Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 23 SEINNI Sumartónleikarnir í Skál- holti s.l. laugardag voru í raun fram- hald fyrri tónleikanna þar sem ein- göngu voru flutt tónverk eftir Karólínu Eiríks- dóttur og hófust þeir seinni á tríói sem samið var 1978 meðan Kar- ólína var við nám í tónsmíðum í Bandaríkjunum. Verkið ber yfir- skriftina IVP og er ekki gefin nein skýring í efnis- skrá á þessari skammstöfun. það er samið fyrir flautu (Martial Nardeau), fiðlu (Sig- rún Eðvaldsdóttir) og selló ( Sigurður Bjarki Gunnarsson). Þetta er ekta kammerverk, í fjórum stuttum köfl- um og í þeim anda er var ríkjandi um allt tónferli á tímanum 1970 til 80, vel gert og naut þess ekki síður hversu vel það var leikið. Annað verk tónleikanna heitir Vor- vísa og er samið fyrir sembal. Í um- sögn tónskáldsins um verkið er reynt að gera grein fyrir ferli tónhugmynd- anna en bæði í IVP og Vorvísunni er aðeins sagt það sem á auðvitað við um allar tónsmíðar. Þær byggjast á ein- hverjum tónhugmyndum sem síðan er unnið með á ýmsan máta. Þetta er nánast lögmál, þar sem fengist er við tónferli, hryn og blæbrigði, og að ekki sé talað um ef túlka á einhverjar til- finningar, stemningar eða jafnvel at- ferli og atburði. Tónlist getur staðið ein en einnig átt áhrifamikla samleið með margvíslegu listrænu atferli. Vorvísa gefur hugmynd um að tónmál sembalsins eigi annað hvort að túlka vorstemningar eða að verkið hafi ein- faldlega verið samið að vori til. Helga Ingólfsdóttir lék það á sannfærandi máta en miðað við túlkun hennar á höfundurinn líklega við að verkið sé samið að vori til, enda víða töluvert glaðlegt og var það þannig mótað í ágætum flutningi Helgu. Martial Nardeau er frábær flautu- leikari og flutti næsta verk sem nefn- ist Spor og var samið á síðasta ári. Verkið er í þremur þáttum sem eru hvað snertir blæ og mótun tónhug- mynda sérlega samstætt verk en í byggingu og tónmáli vísar það að nokkru aftur til tímans, sem tengist fyrsta verki tónleikanna, IVP. Hvað um það, þá naut verkið þess hversu vel það var flutt af Martial Nardeau. Sem lokaverk tónleikanna voru flutt brot úr óperuleiknum Maður lifandi, er var samvinnuverkefni Karólínu, Árna Ibsens og Messíönu Tómasdótt- ur, og var þessi sérstæða ópera flutt í Borgarleikhúsinu 1999. Sverrir Guð- jónsson söng tíu stutt atriði úr óper- unni þar sem dauðinn og hinn sak- bitni maður takast á. Maðurinn er störfum hlaðinn og biður um frest. Hann er ósáttur við að deyja. Hann á svo margt eftir að gera og að verða að hverfa frá því öllu er óbærilegt og þá ekki síður að eiga aðeins að deyja, ekki einu sinni hetjudauða. Óperan endar á því að tíminn er kominn og flutt er þökk fyrir lífið og dauðinn tek- ur manninn í fang sér og „Form þessa manns um eilífð moldu orpið“. Siðbót- arefni óperunnar á ekki síður við í dag en siðbótarleikurinn „Everyman“ sem er kveikjan að verkinu og rekur sögu sína aftur til flæmskrar útgáfu 1495 en 1521 er einhver John Skot að fikta við söguna og jafnvel Hugo von Hofmannstahl byggir verk sitt Jeder- mann (1911) á þessari hugmynd. Allt fram á sautjándu öld komu fram sið- bótarverk, eins og t.d óratorían Anima e corpo eftir Cavalieri og óper- an Seelewig eftir Siegmund Staden. Flutningur verksins var sérlega vel af hendi leystur og þá sérstaklega söngur Sverris Guðjónssonar en tengingu þáttanna hefði mátt skerpa með stuttri kynningu á efni óperunn- ar, til að hvert atriði yrði leikrænt ljósara. Aðrir flytjendur hafa fyrr verið nefndir en til viðbótar kom Pét- ur Jónasson gítarleikari. Það