Morgunblaðið - 26.07.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.07.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÚ nýbreytni hefur verið tekin upp á myndbanda- leigunum Bónusvídeói í Ánanaustum og Vídeóhöll- inni í Lágmúla, að þar er tekin ljósmynd af viðskiptavinum um leið og þeir leigja myndbands- spólu. Á meðan spólan er í útleigu er ljósmyndin geymd í tölvukerfi ásamt nafni og kennitölu við- komandi, en myndinni er svo eytt út úr kerfinu um leið og spólunni er skilað. Gunnar Már, verslunarstjóri Bónusvídeós í Ána- naustum og Vídeóhallarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið, að nokkuð algengt sé að fólk reyni að leigja myndbandsspólur á nafni annarra, en þetta kerfi komi í veg fyrir að slíkt sé hægt. „Þarna er verið að tryggja að fólk geti ekki verið að valsa um með kennitölur og símanúmer annarra og tekið út spólur á nafn þeirra,“ segir Gunnar Már. Fólk má sjá myndir sem teknar eru þegar spóla er leigð á þeirra nafni Segir hann þessa aðferð fela í sér mun minni fyrirhöfn og meira öryggi en það að biðja viðskipta- vini að framvísa skilríkjum í hvert sinn sem þeir leigja spólu. „Við lendum gjarnan í því að fólk vill ekki kann- ast við að hafa leigt spólu. Þó að við séum með blað með undirskrift kemur fyrir að viðkomandi vill ekki kannast við að hafa skrifað undir og þá höfum við ekkert í höndunum. Núna er tekin mynd og þegar viðkomandi kemur og segist ekki hafa leigt um- rædda spólu getur hann fengið að sjá þessa mynd,“ segir Gunnar Már. Hann segir að viðskiptavinum sé velkomið að sjá þær ljósmyndir sem teknar eru þegar spóla er leigð á þeirra nafni, þannig að ef ein- hver reynir að leigja spólu á nafni annars, sé auðvelt að sanna að það hafi verið gert. Að sögn Gunnars Más hafa ekki verið sett upp skilti við afgreiðsluborðin sem segja viðskiptavin- um frá því að verið sé að taka af þeim ljósmynd. Hins vegar sé búnaðurinn ekki í felum, „en í Ána- naustum, til dæmis, sér fólk þegar verið er að taka af því mynd því tölvan snýr þannig,“ segir Gunnar Már og aðspurður segist hann ekki telja að mynda- tökur af þessu tagi séu óeðlilegri en myndatökur með eftirlitsmyndavélum sem séu almennt á mynd- bandsleigum og víða annars staðar. Vöktun með leynd er ólögmæt „Um uppsetningu sjónvarpsmyndavéla og eftirlit með fólki með myndavélum gilda ákvæði persónu- verndarlaga, það eru annars vegar ákvæði um vökt- un á almannafæri og hins vegar vöktun á svæði þar sem takmarkaður hópur fer um að jafnaði. Bæði þessi ákvæði eiga það sameiginlegt að vöktun með leynd er í rauninni ólögmæt, vegna þess að það eru bein fyrirmæli um það að ef að þú notar myndavél í eftirlitsskyni, þá skal með merki eða öðrum ótví- ræðum hætti gert aðvart um að slík vöktun eða eft- irlit eigi sér stað,“ segir Sigrún Jóhannesdóttir, for- stjóri Persónuverndar, og tekur fram að þetta séu hin almennu sjónarmið. Hún bendir á að önnur hlið sé á málinu, það séu almenn ákvæði í persónuverndarlögum sem lúti að gæðum vinnslu. Þarna séu menn að tryggja gæði vinnslunnar sem lýtur að útleigunni, en það sé hins vegar spurning hvort gæði vinnslunnar sem lúti að því þegar spólu sé skilað séu fullnægjandi. „Það er ekki nema leigutaki biðji sérstaklega um kvittun fyrir því að hafa skilað spólunni að hann fái hana. Ef hann kvittar fyrir móttöku og ég tala nú ekki um ef tekin er af honum mynd, þá hefur hann ekkert á móti í höndunum um að hann hafi skilað. Þá vakna spurningar um hvort þetta séu fullnægjandi gæði í vinnslu,“ segir Sigrún og bendir á að tryggja þurfi bæði sönnun þess þegar spólan er tekin og þegar henni er skilað. Fyrirspurnir til Persónu- verndar um þessi mál Að hennar sögn hefur Persónuvernd fengið nokkur símtöl og ábendingar þess efnis að þarna