Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 37 þessa gjafmildu, fórnfúsu og söng- elsku konu. Ömmu fannst gaman að gleðja fólkið í kringum sig. Að dást að hlut- unum hennar var það sama og gefinn hlutur. Skipti ekki máli hvort hann var nýr eða henni mikils virði. Amma hafði gaman af börnum og komum við systkinin frá Hýrumel oft til afa og ömmu á Kambsveginn. Þar var oft glatt á hjalla. Á milli þess sem afi sagði okkur sögur kenndi amma okk- ur vísur og ljóð. Hjá ömmu fengum við að skoða allt sem hún átti. Amma leyfði okkur að tæta og róta í öllu, nota stytturnar sem leikfélaga, dúkana sína sem skikkjur og sófann sem skemmti- ferðaskip. Og ekki gerði amma mál úr því þó að allt væri á hvolfi þegar við krakk- arnir frá Hýrumel hlupum í röð út í bíl til pabba og mömmu eftir enn eina dvölina hjá þeim afa á Kambsvegi 13. Síðustu árin hennar ömmu bjó hún upp á Eir í Grafarvogi. Þar komum við reglulega til að hitta hana og Eirík afa. Að koma með litlu strák- ana, Bjarna Stein og Viktor, gladdi hjarta hennar mikið. Hún ljómaði öll og sýndi það með brosi og glampa í augum. Nú ert þú komin til afa. Aðskilnaðurinnn var ekki langur, aðeins rúmir þrír mánuðir. Það er sárt að sjá á eftir ykkur báðum með svona stuttu millibili en jafnframt ríkir friður í hjarta okkar að vita af ykkur saman á ný. Við kveðjum þig hér með ljóðinu sem afi samdi um þig á sextugsaf- mælinu þínu. Á Svartahafsbökkum, með suðræn vín, þú sextug ert orðin konan mín. Og eftir þrjátíu ára stríð, enn ertu karli þínum blíð. Í starf þitt lagðirðu stóra sál, stóðst við öll þín hjartans mál. Réttlætiskennd þín rík og sterk, rétti þér styrk við sérhvert verk. Öllu lífi þú unnir heitt, allt léstu í té sem gastu veitt. Aldrei þoldirðu aumt að sjá úr því þú vildir bæta þá. (Eiríkur Stefánsson.) Það er aðeins eitt sem okkur lang- ar til. Að lifa nógu lengi til að endur- gjalda þér á einhvern hátt óverð- skuldað og takmarkalaust örlæti þitt. (Pam Brown.) Guð geymi þig amma. Eiríkur, Guðmundur, Halla og Guðlaugur. Una var ein af 9 systkinum og að- eins 11 ára er hún missti föður sinn. Una fór því snemma að vinna fyrir sér fjarri átthögum sínum. Hún setti sér fljótt það mark að komast til Reykjavíkur og stundaði nám við kennaraskólann, en ekki var leiðin alltaf greið fyrir fátæka nemendur. Una varð að sækja erfiðisvinnu með náminu en hún var viljasterk og markmiðið náðist. Una fór að kenna, fyrst úti á landi, og síðar í Reykjavík við Laugarnesskólann. Um tíma hafði hún smábarnaskóla heima hjá sér á Kambsvegi 13. þar sem þau hjónin Eiríkur og Una höfðu byggt sér hús ásamt systur Unu og mági. Eiríkur lést 8 apríl síðastliðinn, þá liðlega 100 ára. Þar annaðist Una garðinn sinn af mikili nærfærni. Hún var mikill dýravinur og sannur málsvari þeira smáu. Una unni úti- vist og dáði hreint og ósnortið land. Oft var kátt í Unuskóla þegar hún spilaði á gítarinn sinn og börnin sungu af mikilli list. Það var oft gest- kvæmt á Kambsvegi 13, þeim hjón- um var gestrisni í blóð borin. Una hafði mikið að gefa, umhyggjuna og hlýjuna sem speglaðist í brosinu allt til þess síðasta og Eiríkur alltaf hress og glaður. Ekki fór sorgin fram hjá þeirra garði fremur en margra annarra en þau hjónin misstu son sinn í blóma lífsins frá konu og ung- um börnum. Þau hjónin dvöldu síð- ustu árin á hjúkrunarheimilinu Eir og nutu góðrar aðhlynningar þar. Börn