Morgunblaðið - 20.07.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.07.2001, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 27 YKO, hins oðunar að ða eins og ð fram. var í maí, m 400 þús- ikhússins. m á að við sem ekki járveiting hann ekki aran hafði við kröf- jórareikn- ning, sem þegar taf- Það hefur ellum með inkafyrir- nni að for- rt aðhafst í þessum sótt vörur, króna, og hússins en i að fjölda enda heim fram af þetta mál ektin frá í ngi í nafni Árni varð að skipta n til okkar na og bar hefði verið Morgun- hefði verið hefði ekki bygging- unar aldr- hann hefði ann hefði ðurkenndi blaðið að nana, sem i fyrir, í mennt um r ekki rétt hálfu. Ég og fyrir- gefningar á þessu,“ er haft eftir Árna í blaðinu. Hvar var dúkurinn? Stöðugar fréttir voru í fjölmiðlum af málum Árna Johnsen. DV sagði frá því á þriðjudagsmorgun, að Árni hefði pantað þakrennur frá Vírneti hf. fyrir milligöngu BYKO í nafni byggingarnefndar Þjóðleikhússins og í hádegisfréttum Bylgjunnar og í kvöldfréttum Stöðvar tvö var sagt frá því að Árni hefði keypt og sótt dúk, sem ýmist er nefndur þéttidúk- ur eða tjarnardúkur, í nafni bygg- ingarnefndarinnar í verslunina Garðheima 2. júlí sl. Athyglin beind- ist fljótlega að þessum dúk sem kost- aði 173 þúsund krónur. Í frétt Stöðvar tvö sagði m.a. um þennan dúk. „Annan júlí síðastliðinn sótti Árni Johnsen tvær rúllur af tjarnardúk í verslunina Garðheima en um er að ræða sérstakan gúmmí- dúk sem meðal annars er notaður í að búa til tjarnir og gera við flöt þök sem leka. Eigandi Garðheima segir að dúkurinn hafi kostað 170 þúsund krónur og reikningurinn hafi verið stílaður á byggingarnefnd Þjóðleik- hússins, meðal annars vegna bíla- stæðis og smíðaverkstæðis leikhúss- ins.“ Haft er eftir Gísla Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Garðheima, að í samtali hans við Stefán Baldurs- son þjóðleikhússtjóra fyrr um daginn, hafi komið fram að hann kannaðist ekki við dúkinn. Þegar upplýsingar höfðu komið fram á Bylgjunni um dúkinn óskaði fréttastjóri Morgunblaðsins eftir því við höfund þessarar greinar að hann skrifaði frétt um málið til birtingar daginn eftir. Vegna þess sem síðar gerðist þykir Morgunblaðinu rétt að rekja nokkuð nákvæmlega hvernig staðið var að fréttaöflun við vinnslu frétta um þennan dúk. Morgunblaðið ræddi í upphafi við Gísla Sigurðsson, framkvæmda- stjóra Garðheima, sem staðfesti það sem áður hafði komið fram í frétt Bylgjunnar að Árni Johnsen alþing- ismaður hefði í byrjun þessa mán- aðar keypt þéttidúk í Garðheimum í nafni byggingarnefndar Þjóðleik- hússins. Hann sagði að Árni hefði sjálfur sótt dúkinn og kvaðst að- spurður ekki hafa ástæðu til að ætla annað en að dúkurinn hefði farið til Þjóðleikhússins. Morgunblaðið hringdi því næst í Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóra sem tilkynnti í upphafi samtalsins að þar sem Ríkisendurskoðun hefði hafið rannsókn á störfum bygging- arnefndar Þjóðleikhússins ætti hann erfitt með að tjá sig mikið um málið. Ríkisendurskoðandi hefði mælst til þess að málsaðilar, sem ættu eftir að upplýsa stofnunina um sína hlið málsins, tjáðu sig ekki við fjölmiðla um málið. Stefán kvaðst þó geta staðfest að um það hefði verið rætt að gera við eystri hlið Þjóðleikhúss- ins en lekið hefur inn á smíðaverk- stæði leikhússins frá bílastæði. Um það hefði verið rætt að nota dúk við þessa viðgerð, en það hefði verið gert áður með góðum árangri. Þess- ar framkvæmdir væru hins vegar ekki hafnar og kvaðst Stefán ekki vita hvar þessi dúkur væri niður kominn. Morgunblaðið náði um kvöldmat- arleyti samband við Árna Johnsen sem sagði eins og Stefán að fyrir- hugað væri að fara í þessar viðgerðir og stefnt hefði verið að því að verkið yrði unnið í sumar. Þess vegna hefði dúkurinn verið keyptur, en framkvæmdir hefðu tafist. Árni var spurður hvar dúkinn væri að finna. „Dúkurinn er í Þjóð- leikhúsinu eða í geymslu í húsi úti í bæ. Ég held að húsvörður leikhúss- ins ætti að geta bent á hvar dúkurinn er,“ svaraði Árni. Vegna þessara orða Árna hafði Morgunblaðið, við lokafrágang frétt- arinnar, samband við Rafn Gestsson, húsvörð Þjóðleikhússins, til að freista þess