Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 33 ✝ Sveinn MagnúsEiðsson fæddist í Hörgsholti í Mikla- holtshreppi 28. janú- ar 1942. Hann varð bráðkvaddur á ferðalagi á Snæfells- nesi 19. júlí síðast- liðinn. Foreldrar Sveins voru Eiður Sigurðsson bóndi, f. 27. júní 1893, d. 28. nóv. 1963, og Anna Björnsdóttir hús- freyja, f. 23. febr. 1903, d. 13. okt. 2000. Systkini Sveins eru Hallfríður, f. 24. júlí 1924, Björn, f. 13. júlí 1925, Ingi- björg, f. 5. ágúst 1927, Sigrún, f. 13. sept. 1933, d. 14. júní 1972, Sigurður, f. 19. des. 1936, óskírð stúlka, f. 2. ágúst 1952, d. 4. ágúst sama ár. Sveinn fluttist ásamt foreldrum sínum í Borgarnes 1960. Fyrstu árin starfaði hann á saumastofunni Hetti og síðar til fjöl- margra ára við ýmis störf hjá KB. Sveinn var mikill áhuga- maður um leiklist og tók virkan þátt í leikstarfsemi Ung- mennafélagsins Skallagríms og í framhaldi af því lék hann í mörgum kvikmyndum. Útför Sveins fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sveinn M. Eiðsson var sannur lífs- kúnstner. Hann var gæddur þeirri gáfu að geta notið lífsins oft við erf- iðar aðstæður vegna heilsubrests bæði á unglings- og fullorðinsárum. Við sem þekkjum lífshlaup hans og nutum þess að kynnast manninum sem hafði svo margt til brunns að bera erum þakklát fyrir þau kynni. Áhugasvið Sveins voru mörg, þjóð- legur fróðleikur og vísnagerð stóðu honum nærri hjarta. Árvissar jóla- og afmæliskveðjur Sveins í bundnu máli voru okkur í fjölskyldunni ávallt tilhlökkunarefni. Leiklistin var hon- um þó hugfólgnust. Bæði naut hann leiklistar og kvikmynda sem áhorf- andi, en ekki síður naut hann þess að taka virkan þátt í starfi áhuga- mannaleikhússins í Borgarnesi og í öllum þeim mörgu kvikmyndum sem hann kom að með eftirminnilegri persónusköpun. Þótt lífshlaupið væri á stundum grýtt var Sveinn ávallt jákvæður og hlýr og sýndi okkur ættingjum tryggð sem við viljum nú þakka hon- um með þessum orðum. Megi hin einlægi hugur hans varðveitast með okkur um aldur. Svava og Sigurbjörn. Ég kynntist Sveini M. Eiðssyni þegar ég var að leita að leikurum í Óðal feðranna vorið 1979. Ég hafði haft samband við þáverandi formann leikdeildar Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi, Theódór Þórðarson lögregluþjón, og konu hans Maríerlu Geirsdóttur. Á ferð- um mínum um landið hafði ég fundið áhugaleikara í nánast öll hlutvek verksins og hafði meira en einn kandidat í flest þeirra, nema eitt; hlutverk kaupamannsins sem frem- ur voðaverkið í myndinni. Ég hafði ekki enn fundið mann í hópi áhuga- leikara sem ég gat séð fyrir mér í þessu grimma hlutverki. Theódór hafði undirbúið leikpruf- una með félögum leikdeildarinnar vel; þetta fór fram á leiksviði félags- heimilisins. Sérhver meðlimur leik- félagsins sem hafði áhuga kom upp á sviðið og ég reyndi að leika á móti viðkomandi og spinna eftir því sem tilefni var til. Ég stóð á sviðinu með ljós kastaranna í augun og sá ekki þá sem voru mættir til prufu og sátu í myrkrinu í salnum, fyrr en þeir birt- ust á sviðinu. Þarna kom margt hæfi- leikaríkt fólk sem lék síðar í mynd- inni. Eftir langar og stífar prufur virtist listinn yfir þátttakendur tæmdur. Fyrir rælni kallaði ég út í salinn og spurði hvort einhver væri eftir. Ekkert svar og ég varð ekki var við að neinn gæfi merki og fór að taka til dótið mitt. Þá hnippti Theó- dór í mig og