Morgunblaðið - 20.07.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ARMBANDSÚR Hjalta Ástþórs
Sigurðssonar, skipstjóra á Unu í
Garði sem sökk út af Skagafirði að-
faranótt þriðjudags, stöðvaðist um
sex mínútur yfir þrjú. Hjalti sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
úrið hefði líklega laskast þegar hann
barðist við að komast út um glugga á
brúnni í þann mund sem skipið sökk.
Una í Garði fór til rækjuveiða frá
Siglufirði um klukkan átta á mánu-
dagskvöld. Skipverjar höfðu landað
fyrr um daginn eftir fjögurra daga
vel heppnaðan túr. Upphaflega hafði
sú veiðiferð átt að standa í viku og
því var ákveðið að halda aftur að stað
og veiða í tvo daga, m.a. til að rugla
ekki í frídögum skipverja. Veiðar-
færum var kastaði um hálftíu og
trollið snerti botninn um hálftíma
síðar. Skipverjar fóru fljótlega í koj-
ur en sjálfur stóð Hjalti vaktina í
brúnni til klukkan hálftvö um nótt-
ina. Þá leysti Ásgrímur Pálsson
stýrimaður hann af. Ekkert óvana-
legt var þá á ferðum og veður svo
stillt að ekki hvítnaði í báru.
Skolaði upp um stiga
„Síðan veit ég ekki meira fyrr en
hurðinni er sparkað upp hjá mér. Ás-
grímur kemur inn og segir mér að
skipið sé að sökkva. Ég hendist fram
úr kojunni og fram í stýrishúsið,“
sagði Hjalti. Þá hafi hann strax gert
sér grein fyrir því að skipið var
„dautt“, enga hreyfingu hefði verið
hægt að greina á skipinu. Skipið hall-
aði þá nokkuð á stjórnborðshlið og
var talsvert sokkið að aftan.
Hjalti rauk þá aftur í káetu sína og
hugðist klæða sig. Þegar hann var
kominn í buxurnar var skipið komið
á hliðina og hnédjúpt vatn í káetunni.
Í þann mund sem hann brölti út um
dyrnar komu þeir Ásgrímur stýri-
maður, Gunnlaugur, ellefu ára sonur
hans, og Leó Þorsteinsson vélstjóri
fljótandi upp um stigann sem lá nið-
ur í vistarverur skipverja. Öllum
skolaði þeim síðan fram í stýrishús
sem var hálft í kafi. Leó komst út um
dyr á stýrishúsinu en Ásgrímur
klifraði út um glugga á því framan-
verðu. Hjalti rétti síðan Gunnlaug út
um gluggann. Hann sneri sér síðan
við og teygði sig í búnað sem losar
björgunarbáta frá bátnum. Þegar
hann var búinn að því var sjór farinn
að fossa inn um gluggann og brúin í
Unu í Garði komin undir yfirborð
sjávar. „Ég einhvern veginn kemst
út um gluggann og spýtist þarna ein-
hvern veginn upp,“ sagði Hjalti.
Þegar honum skaut upp náði hann
strax taki á öðrum björgunarbátnum
og vó sig upp á hann. Hinir þrír, sem
komust út úr Unu í Garði, voru þá
þar fyrir.
Hjalti segir hræðilegt að hafa
misst tvo unga menn í slysinu, þá
Árna Pétur Ólafsson og Ástmar
Ólafsson. Stýrimanninum hafi tekist
að vekja þá en síðan hafi enginn séð
þá. Hann skilji í raun ekki hvers
vegna hinir fjórir björguðust fremur
en þeir tveir. Um þetta hafi hann og
aðrir sem komust af mikið hugsað og
samúð þeirra sé hjá fjölskyldum
mannanna.
Eiginlega í sama mund og Hjalti
komst í björgunarbátinn reis stefnið
á Unu í Garði upp en báturinn sökk
síðan aðeins örfáa metra frá skip-
brotsmönnunum. Þeir reyndu þá í
ofboði að losa björgunarbátinn úr ör-
yggislínu sem fest var við Unu í
Garði. Þeir höfðu hins vegar engan
hníf og gátu því ekki skorið á línuna.
„Það flæddi yfir bátinn og við fórum í
sjó upp að mitti áður en báturinn
losnaði,“ sagði Hjalti.
