Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 48
EFTIR nokkra mánuði verða flestar þjóðir heims yfirteknar af álfum, dvergum, drekum, galdra- mönnum og litlum hobbitum. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Ástæðan fyrir „valdatökunni“ er frumsýning fyrstu kvikmyndarinnar af þremur sem gerð er eftir Hringa- dróttinssögu, stórvirki J.R.R. Tolk- iens. Æska allra þjóða á vafalítið eftir að sameinast í ævintýraheimi Tolkiens og áhuginn á fantasíubókmenntum, -tölvuleikjum, -kortaspilum og -kvikmyndum eftir að aukast upp úr öllu valdi. En fyrir þá sem ekki vita er Hringadróttinssaga í raun fram- haldssaga bókarinnar The Hobbit, sem Tolkien gaf út árið 1965. Eins og er eru ekki nein áform um að kvikmynda þá bók en samt hefur hún, af skiljanlegum ástæðum, verið endurútgefin undanfarið í flestum þeim útgáfum sem hún hefur áður birst í. Ein þeirra er myndasaga teiknuð og vatnslituð af David Wen- zel. Í The Hobbit kynnumst við Bilbó Baggins, sem er hobbiti, áður óþekkt kynjavera í bókmenntaheiminum, eins konar sambræðingur dvergs og manns. Hobbitar hafa vaxtarlag manna, nema hvað þeir eru ögn lægri í loftinu en meðaldvergar, eru oftast hrokkinhærðir og verða yf- irleitt frekar gildir um miðbikið. Ímyndið ykkur smækkaðar útgáfur af meðal miðaldra manni, með stóra fætur og afró. Þeir ganga ekki í skóm vegna þess að fætur þeirra eru loðnir og skinnið undir fótum þeirra álíka þykkt og Buffalo-skó- sóli. Þeir vilja hvergi annars staðar vera en í stofunni heima hjá sér með te í bolla, bók í hönd og pípu í munn- vikinu. Veröld Bilbós umturnast þegar galdramaðurinn Gandalfur bankar upp á hjá honum einn daginn og platar hann í leiðangur með 13 dvergum sem ætla sér að endurheimta fjár- sjóð forfeðra sinna úr klón- um á drekanum Smaug. Bilbó er enginn ævintýra- maður, frekar einfaldur og nöldrari mikill. Hann er því óskaplega ólíkleg hetja sem gerir það afar nautnarfullt að fylgjast með ævintýrum hans. Á hinni löngu leið í greni drekans finnur Bilbó hring sem getur gert hann ósýnilegan. Bilbó kemst þó í raun aldrei í snertingu við þá skelfilegu eyðing- arkrafta sem hringurinn geymir. En eftirmálar hringfundarins og þeirra krafta sem hann inniheldur er ein- mitt meginuppistaða Hringadrótt- inssögu, þar sem Bilbó kemur þó að- eins lítillega við sögu. Myndasöguútfærsla Wenzels á þessu margrómaða ævintýri er ágætlega gerð, þrátt fyrir að ég mæli fremur með að fólk lesi bókina. Teikningarnar eru ef til vill aðeins of saklausar og sætar til þess að eldri lesendur geti tengt við þær. Í ofanálag er textinn hugsanlega full- fyrirferðarmikill til þess að yngri lesendur haldi athyglinni við lest- urinn. Forsaga Hringa- drótt- inssögu The Hobbit eftir J.R.R. Tolkien. Teiknuð af David Wenzel, yfirfærð í myndasöguformið af Charles Dix- on og Sean Deming. Útgefin af First Eclipse/Ballatine books árið 1990. Endurútgefin af Del Rey árið 2001. Fæst í myndasöguverslun Nexus og Mál og menningu. biggi@mbl.is MYNDASAGA VIKUNNAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 4507-4500-0030-3021 4543-3700-0015-5815                                  !  "# "$% & '    ()( )$$$ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is  strik.is  KVIKMYNDIR.is 1/2 Hugleikur Sýnd kl. 4 og 6. Vit 236. Sá snjalli er bxunalaus! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 242. Nýi Stíllinn Keisarans Sýnd kl. 4. ísl tal Vit 213 Heilsuviðvörun: Ef þú tekur upp lífshætti Bridget Jones þá gæti það skaðað heilsu þína. Nýjasti rómantíski gamanmyndasmellurinn frá framleiðendum Notting Hill & Four Weddings And A Funeral. Með Renée Zelweger (Jerry Maguire, Nurse Betty), Hugh Grant (Notting Hill, Four Weddings And A Funeral) og Colin Firth (Shakespeare in Love og Fever Pitch). Kemur báðum kynjum í gott skap. Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.10. Vit nr. 250 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 243. Sýnd kl.8.15. Vit 235. B.i. 12. PEARL HARBOR 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu.Sýnd kl. 3.45 og 6. Vit 234  strik.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 249 Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Ghostbusters!  