Morgunblaðið - 20.07.2001, Side 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 31
Elsku afi sting, nú ertu farinn og
þú kemur ekki aftur. Þín verður
sárt saknað en samt ávallt minnst
með bros á vör og gleði í hjarta fyrir
þau ár sem þú kitlaðir mig með
skegginu og leiddir okkur barna-
börnin í kringum jólatréð.
Ég þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast þér.
Þitt barnabarn,
Erla Rún.
Elsku afi, ég mun ávallt muna eft-
ir þér og öllum góðu stundunum
sem ég hef átt með þér og ömmu.
Það verður erfitt að hugsa sér lífið
án þín. Ég sakna þín.
Þitt barnabarn.
Íris Elfa.
Við erum þakklát fyrir þær
stundir sem við áttum með þér og
munum varðveita minningu þína í
huga okkar. Við viljum kveðja þig
með þessari bæn:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Guð geymi þig elsku Árni Már og
langafi,
Jóhanna Ingadóttir
og Lilja Karen.
Starfsmaður minn til áratuga er
fallinn frá ótímabært.
Ótal kærar minningar eru frá
þessum árum í Morgunblaðshúsinu
við Aðalstræti.
Ef ég fer rétt með voru árin yfir
tuttugu sem við áttum saman þar og
þau þakka ég.
Árni var afbragðsstarfsmaður er
treysta mátti í hvívetna og ágætur
fagmaður. Vinsæll var hann hjá
samstarfsmönnum sínum, hnittinn
og skemmtilegur og einnig mesta
ljúfmenni í allri umgengni. Orðvar
var Árni, styggðaryrði til nokkurs
manns voru óþekkt í munni hans.
Hamingja Árna hlýtur að hafa verið
mikil að eignast átta börn með sinni
ágætu konu og koma þeim öllum á
legg.
Minningin um þennan elskulega
dreng mun verða mér björt og fög-
ur, svo og öllum þeim er hann
þekktu.
Ég votta Sigríði Jóhönnu og allri
fjölskyldunni mína dýpstu samúð.
Páll Vígkonarson.
Ég hitti Árna Waage fyrst þegar
ég hóf nám í prentmyndagerð í
Myndamótum hf. í maí 1963. Árni
var þá á þriðja ári í náminu, glaðleg-
ur strákur með ljóst liðað hár. Árni
tók strax að sér að leiðbeina nýja
lærlingnum og ég tók hann mér til
fyrirmyndar því hann var bæði af-
burða duglegur og góður fagmaður.
Fljótlega tókst með okkur þannig
samvinna að við vissum hvaða verk-
færi hinn vantaði í það og það skipt-
ið og hvað átti að gera næst svo orð
voru því óþörf. Ekki það að við töl-
uðum ekki saman því við áttum
svipuð áhugamál og ræddum þau af
miklum áhuga og vorum stundum
galsafengnir svo öðrum þótti nóg
um. Við vorum saman allan daginn
og stundum heldur uppátækjasamir
og því oft uppnefndir Knold og Tott
af starfsfólki í Morgunblaðshúsinu.
Við Maja fórum fljótlega að heim-
sækja Árna og Siggu sem þá áttu
tvær dætur. Með okkur tókst vin-
átta sem í raun aldrei slitnaði. Ferð-
irnar upp í Völvufell voru margar og
alltaf gott að koma til þeirra. Þegar
við fluttum til Akureyrar 1977 áttu
Árni og Sigga sjö dætur og einn son
en við Maja tvær dætur og einn son.
Eftir að við fluttum norður fækkaði
samverustundunum en við Árni
hringdum hvor í annan og vorum
alltaf sömu félagarnir. Árni minn,
það kom mér kannski ekki mjög á
óvart þegar hringt var og sagt að þú
værir dáinn. Þú hafðir barist við
erfið veikindi svo lengi. Áfallið var
samt jafn mikið og erfitt að trúa því
að þú sem varst svo lífsglaður og
áttir svo mikið að gefa værir farinn
til æðri heima. Þín er sárt saknað,
gamli vinur.
Elsku Sigga og fjölskylda, hugur
okkar er hjá ykkur. Við biðjum guð
að vera með ykkur í sorg ykkar og
söknuði.
Ríkarður B. Jónasson og
María Árnadóttir
(Rikki og Maja).
