Morgunblaðið - 20.07.2001, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Múrarar — múrarar
Múrara (undirverktaka eða launþega) vantar
í múrvinnu og flísalagningar.
Mikil vinna framundan.
Frekari upplýsingar gefur Sigurður Gestsson
í síma 895 9159.
Byggingarráðgjafinn ehf.
Heilbrigðisstofnunin Hólmavík
Hjúkrunarfræðingar
Heilbrigðisstofnunin Hólmavík óskar eftir að
ráða hjúkrunarfræðing til afleysinga og fram-
tíðarstarfa við stofnunina frá og með 1. ágúst
næstkomandi.
Umsóknarfrestur er til 25. júlí.
Upplýsingar gefur Jóhann Björn Arngrímsson
í síma 451 3395 og 893 7085.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
TILKYNNINGAR
Auglýsing um afgreiðslur borgarráðs Reykjavíkur
á auglýstum deiliskipulagstillögum og tillögu að breytingu
á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016.
Í samræmi við 3. mgr. 18. gr. og 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með
síðari breytingum, eru hér með auglýstar afgreiðslur borgarráðs Reykjavíkur á eftirtöldum
skipulagstillögum:
Gufunes, akstursæfingasvæði deiliskipulag.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 8. maí sl. nýtt deiliskipulag fyrir akstursæfingasvæði
neðan Gufunesvegar í Gufunesi Grafarvogi. Deiliskipulagstillagan var auglýst til kynningar frá
7. febrúar til 7. mars 2001 með athugasemdafresti til 21. mars. Ein athugasemd barst við
tillöguna og voru gerðar á henni nokkrar breytingar í samræmi við athugasemdir. Umsögn um
athugasemdirnar hefur verið send athugasemdaaðila og honum tilkynnt um afgreiðslu
borgarráðs. Skipulagsstofnun var sent deiliskipulagið til skoðunar og gerði stofnunin ekki
athugasemd við að auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda
(birtist 20. júlí).
Sólvallagötureitur, Sólvallagata, Ánanaust, Holtsgata, Framnesvegur, svæðið innan
þessa gatna.
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 27. mars sl. deiliskipulag reits sem afmarkast af
Sólvallagötu, Ánanaustum, Holtsgötu og Framnesvegi. Deiliskipulagstillagan var auglýst til
kynningar frá 12. janúar til 9. febrúar með athugasemdafresti til 23. febrúar. Athugasemdir
bárust frá 2 aðilum. Var tillagan samþykkt nánast óbreytt að öðru leyti en því að felld var niður
kvöð um spennistöð sem gerð var athugasemd við. Umsögn um athugasemdirnar hefur verið
send athugasemdaaðilum og þeim tilkynnt um afgreiðslu borgarráðs. Skipulagsstofnun var
sent deiliskipulagið til skoðunar og gerði stofnunin ekki athugasemd við að auglýsing um
gildistöku þess yrði birt í B-deild Stjórnartíðinda þegar smávægilegar lagfæringar hefðu verið
gerðar á tillögunni (birtist 20. júlí).
Gatnamót Vesturlandsvegar, Reynisvatnsvegar og Víkurvegar, breyting á Aðalskipulagi
Reykjavíkur 1996-2016
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 27. mars sl. breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996-2016 varðandi gatnamót Vesturlandsvegar, Reynisvatnsvegar og Víkurvegar. Tillagan
var auglýst til kynningar frá 8. desember 2000 til 5. janúar sl. með athugasemdafresti til 20.
janúar. Athugasemdir bárust frá þremur aðilum. Ekki þótti ástæða til að taka tillit til
athugasemda og var tillagan samþykkt óbreytt. Umsögn um athugasemdirnar hefur verið
send athugasemdaaðilum og þeim tilkynnt um afgreiðslu borgarráðs. Umhverfisráðherra
staðfesti breytinguna þann 20. júní sl. og hefur birt auglýsingu um gildistöku hennar í B-deild
Stjórnartíðinda.
Nánari upplýsingar eða gögn um framangreindar skipulagsáætlanir og afgreiðslu þeirra er
hægt að nálgast á skrifstofu Borgarskipulags Reykjavíkur að Borgartúni 3, Reykjavík.
Borgarskipulag Reykjavíkur.
Reykjavík, 18. júlí 2001.
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
og Aðalskipulagi
Reykjavíkur 1996 - 2016,
varðandi lóðina nr. 38
við Suðurhlíð í Fossvogi
(fyrrum lóð Landgræðslusjóðs).
Í samræmi við 1. mgr. 21. gr. og 25. gr.
skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997,
með síðari breytingum, er hér með auglýst
til kynningar tillaga að breytingu á deili-
skipulagi og Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996 - 2016, varðandi lóðina nr. 38 við
Suðurhlíð í Fossvogi (fyrrum lóð Land-
græðslusjóðs).
Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir að
landnotkun lóðarinnar breytist úr stofnana-
svæði í íbúðasvæði.
Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir að
núverandi byggingar á lóðinni verði
fjarlægðar. Lóðin stækki lítillega í austur og
suður og henni verði skipt upp í tvær lóðir.
Á vestari lóðinni verði ekki heimilt að
byggja en á austari lóðinni verði heimilt að
byggja um 5100fm íbúðarhús með um 50
íbúðum auk bílakjallara. Húsið verði á allt
að þremur hæðum með inndreginni fjórðu
hæð.
Tillögurnar liggja frammi í sal Borgar-
skipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni
3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá
20. júlí til 17. ágúst 2001. Þeir sem telja sig
eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn
kostur á að kynna sér tillögurnar og koma
með ábendingar og gera athugasemdir við
þær. Ábendingum og athugasemdum skal
skila skriflega til Borgarskipulags Reykja-
víkur fyrir 31. ágúst 2001.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 20. júlí 2001.
Borgarskipulag Reykjavíkur
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
21. júlí, laugardagur —
Skarðsheiði. Um 5—7 klst.
ganga og hæðaraukning um 960
m. Fararstjóri Jónas Haraldsson,
verð 2.700 en til félagsmanna
2.400. Brottför kl. 8:00 frá BSÍ og
komið við í Mörkinni 6.
Dagskrá
þjóðgarðsins á
Þingvöllum helg-
ina 21.—22. júlí.
Laugardagur 21. júlí
Kl. 13.00 Gengið í Skógarkot.
Gengið í Skógarkot og fjallað
um daglegt líf á nítjándu öld og
mannlífið í Þingvallahrauni.
Safnast verður saman við Flosa-
gjá og tekur gangan um 2—3
klst.
Kl. 13.00 Leikið og litað í
Hvannagjá. Dagskrá fyrir
krakka á öllum aldri í Hvannagjá.
Tekur um 1 klst. og farið frá
þjónustumiðstöð.
Sunnudagur 22. júlí
Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þing-
vallakirkju. Prestur sr. Þórey
Guðmundsdóttir og Þorvaldur
Halldórsson leiðir söng.
Kl. 15.00 Þinghelgarganga.
Gengið um þingstaðinn forna og
hugað að sögu og náttúru. Hefst
við kirkju að lokinni guðsþjón-
ustu og tekur um 1 klst.
Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins
á Þingvöllum er ókeypis og allir
eru velkomnir. Nánari upplýs-
ingar má fá í þjónustumiðstöð í
s. 482 2660 og á heimasíðu þjóð-
garðsins www.thingvellir.is .