Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATHYGLI beindist að embættis- færslu Árna Johnsens, sem formanns byggingarnefndar Þjóðleikhússins, fyrir helgi, þegar upplýst var í DV og Ríkisútvarpinu að þingmaðurinn hefði tekið út byggingarefni í bygg- ingavöruverslun BYKO fyrr í mán- uðinum út á viðskiptareikning Þjóð- leikhússins, en sótt vörurnar síðan með vörubíl og merkt upp á nýtt til sendingar til Vestmannaeyja. Alls var um að ræða vörur fyrir rúmlega eina milljón króna, en Jón Helgi Guð- mundsson, forstjóri BYKO, upplýsti Morgunblaðið um það í gær, að Árni hefði endurgreitt kostnað vegna byggingarefnisins og einnig aðra pöntun upp á um 400 þúsund krónur í þessum mánuði, eftir að forráðamenn fyrirtækisins höfðu gert formlega fyrirspurn til Þjóðleikhússins um innkaupin. Jón Helgi segir að Árni hafi á síð- ustu vikum átt tvívegis umtalsverð viðskipti við verslunina fyrir hönd Þjóðleikhússins. Annars vegar í maí, þegar hann hafi keypt vörur fyrir um 400 þúsund krónur, en í seinna skipt- ið fyrr í þessum mánuði með vörur fyrir ríflega eina milljón króna. Í báð- um tilvikum hafi verið keypt út á reikning Þjóðleikhússins, en nokkru síðar hafi Árni haft samband og viljað greiða reikningana í eigin nafni, sem hann og síðan gerði. „Í fyrra tilvikinu, sem var í maí, keypti Árni vörur fyrir um 400 þús- und krónur í nafni Þjóðleikhússins. Nokkru síðar fór hann fram á að við bakfærðum kröfuna, þar sem ekki væri komin nauðsynleg fjárveiting og af þeim sökum gæti hann ekki staðið við þetta. Þar sem varan hafði þegar verið afhent settum við kröfuna inn á s.k. verslunarstjórareikning hjá okk- ur, eða biðreikning, sem er notaður í þeim tilvikum þegar tafir verða á fjárveitingum. Það hefur átt sér stað í mörgum tilfellum með opinbera að- ila og einnig einkafyrirtæki,“ segir Jón Helgi. Hann segir að forráðamenn BYKO hafi ekkert aðhafst frekar í málinu fyrr en í þessum mánuði, að Árni hafi aftur sótt vörur, nú fyrir ríflega eina milljón króna, og keypt á reikning Þjóðleikhússins en endurmerkt á vörubílspalli að fjölda manns ásjá- andi og látið senda heim til sín til Vestmannaeyja. „Þar gekk hann alveg fram af mínu fólki og þannig varð þetta mál til. Eftir sem áður sat úttektin frá í maí áfram inni á biðreikningi í nafni Þjóð- leikhússins. Þegar Árni varð síðan var við að farið var að skipta sér af þessu máli kom hann til okkar og borgaði báða reikningana og bar því við að um misskilning hefði verið að ræða.“ Forstjóri BYKO segir að starfs- fólk verslunarinnar telji ekki að um misskilning hafi verið að ræða. „Ég held að öllum sé ljóst, svona eftir á að hyggja, að svo hafi ekki verið. Enda létu menn vita af þessu. Þeir sem urðu vitni að endurmerkingu send- ingarinnar létu sinn næsta yfirmann vita og í framhaldinu var gerð at- hugasemd við Þjóðleikhúsið. Þar fengust þær upplýsingar að Árni Johnsen hefði fulla heimild til þess að taka út vörur fyrir Þjóðleikhúsið.“ Jón Helgi segist ánægður með ár- vekni starfsmanna sinna og að þeir hafi séð ástæðu til að láta vita af þess- ari óvenjulegu afgreiðslu. Aðspurður hvort BYKO muni endurskoða regl- ur um úttektir í kjölfarið á þessu máli, segir Jón Helgi að það komi vel til greina. „Við byggjum mikið á ströngum úttektarreglum og að kennitala aðila sem tekur út vörur sé ávallt skráð og að heimildir séu til staðar. Það var gert í þessu tilfelli og ég er stoltur af mínu starfsfólki við þessar óvenjulegu aðstæður.