Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Oddbjörg S. Sig-urðardóttir fæddist í Kerlingar- dal í V-Skaftafells- sýslu 27. febrúar 1932. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður Sverrisson, f. 4. okt. 1895, d. 7. júní 1992 og Ástríður Bárðardóttir, f. 6. des. 1904, d. 1967. Systkini Oddbjargar voru Ásgeir, f. 1929, Sigríður, f. 1934, Jóhanna Bára, f. 1935, Sverrir, f. 1936, d. 1967, Þórhildur, f. 1939 og Sigur- sveinn, f. 1941. Oddbjörg giftist Steindóri Bjarnfreðssyni árið 1961. Þau skildu 1980. Börn þeirra eru: 1) Erlingur, f. 29. september 1963, d. 27. nóvember 1999. 2) Sigurður, f. 13. júlí 1965, kona hans er Valgerður Ósk Ott- ósdóttir og eiga þau tvo syni. 3) Ásgeir, f. 25. júní 1966. 4) Sverr- ir, f. 21. júlí 1967, kona hans er Jórunn F. Víglundsdóttir og eiga þau þrjú börn. 5) Ingibjörg, f. 26. desember 1969, maður hennar er Alfons Sólbjartsson og eiga þau þrjú börn. Oddbjörg fluttist ársgömul með fjölskyldu sinni að Jórvíkurhryggj- um í Álftaveri í V- Skaftafellssýslu, þar sem hún ólst upp. Hún gekk í barna- skóla á Herjólfsstöð- um. 17 ára gömul fluttist Oddbjörg til Reykjavíkur og hóf störf á barnaheim- ilinu Silungapolli og starfaði þar í tvö ár. Næstu tvö árin starfaði hún hjá Mjólkurstöð Reykja- víkur og svo á Rík- isspítölunum. Á sumrin, á árun- um 1952–1960, aðstoðaði hún foreldra sína, sem þá bjuggu á Ljótastöðum í Skaptártungu við ýmiss konar bústörf. Oddbjörg var heimavinnandi á meðan börn hennar uxu úr grasi en hóf störf utan heimilis að nýju, nú hjá Heimilishjálp í Reykjavík upp úr 1980. Þar starfaði hún allt þar til hún lét af störfum vegna heilsu- brests árið 1994. Alla sína tíð var Oddbjörg mikil handverkskona og síðustu ár ævi sinnar notaði hún tímann í að sinna því áhuga- máli af miklum móð. Útför Oddbjargar fer fram í Mosfellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Aldrei hefði mig órað fyrir hversu stóru hlutverki þú gegndir í lífi mínu. Það er sem maður missi alla fótfestu. Þó svo ég hafi ekki fengið að njóta þess að alast upp alla mína bernsku hjá þér, þá gegndirðu alltaf miklu hlutverki í mínu uppeldi. Ég minnist þín sem stoðar minnar og stytta, al- veg sama hvað gekk á. Þú gast verið hörð sem húsbóndi eða mjúk sem ástríkasta móðir. Ég gleymi aldrei þeim stundum sem við systkinin sát- um saman við eldhúsborðið á kvöldin og þú sagðir okkur sögur úr sveitinni og því sem á daga þína hafði drifið. Þannig veittirðu mér þekkingu og fordæmi sem nýtist svo í lífsins skóla. Það var gaman að fylgjast með því hve mikla þolinmæði þú hafðir við handavinnuna þína og er ég nán- ast viss um að það eru mörg heimilin sem skarta handverksmunum þínum enn í dag. Þú varst ekki að velta þér upp úr því sem gera þurfti eða þú vildir, allt frá því að bora fyrir gard- ínutöppum eða mála smæstu myndir á postulín. Í dag mun ég fylgja þér til hinstu hvílu við hlið Ella bróður og megi minning þín lifa. Hvíl í friði. Þinn sonur, Sverrir. Oddbjörg tengdamóðir mín er lát- in, aðeins rúmum mánuði eftir að ég keyrði hana upp á Landspítala, í „smátékk“ eins og hún orðaði það. Þú hafðir fundið svolítið til í hjartanu þínu einhverja daga og ákvaðst að tala við lækninn, en það