Leiðir okkar Árna Waage lágu
fyrst saman haustið 1972. Ég var þá
nýbyrjaður í starfi organista í
Breiðholtssöfnuði. Þar var engin
kirkja en messað í Breiðholtsskóla
mörg fyrstu árin. Við fyrstu mess-
urnar söng lítill hópur fólks sem
presturinn séra Lárus Halldórsson
þekkti og útvegaði. Fljótlega aug-
lýsti ég eftir fólki í kór og fékk ótrú-
lega góð viðbrögð. Á annan tug gaf
sig fram og varð stofnfélagar Kórs
Breiðholtskirkju.
Í þessum hópi voru tveir ungir og
efnilegir tenórar og var Árni Waage
annar þeirra. Árni var grannur
vexti og léttur á sér. Hann var glað-
legur og mjög áhugasamur. Rödd
hans var björt og skær og var hann
fljótur að læra raddir í nýjum verk-
efnum. Þetta var sérlega góður eig-
inleiki og kom sér vel því á fyrstu
vikunum þurfti kórinn að læra
marga sálma í röddum. Framundan
voru jól og settum við markið á að
læra Hátíðarsöngva séra Bjarna
Þorsteinssonar og flesta jólasálm-
ana í röddum. Þetta tókst enda voru
kórfélagarnir iðnir og mjög áhuga-
samir.
Í öllu þessu brautryðjendastarfi
var gott að hafa bjartsýna og já-
kvæða kórfélaga eins og Árna. Ekk-
ert verkefni óx honum í augum
heldur var unnið markvisst að því
að ná tökum á þeim.
Árni var kosinn í stjórn kórsins
og þegar hún skipti með sér verkum
féll ritarastarfið á hann. Það rækti
hann með stakri prýði og auk þess
að gera fundum kórsins góð skil,
skrifaði hann ferðasögur úr árleg-
um safnaðarferðum Breiðholtssafn-
aðar, sem prestur, kór og safnaðar-
nefnd stóðu að. Yfirleitt
heimsóttum við einhverja kirkju og
önnuðumst messu þar auk þess sem
við skoðuðum landið vort fagra. Á
næsta aðalfundi kórsins las Árni
síðustu fundargerð og bætti ferða-
sögunni við. Hann sá alltaf eitthvað
skemmtilegt og spaugilegt og gaf
okkur hlutdeild í því.
Af þeim karlmönnum sem gengu
til liðs við Kór Breiðholtskirkju
mun Árni hafa enst einna lengst,
starfaði með mér nokkuð á annan
áratug. Hann kom til liðs við kórinn
við nokkur tækifæri eftir að hann
hætti í honum, m.a. við vígslu
Breiðholtskirkju í mars 1988 og
þegar kórinn hélt upp á tuttugu ára
afmæli sitt í nóvember 1992. Það
var mér mikils virði að hafa hann
með við þessi tækifæri, glaðan, já-
kvæðan og uppörvandi eins og æv-
inlega.
Oft vann hann verk fyrir mig og
kórinn sem tengdust fagi hans, en
hann var vandvirkur og góður fag-
maður. Síðast þegar hann kom við
hjá mér vegna slíkrar vinnu var
hann að koma beint frá því að taka á
móti fyrsta langafabarni sínu. Í
sumar hittumst við nokkrum sinn-
um í Breiðholtslaug og ræddum
margt saman, m.a. um að hittast
sem fyrst til að hlusta á óútgefinn
geisladisk með söng Kórs Breið-
holtskirkju. Því miður auðnaðist
okkur ekki að láta verða af því.
Kæra Sigríður, börn og aðrir ást-
vinir Árna. Ég votta ykkur öllum
samúð og bið Guð að styrkja ykkur
og blessa.
Daníel Jónasson.
Þegar dóttir mín hringdi í mig að
kvöldi 6. júlí sl. og tilkynnti mér að
hann Árni samstarfsmaður okkar
væri dáinn, var mér brugðið.
Það að hafa fengið að kynnast
þeim heiðursmanni er mikið lán.
Margt kemur upp í hugann. Fyrstu
samstarfsárin voru kynni mín af
Árna mun minni en þau urðu síðasta
áratuginn. Góða skapið sem hann
Árni átti og létti honum lífið í gegn-
um tíðina væri mikill fengur fyrir
hvern mann. Alltaf gat hann slegið á
létta strengi, hversu alvarleg sem
umræðan var, eða verkefnin. Hann
hvatti okkur vinnufélaga sína til
dáða og ekki hvað síst hvatti hann
okkur til að fara út og hreyfa okkur.
Það gerðum við nokkuð mörg og
munum gera áfram, þótt ekki væri
nema til þess að halda uppi merki
Árna sem foringja þessa gönguhóps
til fjölda ára. Mér er efst í huga
þakklæti til Árna fyrir ánægjulega
samfylgd. Ég sendi Siggu og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðjur.