að fá þetta mál á hreint. Samtalið var ekki tekið upp á seg- ulband, en Rafn staðfesti við blaðið að hann vissi hvar dúkinn væri að finna og sagði að hann væri í geymslu á vegum leikhússins. Þegar hann var spurður hvort hann teldi að dúkurinn yrði notaður í viðgerðir á leikhúsinu svaraði hann því til að hann teldi engar líkur á öðru en að það yrði gert. Í lok samtalsins ítrek- aði Rafn aðspurður, að dúkurinn væri ekki hjá Árna. Frétt um dúkinn birtist síðan á blaðsíðu 12 í fyrradag og auk þess birtist tilvísun í fréttina á baksíðu. Fullyrt að fréttin væri röng Morguninn eftir hafði fréttamað- ur Stöðvar tvö samband við Morg- unblaðið, en Stöð tvö og Bylgjan höfðu fyrst greint frá viðskiptum Árna með dúkinn. Hann sagði að þar sem Morgunblaðið hefði með frétt sinni borið brigður á að ásakanir í garð Árna um sviksemi í sambandi við viðskipti hans með dúkinn ættu við rök að styðjast hefði fréttamað- urinn óskað eftir því við þjóðleikhús- stjóra að fá að mynda dúkinn. Þjóð- leikhússtjóri hefði sagt að það væri ekki hægt því að dúkurinn væri hvorki í húsinu né í geymslum á veg- um hússins. Frétt Morgunblaðsins væri því röng. Um sama leyti birtist viðtal við Stefán á fréttavefnum Vísi- .is þar sem hann segir: ,,Ég talaði við húsvörðinn í morgun og hann segir þetta ekki rétt eftir sér haft því hann hafi hvorki fengið né séð þennan dúk og hafi eingöngu orð Árna Johnsen fyrir því að þessi dúkur sé í geymslu úti í bæ. Þannig að það er erfitt fyrir okkur að veita aðgang að dúknum.“ ,,Það er mjög klaufalega frá þessu sagt hjá Morgunblaðinu í morgun því það er haft eftir húsverðinum að dúkurinn sé í vörslu Þjóðleikhússins. Þetta stangast algjörlega á við það sem ég segi í sama blaði. Þetta kem- ur út í Morgunblaðinu eins og hús- vörðurinn viti hvar dúkurinn er og að dúkurinn sé í einhverri geymslu á vegum leikhússins, en það er ekki til- fellið,“ segir þjóðleikhússtjóri. Þarna voru komnar fram ásakanir um rangan fréttaflutning Morgun- blaðsins og leitaðist blaðið strax við að varpa ljósi á málið með því að hafa samband við Rafn Gestsson húsvörð. Hann sagði strax að hann mætti ekki tjá sig um málið við fjölmiðla. Hann hefði fengið ákúrur frá sínum yfir- manni vegna þess sem haft var eftir honum í Morgunblaðinu. Þegar spurt var hvort eitthvað hefði verið rangt haft eftir honum í fréttinni kvaðst hann ekki kannast við að hann hefði sagt að geymslan væri „á vegum leikhússins“. Blaðamaður Morgunblaðsins kvaðst telja að hann hefði sagt þetta en gat ekki sannað það vegna þess að samtalið hafði ekki verið tekið upp á segulband. Rafn tjáði blaðamanni aðspurður að hann vissi hvar dúkurinn væri. Þeg- ar hann var spurður hvort geymslan væri „á vegum Árna“ ítrekaði hann það sem hann hafði áður sagt að hann hefði fengið fyrirmæli um að tjá sig ekki við fjölmiðla. Samtalinu lauk því án þess að ljóst væri hvar dúkinn væri að finna. Þar sem fram hafði komið fyrr um morguninn að Stefán Baldursson gat ekki bent á dúkinn ákvað Morgun- blaðið að hafa samband við Árna Johnsen og kanna hvort hann gæti skýrt þetta mál. Þegar náðist í Árna var honum bent á að fram hefðu komið ásak- anir um að Morgunblað- ið væri með rangan fréttaflutning af máli sem tengdist honum og var hann spurður hvort hann gæti bent á dúkinn. Fram kom í samtal- inu að Morgunblaðinu vildi fá að taka mynd af dúknum þannig að ekkert færi á milli mála. Árni sagði að það ætti að vera hægt og kvaðst hringja aftur fljótlega. Nokkrum mínútum síðar hringdi hann og sagði að Daníel Helgason, sem starfað hefur hjá Forum ehf., rekstraraðila Þjóðleikhúskjallarans, væri tilbúinn að sýna dúkinn. Hann gaf upp símanúmer Daníels og varð að samkomulagi milli blaðamanns Morgunblaðsins og hans að hittast við geymslu Þjóðleikhúskjallarans uppi í Gufunesi kl. 13:30 þar sem dúkinn væri að finna. Blaðamaður og ljósmyndari fóru upp í Gufunes á umsömdum tíma. Daníel opnaði geymsluna og var tek- in mynd af margumræddum dúk. Daníel upplýsti þar að dúkurinn hefði verið þar í 7–10 daga. Hann sagði að hann hefði þurft að rýma dót úr Þjóðleikhúskjallaranum og „...Rabbi [húsvörður Þjóðleikhúss- ins] bað mig að kippa dúknum með.