þeirra hjóna hafa sýnt foreldr- um sínum ómetanlega umhyggju þegar heilsa þeirra fór að bresta. Það var mikill gleðigjafi fyrir okkur í sveitinni fyrir norðan þegar dóttir þeirra hjóna Guðrún kom á vorin eins og farfuglarnir svo létt í lund og létt í spori. Nú er þetta að baki. Syst- ir mín góð, ég þakka þér allt og óska þér guðs blessunar og góðra endur- funda við ástvini þína. Sigríður Sveinsdóttir. Móðursystir okkar, Una, lést í hárri elli á hjúkrunarheimilinu Eir 18. júlí síðastliðinn. Minningarnar hrannast upp þegar litið er aftur til uppvaxtaráranna þar sem margir höfðu áhrif á uppeldi og þroska unga fólksins í Kleppsholtinu í Reykjavík um og upp úr 1950. Una var ein af þeim. Hún var barnakennari og stofnaði smábarnaskóla í hverfinu þar sem margir stigu sín fyrstu spor á menntabrautinni. Ég var ein af þeim sem var í tímakennslu hjá Unu frænku minni í Unuskóla. Skólinn var þá til húsa í bílskúr á Langholts- veginum hjá Jóa rakara. Ég fór á morgnana með Unu, og Eiríkur mað- ur hennar ók okkur þangað. Ég man það svo vel hvað gaman það var þeg- ar Eiríkur kom að sækja okkur um hádegið. Krakkarnir flykktust í kringum hann og hann brá á leik við okkur á stéttinni, glettinn og kátur. Það er ekki hægt að minnast Unu án þess að nefna Eirík eiginmann henn- ar. Þau voru bæði alin upp í Hróars- tungu á Héraði hjá frændfólki, Eirík- ur á Hallfreðarstöðum og Una í Húsey. Það var þrettán ára aldurs- munur á þeim hjónum og oft var á það minnst að Eiríkur hafði kennt Unu í farskóla á kennaraárum sínum eystra. En það var ekki fyrr en þau hittust aftur í Reykjavík að þau felldu hugi saman og gengu í hjóna- band á Þorláksmessu árið 1944 þeg- ar þau fluttu á Kambsveg 13 í Kleppsholti í hús sem þau byggðu með foreldrum okkar. Kleppsholtið var í byggingu á þessum árum. Það var sérstakur heimur því að þar mættist bæjar- og sveitalíf. Í kring- um fjölskylduhúsið okkar fluttu smám saman ættingjar austan af landi og norðan úr Húnaþingi þannig að mikill samgangur var á milli húsa. Það var gott og uppbyggjandi sam- félag þar sem skólinn hennar Unu frænku skipaði ákveðinn sess. Þegar hún sjálf var komin með sín fjögur börn flutti hún skólann heim og kenndi í Norðurendanum. Seinna leigði hún kjallara í húsinu á móti og hélt áfram smábarnakennslu sinni allt fram að því að sex ára deildir fóru að verða algengar í Grunnskólum Reykjavíkur. Það eru margir sem lærðu að lesa í Unuskóla og minnast hans með gleði enn í dag. Þegar Una lagði niður skólann sinn fór hún að kenna í Árbæjarskóla í Reykjavík og seinna í Laugarnesskólanum. Ég man það svo vel að þegar hún fór að kenna í Árbæjarskóla og þurfti að komast á milli, gerði hún sér lítið fyr- ir og lærði á bíl, tók próf og ók á gráa skódanum þeirra upp í Árbæ. Hún var kjörkuð og dugleg kona sem lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Una var mikill náttúruunnandi og dýravinur. Hún vann mikið í garðinum okkar og prýddi blómabeðin með steinum sem hún tíndi úti í náttúrunni. Fjölskyld- an átti alltaf ketti og var hugsað um þá eins og smábörn. Þeir voru bað- aðir og vafðir inn í handklæði og þurrkaðir og um þá farið mjúkum og mildum höndum. Una var söngelsk og spilaði á gítar. Mikið var sungið heima og spilaði Una þá á gítarinn. Lögin voru rödduð svo að úr varð margraddaður kór. Þrátt fyrir stórt heimili og mikinn gestagang og vinnu utan heimilis