Morgunblaðið - 26.07.2001, Side 10

Morgunblaðið - 26.07.2001, Side 10
Reikning- ar sendir Fram- kvæmda- sýslunni REIKNINGAR og önnur bók- haldsgögn frá Ístaki eru kom- in til Ríkisendurskoðunar og þar á meðal eru reikningar sem Ístak hafði sent Fram- kvæmdasýslu ríkisins vegna þeirra hreinlætistækja sem Árni Johnsen hafði keypt hjá Tengi hf. út á beiðnir frá Ís- taki. Óskar Valdimarsson, for- stjóri Framkvæmdasýslunnar, vildi hvorki segja til um upp- hæð reikninganna frá Ístaki né tjá sig efnislega um um- sýslustörf Árna á meðan þau væru til athugunar hjá Rík- isendurskoðun. Hvort reikningar fyrir þess- um hreinlætistækjum verði sendir til baka til innheimtu hjá Ístaki sagði Óskar að ekk- ert yrði aðhafst á meðan at- hugun Ríkisendurskoðunar færi fram. Engin fordæmi væru fyrir máli sem þessu og leiðbeiningar fengjust frá Rík- isendurskoðun þegar að því kæmi. Verkbókhaldi vegna fram- kvæmda við Þjóðleikhúsið hef- ur verið lokað hjá Fram- kvæmdasýslu ríkisins og þeir sem áttu ógreidda reikninga verða að bíða um sinn. Úttektir Árna Johnsen út á beiðni frá Ístaki Tók út vörur í nafni Ístaks STJÓRN Tengis ehf. kom saman til fundar í gær til að ræða um þá umfjöllun sem verið hefur að undanförnu í fjölmiðlum um meint viðskipti Árna Johnsen, alþingismanns, við Tengi ehf. Var eftirfarandi yfirlýsing samþykkt á fund- inum, en hana undirrita Sig- urjón G. Sigurjónsson, Anna Ásgeirsdóttir og Þórir Sigur- gestsson. „Vegna umfjöllunar í fjöl- miðlum um meint mál Árna Johnsen, alþingismanns, við Tengi ehf. telur stjórn félags- ins nauðsynlegt, þrátt fyrir stefnu fyrirtækisins að upp- lýsa ekki um viðskipti ein- stakra viðskiptavina, að taka eftirfarandi fram: Árni Johnsen, alþingismað- ur, kom í Tengi ehf. 16. maí sl. og tók út hreinlætistæki og fylgihluti. Vörurnar voru skrifaðar út í reikning hjá Ís- taki hf. og lagði Árni fram beiðni frá fyrirtækinu. Voru vörurnar sóttar samdægurs. Greiddi Ístak hf. reikninginn skömmu síðar. Ekkert þótti athugavert við þessi viðskipti enda koma tugir viðskipta- vina í Tengi ehf. daglega og algengt er að einstaklingar utan úr bæ komi og velji vörur sem skrifaðar eru á verktaka. Að gefnu tilefni skal jafn- framt áréttað að hvorki Árni Johnsen né Þjóðleikhúsið hafa verið skráð í viðskiptum hjá Tengi ehf.“ Yfirlýsing frá Tengi ehf. FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ hækkun kemur þó ekki til gjalda á rekstrargrunni á þessu ári. Hreinn lánsfjárjöfnuður var nei- kvæður um 3,7 milljarða kr. sem er 6,4 milljörðum lakari útkoma en áætlað var og 17,3 milljörðum lak- ari en í fyrra. Skýringin á lakari útkomu en í fyrra er, auk þess sem áður er nefnt, að á árinu 2000 komu til greiðslu 5,5 milljarðar kr. vegna sölu á hlutabréfum í ríkis- bönkunum á árinu 1999. Á fyrri helmingi þessa árs voru auk þess greiddir 7,5 milljarðar kr. í Lífeyr- issjóð starfsmanna ríkisins, LSR, til að grynnka á framtíðarskuld- bindingum ríkissjóðs, en sam- kvæmt fjárlögum 2001 er áformað að greiða 15 milljarða í LSR. Minni hækkun skatttekna Heildartekjur ríkissjóðs námu 107,9 milljörðum kr. á fyrri helm- ingi ársins og voru um milljarði umfram áætlun. Hækkunin milli ára nemur 7,2 milljörðum, eða rúmlega 7%. Skatttekjur hækkuðu heldur minna, eða um 6,5%. Til samanburðar nam hækkun skatt- tekna á sama