Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ástríður Hann-esdóttir fæddist í Reykjavík 6. júní 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni 9. júlí síðastliðins. For- eldrar hennar voru hjónin Hannes Frið- steinsson, fyrrver- andi skipherra, f. 3.1. 1894, d. 27.7. 1977, og Guðrún Hallbjörnsdóttir húsmóðir, f. 3.2. 1896 í Brekku í Tálknafirði, d. 29.7. 1940. Systkini Ástríðar voru: Níels Jón, f. 23.4. 1921, d. 1.11. 1973, Freysteinn Guðmundur, f. 27.12. 1922, d. 12.2. 1944, Björgvin Krist- inn, f. 25.1. 1926, d. 14.6. 1998, og Dóra, f. 14.6. 1929. Ástríður giftist hagfræðingur, f. 22.5. 1975, sam- býliskona hans er Jóhanna Vern- harðsdóttir viðskiptafræðinemi, dóttir þeirra er Bergdís, f. 21.9. 2000; Atli viðskiptafræðinemi, f. 13.6. 1978; og Egill nemi, f. 4.9. 1985. 4) Gunnar Ásbjörn verkfræð- ingur, f. 16.3. 1962. Sambýliskona hans er J. Guðný Káradóttir rekstr- arhagfræðingur. Dóttir þeirra er Ásthildur nemi, f. 10.11. 1984. 5) Hannes bílstjóri, f. 13.3. 1963. Dóttir hans er Ágústa nemi, f. 16.6. 1985. Eiginkona hans er Birna Vilberts- dóttir. Stjúpbörn hans eru Einar Karl, Haukur Freyr og Jóhanna Sif. Ástríður lauk hefðbundnu barna- skólanámi. Hún sótti Húsmæðra- skóla Reykjavíkur og dvaldi síðan um eins árs skeið í Edinborg í Skot- landi. Hjúkrunarnám stundaði hún í tvö ár við Hjúkrunarskóla Íslands. Hún var heimavinnandi húsmóðir lengst af en síðar vann Ástríður við aðhlynningu á Hrafnistu í Reykja- vík þar til hún veiktist vorið 1994. Útför Ástríðar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bjarna Magnússyni fyrrverandi yfirvél- stjóra, f. 5.7. 1926, hinn 23.9. 1954. Börn þeirra eru: 1) Birna þroskaþjálfi, stjúp- dóttir Bjarna, f. 11.8. 1952. Faðir hennar var Birgir Þorvalds- son. Dætur hennar eru Ástríður Dóra Kjartansdóttir, f. 13.6. 1974, sonur hennar er Bjarni Geir, f. 7.2. 1994, og Bergþóra Guðnadóttir nemi, f. 23.10. 1978, sonur hennar er Huginn, f. 18.9. 2000. 2) Gunnar Rúnar, f. 28.8. 1955, d. 16.11. 1960. 3) Dóra kennari, f. 27.5. 1957. Eiginmaður hennar er Gylfi Gunnarsson framkvæmda- stjóri. Synir þeirra eru Bjarni Már Það var fagur morgunn 9. júlí sl. Það ríkti ró og kyrrð yfir öllu og sólin skein. Ástríður Hannesdóttir lést snemma þennan dag á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Hún fékk loks hvíld frá þrautum eftir langa sjúkralegu, en missirinn er engu að síður sár og aldr- ei er hægt að búa sig undir að missa ástvin. Fyrir sjö árum fékk Ástríður alvar- legt heilablóðfall og var henni þá vart hugað líf. En það sýnir best viljastyrk og lífsþrótt þessarar einstöku konu að hún lifði þessi ár rúmföst en ávallt já- kvæð og fylgdist vel með öllu, fjöl- skyldu og þjóðlífinu. Henni var kippt fullfrískri út úr lífinu og átti fjölskyld- an og sérstaklega litlu börnin erfitt með að takast á við breyttar aðstæð- ur. Þau höfðu alla tíð getað leitað til ömmu Ástu sem tók þeim opnum örmum. Það var mikil gæfa að eiga Ástu, eins og ég kallaði hana alltaf, að sem tengdamóður. Hún reyndist mér og okkur einstaklega vel alla tíð. Þegar við Gunnar vorum að byrja búskap og vorum bæði í námi, átti hún það til að koma í heimsókn og hafði með sér innkaupapoka fullan af mat sem hún sagði að hlyti að koma sér vel, sem það svo sannarlega gerði. Ásta lagði sig alla fram um að veita börnum sínum ástríkt uppeldi og nutu barnabörnin jafnframt góðs af ástríki hennar og kærleika. Þegar Ásthildur dóttir okkar fæddist var eftirvæntingin mikil, ekki síst hjá Ástu. Þau Bjarni pössuðu hana oft. Ásthildur hafði unun af að koma til ömmu og afa, fá að róta í skúffum og klæða sig upp í fínu kjólana og skóna hennar ömmu. Varalitur, skart