Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 15
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 15 Útsala Útsala v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Kringlunni, sími 588 1680 iðunn tískuverslun LIEFSHÁTÍÐ var vel sótt um helgina og er talið að á sjöunda hundrað manns hafi komið hingað strax á laugardaginn og svo voru ein- hverjir sem komu á sunnudag og nutu seinni dags víkingahátíðarinn- ar. Gaman var að fylgjast með víking- um við ýmis störf og leiki. Ratleik- urinn var skemmtilegur og tóku margar fjölskyldur þátt í honum, ungir sem aldnir. Margir tóku þátt í sögugöngu sem farin var með stað- kunnum manni, það var fróðleg og skemmtileg ferð. Gengið var um Haukadalinn og sagðar gamlar sagn- ir og bent á kennileiti. Vinsældir Eiríksstaða miklar Flestir sem fóru á hátíðina, ef ekki allir, komu við á Eiríksstöðum. Þar var hægt að smakka á gömlum ís- lenskum mat, hangikjöti og þess- háttar. Þar voru víkingar með aðset- ur alla helgina og útskýrðu fyrir gestum og gangandi hvernig lífið var í þá daga. Hægt var að prófa sverð og hjálma, leggjast í fletin og upplifa sig sem víkinga. Einnig tóku vík- ingakonur lagið og sungu að gömlum íslenskum sið, meðal annars fimm- undarsöng. Þeir sem sáu um hátíðina eiga lof skilið fyrir gott verk. Gaman verður að koma aftur að ári og vonandi að sem flestir láti leið sína liggja um Dalina á næstu hátíð. Eiríksstaðir verða opnir í allt sumar fyrir þá sem vilja koma og upplifa gömlu tímana. Þetta er einstök og skemmtileg upp- lifun, að geta sett sig í spor Eiríks rauða og hans samferðafólks. Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Keppt var í óhefðbundnu reiptogi á Leifshátíð. Vel sótt Leifshátíð Búðardalur Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdóttir Sænskir víkingar sóttu Haukadalinn heim. SUÐURNES MARGAN manninn rak í rogastans á dögunum þegar þeir sáu kjaftfullt bílastæðið við íþróttahús Grindavík- ur. Þarna voru saman komnir félag- ar í húsbílafélaginu Flökkurum sem eiga sitt heimilisfang á Akureyri þó félagarnir komi víðar að, reyndar öllu landinu en flestir að norðan. „Þetta er svokölluð stóra ferð og að þessu sinni erum við að ferðast um vestanvert og sunnanvert land- ið. Þetta er sérlega líflegur hópur, skemmtilegur félagsskapur og ætli bílarnir séu ekki farnir að nálgast 70 hér í Grindavík“, sagði Sveinn Heiðar Jónsson, formaður Flakk- aranna. Húsbílar Flakkara við íþróttahúsið í Grindavík. Flakkarar á ferð í Grindavík Grindavík Morgunblaðið/Garðar P. Vignisson BÆJARSTJÓRN Grindavíkur bárust sjö umsóknir um starf skólastjóra Tónlistarskóla Grindavíkur. Ráðið verður í starfið á fundi bæjarstjórnar í dag. Menningarfulltrúi gegndi störfum skólastjóra Tónlistar- skólans auk þess að vera kór- stjóri og organisti í Grindavík- urkirkju og gegna öðrum störfum fyrir bæjarfélagið. Eftir að Guðmundur Emilsson lét af störfum menningarfulltrúa í vor var ákveðið að auglýsa starf skólastjóra Tónlistarskólans, ekki stöðu menningarfulltrúa. Þeir sjö sem sóttu um eru Birna Bragadóttir á Kirkjubæj- arklaustri, Esther Helga Guð- mundsdóttir í Grindavík, Eyjólf- ur Ólafsson á Fáskrúðsfirði, Gunnar Kristmannsson, Jóhann Smári Sævarsson, Smári Ólason í Reykjavík og Úlrik Ólason í Kópavogi. Tónlistarskóli Grindavíkur Sjö sækja um skólastjórastarf Grindavík Jón Þórisson verði fjár- málastjóri Grindavík SEX sóttu um starf fjármálastjóra Grindavíkurbæjar. Tillaga um ráðn- ingu Jóns Þórissonar viðskiptafræð- ings verður tekin fyrir á fundi bæj- arstjórnar á morgun. Auk Jóns Þórissonar, sem búsettur er í Grindavík, sóttu um stöðuna Kar- en Sævarsdóttir, Kristófer Tómasson á Selfossi, Lárus Páll Pálsson á Ak- ureyri, Sigrún Jónsdóttir í Reykjavík og Stephen P. Bustos í Grindavík. SÍÐARA námskeiði íþrótta- og leikjaskóla sem Keflavík – íþrótta- og ungmennafélag stendur fyrir í sumar lauk fyrir helgi. Heldur færri komu á námskeiðin í sumar en undanfarin ár. Keflavík – íþrótta- og ungmenna- félag hefur síðastliðin þrjú sumur haldið íþrótta- og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum sex til ellefu ára. Námskeiðin eru haldin sam- kvæmt samningi við Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar. 216 börn tóku þátt í námskeiðunum tveimur sem boðið var upp á og eru það heldur færri þátttakendur en síðustu árin. Árið 2000 tóku 253 börn þátt og enn fleiri árið á und- an. Aðsóknin var langminnst á þann hluta síðara námskeiðsins sem fram fór fyrir hádegi. Einar Haraldsson, formaður félagsins, segir að námskeiðin hafi gengið mjög vel og börnin og for- eldrar þeirra verið ánægð. Hann hefur ekki skýringar á fækkun þátttakenda en telur að aukið framboð á sumarnámskeiðum á vegum bæjarins geti haft áhrif. Foreldrar barnanna komu með þeim á lokadegi námskeiðsins til að skoða verk þeirra. Börnin voru út- skrifuð með formlegum hætti, fengu skírteini, bol og húfu merkta Kela Keflvíkingi, sem er verndari skólans. Þau fengu einnig gjafir frá Vífilfelli hf. og námskeiðinu lauk síðan með pylsuveislu. Nokkrir þátttakendanna í íþrótta- og leikjanámskeiði Keflavíkur gróðursetja grenitré á Vatnsholtssvæði. Minni aðsókn að leikja- námskeiðum Keflavík TVEIR leigubifreiðastjórar stöðvuðu ökumann bifreiðar á Reykjanesbrautinni við Kúa- gerði að morgni sunnudags. Þótti þeim aksturslag hans hættulegt. Lögreglan í Keflavík kom á staðinn og handtók manninn vegna gruns um ölvun við akstur. Alls voru sjö ökumenn á Suð- urnesjum teknir vegna gruns um ölvun við akstur um helgina. Er það óvanalega mikið í um- dæminu, að sögn Karl Her- mannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns. Þar af voru þrír teknir á tæp- um hálftíma, milli klukkan sex og átta að morgni sunnudags. Fyrir utan þann sem leigubíl- stjórarnir kærðu stöðvaði lög- reglan annan ökumann á Reykjanesbraut og hinn í Grindavík. Klukkutíma síðar var ökumaður handtekinn í Keflavík vegna gruns um ölvun. Leigubílstjórar stöðv- uðu ölvaðan ökumann Reykjanesbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.