Morgunblaðið - 20.07.2001, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
LEIT að olíu og gasi innan íslensku
efnahagslögsögunnar, á 42 þúsund
ferkílómetra svæði á suðurhluta Jan
Mayen-hryggjar, hefst í dag á veg-
um norska fyrirtækisins InSeis.
Fyrirtækið er hið sama og hefur
unnið að sams konar leit við Noreg.
Er rannsóknarskipið Polar Princess
nú á leið hingað á vegum fyrirtæk-
isins og verða störf hafin þegar í
stað.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra greindi frá þessu á blaða-
mannafundi í gær og að hún hefði á
miðvikudag veitt fyrirtækinu leyfi
til slíkrar leitar á grundvelli laga um
leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis,
sem sett voru í mars á þessu ári. Er
þetta í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er
veitt. Tilefni lagasetningarinnar,
sagði Valgerður, var áhugi sem er-
lend olíufélög höfðu sýnt á olíuleit í
jarðgrunni Íslands.
Áhugi erlendra olíufélaga
beinist að jaðarsvæðum
Steinar Þór Guðlaugsson, jarðeðl-
isfræðingur á Orkustofnun, sagði
frá því að svæðið sem um ræðir
væri að mörgu leyti líkt þeim svæð-
um sem væri að finna vestast í land-
grunni Noregs og austast í land-
grunni Grænlands. Þarna væri
svokallað meginlandsberg og setlög-
in svipuð og á áðurnefndum stöðum.
Steinar sagði að áhugi erlendra ol-
íufélaga væri í auknum mæli að
beinast að jaðarsvæðum, vegna ný-
legra rannsókna, til dæmis við Nor-
eg, Bretlandseyjar og Færeyjar og
sagði hann að Jan Mayen-hrygg-
urinn teldist vissulega til slíkra jað-
arsvæða.
InSeis hyggst stunda umfangs-
miklar hljóðendurvarpsmælingar á
umræddu svæði. Samkvæmt reglu-
gerð með áðurnefndum lögum, er
leyfið veitt fyrirtækinu til þriggja
ára. Felur leyfið í sér heimild til
borunar í þeim tilgangi að afla upp-
lýsinga um almenn skilyrði til
myndunar og varðveislu kolvetnis.
Feli leit í sér dýpri borun en 25
metra niður fyrir hafsbotn verður
að sækja um leyfi til þess til ráðu-
neytis.
Leyfið veitir leyfishafa ekki rétt
til borunar eftir kolvetni, vinnslu
kolvetnis eða forgangsrétt til að fá
slíkt leyfi síðar. Á þetta lagði Val-
gerður áherslu og sagði mikilvægt
að gera greinarmun á leyfi til leitar
annars vegar og leyfi til rannsókna
og vinnslu hins vegar. Hún tók fram
að fyrirtækið hefði upplýsinga-
skyldu gagnvart Orkustofnun, bæði
yrði að veita upplýsingar um gang
mála jafnóðum og einnig um verk-
lok.
Norskt fyrirtæki fær leyfi til olíu- og gasleitar í íslenskri efnahagslögsögu
Leit að olíu og gasi á Jan
Mayen-hrygg hefst í dag
Um hádegisbilið í gær sendi for-
sætisráðherra frá sér svohljóðandi
yfirlýsingu:
„Árni Johnsen alþingismaður
hafði samband við mig nú fyrir
stundu og tilkynnti mér að hann
hygðist segja af sér þingmennsku og
myndi senda bréf um þá ákvörðun til
forseta Alþingis á næstu dögum. Ég
styð ákvörðun Árna og tel hana
rétta. Jafnframt harma ég að Árna
hafi orðið á þau alvarlegu mistök
sem leiddu til þessarar ákvörðunar.“
Forsætisráðherra sagði við Morg-
unblaðið að Árni hefði haft samband
við sig skömmu fyrir hádegi og til-
kynnt sér þetta. „Mér þykir þetta
mjög miður því Árni er um margt
ágætismaður þótt honum hafi orðið
þetta á sem er óverjanlegt,“ sagði
hann.
Davíð sagði að Árni hefði verið
„ósköp dapur eins og augljóst er, og
við sjálfsagt báðir“ er þeir ræddust
við.
Biður Morgunblaðið afsökunar
Árni Johnsen sagðist í samtali við
Morgunblaðið í gær, harma hvernig
málum væri komið og kvaðst ekki
geta skýrt þá framgöngu sína að
hafa sagt fjölmiðlum, þar á meðal
Morgunblaðinu, ósatt um þéttidúk
sem keyptur var á vegum Þjóðleik-
hússins en Árni sagði hafa verið
geymdan í geymslu á vegum Þjóð-
leikhússkjallarans í Gufunesi. Hið
rétta er að dúkurinn var sendur til
Vestmannaeyja, en sendur aftur
þaðan á þriðjudag og komið fyrir í
geymslunni í Gufunesi og teknar af
honum myndir sem birtust í Morg-
unblaðinu í gær og í fréttum Rík-
issjónvarpsins.