Hausverk.is  Kvikmyndir.com Hann heyrði að það væri villt í LA. hann vissi ekki hversu villt! HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Keanu Reeves og James Spader Hluti myndarinnar var tekinn upp á Íslandi Frábær hasarmynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Stærsta ævintýri sumarsins er hafið TILLSAMMANS betra er að borða grautinn saman en steikina einn Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6. RIEN SUR ROBERT  SV Mbl Vegna fjölda áskorana verður kínverska myndin Vegurinn heim sýnd í nokkra daga Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Kvikmyndir.com  strik.is PLÖTUR Thor’s Hammer, nokkrar smá- og þröngskífur, eru í dag einhvers konar heil- agur kaleikur hjá þeim sem safna sýrurokki sjöunda áratugarins (e. „psychedelic-rock“, stundum kallað „freakbeat“; þekktar sýru- rokksveitir eru t.d. Pink Floyd, Traffic, The Move og The Zombies). Í þeim fræðum er fengurinn því meiri sem plöturnar eru sjald- gæfari og skrýtnari og er óhætt að segja að plötur Thor’s Hammer uppfylli þau skilyrði afar vel; nóg er að líta til nafns sveitarinnar til að sannfærast um það. Talsvert hefur verið skrifað um Thor’s Hammer í erlendum blöðum, mörg þeirra fagblöð fyrir hljómplötusafnara. Í blaðinu Re- cord Collector var t.a.m. minnst á sveitina í umfangsmiklum greinaflokki um sýrurokk og í Mojo, sem er vandað mánaðarrit um dæg- urtónlist og menningu henni tengdri, er smá- skífa með laginu „I Dońt Care“ sett í 24. sæti yfir allra eftirsóttustu sýrurokksmáskíf- urnar. Þar er platan metin á hvorki meira né minna en 120.000 kr.! Svo má líka geta þess að Thor’s Hammer eiga lag á Nuggets II boxinu („My Life“) sem gefið er út af Rhino, en Nuggets safnplöt- urnar eru vel þekkt og virt söfn sem ná yfir allrahanda sýrurokk og stefnur því tengdu. Hérlendis kom út veglegur hljómdiskur fyrir fjórum árum, þar sem safnað var saman efni með Thoŕs Hammer, alls 19 lögum. Það er því gaman frá því að segja að Ace Records, útgáfa sem sérhæfir sig í endurútgáfum, hyggst gefa út geisladisk með Thor’s Hamm- er í haust. Fyrirtækið kemur næst á eftir Rhino að myndugleik, en Rhino er stærsta fyrirtækið í heimi í þessum geira. Metnaður Maðurinn sem vinnur þetta fyrir Ace heitir Alec Palao. Hann hefur verið í góðu sambandi við Rúnar Júlíusson, fyrrum bassaleikara og söngvara í Thor’s Hammer. „Hann hefur tek- ið við mig klukkutíma viðtöl símleiðis,“ segir Rúnar. „Ég hef sent honum myndir og fleira og hann hefur líka verið að leita eftir því hvort það sé til eitthvað efni sem er áður óút- gefið; tónleikaupptökur og slíkt en það var bara ekkert mikið um það á þessum tíma.“ Rúnar bætir því við að á þessari útgáfu Ace verði jafnframt eitthvað um Hljómalög sem sungin eru á íslensku og segir kímileitur í framhaldinu, „Nú virðist vera allt í lagi að syngja á íslensku fyrir hvern sem er!“ og er vísast að vitna í velgengni Sigur Rósar á er- lendri grundu. „Mér finnst mikil upphefð í þessu,“ við- urkennir Rúnar. „Það er gaman að 35 árum síðar sé verið að uppgötva þetta einu sinni enn.“ Þegar Thor’s Hammer plöturnar komu út á sínum tíma (1966- 1967) seldust þær nánast samstundis upp og skýrir það líklega hversu eftirsóttar þær eru í dag. „Þetta var gefið út í kyrrþey og við vorum ekkert erlendis til að fylgja þessu eftir. Það var ekki gert neitt markaðsátak með þetta.“ Hann segir svo sögu af því að eitt sinn hafi komið hingað til lands tveir Svíar á höttunum eftir Thor’s Hammer. „Ég átti nokkur eintök og seldi þeim sitt hvort eintakið á 40 - 50.000 kall, bara af því að mig vantaði pening þann daginn.“ Rúnar segir Alec þennan vinna þetta mjög markvisst og þarna haldi menn á spöðunum. „Hann gefur sér góðan tíma í að gera þetta vel og þetta virðist vera mikið metnaðarmál hjá honum. Þeir gefa þetta ekkert út fyrr en þetta er tilbúið og mér finnst gott að þetta sé unnið á þeim forsendum.“ Að lokum má geta þess að sögusagnir hafa verið á kreiki um að Hljómar hyggist taka upp nýja plötu einhvern tíma á næstunni. Að- spurður sagði Rúnar þau mál einungis vera á viðræðustigi og ekkert sé búið að ákveða með framhald á því. Thor’s Hammer á Ace Records Íslenskt sýrurokk Thor’s Hammer var nafn það sem Hljómar sálugu tóku upp er þeir herjuðu á erlendan markað. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Rúnar Júlíusson um útgáfu á lögum Thor’s Hammer hjá hinu virta end- urútgáfufyrirtæki Ace Records. Thor’s Hammer: (Frá vinstri) Erlingur Björnsson, Pétur Östlund, Gunnar Þórð- arson og Rúnar Júlíusson. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.