“ Þjóðleikhússtjóri sleginn yfir atburðarásinni Stefán Baldursson, Þjóðleikhús- stjóri, sagði við Morgunblaðið að hann væri sleginn yfir atburða- rásinni, en afsögn Árna Johnsens sem formanns byggingarnefndarinn- ar benti til þess að eitthvað ólöglegt gæti verið í embættisfærslum hans. „Árni hefur nú sem formaður nefndarinnar staðfest að hann hafi nýtt vörur í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins til eigin nota og sagt ósatt við fjölmiðla þegar skýringa var leitað. Mér þykir mjög miður hvernig málin hafa þróast,“ sagði Stefán. Hann segir nauðsynlegt að það komi skýrt fram, að öll fjármál bygg- ingarnefndar séu fjármálum Þjóð- leikhússins sem slíks algjörlega óvið- komandi. „Byggingarnefnd er sjálfstæð rekstrareining og fjárfram- lag ríkisins til hennar fer beint til Framkvæmdasýslu ríkisins sem ber stjórnsýslulega ábyrgð og hefur eft- irlitsskyldu með ráðstöfunarfé nefndarinnar,“ segir hann. Þjóðleikhússtjóri segist margoft hafa sem fulltrúi í byggingarnefnd Þjóðleikhússins gert athugasemdir við embættisfærslur Árna sem for- manns. Það hafi Steindór heitinn Guðmundsson, þriðji nefndarmaður- inn, einnig gert margsinnis. „Okkur þótti þetta óþægilega laust í reipunum og augljóst að formsatrið- um væri ekki fylgt, svo sem varðandi útboð. Við fengum hins vegar ávallt þau svör að heimild væri í ráðuneyt- inu og hjá Framkvæmdasýslunni fyr- ir því að sleppa útboðum í þessum til- fellum þar sem umræddir verktakar hefðu sérþekkingu á slíkum fram- kvæmdum,“ segir Stefán. Hann bendir einnig á að Árni hafi sem formaður nefndarinnar verið mjög duglegur. „Hin síðari ár dró úr þessari gagnrýni okkar, einfaldlega vegna þess hversu skilvirkur Árni var í sínum verkum fyrir Þjóðleik- húsið. Við vildum semsé ekki hengja okkur í einhver formsatriði,“ segir hann. Að sögn Stefáns hefur þessi um- ræða eflaust skaðað ímynd Þjóðleik- hússins meðal almennings og því seg- ir hann mjög brýnt að hraða rannsókn málsins svo ekki komi til frekari álitshnekkis. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að hafa sagt ósatt í fjölmiðlum Segir af sér sem formaður bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað í gær að segja af sér sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins, eftir að hann viðurkenndi að hafa sagt ósatt um staðsetningu óðalssteina sem keyptir voru fyrir reikning Þjóðleikhússins en eru nú í garði þingmannsins. Björn Ingi Hrafnsson og Egill Ólafsson fylgdust með atburðarás gærdagsins og greina frá málsatvikum. bingi@mbl.is / egol@mbl.is FORSÆTISRÁÐHERRA var fyrst spurður hver væru viðbrögð hans við atburðarásinni undan- farna daga og framgöngu Árna Johnsen sem formanns bygging- arnefndar Þjóðleikhússins. „Ég held reyndar að störf Árna Johnsen í byggingarnefndinni hafi að mörgu leyti verið til fyrir- myndar. Þar hefur hann sýnt mik- inn dugnað, útsjónarsemi og elju. Það eru bara ekki störfin í bygg- ingarnefndinni sem eru til um- ræðu. Þetta snýst um atburði sem hefur verið upplýst um á síðustu tveimur þremur dögum og þá sér- staklega misvísandi yfirlýsingar hans í fjölmiðlum og í annan stað beinar viðurkenningar á því að honum hafi orðið stórlega á. Um það snýst þetta mál en ekki störf hans sem slík í nefndinni; þar hef- ur hann verið eins og jarðýta og ég veit að fólk þar á bæ [í Þjóð- leikhúsinu] hefur talið þann þátt málsins vera alveg til fyrirmynd- ar. Þarna verður honum hins veg- ar bersýnilega á.