Eftir þetta tóku skipbrotsmenn
við að koma sér fyrir í björgunar-
bátnum. Þeir jusu bátinn og þurrk-
uðu og skriðu síðan í álpoka. Þeir
skiptust síðan á að ausa og þurrka
sjó úr botninum á meðan þeir biðu
björgunar. Hann bætir því við að
Gunnlaugur, ellefu ára sonur stýri-
mannsins hafi staðið sig ótrúlega vel
en eins og öðrum skipbrotsmönnum
var honum úthlutað verkefnum í
björgunarbátnum. Hjalti segir að
skipbrotsmennirnir hafi lagt alla
áherslu á að bjarga drengnum. Hann
hafi í raun alltaf verið á lofti og kast-
að á milli manna í hamaganginum.
Vissu ekki hvað
tímanum leið
Þar sem úr Hjalta stöðvaðist í
hamaganginum við að komast út úr
sökkvandi bátnum vissu þeir ekki
hvað tímanum leið. Þegar þeim var
bjargað fimm klukkustundum síðar
héldu þeir að þeir hefðu verið í
björgunarbátnum í þrjár og hálfa
klukkustund. Hjalti segir þetta til
marks um að allir hafi haldið ró sinni.
„Einhvern veginn vorum við alveg
vissir um að við yrðum sóttir. Það
var samt gott að heyra þegar flug-
vélin kom.“ Flugvélin er flugvél
Flugmálastjórnar sem fann björgun-
arbátinn kl. 6:40 á þriðjudagsmorg-
un. Rúmri klukkustund síðar voru
skipbrotsmenn teknir um borð í
Húna HU-62 sem var næsti bátur við
þá. Skipstjórinn á Húna er Ásgeir
Blöndal en þeir Hjalti voru skips-
félagar fyrir 20 árum en höfðu ekki
sést síðan. Stefnan var síðan tekin til
lands og skipbrotsmennirnir komu
til Blönduóss upp úr hálfþrjú á
þriðjudag. Þá voru um tólf klukku-
stundir liðnar frá því Una í Garði
sökk.
Hjalti segir móttökurnar á
Blönduósi hafa verið frábærar og vill
koma á framfæri þökkum til þeirra
sem tóku á móti þeim. Á sjúkrahús-
inu biðu síðan fjölskyldur þeirra eftir
þeim.
Hjalti segist að mestu vera búinn
að jafna sig líkamlega eftir slysið.
Enn eigi hann þó eftir að komast yfir
andlega áfallið. Aðspurður segist
hann ekki hafa gert upp við sig hvort
hann hefji aftur sjómennsku. Þegar
sá tími kemur verði sú ákvörðun tek-
in í samráði við fjölskylduna.
Skipstjóri Unu í Garði lýsir atburðarásinni er skipið sökk út af Skagafirði
Brúin í kafi þegar
skipstjórinn komst út
Morgunblaðið/Þorkell
Hjalti Ástþór Sigurðsson var skipstjóri á Unu í Garði þegar hún fórst aðfaranótt þriðjudags.
FORYSTUMENN stjórnarand-
stöðuflokkanna telja að ákvörðun
Árna Johnsen að segja af sér þing-
mennsku hafi verið rétt, málið sé
sorglegur harmleikur, en fara verði
ofan í saumana á því og m.a. upplýsa
hver beri hina stjórnsýslulegu
ábyrgð.
„Mér finnst þetta sorglegt mál í
alla staði. Þetta er harmsaga,“ segir
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar. ,,Ég tel að Árni
hafi tekið rétta ákvörðun í þessari
stöðu,“ segir hann.
„Það kemur spánskt fyrir sjónir að
þetta skyldi geta gerst,“ segir Össur
ennfremur. „Mér finnst að þarna hafi
verið átakanlegur skortur á eftirliti
og tel að þó að Árni verði auðvitað að
bera ábyrgðina á sínum persónulegu
gjörðum sjálfur, þá verði að kanna
rækilega með hvaða hætti þær kring-
umstæður urðu til sem gátu leitt til
þessa. Hvernig gat það gerst að þing-
maður, hver sem það er, öðlist völd af
þessu tagi? Einhver hlýtur að bera
ábyrgð á því. Hvert var hið stjórn-
sýslulega yfirvald yfir byggingar-
nefndinni? Það hlýtur að bera form-
lega ábyrgð. Þetta held ég að menn
þurfi að brjóta til mergjar til þess að
læra af þessu og koma í veg fyrir að
þetta geti gerst aftur. Eftir því sem
ég best veit höfðu þeir sem voru með
þingmanninum í þessari nefnd komið
athugasemdum á framfæri við það
ráðuneyti sem fer með málefni Þjóð-
leikhússins. Það hefur m.a. komið
fram að framkvæmdastjóri Fram-
kvæmdasýslu ríkisins hafi borið at-
riði, sem honum þóttu umdeild, undir
menntamálaráðuneytið. Ég tel að
það þurfi að brjóta þátt þess til
mergjar. Í sporum menntamálaráð-
herra teldi ég rétt að birta alla minn-
ispunkta ráðuneytisins um þetta til
að hreinsa loftið,“ segir Össur.