tíma í fyrra um 12% og 16,5% árið þar á undan. Fjár- málaráðuneytið telur að þessar töl- ur gefi góða mynd af því hve mjög hafi dregið úr vexti innlendrar eft- irspurnar, einkum á þessu ári. Aukin innheimta skatta á launa- og fjármagnstekjur og hagnað, ein- staklinga sem fyrirtækja, skýrir að langmestu leyti tekjuauka ríkis- sjóðs frá fyrra ári. Veltuskattar eru á hinn bóginn rúmlega millj- arði lægri í krónutölu á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra og 4 milljörðum kr. undir áætlun. Þessi þróun endurspeglar, að mati fjármálaráðuneytisins, umtalsverð- an samdrátt að raungildi, eða sem nemur 8%. Þetta er rakið til veru- legs samdráttar í neysluvöruút- gjöldum og t.a.m. hafi vörugjöld af innflutningi bifreiða dregist saman um hartnær 40% milli ára. Heildargreiðslur ríkissjóðs námu tæpum 110 milljörðum kr. á fyrri árshelmingi og er það 6,8 millj- örðum kr. umfram áætlun. Gjöldin hækka um 19,5 milljarða kr. frá fyrra ári. Tæplega 60% af út- greiðslum úr ríkissjóði á tímabilinu janúar–júní runnu til ýmissa félagsmála. Útgjöld vegna mála- flokksins hækkuðu í heild um 10,9 milljarða kr. milli ára, þar af nem- ur hækkun vegna fræðslumála 2 milljörðum og 4,3 milljörðum vegna heilbrigðismála, þar af 1,3 milljarðar vegna aukinna greiðslna til Tryggingastofnunar ríkisins á þessu ári. Rekstrarframlög til sjúkrastofnana hækka um rúmlega 1,6 milljarða og greiðslur almanna- trygginga hækka um 4,1 milljarð, eða 27,4%. Þá hækka útgjöld til at- vinnumála um tæplega 3,2 millj- arða kr., sem er 23,5% hækkun frá því í fyrra, vaxtagreiðslur hækka um 3,4 milljarða, eða 37,7% og önn- ur útgjöld um 1,9 milljarða, eða 53%. Ríkissjóður tók að láni um 31,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins, þar af 10,5 milljarða innan- lands og 20,8 milljarða erlendis til langs tíma sem runnu að stærstum hluta til niðurgreiðslu annarra er- lendra skulda. Á sama tíma í fyrra nam heildarlántakan rúmum 9,4 milljörðum kr. og 8,6 milljörðum á fyrri helmingi ársins 1999. Afborg- anir lána ríkissjóðs námu 22 millj- örðum kr. og eru að stærstum hluta vegna erlendra lána. Það sem af er árinu hefur stofn ríkisvíxla stækkað um 6 milljarða kr. auk þess sem seld hafa verið ríkisbréf í nýjum 6 ára flokki fyrir um 4,4 milljarða kr. GREIÐSLUAFKOMA ríkissjóðs var neikvæð um 1,7 milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins saman- borið við 10,6 milljarða kr. jákvæða stöðu í fyrra. Þessi niðurstaða er tæplega 5,8 milljörðum króna lak- ari en gert var ráð fyrir í áætl- unum. Tekjur eru rúmlega 1 millj- arði yfir áætlun en gjöldin eru 6,8 milljörðum umfram það sem áætl- að var, sem að mestu má rekja til sérstakra tilefna, svo sem vaxta- greiðslna vegna forinnlausnar spariskírteina, hæstaréttardóms vegna málefna öryrkja og fleira, að því er fram kemur í greinargerð sem fjármálaráðuneytið hefur tek- ið saman um afkomu ríkissjóðs fyrstu sex mánuði ársins 2001. Útgjöld hækka um 19,5 milljarða Fram kemur í greinargerðinni að í samanburði við fyrra ár hækka tekjurnar um 7,2 milljarða, einkum vegna aukinnar innheimtu tekju- skatta. Útgjöld hækka á hinn bóg- inn mun meira, eða um 19,5 millj- arða króna. Tæplega helming útgjaldaaukningarinnar má rekja til sérstakra tilefna. Hækkun vaxtagreiðslna nemur um 3,4 millj- örðum