sagði: Hann Sveinn er hérna úti í sal og ég veit að hann langar mikið að vera með – á ég að ná í hann? Ég hafði ekki heyrt minnst sérstaklega á neinn Svein og fannst skrítið að ná þyrfti í leikara sem vildi vera með – að hann gæfi sig ekki fram þegar eftir væri kallað! Theódór hvarf út í myrkrið og ég hélt áfram að taka saman dótið mitt og Snorri Þórisson að pakka inn myndavélinni. Þá stóð allt í einu á sviðinu maður á slitinni ullarpeysu og horfði á mig, að mér virtist ögn skelkaður. Stundum upplifir maður í listinni augnablik eins og fyrir ein- hverja náð eða handleiðslu; þetta var eitt af þeim augnablikum og mun seint hverfa mér úr minni; ég vissi um leið að þetta var leikarinn sem mig vantaði!! Þannig hófust kynni okkar Sveins, en þau vörðu allt til andláts hans. Hlutverk hans í Óðali feðranna var ekki öfundsvert og þurfti bæði hug- rekki og innsæi til að leika það. Það var hlutverk kaupamannsins, mis- indismanns og hrotta, sem vakti fuss meðal áhorfenda þegar hann birtist í bíóinu á hvíta tjaldinu á upplituðum nærbuxum einum fata. Sænska pressan, sem skrifaði meira um leik Sveins en annað í þessari mynd (sem nefndist á sænsku Drömenn om ett annat liv), nefndi kaupamanninn „kalsong-mannen“ sem útleggja mætti á íslensku sem nærbrókar- manninn! Svo hugleikinn varð þeim leikur Sveins. Flestir gagnrýnendur þar í landi luku upp einum munni um að Sveinn hefði skapað ógleymanleg- an karakter og léki af mikilli ná- kvæmni og einstöku jafnvægi í svo ógeðfelldu hlutverki. Nú er það svo að þeir sem ekki fást við leiklist sem atvinnu setja stundum ómeðvitað samasemmerki á milli leikara og þeirra karaktera sem hann túlkar og halda að sá sem leikur vonda karlinn hljóti sjálfur að vera hið argasta fúlmenni. Þetta er samt háð jafnmiklum tilviljunum og annað og þarf síður en svo að fara saman. Og í tilfelli Sveins fór því fjarri: Sveinn var ljúfmenni og vel liðinn af öllum í kvikmyndagenginu. Hann lét aldrei bilbug á sér finna og margar stundirnar hefur mér orðið hugsað til hans þegar reynt hefur á geð manna og þrekið verið að bresta; við slíkar aðstæður var Sveinn fremstur meðal jafningja, stóð af sér élið eins og sannur hermaður. Hlut- verk Sveins í þeim myndum sem ég gerði eftir Óðal feðranna urðu mörg, ég held að ég hafi ekki gert mynd þar sem honum bregður ekki fyrir í stóru eða litlu hlutverki. Svo mikils mat ég þátttöku hans. Persónulega er mér minnisstæðast þegar Sveinn lék varðmann Eiríks (Flosa Ólafs- sonar) í Hrafninn flýgur. Varðmað- urinn vegur svikarann (Þráin Karls- son) fyrir mistök vegna þess að hann misskilur skipanir Eiríks. Þetta víg lék Sveinn þannig með einu augna- kasti að allur díalóg handritsins varð óþarfur. Það fór ekki milli mála hvað hafði gerst, án þess að segja þyrfti orð. Þegar slíkur leikur festist á filmu – þá er gaman að leikstýra. Sveinn kynntist syni mínum, Kristjáni Þórði, þegar við unnum við upptökur á Í skugga hrafnsins og fór vel á með þeim. Sveinn var ágætlega skáldmæltur og orti margar skondn- ar vísur. Hann kom stundum á heim- ili okkar og hann og Edda kona mín urðu ágætis mátar. Hann orti ljóð um dóttur mína Tinnu sem hann sagði að mætti alls ekki misskilja, þótt þar væri að finna tilfinninga- þrungna ástarjátningu. Fyrir fáein- um árum áttum við Edda leið um Borgarfjörðinn og þá skruppum við með Sveini í Bifröst og borðuðum þar, þá lék