megi standa betur að vinnslunni. Hún segir að þetta kunni að verða skoðað betur síðar. Þegar rætt er um að þessar myndatökur eigi að koma í veg fyrir að fólk sé að nota annarra manna kennitölur og símanúmer, segir Sigrún að það sé góðra gjalda vert, en vinnslan eigi sér náttúrlega tvo enda. Ný aðferð við eftirlit með viðskiptavinum á myndbandaleigum Ljósmynd tekin þegar myndbandsspóla er leigð FRAMKVÆMDIR eru fyrirhugað- ar á Biskupstungnabraut en það er vegurinn er nær frá Selfossi að Gull- fossi. Verkið hefur verið boðið út en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hverjir annast það. Alls bárust fimm tilboð en það hæsta hljóðar upp á 65.671.000 kr. og er frá Ræktunar- sambandi Flóa og Skeiða ehf., Sel- fossi. Lægsta tilboðið átti Nóntindur ehf., Búðardal, en tilboð fyrirtækis- ins hljóðaði upp á 53.508.550 kr. Áætlað er að framkvæmdir hefjist seinnipartinn í ágúst en verklok eru áætluð 15. júlí 2002. Að sögn Sigurðar Jóhannssonar, deildarstjóra framkvæmda á Suður- landi, mun nýframkvæmdin ná frá Tungufljóti að afleggjara Gullfoss og spannar það svæði um 7,2 km. „Eins og málin standa í dag er vegurinn bara með einbreiða klæðningu en til stendur að leggja veginn með efra og neðra burðarlag og tvöfalda klæðn- inguna í fulla breidd,“ sagði Sigurð- ur. Í haust og vetur verður vegurinn undirbyggður og malbikað næsta vor en áætlað er að ljúka verkinu áð- ur en aðalumferðin hefst um mitt sumarið. Framkvæmdir á Biskupstungnabraut Vegur að Gullfossi breikkaður Styttist í út- boð á hönnun AÐ SÖGN Jóns Rögnvaldssonar að- stoðarvegamálastjóra styttist í að út- boð fari fram á verkhönnun raflýsing- ar á Hellisheiði og Þrengslavegi. Um er að ræða svokallaða flýtifram- kvæmd þar sem verkefnið er ekki inni á vegaáætlun. Gróf kostnaðaráætlun hefur sýnt að lýsingin kosti um 280 milljónir króna, þar af um 200 milljónir vegna Hellisheiðar, en með verkhönnun seg- ir Jón eitt af markmiðunum vera að fá nákvæma úttekt á kostnaði og öðrum þáttum verksins. Í framhaldi þeirrar hönnunar verður ákveðið hvort fram- kvæmdirnar fara í útboð eða ekki. „Það er ekkert launungarmál að við hjá Vegagerðinni teljum að ýmsar aðrar framkvæmdir á þessum leiðum séu árangursríkari til að bæta um- ferðaröryggið. Eftir stendur að þetta er spurning um þjónustu. Við teljum að lýsing muni ekki bæta umferðar- öryggi á þessum stað en skiljanlega verður þægilegra fyrir fólk að aka þarna um á eftir,“ segir Jón og vitnar þar til reynslu af lýsingu Reykjanes- brautar . Lýsing Hellisheiðar og Þrengslavegar ELDRI kona féll ofan í skurð í Pósthússtræti í gær og skarst tals- vert á fæti. Að sögn sjónarvotts urðu mistök verktaka til þess að göngubrú, sem átti að liggja yfir Pósthússtrætið, var komið fyrir þannig að annar endi hennar lá yf- ir skurð. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í sumar í miðbæ Reykjavíkur. Pósthússtræti er nú að mestu sund- urgrafið og lokað fyrir bílaumferð. Að sögn sjónarvotts höfðu verk- takar sem vinna þar við fram- kvæmdir fært göngubrúna úr stað til að rýma fyrir vörubílum. Annar endi brúarinnar lá yfir skurðinum. Konan gekk út á brúna en datt síð- an niður í skurðinn þegar hún kom að hinum endanum. Morgunblaðið/Palli Sveins Vegfarendur og lögreglumenn sjást hér huga að konunni. Göngubrúin endaði niðri í skurði NOKKUÐ vel gengur að ráða kenn- ara til starfa í grunnskólum lands- ins, segja þeir forstöðumenn fræðslumiðstöðva og skólaskrifstofa sem Morgunblaðið ræddi við og segjast þeir jafnframt telja að stað- an sé svipuð eða betri nú en und- anfarin ár. Að sögn Gerðar Óskarsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík, munu upplýsingar um hvernig gengur að ráða kennara í grunnskóla Reykja- víkur ekki liggja fyrir hjá