Morgunblaðið - 26.07.2001, Page 26

Morgunblaðið - 26.07.2001, Page 26
UMRÆÐAN 26 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                      !"# $  %     &'(!"##'  # !"'#')   * + ,   "  -      %  %%   - $   * &   .        "  +    0  1 2   +      1 2 '  +    "   1 2 &  +    (  1 2 0  +    0  1 2 1  "*" $ " - )  "   1 2 1  #*"0 $  - )  "   1 2 1  3*" $  - )  "   1 2 4    "     5 ++    56., 7. !8 .9 6 : . ;; 79         <=    0 ! NÚ ER nýasta skrípaleiknum lok- ið í skopleikahúsinu við Austurvöll sem skrípaleikararnir nefna hið háa Alþingi. Það sem mesta athygli vakti var misnotkun þingmanna á skattfé þjóðarinnar til þess að reisa sér lúx- usskrifstofur við Austurvöll. Bruðlið var með ólíkindum, en þingmönnum er alveg sama. Þjóðin skal borga brúsann, ekki þeir sjálfir. Þessu síð- ustu afrek þeirra til að hygla sjálfum sér og pukka undir sig sýnir að þeir eru óhæfir til að ráðstafa skattfé þjóðarinnar. Hver skrifstofa handa einum þing- manni kostar „aðeins“ l0 millj. auk tölvu, sama og þriggja herbergja íbúð. Þá mun húsnæðið allt kosta 500 millj. á l2 árum. Fyrir þær má kaupa 50 íbúðir og taka l50 til 200 manns af götunni. Einnig mætti stytta biðlista svo fólk þurfi ekki að bíða kvalið og sjúkt mánuðum og jafnvel árum sam- an eftir að komast í lífsnauðsynlegar aðgerðir. Einhverjir hrökkva víst upp af á biðtímanum og aðrir bíða varanlegt heilsutjón. En þing- mönnum er sama. Þeir eiga næga peninga til að innrétta skrifstofurnar sínar. Hvaða máli skipt- ir þótt nokkrir Íslend- ingar týni tölunni með- an þeir bíða? Á skrifstofunni er lík- lega fleira en ein lítil tölva. Þar leynist ef- laust heimabíó, DVD tæki, geislaspilari og aðgangur að breiðvarpi og fjölvarpi. En skítt með hvað það kostar, ekki er það þingmaður- inn sem borgar, heldur er það skattfé íslensku þjóðarinnar sem þeir nota til að hygla sjálfum sér. Þá má ætla að á skrifstofunni finn- ist upptökutæki og geislaskrifari svo listrænir þingmenn geti hljóðritað og fjölfaldað hugverk sín, tónsmíðar og hljóð- færaslátt eins og gítar- leik og söng, svo og ódauðlegan kveðskap þingmanna sem þjóðin dáir og elskar. Vonandi var tvísöngur sam- gönguráðherra og for- manns samgöngu- nefndar Alþingis við eigin gítarundirleik í Sönghelli hljóðritaður. Þótti hann undurfagur og féllu margir við- staddir í ómegin í sælu- vímu. Mörg kvæði þingmanna munu og geymast í hjörtum Ís- lendinga meðan land byggist. Lands- þekkt tónskáld, gítarleikari og vísna- söngvari leynist meðal hæfileika- ríkra þingmanna auk síkveðandi presta og menntaskólakennara og ekki síst líffræðinga sem skrifað hafa lærðar bækur um kynlíf silungsfiska. Hæfileikar þingmanna eru hreint ótrúlegir. Það er mikið lán fyrir þjóð- ina að eiga slíka fulltrúa. Ekkert hús- næði er nógu gott fyrir þá. Með nýjustu tækni geta þingmenn fjölfaldað hugverk sín með geisla- skrifurum og framleitt á l0 millj. króna skrifstofunum aragrúa geisla- diska. Að sjálfsögðu á kostnað þjóð- arinnar og dreift list sinni í kjördæm- in. Auðvitað láta þeir hið háa Alþingi borga útsendingarkostnaðinn, eins og þingmaður nokkur gerði þegar hann sendi út aragrúa bréfa í eigin þágu. Þá tæmdist sjálfvirk frí- merkjavél þingsins.Var þá skorað Ís- landsmet. Það eru ekki aðeins lúxususkrif- stofurnar sem þjóðin skal blæða fyr- ir. Hafnar eru framkvæmdir við neð- anjarðarbyrgi við hliðina á Alþingishúsinu. Þá er rætt um tengi- byggingu sem eigi er vitað hvert liggja skal. Kannski út í Tjörn. Þang- að kunna þá þingmenn að hlaupa í glæstum sundfötum, hoppa út í og svamla út í Hólma þar sem við fáum séð þá í svokölluðum hanaslag innan um kríur, svartbaka og séraldar gæsir Reykjavíkurborgar. Ekki ólík- legt að Ingibjörg Sólrún fjárfesti þá í kíki. En slíkur slagur þykir ægifag- ur. Margar þjóðir hafa innréttað glæst neðanjarðarbyrgi fyrir vald- hafa sína og nú vilja þingmenn