sem sér- staklega einkenndi þessa tónleika var afburðagóður flutningur, auk þess sem hér var gefið gott yfirlit yfir kammerverk Karólínu Eiríksdóttur – sem er raunar aðeins einn þáttur at- hafna hennar sem tónskáld því hún hefur skilað drjúgu dagsverki í gerð stærri tónverka, hljómsveitarverka og konserta auk tveggja óperuverka. Það eitt að gera stundardvöl og líta um öxl, hvar vegfarandi hefur merkt sér vörðu, er gott framtak Sumartón- leikanna og þá ekki síður að þá gafst tækifæri til að kynnast töluverðu af verkum Karólínu á nýjan hátt og í frá- bærum flutningi okkar bestu lista- manna. Það var því stór dagur s.l. laugardag á kirkjustað þeim er Ísleif- ur og Gizzur lögðu þjóðinni til sem biskupssetur en þeir voru afkomend- ur Gizzurs hvíta er ásamt Hjalta Skeggjasyni kom íslenskum til kristni. TÓNLIST S k á l h o l t s k i r k j a Flutt voru verk eftir Karólínu Eiríksdóttur. Flytjendur voru Sverrir Guð- jónsson, Martial Nardeau, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Pétur Jónasson og Helga Ingólfsdóttir. Laugardagurinn 14. júlí, 2001. KAMMERTÓNLEIKAR Að skila drjúgu dagsverki Karólína Eiríksdóttir Jón Ásgeirsson Á FYRRI tónleikum Sumartón- leikanna í Skálholti sl. laugardag voru flutt fjögur tónverk eftir Karólínu Ei- ríksdóttur, er spanna tuttugu og eitt ár af starfsævi hennar frá 1980 til dagsins í dag. Fyrsta verk tón- leikanna var gam- all kunningi, In vultu solis (1980), fyrir einleiksfiðlu, sem Sigrún lék af glæsibrag. Annað verkið á efnis- skránni var söng- verk fyrir messó- sópran, óbó og lágfiðlu, sem nefnist Na Ca- renza (1993), við kvæði eftir kven- trúbador frá mið- öldum, og var þetta „frumflutn- ingur“ á Íslandi en það var fyrst flutt í Vínarborg 1995. Flytjendur voru Ásgerður Júníusdóttir, Peter Tompkins og Jónína Auður Hilmars- dóttir. Ljóðið er hugleiðingar kvenna um giftingar og barneignir, sem þeim fannst ekki fýsilegir kostir, sérstak- lega óttuðust þær barneignir. Ásgerður Júníusdóttir söng þessi ljóð stórkostlega vel og naut sín þar sérlega vel glæsileg rödd hennar, við ágætan samleik Peters og Jónínu. Verkið er víða sveigt að tónölum rit- hætti og oft sérlega lagrænt, mjög fast mótað í stíl og nokkuð þétt unnið, svo að ein hlustun dugir vart til að meðtaka það að fullu. Hugleiðing (1996) fyrir einleiks- fiðlu var næsta viðfangsefnið og var undirritaður að heyra verkið í fyrsta sinn. Karólína er gott tónskáld og er þetta fiðluverk þétt unnið og töluvert margbrotið í leikútfærslu tónhug- myndanna, sérstaklega skemmtilegt að gerð og var meistaralega vel flutt af Sigrúnu Eðvaldsdóttur, svo að verkið varð einstaklega lifandi í út- færslu hennar. Lokaverk tónleikanna var frum- flutningur á „staðarverki“ Karólínu og nefnist það Að iðka gott til æru, við texta eftir Hallgrím Pétursson og Jón Þorsteinsson (um 1570–1627), og eru þrjár vísur notaðar úr skilnaðarkvæði er Jón yrkir til sona sinna. Verkið er samið fyrir messósópran, óbó, lág- fiðlu, selló, sembal og kór og er byggt á þremur lögum úr íslenskum hand- ritum. Það hefst á inngangi, sem er einfaldur og miðaldalegur í tónferli, og smám saman vinnur verkið sig í víxlsöng kórradda og kórsins í heild, á móti einsöngsröddinni. Tónmálið spannaði frá einföldu tónferli til þétts tónbálks í samskipan og í þremur síð- ustu vísunum, eftir Jón Þorsteinsson, var einsöngurinn ráðandi með skemmtilegum undirleik hljóðfær- anna. Kórinn gerði sínu ágæt skil, þótt á köflum væri söngur hans ein- um of frekur í hljóman á móti ein- söngsröddinni. Þetta er skemmtilega unnið verk, tónalt