söng hún í kór í mörg ár, Alþýðukórnum undir stjórn Hallgríms Helgasonar, og naut hún þess mjög. Gestagangur var mikill á heimili Unu og Eiríks. Sveitungar þeirra úr Tungunni og margir aðrir komu og voru um lengri eða skemmri tíma. Öllum var tekið af alúð og aldrei var annað að finna en allir væru hjartanlega velkomnir. Það eru góðar minningar sem fylgja mér og systkinum mínum, minningar sem tengjast móðursystur okkar, Unu og manni hennar Eiríki. Þau voru sam- hent, lífsglöð og skemmtileg hjón. Elsku Una, þakka þér fyrir þinn þátt í uppvexti okkar á árunum í Kleppsholtinu. Fyrir hönd systkinanna á Kambs- vegi 13. Magnea Ingólfsdóttir. Skólabróðir okkar og fornvinur, Hákon Her- tervig, er allur. Hann hefur undanfarið eitt og hálft ár ekki gengið heill til skógar en í samtali fyrir nokkrum vikum, lét hans þess getið, að sér liði skár og var vongóður, að í hönd færi betri tíð. En, eins og jafn- an áður, fær enginn sköpum ráðið og nú sitjum við eftir hnípnir og hryggir og söknum vinar í stað. Yfir 50 ára samferð er á enda. Aldrei verður framar tekið í spil, aldrei framar höfð í frammi gamanmál og minn- ingar löngu liðinna daga rifjaðar upp. Hvílík umskipti, í einni andrá hefur allt breyzt, rúbertan búin og ekki verður aftur gefið! Og við, sem höfðum ákveðið að hittast og gleðj- ast við heimsókn svila hans, Ólafs Árna, ræðismanns Íslands í Texas, um mánaðamótin ágúst/september næstkomandi. Sá fundur mun samt fara fram, bara síðar, á öðrum stað, í öðru umhverfi. Hákon var borinn og barnfæddur Siglfirðingur, yngstur 5 barna Óla Hertervigs, bakara, og konu hans Abilínu Guðrúnar Sigurð- ardóttur Hertervigs. Óli lét mikið til sín taka á Siglufirði um sína daga, sat í bæjarstjórn um árabil, var bæj- arstjóri 1942–1946, en á þeim árum var Skeiðsfossvirkjun tekin í gagnið, en að byggingu hennar hafði hann unnið um langa hríð og sá þessa eign Siglufjarðarbæjar verða að veru- leika. Hákon var gjörvulegur að vallar- sýn, rösk 6 fet á hæð, grannvaxinn framan af en þreknaði er leið á æv- ina, rauðbirkinn á hár og hörund, bjarteygur og kímileitur og ávallt var stutt í brosið. Hann var forkur duglegur, glaðsinna, dálítið stríðinn, áheyrilegur og sagði vel frá. Manni leið ávallt vel í návist hans. Fyrstu kynni okkar hófust haustið 1948 á Akureyri, er Hákon og tveir fyrstnefndu okkar undirritaðra hófu nám við Menntaskólann á Akureyri. Árin á Akueyri voru ár gleði og ærsla, náms og þroska, og einhver yndislegustu ár ævinnar. Við útskrif- uðumst stúdentar vorið 1952, þrír á Akureyri og einn í Reykjavík, og þá strax um haustið hélt Hákon til Darmstadt í Þýzkalandi og hóf nám í húsagerðarlist. Ári síðar hófum við undirritaðir nám í Þýzkalandi, Ólaf- ur í Darmstadt en við hinir tveir í Mannheim og því aðeins vík á milli vina og var mikill samgangur á milli okkar. Þessi ár voru ekki síður ógleymanleg en árin á Akureyri, vin- HÁKON HERTERVIG ✝ Óli Hákon Her-tervig fæddist á Siglufirði 20. júní 1932. Hann lést í Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi 16. júlí síðastliðins og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 24. júlí. áttan ræktuð og efld, við vorum sem fóst- bræður og tengdumst þarna órjúfanlegum böndum. Við ferðuð- umst vítt og breitt um Evrópu á þessum ár- um, m.a. til Telemark í Noregi en einmitt þar liggja rætur Hákonar í föðurætt hans. Hákoni gekk vel í námi