kr., sérstakar greiðslur til öryrkja 1,3 milljörðum kr., 1,7 milljarðar kr. stafa af auknum út- gjöldum Tryggingastofnunar ríkis- ins vegna sjúkratrygginga og bóta vegna félagslegrar aðstoðar, upp- kaup á fullvirðisrétti bænda nema 0,8 milljörðum kr. og sérstök hækkun framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 1,3 milljörðum kr. Að þessum hækkunartilefnum frátöld- um hækka útgjöld um 11 milljarða kr. milli ára. Hluti af þessari Greiðsluafkoma ríkissjóðs fyrstu sex mánuði ársins versnar milli ára Afkoman 5,8 milljörðum kr. lakari en áætlað var Greiðsluafkoma ríkissjóðs er lakari á fyrri hluta þessa árs en áætlanir gerðu ráð fyrir. Útgjöldin hafa á tímabilinu hækkað um 19,5 milljarða. Rekja má um helming hækkunar- innar til sérstakra tilefna, og hefði útgjalda- aukningin án þeirra numið um 11 millj- örðum kr. Á sama tíma hækka tekjurnar um 7,2 milljarða kr., einkum vegna auk- innar innheimtu tekjuskatta. irtaldar götur: Neðstaberg, Hólaberg Vesturberg, Rituhóla, Trönuhóla, Starrahóla, Máshóla og Vest- urhóla. Þeir sem búa yfir einhverjum upplýsingum um málið eða hafa hugsanlega séð til skemmdarvarganna eru vinsamlega beðnir um að gefa sig fram við lög- reglu á lögreglustöðinni í Breiðholti í síma 567-0111. UM 20 bílar voru rispaðir með oddhvössu verkfæri í Berg- og Hólahverfum í Breiðholti í fyrrinótt. Kærur vegna skemmdanna voru enn að berast til lögregl- unnar í Reykjavík í gærkvöldi. Um verulegt tjón er að ræða en í mörgum tilfellum var um að ræða nýja og dýra bíla. Bílunum, sem voru skemmdir, var lagt við eft- Morgunblaðið/Þorkell Tveggja ára gamall Toyota Landcruiser jeppi var meðal þeirra bifreiða sem voru skemmdar í Breiðholti í fyrri- nótt. Auk skemmda á hlið var vélarhlíf jeppans mikið rispuð. Um 20 bílar rispaðir í Breiðholti Á VEGUM þjóðkirkjunnar eru nú þrjú prestaköll laus til umsóknar en enn sem komið er hefur einungis ein umsókn borist, að sögn Birnu Frið- riksdóttur, hjá Biskupsstofu, en um- sóknarfrestur eins þeirra rennur út núna um mánaðamótin. Um síðustu helgi var auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Siglufjarðarprestakalli í Skagafjarð- arprófastdæmi þar sem umsóknar- frestur er til fyrsta september. Að auki segir Birna að Kolfreyjustaðar- prestakall í Austfjarðaprófastdæmi sé laust til umsóknar en umsóknar- frestur þar er til fyrsta ágúst. Þar mun vera komin ein umsókn en Birna segir að ekki séu gefin upp nöfn umsækjenda fyrr en að um- sóknarfresti liðnum. „Þá er í Ólafs- fjarðarprestakalli í Eyjafjarðarpró- fastdæmi auglýst afleysing til þriggja ára. Þar er prestur Sigríður Guðmarsdóttir sem var í námsleyfi og hefur fengið viðbótarleyfi. Það var ákveðið að auglýsa stöðuna vegna þess hve þetta er langur tími en umsóknarfrestur þar rennur út 15. ágúst,“ sagði Birna. Tveir sóttu um Patreksfjörð Þá sagði Birna að í Patreksfjarð- arprestakalli í Barðastrandarpró- fastsdæmi væri verið að velja á milli tveggja umsækjenda en þar rann umsóknarfrestur út 15. júlí sl. Um stöðuna sóttu Halldóra Ólafsdóttir cand.theol. og Leifur Ragnar Jóns- son cand.theol. Valnefnd velur sóknarprest, en náist ekki samstaða innan nefndar- innar ákveður biskup hvaða um- sækjenda er mælt með. Þrjú presta- köll laus til umsóknar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.