Fræðslu- miðstöð fyrr en seinni hluta ágúst, en þá verði starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar búinn að safna saman upplýsingum hjá skólastjór- um. „Ég hafði samt þá tilfinningu í vor að betur gengi að ráða kennara en áður, en kannski skýrðist það af því að fólk var að ráða sig fyrr en venju- lega og að sjálfsögðu má draga þá ályktun að nýgerðir kjarasamningar hafi þar áhrif,“ segir Gerður. Ljóst að einhver fjöldi leið- beinenda verður ráðinn Gerður segir aftur á móti ljóst að skortur verði á kennurum í grunn- skólum Reykjavíkur og að einhver fjöldi leiðbeinenda verði ráðinn til kennslu. „Það er of lítið framboð af kenn- urum á landinu almennt, það útskrif- ast of fáir kennarar. En sem betur fer mun Kennaraháskólinn taka inn fleiri nemendur núna í haust en hann hefur gert undanfarin 30 ár, 160 nemendur í stað 130, og þessari breytingu fagna ég,“ segir Gerður. Ingibjörg Einarsdóttir, rekstrar- stjóri skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, segir að vel gangi að fá kennara til starfa í grunnskólum bæjarins og að kennslustöður séu að mestu leyti fullmannaðar. Hún segir að mennt- aðir kennarar séu þar í miklum meirihluta og aðeins sé um örfáa leiðbeinendur að ræða. Hún segir stöðuna nú vera svipaða og í fyrra, en þá hafi einnig gengið mjög vel að fá kennara til starfa. Tekst alltaf að fullmanna skólana á endanum Björn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri fræðslu- og menning- arsviðs Kópavogsbæjar, segir að búið sé að manna flestallar kenn- arastöður í bænum. „Þetta hefur gengið mjög vel og eru flestallir sem ráðnir hafa verið kennaramenntaðir. Þetta gekk líka vel í fyrra, en mér finnst hafa gengið heldur betur núna,“ segir Björn. Sigurbjörn Marinósson, forstöðu- maður skólaskrifstofu Austurlands, segir að staða mála þar sé með svip- uðum hætti og á undanförnum árum. Sums staðar hafi ráðningar gengið mjög vel en annars staðar vanti ennþá kennara. Sigurbjörn segir að staðan sé alls ekki slæm og að alltaf hafi tekist að fullmanna skólana á endanum og þá með því að ráða leið- beinendur og segir hann að það verði einnig gert nú. Forstöðumenn fræðslumiðstöðvar um ráðningar grunnskólakennara Staðan betri nú en í fyrra ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÁRIÐ 2000 bárust til vinnslu eða eyðingar spilliefni sem að jafnaði nema 90,4 kg á hverja fjóra Íslend- inga, eða meðalfjölskyldu. Mest barst af úrgangsolíu, eða sem nemur 66,6 kg á hverja meðalfjölskyldu, 14,8 kg af rafgeymum, 3,7 kg af olíu- málningu og prentlitum, 3,1 kg af framköllunarefnum, 1 kg af leysiefn- um, 0,7 kg af halógeneruðum efna- samböndum, sem innihalda mjög skaðleg efni til hreinsunar og þvotta í efnalaugum, 0,56 kg af rafhlöðum, 0,01 kg af varnarefnum og 0,01 kg af ísósýanötum, sem eru mjög skaðleg efni til svampgerðar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Spilliefnanefndar, sem dreift var á ársfundi nefndar- innar í gær. Tekjur af spilliefnagjaldi námu 165,5 milljónum króna á síðasta ári. Tekjuafgangur á árinu nam 9,1 milljón kr. Nettótekjur af spilliefnagjaldi jukust um 22,1 milljón kr. milli ára, eða um 17%. Álagning á olíuvörur nam 69,7 milljónum kr. Mest varð tekjuaukning af leysiefnum, haló- generuðum efnasamböndum, olíu- málningu og rafgeymum. Tekjur lækkuðu mest af framköllunarefn- um. Heildargjöldin námu tæpum 145 milljónum kr. og jukust þau um tæpar 27 milljónir milli ára, eða 23%. Álagt spilliefnagjald á innfluttar vörur á síðasta ári var tæpar 149 milljónir kr. Ógreitt spilliefnagjald í ársbyrjun 2000 nam 8,7 milljónum kr. og innheimt spilliefnagjald á árinu nam 145,5 milljónum kr. 90,4 kg af spilliefnum á hverja fjóra landsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.