og ilmvatn til- heyrðu líka. Amma var heldur ekki að letja litlu stelpuna sína í að bregða á leik, síður en svo. Það var aðdáun- arvert hve Ásta varðveitti vel leik- gleðina og barnshjartað. Ásthildur minnist þess oft þegar þau pössuðu hana á Bifröst í nokkra daga. Þá dró hún ömmu sína með sér í hjólatúr en Ásta hafði þá ekki stigið á reiðhjól í fjölda ára. Ásta var stöðugt að koma manni á óvart með hæfileikum sínum. Eitt sinn í heimsókn hjá okkar settist hún við píanóið og spilaði af mikilli snilld og söng með. Hún var ekkert að flíka hæfileikum sínum og leyndi svo sann- arlega á sér. Þau Ásta og Bjarni opnuðu heimili sitt fyrir okkur þegar við þurftum samastað um tíma. Þá var litla her- bergið lagt undir litlu fjölskylduna og stjanað við okkur á allan hátt. Ást- hildur tengdist henni sérlega sterk- um böndum á þessum tíma. Ásta bjó til heilu dúkkulísufjölskyldurnar, bíla og annað sem til þurfti til að skapa heila veröld með litlu dömunni. Mikið mæddi oft á Ástu í sambandi við heimilishald og barnauppeldi þar sem Bjarni starfaði á sjó. Systkinin rifja oft upp spaugilega atburði þegar þau reyndu á þolrif móður sinnar sem lét þau þó ekki komast upp með hvað sem er. Heimili þeirra var einstaklega fal- legt. Ásta var mjög smekkleg kona og vildi hafa fallega hluti í kringum sig og var alltaf glæsileg í allri framkomu og fallega klædd. Ávallt þegar við kvöddum hana á tröppunum á Bugðulæknum, sérstak- lega ef við áttum bílferð fyrir höndum upp á Bifröst, fengum við frá henni blessunarorð og bað hún okkur að fara varlega. Það markaði líklega djúp spor í líf hennar að hafa misst son sinn, Gunnar Rúnar, á barnsaldri. Hún vakti yfir börnum sínum og barnabörnum og sá til þess að þau nytu alls þess besta sem hún gat boð- ið. Nú er komið að kveðjustund. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast Ástríði Hannesdóttur, notið kær- leika hennar og umhyggju. Fjölskyld- an stendur eftir með minningar um yndislega eiginkonu, móður og ömmu sem gaf svo mikið. Megi Guð blessa Ástríði og minn- ingu hennar. Guðný Káradóttir. Takk fyrir allt amma Ásta. Mig langar að kveðja tengda- mömmu mína, sem gekk alltaf á mínu heimili undir nafninu amma Ásta, með nokkrum orðum. Ég kynntist Ástu og Bjarna 1974 þegar ég svipti þau „forræði“ yfir dóttur þeirra eða, eins og Ásta sagði alltaf, tók að mér uppeldi hennar og hún á mínu. Ekki var fárast yfir því á Bugðulæknum að við værum of ung eða í ótímabæru sambandi, heldur var ég tekinn inn eins og hver annar heimilismeðlimur og aldrei látinn finna neitt annað. Minnist ég oft þeg- ar við vorum að fara í skólann á morgnana að þá var Ásta alltaf komin á ról og gaf okkur morgunmat, heitt kakó og brauð með smjöri og osti. Ekki gott fyrir línurnar í þá daga en hver hugsaði um það, þetta var svo rosalega gott. En svona minnist ég Ástu. Það voru aldrei nein vandamál í hennar augum, bara verkefni sem þurfti að leysa og þau voru leyst af krafti og strax. Auðvitað hefur hún átt sína slæmu og góðu daga, en í gegnum öll árin man ég ekki eftir að hún hafi skipt skapi eða reiðst illilega, hvorki við mig né neinn annan sem ég veit af. En auðvitað gustaði stundum um og þegar var strunsað um húsið með svuntuslætti, þannig að gluggatjöld bærðust, hélt maður sig til hlés. Svo var það búið og ekki talað um það meir en oft brosað yfir því síðar. Húmorinn hennar var óborganlegur en ekki öllum sýnilegur. Ásta gerði óspart grín að sjálfri sér og gat skotið á sig og sína en alltaf án leiðinda og meiðsla. Svo var hlegið og gantast með það aftur og aftur síðar meir. Hún var bara alltaf til staðar, tilbú- in að hjálpa öllum, hvort sem var með barnabörn, flutninga