Kristján G. Bergþórsson.
Það er föstudagur 15. júní. Við
Árni kveðjumst með þéttu handtaki
og óskum um gott og gleðilegt sum-
arfrí, ákveðnir í því að sjást aftur
hressir og kátir þriðjudaginn 10.
júlí, en þá kom kallið, alltof fljótt.
Mig langar í fáum orðum að
minnast vinar míns Árna Waage
sem lést á Mallorka 6. júlí sl. Við
Árni höfum starfað saman hjá
Morgunblaðinu í hartnær 20 ár, því
þótt Árni hafi starfað hjá Mynda-
mótum meðan blaðið var í Aðal-
stræti fannst mér Morgunblaðið og
Myndamót alltaf vera sama fyrir-
tækið. Síðastliðin sjö ár höfum við
starfað náið saman á auglýsinga-
deild blaðsins.
Árni var mjög lífsglaður maður,
sannkallaður gleðigjafi, alltaf
tilbúinn í smá sprell og stríðni. Það
fengu allir, hvort sem þeir voru há-
ir eða lágir, að finna fyrir því, því
hann gerði engan mannamun í
þeim efnum og höfðu allir yfirleitt
gaman af. Aldrei leið það hádegi að
við færum ekki út að skokka, ann-
aðhvort tveir saman eða með
gönguhópnum sem komið var á
legg að frumkvæði Árna. Oft var
þessi hópur kallaður Brekkusnigl-
arnir í gamansömum tón ef honum
fannst ekki gengið nógu hratt. Það
var alveg sama hvernig viðraði; út
skyldum við, og ef úti var rigning
og menn eitthvað tregir við að fara
út hafði hann á orði hvort við vær-
um vatnshrædd eða hvort við þyld-
um ekki smá vind ef hvasst var. Þá
hlýddum við, því ekki gátum við
látið það um okkur spyrjast að við
værum hrædd.
Árni hafði ýmis áhugamál, þótt
fjölskyldan væri alltaf númer eitt,
sem best sést á því þegar hann í vet-
ur var að hjálpa tveimur dætra
sinna í vinnu við íbúðir sem þær
voru að flytja í. Þá fylgdumst við
félagarnir með gangi mála í gegnum
hann. Hann var einstaklega barn-
góður maður, hann hafði alltaf eitt-
hvert lag á því að fá þau til að brosa,
enda stutt í barnið í honum sjálfum,
og þegar börn starfsmanna komu í
heimsókn drógust þau alltaf í hornið
hjá honum og þá var oft kátt á
hjalla.
Árni var söngmaður góður og
söng í nokkur ár í kirkjukór Breið-
holtskirkju. Þá hafði hann núna í
nokkur ár verið að læra á harmon-
iku og sóttist það nám mjög vel, og
auk þess að spila á harmonikuna
spilaði hann listavel á munnhörpu.
Árni var mjög liðtækur knatt-
spyrnumaður og lék með knatt-
spyrnufélaginu Víkingi allt frá
yngri flokkum og upp í meistara-
flokk, auk þess sem hann æfði á
unglingsárum sund hjá sunddeild
KR.
Hann fylgdist með ensku knatt-
spyrnunni af áhuga og sl. vor fór
hann ásamt syni sínum, Sigurði
Árna, í pílagrímsför til mekka
knattspyrnunnar, Englands, og var
hann mjög sæll er hann kom til baka
úr þeirri för.
Þau hjón Sigríður og Árni hafa á
undanförnum árum farið hvert
sumar til sólarstranda með eitthvað
af börnum sínum og var hann í einni
slíkri ferð þegar kallið kom alltof
fljótt.
Missir okkar allra er mikill en
missir fjölskyldunnar þó mestur
sem nú sér á eftir elskulegum eig-
inmanni, góðum föður og ljúfum afa.
Ég og kona mín viljum senda Sig-
ríði eiginkonu hans og fjölskyldunni
allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur, ég sakna góðs vinar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sveinn H. Gunnarsson.
Við fráfall míns góða vinar og
vinnufélaga Árna Waage langar
mig að þakka honum fyrir stund-
irnar sem við áttum saman. Frá
1984 störfuðum við hjá Myndamót-
um, síðar Morgunblaðinu. Engum
manni á ég það eins að þakka og
Árna að mér gekk vel að fóta mig í
nýju starfi við aðstæður sem voru
mér mjög framandi á þeim tíma.