hann við hvern sinn fing- ur og kornung dóttir mín Örk varð strax hænd að þessum „skrítna kalli“ sem var alltaf að brandarast! Sveinn hringdi í mig nýlega, rétt í kringum 17. júní, til að óska mér til hamingju með afmælið. Ég sagði honum þá að ég væri að skrifa handa honum enn eitt hlutverkið og von- andi fengist hann til að leika það. Sveinn sagði: Sendu mér handritið og svo spjöllum við saman. Af því spjalli verður ekki héðan af. Ég geymi í minningunni mynd af Sveini, manni með stórar hendur og stórt hjarta, stundum ögn uppátækjasöm- um, en viðkvæmum og ljúfum við nánari kynni. Hann hafði ótvíræða listræna hæfileika. Vertu sæll, Svenni minn, ég veit að ef annað líf er til verður tekið vel á móti þér hin- um megin, það áttu svo sannarlega skilið. Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri. Í dag fylgjum við þekktasta Borg- nesingnum til grafar, hann Sveinn M. Eiðsson er farinn. Það er vægt tekið til orða að Sv1. eins og hann skrifaði ávallt nafn sitt, hafi ekki lit- að bæjarlífið í Borgarnesi, jú heldur betur, hann litaði bæjarlífið í öllum regnbogans litum. Ég kynntist fyrst Sveini eins og flestir aðrir unglingar í Borgarnesi á þeim tíma sem engin æskulýðsmið- stöð var eða önnur afdrep fyrir ung- linga í Borgarnesi, en hús Sveins var ávallt opið bæði fyrir góða og slæma, en þrátt fyrir enga menntun í æsku- lýðsmálum held ég að enginn hafi skaðast af umgengni við Svein á þeim árum. Sveinn vann til margra ára á sama vinnustað og ég, þar eins og annars staðar var Sveinn ekki allra enda nokkuð sérvitur, þrjóskur og stríðinn, en okkur sem tókum honum eins og hann kom til dyranna reyndist hann ávallt vel. Sveinn átti mjög létt með að setja saman ljóð og vísur og liggja margir miðar eftir hann hér og þar. En hans aðaláhugamál var leiklist, hún átti hug hans allan og held ég að honum hafi ekki þótt nokkurt leikrit leiðin- legt því að hann sá alltaf ljósa punkta í þeim. Sveinn lék í fjölmörgum kvik- myndum og gerði þær margar ógleymanlegar enda var það mesta gleði í lífi hans, og á Hrafn Gunn- laugsson þar miklar þakkir skildar fyrir að veita þessum mikla einstæð- ingi lífsgleði í sínu fátæka lífi. Sveinn var leikari af Guðs náð sem reyndar bjó leikmynd sína oftast til sjálfur. Með hinstu kveðju og von um að leiklist sé líka hinum megin. Einar O. Pálsson. SVEINN MAGNÚS EIÐSSON MENNTUN að auka verulega kennsluafköst, bæði þeirra skóla sem eru und- anfarar starfsmenntabrauta svo og starfsmenntaskólanna. Þar að auki væri slíkt kerfi virkt til að velja nemendur inn á braut þar sem gerðar eru ákveðnar kröfur um þekkingu við innritun eða ef fjöldi nýnema er takmarkaður. Á mynd nr. 1 eru mánuðir skóla- ársins og vikur settar inn. Þar fyr- ir neðan eru haustönn og vorönn skóla teiknaðar eins og þær gerast nú. Lykkjan á annastrikinu táknar almenna frídaga. Tímar ætlaðir prófum og skipulagi eru eyðurnar á milli annastrikanna sem eru áberandi á myndinni. Neðar á myndinni er skipulag skólans miðað við að skólaeinkunn- ir séu byggðar á símati kennar- anna og að kennslustund lengist úr 40 mínútum, eins og nú er, í 45 mínútur. Við þessa breytingu lyki nemandinn 140 einingum á 2 1/3 til 3 skólaárum í stað á 3½ til 4 árum eins og nú er. Vissulega er hér nokkuð meira álag á nemendur en þó ekki óeðlilegt. Þá er augljóst að veruleg hvatning er fólgin í að ljúka náminu einu ári fyrr