eitt slíkt. Því skal byrja og sprengja klöpp, einkum þegar biðlistar lengj- ast og börn búa í bílhræjum. Og þar sem karfinn er flúinn og þorskurinn týndur er kjörið tækifæri þá að sam- þykkja snöfurlega tillögu Péturs Blöndals og hækka laun sín um 50% og annarra launahæstu embættis- manna þjóðarinnar, eins og hæsta- réttardómara, svo þeir falli ekki aft- ur í þá freistni að krækja sér í óteljandi kassa af tollfrjálsu brenni- víni eins og einn þeirra gerði til að drýgja hörmulega léleg laun sín. Kostnaður við byrgið er kominn langt fram úr öllum áætlunum, en skítt með það hugsa þingmenn. Skrifstofurnar okkar við Austurvöll skulu slá öllu við. l0 millj. handa hverjum þingmanni er skítur á priki. Fyrir 200l ári sagði vitringur nokkur: Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá. Miðað við allan vaðalinn sem þjóð- in fær oft yfir sig mætti halda að margir þingmenn búi yfir ofvirkri málstöð í heila sem ofvöxtur hefur hlaupið í, fyrir eða eftir fæðingu. Það er þjóðarböl. Þingmenn telja sig yfir landslög hafna og geta brotið allar fjárhags- áætlanir og gengið í vasa skattborg- aranna er þeir hygla sjálfum sér. Miðað við glæsiskrifstofurnar sem hið háa Alþingi hefur reist ástvinum sínum má ætla að aðrar hallir sem það hyggst byggja sjálfu sér til lofs og dýrðar verði þjóðinni dýrar. Sam- anborið við lúxusinn sem lagður var í „pínulitlu“ kompurnar við Austurvöll verður kostnaðurinn ekki minni. Þar verður eflaust sundlaug, líkamsrækt, fullkomið upptökustúdío og knatt- spyrnuvöllur þar sem þjóðin fær séð þingmenn stunda glæsta knattleiki í beinni útsendingu. Þingmenn sýna þjóð sinni mikla lítilsvirðingu með bruðlinu við Aust- urvöll. Því eru þeir oft nefndir skrípaleikara og hið háa Alþingi skrípaleikhús. Er þar engum um að kenna nema þeim sjálfum. Í umboði Alþingis bera þingfor- setar og forsætisnefnd ábyrgð á framkvæmdunum við Austurvöll; öllu bruðlinu, broti fjárhagsáætlana, misnotkun á skattfé þjóðarinnar og þar með valdi sínu. Fyrir nokkrum árum neyddust fjármálaráðherrann og heilbrigðismálaráðherrann til að segja af sér vegna misferla og mis- beitingar á valdi. Þess vegna ætti hið háa Alþingi að sjá sóma sinn í því að láta bæði forsætisnefnd og þingfor- seta segja af sér. Með lögum skal land byggja, sagði þingmaður einn fyrir l000 árum. Eina leiðin til að hindra að þing- menn eyði milljörðum í glæsihallir undir sjálfa sig er að fækka þing- mönnum. Þjóðin hefur ekkert að gera með 60 skrípaleikara. Við eigum mörg góð leikhús. Fyrst við sitjum uppi með þá má leikandi fækka þeim um helming, helst tvo þriðju. 30 þing- menn eru miklu meira en nóg. 20 duga. Lausn á húsnæðis- vanda Alþingis Karl Sigurðsson Alþingi Fyrst við sitjum uppi með þá má leikandi fækka þeim um helm- ing, helst tvo þriðju, segir Karl Sigurðsson. 30 þingmenn eru miklu meira en nóg. 20 duga. Höfundur kennir píanóleik við Tónlistarskóla Garðabæjar.  Meira á netinu NÝLEGA hafa nokkrir helstu óp- erusöngvarar Íslands opinberlega látið í ljós eindregnar óskir um að hægt verði að sýna óperur í fyr- irhuguðu Tónlistarhúsi í Reykja- vík. Óperusöngvararnir hafa stutt mál sitt gildum rökum og hafa ýmsir orðið til að taka undir þær. Á hinn bóginn hefur ekkert heyrst til þeirra sem helst munu ráða þessu máli og er þögn þeirra nú orðin helst til áberandi. Óskandi væri að fá sem fyrst að líta sjón- armið menntamálaráðherra, borgarstjórans í Reykjavík og for- manns Samtaka um byggingu tónlistarhúss. Ekki myndi saka ef stjórn Íslensku óperunnar, tals- menn Sinfóníunnar og fleiri legðu orð í belg. Í lýðræðisríkjum eiga að fara fram opnar umræður um stórmál eins og þetta. Árni Tómas Ragnarsson Ópera í Tón- listarhúsi? Höfundur er læknir.                                Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18. skór í miklu úrvali Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.