Hann var alltaf reiðubúinn að miðla
mér og öðrum af reynslu sinni og
þekkingu. Árni var þessi síkáti og
vingjarnlegi vinnufélagi frá fyrsta
vinnudegi til hins síðasta, sem gott
var að vera í nálægð við, þannig að
það var ávallt tilhlökkun í því að
mæta nýjum vinnudegi með honum.
Árni lærði prentmyndasmíði og
starfaði lengst af við þá iðn. Var af-
bragðs fagmaður og áreiðanlegur í
öllu því sem hann tók sér fyrir
hendur. Lengst af vann Árni langan
vinnudag, jafnvel allt of langan,
miðað við hve veikur hann var
seinni hluta ævinnar. Hann kvartaði
þó aldrei, sagðist í mesta lagi vera
aðeins slappur og lét sig ekki vanta
til vinnu út af slíkum smámunum,
eins og hann nefndi það, þótt við
vinnufélagar hans litum það öðrum
augum.
Fáar iðngreinar hafa tekið viðlíka
breytingum á síðustu árum og
prentverkið og greinar því tengdar
og var gaman að fylgjast með því
hve Árni aðlagaði sig þessum
breyttu vinnubrögðum. Þegar
margir aðrir lögðu árar í bát og
hættu í faginu, settist Árni á skóla-
bekk og endurmenntaði sig, og frá
því að vera afbragðs handverks-
maður varð hann frábær mynd-
vinnslumaður á tölvu, var sífellt að
lesa sér til og prófa sig áfram og
manna duglegastur að skoða eigin
vinnu og athuga hvort eitthvað hefði
mátt betur fara.
Síðustu ár hefur Árni lagt mikið
af mörkum í því að bæta mynd-
vinnslu Morgunblaðsins með því
að kenna nýjum starfsmönnum og
viðskiptavinum þess rétt vinnu-
brögð, og hefur verið gaman að
fylgjast með skjótum framförum
ungra starfsmanna undir leiðsögn
hans. Með sínu ljúfa skapi og
skemmtilegum uppákomum tókst
Árna að koma boðskap sínum
fram, þannig að engum leiddist og
fróðleikurinn og reynsla hans
komst vel til skila.
Árni var alla tíð mjög glaðlyndur
maður og skemmtilegur, jafnvel á
stundum hinn mesti prakkari, en
hrekkir hans og stríðni meiddu
aldrei nokkurn mann, heldur var
uppskeran hlátur og skemmtan.
Hann hafði mikið yndi af tónlist, var
liðtækur söngmaður og hafði síð-
ustu ár lagt stund á harmonikunám,
sem honum þótti mjög skemmtilegt.
En fyrst og síðast held ég að Árni
hafi haft gaman af fólki, vildi blanda
geði við annað fólk og hafði lag á að
láta öllum líða vel í návist sinni.
Árni var mikill hamingjumaður í
einkalífi, hann og Sigríður kona
hans sérlega samrýnd og einhuga í
öllu. Og barnalán þeirra var mikið,
átta börn, hvert öðru myndarlegra,
sem við vinnufélagarnir fengum að
fylgjast með bæði frá Árna og einn-
ig með heimsóknum þeirra á vinnu-
staðinn til föður síns. Missir þeirra
er mikill og sendi ég þeim mínar
innilegustu samúðarkveðjur um leið
ég kveð minn kæra vinnufélaga.
Ólafur Brynjólfsson.
Með nokkrum orðum viljum við
kveðja góðan vin okkar og starfs-
félaga á auglýsingadeild Morgun-
blaðsins, Árna Waage. Með honum
er genginn einstakur maður sem
skilur eftir sig skarð sem erfitt
verður að fylla. Hann var sannkall-
aður gleðigjafi, sérlega léttur í
skapi og mikill húmoristi, og var
alltaf tilbúinn í sprell og grín. Það
er stutt í brosið þegar maður minn-
ist einhverra af þeim góðlátlegu
prakkarastrikum sem hann fann
upp á og gerðu vinnudaginn
skemmtilegri en ella. Það var ekki
óalgengt eftir að hafa setið með
Árna á kaffistofunni að búið væri að
lauma sykurkari eða teskeiðum í
vasann hjá manni. Eða þegar papp-
írskúlurnar komu fljúgandi frá hon-
um yfir skilrúmið og smullu á vel
völdu skotmarki. Borðið hans var
mjög miðsvæðis á deildinni og það
var svo sjálfsagt að koma við hjá
honum og spjalla og fá dálítinn
skammt af h-vítamíninu. Hann var
líka ákaflega þægilegur í samstarfi
og bóngóður og þótt oft væri mikill
erill og álag á skannanum, var Árni
alltaf sallarólegur og reddaði hlut-
unum á örskömmum tíma án þess
að slá af gæðakröfunum. Hann var
sérstaklega vandvirkur og hafði til
að bera mikinn faglegan metnað í
starfi sínu við myndvinnslu, og við
sem með honum unnum, njótum
góðs af því að hann var alltaf tilbú-
inn til að miðla okkur af reynslu
sinni og þekkingu. Árni var ómiss-
andi hluti af hópnum og það er erfitt
til þess að hugsa að hann sé ekki
lengur á meðal okkar. Við eigum
eftir að sakna hans mjög. Fjöl-
skyldu hans færum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Starfsfólk auglýsingadeildar.