“ Situr Árni Johnsen áfram sem þingmaður? „Það er nú þannig eins og þið vitið að það getur enginn mann- legur máttur látið þingmann segja af sér vilji hann það ekki sjálfur. Nema kjósendur hans. Hann á það bara við kjósendur sína. Ég hef talað við Árna, nú áðan í síma, talaði við hann núna rétt áðan, og eingöngu sagt við hann að sam- band þingmanns og kjósenda snýst bara um traust. Hann verð- ur síðan við sína hugsun að eiga í framhaldinu.“ Nú eru fræg ummæli sem þú lést falla árið 1991 í svokölluðu kaffipokamáli sem snerist um op- inbera starfsmenn sem hefðu orð- ið uppvísir að því að stela kaffi- pokum í mötuneyti. Þú sagðir þá að sjálfsögðu rétt að láta þá fara. Á ekki það sama við í þessu til- felli? „Ég held nú reyndar að þú munir ekki ræðuna rétt. Ég held að ég hafi verið að verja það að ekki mætti heldur ganga of hart fram. Ég var að leggja áherslu á að réttlætið væri svolítið mismun- andi. Eins og þið vitið hefur kom- ið fyrir í þinginu að þar hafa menn fengið sér lán innan gæsa- lappa, mörg hundruð þúsund krónur til þess að kaupa sér kjóla og ekki endurgreitt fyrr en upp komst. Í þessu tilfelli Árna John- sen er um að ræða 160 þúsund krónur og ekki endurgreitt fyrr en upp kemst. Í sjálfu sér er það þannig, að minnsta kosti í mínum huga, að sjálf upphæðin getur ekki skipt máli. Það er sem sagt ekki upphæðin sem fer í taug- arnar á mér, hún skiptir í sjálfu sér engu máli, það er verkið sjálft og síðan hvernig um það hefur verið fjallað af hálfu Árna.“ Er það þín skoðun að hann eigi að segja af sér? „Ég orðaði þetta þannig við hann og menn verða að taka því eins og það er – ég ætla ekki að segja meira um það – að samband þingmanns og kjósenda snýst bara um traust. Hann verður að hugleiða sína stöðu út frá því. Það er ekki mitt verkefni að reka hann og ég hef ekki vald til þess. En þingmenn hljóta að skoða sína stöðu út frá þessu.“ En nýtur hann þíns trausts? „Já, hann sem persóna nýtur míns trausts. Ég finn afskaplega mikið til með honum núna. Hon- um hefur orðið á. Mönnum hefur orðið á. Árni er í mínum huga af- skaplega góður drengur og óvenjulegur maður að mörgu leyti. Fer ekki sömu slóð og aðrir og kemur hlutum í framkvæmd sem aðrir gera ekki. Hefur góða persónu og góða áru. Þannig að sem persóna hefur hann mitt traust. En ég er ekki sá sem kaus hann til þingsins.“ Skaðar þetta mál hins vegar ekki þingflokkinn? „Ég veit það nú ekki. Ég held að enginn telji að Árna hafi orðið þetta á í umboði þingflokksins. Það er mannlegur breyskleiki sem þarna verður og maður hlýtur að harma. En eins og ég segi, þetta snýst fyrst og fremst um það af hálfu þingmannsins hvort hann hefur eða getur áunnið sér traust kjósenda sinna. Geti hann það ekki, þá á hann engan grundvöll.“ Hvert er álit þitt á þeirri stjórnsýslu að kjörinn fulltrúi þjóðarinnar fari með prókúrurétt í þessari nefnd. Og hvers vegna var þessi nefnd sérstaklega starf- andi nú þegar endurbótum er að mestu lokið. Hefðu þessir við- haldsþættir ekki einfaldlega getað Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Best fyrir Árna að farið sé ofan í saumana á málinu Morgunblaðið/Billi Davíð Oddsson forsætisráðherra á fréttamannafundi í gær. Samband þingmanns og kjósenda snýst eingöngu um traust, sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæð- isflokksins, sem svaraði spurningum blaðamanna í gær. Hann segir málið allt óskiljanlegt enda hafi hann ekki vitað að byggingarnefnd Þjóðleikhússins væri enn starfandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.