og rúm- lega það. Prófastofnun fylgja fleiri kostir Með því að hafa prófastofnun sem er óháð skólunum verður mögulegt að viðurkenna þekkingu sem aflað hefur verið með öðrum hætti en að sækja skóla. Fjarnám ýmiss konar sem sótt er á mis- munandi staði, sjálfsnám, reynsl- unám og atvinnulífsnám er unnt að viðurkenna. Það eina sem þarf er að sanna með prófi hjá prófastofn- un er að viðkomandi uppfylli kröf- ur um þekkingu og hæfni. Á mynd nr. 2 er sýnt gróft skipulag á framhaldsskóla og starfsmenntabrautunum og verka- skipting á milli skilgreiningaraðila, kennslustofnunar og úttektaraðila (prófastofnunar). Fjöldi starfs- menntabrauta er mikill en lengd og tegundir náms eru ekki skil- greind hér. Í stað stúdentsnáms koma almennar grunnnámsbrautir með nokkuð fastan kjarna en auk þess rými fyrir nemendur að velja og leggja áherslu á fög sem starfs- menntabraut sú, er viðkomandi stefnir á, krefst til inngöngu. Líklegt er að námslok margra unglinga gætu styst um ein tvö ár og er það mikill akkur fyrir nem- endur og þjóðfélagið allt. Efna- hagslegur ávinningur er geysimik- ill og áhugavert að skoða, en það læt ég lesendum eftir. Kostir við kennslukerfi með prófastofnun eru margir og skal hér nefna nokkra:  Nemendur gætu hafið nám í há- skóla 18 ára ef starfsreynslu er ekki krafist.  Nemendur á öðrum starfs- menntabrautum fá traustari við- urkenningu á sínu námi sem gæti nýst til að sækja nám á öðru eða hærra skólastigi.  Samkeppnisnám svo sem er nú í læknisfræði, sjúkraþjálfun og á fleiri námsbrautum legðist af. Þeim áföngum sem keppt er í má koma fyrir í almennu grunn- námsbrautunum og velja inn á brautina nemendur eftir ein- kunnum frá Prófastofnun.  Nemendur á sömu starfs- menntabraut hefðu sama lág- marks undirbúning.  Kennslukostnaður stórlækkar og fyrir þann sparnað mætti búa skólana betri og nútímalegri kennslubúnaði.  Námslánakerfið yrði léttara þar sem nemendur yrðu yngri en nú er almennt.  Flutningur prófa til sérstakrar óháðrar stofnunar skapar frelsi og nýjar víddir.  Örvar notkun fjarnámstækni.  Styður við sjálfsnám og stuðn- ingsnám.  Gefur möguleika á viðurkenn- ingu á reynslunámi.  Örvar kennara til að leita nýrra aðferða við miðlun.  Gerir mögulegt að láta gott framtak njóta umbunar.  Örvar fyrirtæki til að sinna kennslu og þjálfun.  Viðurkennir atvinnulífið sem há- skóla.  Dreifbýlið á fleiri valkosti um nám fyrir sitt æskufólk.  Fróðir og hæfir einstaklingar eiga kost á að fræða og fá á það mat. Fyrir nokkrum árum, eða á árinu 1995, ritaði ég greinar í Morgunblaðið og reifaði hugmynd- ir mínar um framhaldsskólann. Þar fjallaði ég m.a. um prófastofn- un og örvandi kosti hennar á skólakerfi og er þessi greinarstúf- ur einskonar upprifjun á því inn- leggi mínu í umræðu um skólamál.   6 =$#, ''',  6,$<", 0',#',;' #, =$ $7<== 6 =$#, ''',  6,$<", 0',#',;' #, =$ $7<== 6 =$#, ''',  6,$<", "  $< 0',#',;' #, =$ $7<== K<<#<= =<<  '$, 7 $<,$#<( <# ,( <$<   K<<#<= =<< ">;,'' ,  "6,,==$( < +, # <',#*<#- $" $# #<#- " @# " ,# # '#@>$     0  =$( < . =  =,$= )#*$ =",         ! "     !    #   $  #   $  #   $    -#$$#6< "<   ,#( $ 67  ? $=$ &#-$  L # +#$ $< -   L # +#$ $< -  #7  #7    # $= #$= 2 '  (    )  (   )   L # +#$ $< -   L # +#$ $< -   L # +#$ $< -  #7 #7  #7    #$= # $= # $= 2 2 Höfundur er fyrrverandi skólameistari. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.