“ Þegar hér var komið sögu lá fyrir að dúkurinn var í geymslu sem tengdist Þjóðleikhúsinu og starfs- maður Þjóðleikhúskjallarans hafði fullyrt að hann hefði verið þar í 7–10 daga. Morgunblaðið taldi því ekki forsendu fyrir því að rengja frásögn Árna Johnsen og birtist frétt og mynd á fréttavefnum mbl.is um mál- ið. Þar sem Rafn Gestsson og Stefán Baldursson vildu ekki veita fjölmiðl- um frekari upplýsingar um málið taldi blaðamaður Morgunblaðsins að yfirlýsingar þeirra mætti skýra með því að Morgunblaðið hefði sagt að dúkurinn væri í geymslu „á vegum leikhússins“, en hið rétta væri að dúkurinn hefði verið í geymslu „á vegum Þjóðleikhúskjallarans.“ Þess má geta að Stefán Baldursson hafði áður lagt áherslu á það við blaða- mann Morgunblaðsins að ekki mætti rugla saman Þjóðleikhúsinu og byggingarnefnd Þjóðleikhússins. Hann hafði m.a. sent athugasemd til blaðsins á þriðjudaginn til að árétta þetta, en í frétt um útgjöld bygging- arnefndar var talað um Þjóðleikhús- ið þegar með réttu var átt við bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins. Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt þar sem annars vegar voru raktar þær upplýsingar, sem blaðið taldi á þeim tíma réttar um dúkinn en hins vegar þau sjónarmið sem Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri hafði lýst í samtölum við útvarps- stöðvar fyrr um daginn. Með þessu vildi blaðið gefa lesendum færi á að lesa orðrétt þá gagnrýni sem fram hafði komið á fréttaflutning blaðsins af dúknum. Árni baðst afsökunar á að hafa veitt rangar upplýsingar Um kl. 9:30 í gærmorgun fékk Morgunblaðið ábendingu um að dúkurinn, sem nú lá í geymslu í Gufunesi, hefði einungis verið þar í tvo daga og að hann hefði fyrr í mán- uðinum verið sendur til Vestmanna- eyja. Morgunblaðið hafði þegar í stað samband við Árna Johnsen til að fá skýringar á þessu. Árni kvaðst í fyrstu ekki kannast við þetta. Þegar á hann var gengið kvaðst hann þurfa að athuga málið, en hringdi nokkru seinna og viðurkenndi að fyrri full- yrðingar hans um dúkinn hefðu ver- ið rangar. Hann hefði sent dúkinn frá Vestmannaeyjum til Reykjavík- ur. Þegar hann var spurður hvaða dag þetta hefði verið svaraði hann að þetta hefði verið sl. þriðjudag. Síð- degis í gær hafði Árni Johnsen svo samband við Morgunblaðið og baðst afsökunar á framferði sínu. Í frétt DV um málið í gær segir: „Þéttidúkur sem Árni Johnsen al- þingismaður keypti í versluninni Garðheimum í byrjun júlí á nafni Þjóðleikhússins var sendur til Vest- mannaeyja þann 11. júlí. Sendandi var Árni Johnsen en að auki sendi hann bretti af húsgögnum og steina- plötu. Dúkurinn, sem valdið hefur miklu uppnámi og deilum, var síðan sendur til baka frá Vestmannaeyjum í fyrra- dag. Það var Flutningaþjónusta Magnúsar sem tók að sér að flytja dúkinn ásamt húsgögn- unum til baka frá Eyj- um. Á vöruflutningamið- stöðinni Flytjanda varð uppi fótur og fit þegar starfsmenn uppgötvuðu að þarna var um að ræða dúkinn sem Morgunblaðið hafði upplýst að sé í geymslu Þjóðleikhússins. “ DV tók viðtal við sendibílstjórann sem flutti dúkinn og staðfesti hann að hann hefði flutt dúkinn í Gufunes sl. þriðjudag. Hann sagði jafnframt að Árni hefði hringt í sig og sagt sér hvert ætti að flytja dúkinn. Daníel Helgason staðfesti síðan með yfirlýsingu til fjölmiðla, sem birt er í heild í Morgunblaðinu, að hann hefði logið að blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins. ndi um dúkinn leiddu m til afsagnar Árna Morgunblaðið/Billi eypti í nafni byggingarnefndar Þjóð- að Árni sagði af sér þingmennsku. m dúkinn sem höfðu að geyma rang- á. Egill Ólafsson rekur fréttaflutn- m mál Árna Johnsen þar sem fram um upplýsingum að fjölmiðlum. Morgunblaðið/Ásdís Dúkarúllurnar sem starfsmaður Þjóðleikhússkjallarans sýndi blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins fyrir orð Árna fóru upphaflega til Vestmannaeyja, en Árni lét senda þær til Reykjavíkur þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um störf hans í byggingarnefnd Þjóðleikhússins. Dúkurinn var tvo daga í Gufunesi Árni bað Daníel að styðja frásögn sína

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.