eða annað. Strákarnir okkar nutu góðs af þessu. Þeir áttu mikið hjá ömmu Ástu eins og öll hin barnabörnin. Þau voru hennar ær og kýr og ekkert var nógu gott fyrir þau og ýmislegt látið eftir þeim, sem var bannað annars staðar. Þannig eiga ömmur líka að vera. Þessi rúmlega sjö ár sem Ásta hef- ur verið rúmliggjandi hafa kennt mér margt. Allir töldu þegar hún veiktist að þetta tæki ekki langan tíma. En kjarkurinn, húmorinn, æðruleysið og lífsviljinn héldu henni gangandi. Aldr- ei minntist hún einu orði á örlög sín að þurfa að liggja svona hjálparlaus. All- an tímann hugsaði hún fram á veginn, hvað hún ætlaði að gera þegar henni batnaði, fylgdist með öllu og öllum, sérstaklega börnunum. Æðruleysið og trúin héldu henni gangandi fram á síðasta dag. Ég gæfi mikið fyrir að eiga brot af þessu æðruleysi og kjarki í mínu lífi. Allan tímann hefur Bjarni staðið og stutt hana í veikindunum, meira en orð fá lýst. Hvern einasta dag í rúm sjö ár hefur hann heimsótt hana og hlúð að henni. Það er ástríkt samband sem fordæmi er að. Ásta mín, ég kveð þig með sorg í huga en gleði í hjarta að þú skulir loksins fá frið. Við höldum húmornum og gleðinni þinni lifandi í hjarta okkar um leið og við kveðjum þig og ég votta okkur að- standendum þínum mína innilegustu samúð. Þinn Gylfi. Elsku amma mín, nú ertu loksins hætt að þjást eftir langa og erfiða baráttu. Ég mun alltaf hugsa til þín og er þér þakklát fyrir stundirnar sem við áttum saman, þú reyndist mér ávallt svo vel. Ég veit að nú líður þér betur. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja. Meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesú, andlátsorðið þitt, í mínu hjarta eg geymi. Sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Ástríður Dóra og Bjarni Geir. Það er svo ótrúlegt að hún amma mín skuli vera farin frá okkur. Þegar ég hugsa um ömmu Ástu kemur helst upp í huga mér hvað hún var góð og blíð við okkur ömmubörnin. Hún bjó til dúkkulísur þegar ég kom í heim- sókn og bjó til heimsins bestu fiski- bollur sem voru ávallt borðaðar með bestu lyst. Hún var alltaf jákvæð og í góðu skapi þrátt fyrir veikindi sín. Ég held að enginn hefði getað tekið jafn vel á veikindunum og amma gerði. Með þessum orðum kveð ég þig elsku amma mín, takk fyrir allar ynd- islegu stundirnar sem ég hef átt með þér og afa. Megi guð vernda þig og styrkja fjölskylduna í þessari miklu sorg. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Ásthildur Gunnarsdóttir. Svefninn langi laðar til sín, lokakafla æviskeiðs, hinsta andardráttinn. Andinn yfirgefur húsið, hefur sig til himna, við hliðið bíður drottinn. Það er sumt sem maður saknar, vöku megin við, leggst út af, á mér slökknar, svíf um önnur svið, í svefnrofunum finn ég, sofa lengur vil. Þegar svefn minn verður eilífur, finn ég aldrei aftur til. (Björn Jörundur og Daníel Ágúst.) Bergþóra og Huginn. Hún Ásta systir mín hefur kvatt hið jarðneska líf. Hún veiktist snögg- lega fyrir rúmum sjö árum og átti sér ekki viðreisnar von hvað heilsu snerti eftir það áfall. Henni var hreinlega kippt úr umferð. Með ótrúlegum sál- arstyrk náði hún smátt og smátt vald yfir hugsunum sínum og því lífi sem hún varð að sættast við þótt aldrei sé hægt að vera sáttur í raun. Hún hélt alla tíð virðuleika sínum og snyrti- mennsku og dáðist maður að þessari konu sem aldrei lét styggðaryrði í ljós við sína nánustu, heldur bað mann að fara varlega í umferðinni og dagleg- um önnum og hugsaði sífellt um vel- ferð eiginmannsins og barnanna sinna. Hún, eins og fleiri sem hafa lent í erfiðum veikindum, sagði oft að sér fyndist staða sín ótrúleg en hún hafði alltaf verið heilsuhraust og mikil atorkukona