Ég man fyrst eftir Árna þegar ég
byrjaði hjá Morgunblaðinu árið
1996. Hann var glettinn á svip og
stríðinn með eindæmum. Nokkru
síðar var mér falið að vinna með
Árna við myndvinnslu. Þarna
kynntist ég fagmanninum sem gafst
aldrei upp og gerði alltaf sitt besta.
Það sem einkenndi hann var að
hann var alltaf tilbúinn að aðstoða
alla. Þó tæknin breyttist var Árni
ekkert að víla það fyrir sér, hann
var á því að stöðug endurmenntun
væri það sem skipti máli. Hann
sagði stundum: ,,Tækin eru aldrei
betri en þeir sem nota þau.
Á þessum tíma stundaði ég göng-
ur í hádeginu með gönguklúbbnum
hans Árna. Það var stund sem allir
félagarnir hlökkuðu til. Árni dreif
mannskapinn áfram og vildi oftar
en ekki fara lengri leiðir en við hin.
Þó Árni hafi ekki alltaf verið heilsu-
hraustur var hann aldrei á þeim
buxunum að gefast upp. Hann blés
á allt væl og aumingjaskap. Í stað
þess að kvarta veitti hann sam-
starfsfólki sínu styrk og með já-
kvæðni og bjartsýni kom hann fólki
í gott skap.
Árni var mikill fjölskyldumaður
sem var umhugað um velferð síns
fólks. Sigga, börnin og barnabörnin
voru það sem skipti aðalmáli. Hann
vildi allt til þess vinna að þeim liði
öllum vel. Vandfyllt verður skarðið
sem Árni Waage skilur eftir sig
bæði hjá fjölskyldu og samstarfs-
félögum.
Far í friði vinur sæll.
Blessuð sé minning Árna Waage.
Ingi Rafn Ólafsson.
Árni Waage, vinur minn og sam-
starfsmaður á Morgunblaðinu, er
látinn. Hann var foringinn og auk
þess lífið og sálin í hádegisgöngu-
hópnum okkar. Hann var ævinlega
glaður og reifur, á hverju sem gekk.
Oft hefði hann getað borið við að
hann væri ekki sem best fyrir kall-
aður þetta eða hitt hádegið, en hann
gaf aldrei eftir um þumlung. Ekki
stoðaði heldur fyrir okkur félaga
hans að vekja athygli á leiðinlegu
veðri, fljúgandi hálku, ófærð eða
annríki sem ástæðu fyrir að fella
niður gönguna. Hann gerði þá bara
góðlátlegt grín að viðkomandi og af-
vopnaði hann með athugasemdum
eins og: „Búðu þig bara betur,
góði.“ Þannig var hann ævinlega –
uppörvandi og jákvæður, en sló
aldrei af. Göngurnar endurnærðu
okkur bæði andlega og líkamlega og
urðu ómissandi með tímanum.
Nú hefur þessi frábæri og síungi
félagi kvatt okkur svo skyndilega að
við sitjum eftir höggdofa. Driffjöðr-
in, trúnaðarvinurinn, húmoristinn,
prakkarinn, æringinn og alvöru-
maðurinn, sá sem stappaði í okkur
stálinu með fordæmi sínu, er allt í
einu horfinn okkur langt fyrir aldur
fram. Í hugum okkar er söknuður
og tóm, en jafnframt þakklæti fyrir
samfylgdina. Hann veitti okkur af
rausn með glaðværð sinni.
Farðu vel, kæri vinur og félagi.
Blessuð sé minning þín. Siggu og
öðrum ástvinum þínum vottum við
dýpstu samúð.
F.h. gönguhópsins
Hilmar Pétur Þormóðsson.