Á eftir að draga langan
slóða á eftir sér
,,Það er óskaplega dapurlegt að
horfa upp á þennan mannlega harm-
leik og mig tekur þetta sárt eins og
aðra félaga Árna á þessum vinnustað
[Alþingi]. Ég er búinn að sitja þarna
með honum lengi og það má margt
vel um hann segja þó að þessi ósköp
hafi yfir hann dunið,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri hreyfingarinnar-græns fram-
boðs.
Steingrímur segir að ákvörðun
Árna að segja af sér þingmennsku
hafi verið rétt. ,,Og það var skynsam-
legt að taka hana strax vegna þess að
allt annað hefði bara dregið þetta á
langinn og gert þetta enn verra fyrir
hann og alla aðila.
Eftir stendur auðvitað að það þarf
að upplýsa þessi mál að fullu, ekki
bara það sem að Árna Johnsen snýr,
heldur líka það sem snýr að stjórn-
sýslunni, eftirlitskerfinu, og hinni
pólitísku ábyrgð sem þessum málum
tengist, þ.á.m. og ekki síst ábyrgð
ráðherra viðkomandi málaflokks.
Þetta hlýtur allt að gerast í fram-
haldinu. Út af fyrir sig er úttekt Rík-
isendurskoðunar eðlileg byrjun á því
máli, en ég geri ráð fyrir því að þetta
eigi eftir að draga langan slóða á eftir
sér og eigi, áður en upp er staðið, eft-
ir að verða að miklu máli,“ segir
hann.
Steingrímur segist telja víst að
þetta mál eigi eftir að koma til um-
fjöllunar og umræðu á Alþingi. „Ekki
síst þessir þættir sem snúa að stjórn-
sýslunni, eftirlitinu og hinni pólitísku
ábyrgð. Þar er komið að þætti okkar
stjórnmálamannanna í þessu. Um
hitt sjá aðilar eins og Ríkisendur-
skoðun og þá væntanlega rannsókn-
arlögregla og ákæruvaldið,“ segir
Steingrímur.
Forysta Sjálfstæðisflokks getur
ekki hvítþvegið sig af málinu
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, segir að Árni
hafi ekki átt annarra kosta völ en
segja af sér þingmennsku úr því sem
komið var. ,,Þetta er gróflega dap-
urlegt mál allt saman og skelfilega
ógott í alla staði. En hann hefur vafa-
laust tekið rétta ákvörðun.
Hitt er svo annað mál að það er
mikill misskilningur ef forysta Sjálf-
stæðisflokksins telur sig geta hvít-
þvegið sig af þessu máli. Mennta-
málaráðuneytið hlýtur að bera sína
stjórnsýslulegu ábyrgð og hann
[Árni] er þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins á þingi, þannig að það er að
minnsta kosti sérkennilegur hvít-
þvottur, en það er auðvitað undireins
gripið til þess. Að sjálfsögðu ber
hann ábyrgð á sínum gerðum en allt
er þetta lyginni líkast og óskaplega
sorglegt,“ segir Sverrir.
Forystumenn stjórnarandstöðu um mál Árna Johnsen
Rétt ákvörðun að segja
af sér þingmennsku
SÆMUNDUR HF-85 fékk í gærdag
djúpsprengju um borð með veiðar-
færunum þar sem hann var á veiðum
í Jökuldjúpi, suðvestur af Snæfells-
jökli.
Skipstjórinn tilkynnti Landhelgis-
gæslunni klukkan 16:44 að líklega
hefðu þeir fengið djúpsprengju um
borð. Eftir að sprengjusérfræðingur
Landhelgisgæslunnar hafði rætt við
skipstjórann var ljóst að um djúp-
sprengju var að ræða og jafnvel að
hún væri með kveikibúnað, en svo
reyndist þó ekki vera.
Var bátnum ráðlagt að halda inn
Faxaflóa og um þremur tímum síðar
voru skipverjar á Sæmundi fluttir
yfir í varðskipið og hófu tveir
sprengjusérfræðingar að kanna
sprengjuna.
Mikill gróður var á sprengjunni
þannig að útilokað var fyrir skip-
verja að gera sér grein fyrir því
hvort kveikibúnaður væri á sprengj-
unni.
Skipverjar á Sæmundi voru komn-
ir aftur um borð í bátinn rúmlega
átta.
Fengu djúpsprengju
í veiðarfærin