í öllu sem hún tók sér fyr- ir hendur. Hún systir mín skilur eftir sig mörg spor í huga mínum og fjöl- skyldunnar. Hún átti góða æsku með góðum foreldrum. Fjölskyldan var stór, þrír bræður og tvær systur. Systkinakærleikur er mikilsverður og ekki síst þegar árin líða. Ég þakka henni fyrir allt sem hún var mér þeg- ar við vorum yngri og eins á fullorð- insárum. Ég þakka henni allt okkar góða samband sem við höfum átt, all- ar símahringingarnar, heimsóknirn- ar, allar ferðirnar með börnin í Hljómskálagarðinn á góðviðrisdög- um, bíltúra og svo margt sem við gerðum saman. Ég þakka henni fyrir að hafa verið góð systir og vinkona mín. Hún var einstök á svo marga vísu. Á æskuárum okkar fannst mér enginn eins fallegur, enginn eins skemmtilegur og enginn eins vel til fara og snyrtilegur. Svo átti hún mik- ið af beltum, sem hún notaði við ýmis tækifæri, það virtist allt fara henni vel. Alltaf var hópur af vinum í kring- um hana. Hún var mikill skörungur alla tíð, gerðist ráðskona á heimili okkar aðeins 16 ára, fór í húsmæðra- skóla, lagði stund á hjúkrunarfræði um tveggja ára skeið, vann síðar við aðhlynningu á DAS þar til heilsan brast. Hún systir mín átti mann, hann Bjarna sinn, sem reyndist henni á sinn einstæða hátt alveg sérstakur og á fáa sína líka hvað það varðar. Eftir að hún veiktist fór hann í mörg ár tvisvar á dag í heimsóknir til hennar eða þar til honum var bent á að koma heldur daglega og halda sjálfur heilsu. Ég vil þakka honum þessa um- hyggju, ástúð og tillitssemi sem hann auðsýndi henni systur minni þessa löngu og erfiðu daga. Hún systir mín eignaðist fimm mannvænleg börn og hafa fjögur þeirra komist til manns en Gunnar Rúnar, sonur þeirra, varð al- varlega veikur og var sorgin mikil þegar hann lést rétt rúmlega fimm ára. Þar greri aldrei um heilt. Hún systir mín var mikill fagurkeri, átti fallegt heimili þar sem snyrtimennsk- an var höfð í hávegum en ekki þó svo að börnin mættu ekki ærslast og leika sér að vild. Allt heimilishald lék í höndum hennar, allur heimilisbragur var til fyrirmyndar og börnin nutu alls hins besta, bæði ástúðar og góðr- ar umhyggju. Hún, sjómannskonan, var langtímum saman ein með börnin og heimilið en þegar von var á Bjarna í land var mikið fagnað og lagt kapp á að taka sem best á móti honum. Ég og fjölskylda mín vottum Bjarna, Birnu, Dóru, Gunnari, Hann- esi og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð og kveð ég kæra systur mína með þessu litla ljóði eftir Þór- unni Sig. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Dóra Hannesdóttir og fjöl- skylda. (Didda systir.) Frá því að æskuvinkona mín, Ástríður Hannesdóttir eða Ásta eins og hún var alltaf kölluð, lést í síðustu viku, 74 ára að aldri, hafa ótal minn- ingar leitað á huga minn, enda má segja að við höfum þekkst frá því að við munum fyrst eftir okkur, þar sem mæður okkar voru líka bestu vinkon- ur. Bernskubrekin voru mörg og margvísleg og ég minnist þess m.a. þegar Ásta lá 10 ára með brjóst- himnubólgu á Sjúkrahúsi Hvíta- bandsins, að ég gekk heiman að frá mér á Þórsgötu að Skólavörðustíg í sjúkravitjun með bréf í vasanum, sem ég hafði skrifað henni og hún afhenti mér annað bréf jafnhátíðlega. Þessi bréf – með teikningum hennar og telpulegum trúnaðarmálum – á ég öll enn. Heimsóknir okkar mæðgna á æskuheimili Ástu voru alltaf tilhlökk- unarefni í mínum huga, mest vegna uppátækjaseminnar í Ástu og þeirrar kæti, sem var alla tíð svo ríkur þáttur í hennar fari. Sú yndislega kona, Guð- rún móðir Ástu, var þá ævinlega ÁSTRÍÐUR HANNESDÓTTIR LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 LEGSTEINAR Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.