og lagrænt á köfl- um og sérlega áhrifamikið þegar sunginn er titiltextinn, Að iðka gott til æru. Ásgerður Júníusdóttir söng með sinni miklu og góðu rödd þetta ágæta verk af miklum myndugleik og þar fer sannarlega efnileg söngkona með sjaldgæfa hljómdjúpa rödd, sem vel má fela erfið viðfangsefni í framtíð- inni. Hljóðfæraleikarar áttu og mik- inn þátt í góðum flutningi og sömu- leiðis Kammerkór Suðurlands, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Aðrir flytjendur voru Peter Tompk- ins, sem átti frábæran leik, tveir efni- legir strengjaleikarar, Jónína Auður Hilmarsdóttir á lágfiðlu og Sigurður Bjarki Gunnarsson, sem bæði léku mjög vel, og stjórnandi Sumartón- leikanna, Helga Ingólfsdóttir, er lék með á sembal. Þetta voru góðir tónleikar þar sem flutningurinn í heild var á köflum af- burða góður og sérstaklega hjá Sig- rúnu Eðvaldsdóttur, en einnig ber að nefna söng Ásgerðar Júníusdóttur, sem kom mjög á óvart. Fyrir und- irritaðan voru þrjú síðari verkin ný- næmi og var Hugleiðing fyrir ein- leiksfiðlu og söngverkið Að iðka gott til æru það sem mestur viðburður var í að heyra, en í heild voru tónleikarnir einstakir fyrir glæsilegan einsöng, frábæran fiðluleik og áhrifamikla tón- list. TÓNLIST S k á l h o l t s k i r k j a Flutt voru verk eftir staðartónskáld Sumartónleikanna, Karólínu Ei- ríksdóttur. Flytjendur voru Sigrún Eðvaldsdóttir, Ásgerður Júníus- dóttir, Peter Tompkins, Jónína Auður Hilmarsdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Helga Ingólfs- dóttir og Kammerkór Suðurlands, undir stjórn Hilmars Arnar Agn- arssonar. Laugardaginn 14. júlí. KAMMERTÓNLEIKAR Áhrifamikil tónlist og flutningur Sigrún Eðvaldsdóttir Ásgerður Júníusdóttir Jón Ásgeirsson TRÍÓ Árna Heiðars leikur nokkra djasshúsganga fyrir gesti Hverfis- barsins, í bílastæðahúsinu á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 22. Með Árna Heiðari píanóleikara spila Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari. Aðgangur er ókeypis. Tríó Árna Heiðars á Hverfisbarnum SÖGURNAR um sænska drenginn Einar Áskel eru litlum lesendum og uppalendum þeirra að góðu kunnar. Í þeirri nýjustu sem nú er komin út á móðurmálinu er þungamiðjan leyni- kofi sem Einar Áskell og vinir hans smíðuðu allir saman uppi í trénu á túninu handan við bílastæðið. Í kof- ann bera þau stiga og svaladrykk og púða til þess að sitja á og tvíbökur. Líka sykurmola og fleira góðgæti í pökkum, kaðal og verkfæri. Það besta af öllu er svo keðjan og hengilásinn sem hægt er að læsa kofanum með til þess að verjast utanaðkomandi ógn- um, svo sem heimsóknum ókunnra krakka. En dag nokkurn tínist lykillinn og gamanið kárnar fyrir Einar Áskel. Getur verið að svikari leynist í vina- hópnum? Söguhetjan Einar Áskell er óðum að komast á fertugsaldur, þótt dreng- urinn í samnefndum bókum eldist ekki um dag. Bækurnar um Einar Ás- kel eru orðnar 19 talsins, eftir því sem næst verður komist, og viðfangsefnið sem fyrr, glíma við daglegan veru- leika. Einar Áskell á sér hliðstæðu í hversdagslegum aðstæðum, sem kannski er ein ástæða þess að hann hittir alltaf í mark, hvort sem er á bók eða leiksviði. Einar Áskell er líka venjulegur strákur. Í nýjustu bókinni er ekki síst fjallað um heiðarleika og traust, sem ætti að vera litlum kollum verðugt umhugsunarefni. BÆKUR B a r n a b ó k eftir Gunillu Bergström. Sigrún Árnadóttir þýddi. 24 bls. Edda - miðlun og útgáfa, 2001. ERTU SVONA EINAR ÁSKELL? Saga um heiðar- leika og traust Helga Einarsdótt ir ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.