„Þetta eru mistök sem ég get ekki
annað en beðist afsökunar á. Ég verð
því að biðja Morgunblaðið afsökunar
á því að upplýsingar sem ég gaf voru
ekki réttar,“ sagði Árni Johnsen.
Afsögn þingmanns tekur gildi frá
og með þeirri dagsetningu sem er á
afsagnarbréfinu, að sögn Helga
Bernódussonar, aðstoðarskrifstofu-
stjóra Alþingis.
Helgi sagði að þingforseti myndi
kynna bréfið þingheimi þegar þing
kæmi saman. Jafnframt yrði fyrsti
varamaður Árna boðaður til setu á
þingi. Er það Kjartan Ólafsson,
garðyrkjubóndi og framkvæmda-
stjóri Steypustöðvar Suðurlands.
Samkvæmt lögum um þingfarar-
kaup og þingfararkostnað nýtur
þingmaður þingfararkaups til síð-
asta dags þess mánaðar er kjörtíma-
bili eða þingsetu lýkur. Alþingismað-
ur á og rétt á biðlaunum er hann
lætur af þingmennsku. Ekkert segir
í lögunum um hvað gilda skuli í þess-
um efnum þegar þingmaður segir af
sér áður en kjörtímabili lýkur en tek-
ið fram, að leiki vafi á um rétt alþing-
ismanns samkvæmt lögunum skeri
forsætisnefnd úr.
Árni Johnsen segir
af sér þingmennsku
Ósannindi/26
Rétt ákvörðun/6
Biður blaðamenn/10
Þéttidúkur var sendur frá Vestmannaeyjum og komið
fyrir í geymslu á vegum Þjóðleikhússkjallarans
ÁRNI Johnsen, fyrsti þingmaður Sunnlendinga, hefur ákveðið að segja af sér
þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Árni tilkynnti Davíð Oddssyni, for-
sætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, um þessa ákvörðun sína í
gærmorgun. Hann tók þessa ákvörðun þegar upplýst var að hann hefði greint
fjölmiðlum rangt frá því hvar þéttidúk, sem hann keypti í nafni bygging-
arnefndar Þjóðleikhússins, væri að finna. Dúkurinn fór upphaflega til Vest-
mannaeyja, en Árni sendi hann til Reykjavíkur á þriðjudag þegar fjölmiðlar
voru farnir að flytja fréttir af störfum hans fyrir nefndina.
HJALTI Ástþór Sigurðsson, sem
var skipstjóri á Unu í Garði þegar
hún fórst ásamt tveimur mönnum
aðfaranótt þriðjudags, kann ekki
aðrar skýringar á slysinu en að
leki hafi komið að bátnum.
Veður var stillt þegar slysið
varð og því telur Hjalti að skip-
verjar hafi ekki orðið varir við lek-
ann. Þegar bátnum var beygt um
60° á stjórnborða hallaðist hann
skyndilega á aðra hliðina. Hjalti
dregur í efa að frá því að báturinn
fór fyrst að halla og þar til hann
sökk hafi liðið lengri tími en ein
mínúta. Sjálfur var hann síðastur
frá borði en þá var brúin á bátnum
komin á kaf. Hann segist í raun
ekki skilja hvernig eða hvers
vegna þeir fjórir sem komust af
hafi sloppið. Um fimm tímar liðu
frá því báturinn sökk þar til þeim
var bjargað um borð í Húna HU
62. Hann undrast þó nokkuð
hvers vegna þyrla Landhelgis-
gæslunnar var ekki send eftir
þeim. Einn skipverjanna hefði
hæglega getað verið slasaður.
Skipstjórinn á Unu í Garði
Telur leka vera
einu skýringuna
Brúin/6
ÞJÓÐVERJINN Lutz Brauckhoff
er á ferðalagi um heiminn á sér-
stæðu þríhjóli. Hann segist vera
frá Dortmund en ferðalagið hafi
hafist í Englandi. Þaðan hjólaði
hann til Skotlands og Hjaltlands
hvaðan förinni var heitið hingað
til lands. Lutz segist vera búinn
að hjóla um 2000 kílómetra. Frá
Reykjavík segist hann fara til
Rotterdam og á þá eftir eina 400
kílómetra heim til Dortmund.
„Þetta er fyrirmyndar ferðamáti
sem heldur manni í toppformi,“
sagði Lutz áður en hann hélt
glaðbeittur för sinni áfram.
Morgunblaðið/RAX
Búinn að
hjóla 2.000
kílómetra