sínu, enda skarp- greindur, vel lesin í fagurfræðilegum efn- um, listfengur, afburða dráttlistarmaður og frábær smiður. Á vettvangi smíða vafðist ekkert fyrir Hákoni Herter- vig. Hann lauk fyrri hluta prófi vorið 1955, fór heim til Íslands, kvæntist sinni heittelskuðu Hebu og hélt með henni til Fíladelfíu í Bandaríkjunum og lauk þaðan prófi 1958. Þegar heim kom réðst hann til Teiknistofu Sambandsins og vann þar sem arkitekt, þar til hún var lögð niður um miðjan níunda áratuginn. Hákon teiknaði og átti þátt í hönnun fjölda húsa, stórra og smárra, fyrir Samvinnuhreyfinguna. Nefna má t.d. stórhýsin í Ármúla 3, sem nú hýsir VÍS, hús Osta- og Smjörsöl- unnar á Bitruhálsi og hið gríðar- mikla hús í Holtagörðum, sem þá var stærsta verzlunarhús, sem nokkurn tíma hafði verið byggt á Íslandi. Há- kon sýndi mikla útsjónarsemi við breytingu gamalla húsa og hönnunar viðbygginga við þau, eins og t.d. þau, sem Samvinnubankinn keypti og tók sér samastað í við Bankastræti í Reykjavík á sjöunda áratugnum. Þar þótti vel að verki staðið og var það jafnan einkunnin, sem Hákon fékk fyrir störf sín. Á fyrstu búskaparárunum og með- an verið var að koma sér þaki yfir höfuðið, var vinnudagur Hákonar oft langur og teiknaði hann á þeim árum fjölda einbýlishúsa fyrir einkaaðila. Eitt mannvirki, kirkjan í Ólafsvík, sem vígð var 1967, á væntanlega eft- ir að halda nafni Hákonar lengst á lofti, því hún þótti mjög framúr- stefnuleg og var ein fyrsta kirkjan á Íslandi, sem ekki var byggð í hinum hefðbundna, þjóðlega stíl. Hákon lagði mikla alúð í hönnun kirkjunnar og hafði að fyrirmynd og ívafi lífs- baráttu íbúa Ólafsvíkur, annarsveg- ar sjósóknina og hinsvegar meginaf- urð hennar, hinn flatta saltfisk. Hákon og félagar hans keyptu rekstur Teiknistofu SÍS og stofnuðu Nýju teiknistofuna ehf. og unnu áfram fyrir Sambandið, kaupfélögin og dótturfélög þeirra, auk þess að sinna verkefnum á hinum almenna markaði. Talsverð lægð var í efna- hagslífinu á þessum tíma, en Hákoni og félögum tókst að byggja upp fyr- irtæki sitt hægt og bítandi og nýtur það í dag mjög góðs orðs fyrir ábyrgðarfull og vönduð vinnubrögð. Eins og áður segir, kvæntist Hákon eftirlifandi konu sinni, Hebu, dóttur Ottós J. Ólafssonar, kaupsýslu- manns, og Borghildar Ólafsdóttur, snemma árs 1956. Hjónaband þeirra var mjög ástríkt og mikið jafnræði ríkti með þeim hjónum. Hákoni og Hebu varð þriggja barna auðið, þeirra Borghildar, málfræðings og kennara, f. 1956, Óla Jóns, bygginga- tæknifræðings, f. 1958 og Hebu, arkitekts, f. 1963, sem öll eru vel gift og hafa alið Hákoni og Hebu ynd- isleg barnabörn, eina telpu og sex drengi. Við ótímabært fráfall vinar okkar Hákonar Hertervigs, er mikill harm- ur að þessari yndislegu fjölskyldu kveðinn og biðjum við undirritaðir algóðan Guð að veita þeim huggun sína og styrkja þau í sorg þeirra og harmi. Guð blessi minningu Hákonar Hertervigs. Ólafur Árni Ásgeirsson MA52 Gunnar Gunnarsson MA52 Gylfi Guðmundsson MR52. 6     1    1 #%GA    *          ' ( !#%# ,     -    3       $    )( ))44 / -  &/ -'    # 6' & "# 6' $ #/ *   +       +     2   -2-        '   '   '    0 (01  J.C  .''5'#3K? -#/ "  $ # 67'$67 667&'6667/ * -  +     +   2   -2-       '            '   '       1 "2#/ :I & #' & (#$ #   $ # ./ $ #    & #'5#' $ # 2-& & . #/ & /05@#'# $ # 6676667&'#2 5##/ EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.