undir báða vængi. Lands- menn hafa margfengna reynslu af því, að slíkur söguburður fer aftur og aftur úr böndum. Það er engum til sóma, að láta stjórnast af slíkri sefjun. Árni Johnsen hefur viðurkennt ósannindi vegna viðskipta með kantsteinana. Eftir þær upplýs- ingar, sem fram koma hjá for- stjóra BYKO í Morgunblaðinu í dag kallar frásögn þingmannsins af þeim viðskiptum á frekari skýringar. Meginatriðið er þó, að rann- sókn Ríkisendurskoðunar skýri þetta mál að fullu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.