fór aðeins öðruvísi. Þú varst lögð inn og sagðir mér að ef þú hefðir vitað að það ætti að leggja þig inn þá hefðir þú líklega sleppt því að fara. En þetta voru nú bara nokkrir dagar, síðan komstu heim og fórst að taka upp þína fyrri iðju, að mála postulín sem þú hafðir svo gaman af að gera. En hjartað fór að segja til sín aftur og aðeins örfá- um dögum eftir að þú komst heim var ég aftur á leið með þig upp á spít- ala, nú í sjúkrabíl. Þú jafnaðir þig fljótt en það var ákveðið að þú færir í aðgerð. Daginn fyrir aðgerðina kom ég með Sigga og Theodór í heim- sókn. Það lá svo vel á þér og það var ekki að sjá að þú kviðir nokkuð fyrir aðgerðinni. Við töluðum svo vel og lengi saman um heima og geima á meðan strákarnir skottuðust í kring- um okkur og þú dáðist svo að krafti þeirra og orku að þér var bara nokk- uð skemmt að sjá þá hlaupa upp og niður stigann. Við töluðum um að skella okkur til Spánar næsta vor í tilefni af sjötugsafmæli þínu og svo voru líka tvö önnur tilefni fyrir Spán- arferðinni, þó svo að megintilgangur ferðarinnar værir þú, þá yrði Sverrir 35 ára næsta sumar og við (Sverrir) ættum 10 ára brúðkaupsafmæli. „Já, eruð þið búin að skottast saman í heilan áratug“ sagðir þú og hlóst dátt. Við þessi orð fór maður að hugsa til baka frá því að ég hitti þig fyrst á Langholtsvegi 46. Það var upphafið að góðum vinskap sem hélst alla tíð. Þó svo að við værum ekki alltaf sammála gátum við alltaf talað saman um allt og ekkert. Það var svo gaman að koma til þín í kaffi og hlusta á þig segja sögur, því þú sagðir svo skemmtilega frá hlutun- um, svo ekki sé minnst á spábollana sem þú last úr. Það var nú ýmislegt spaugilegt í þeim hvort sem það var satt eða logið. Stefanía Lind er enn að tala um þegar hún kom trítlandi upp til þín eða niður, eftir því hvar við bjuggum hverju sinni, í kjallaranum eða uppi, til að fá hafragraut og þegar Siggi fór að hafa vit til, fylgdi hann líka fast á eftir. Já, þetta var nú meira vesenið á okkur, en þú máttir ekki heyra á það minnst að við færum að leigja eins og við vorum búin að gera í nokkur ár. Það var með þinni hjálp að við gátum keypt okkur íbúðina uppi í Hraunbæ, en þú náttúrlega leist ekki svoleiðis á málið. Já, við eigum þér mikið að þakka og það er mikið skarð sem þú skilur eftir. Ég er ekki bara að missa tengdamömmu og ömmu barnanna minna heldur líka kæra vinkonu. Ég hef lært svo mikið af þér og mun gera mitt besta að kenna börnunum okkar Sverris að læra að meta það sem mestu máli skiptir, að einblína ekki á vonbrigðin heldur gera meira úr því sem gott er. Elsku Oddbjörg mín, nú ertu komin til hans Ella og í sameiningu gætið þið okkar þar til við hittumst á ný. Þín tengdadóttir. Jórunn Víglundsdóttir. Elsku amma. Nú ertu hjá Ella. Ég veit þú hefur saknað hans mikið. Takk fyrir allar stytturnar og jóla- diskana sem þú málaðir og gafst okkur. Við munum passa það vel. Nú ertu orðin engill á himnum sem mun vaka yfir okkur. Við munum sakna þín mjög mikið og það var gott að þú kenndir pabba að baka flatkökur, nú getum við alltaf fengið ömmuflat- kökur, þó svo pabbi hafi ekki náð að fletja þær út eins og þú gerðir, en hann er að læra. Passaðu vel Ella fyrir okkur og hina sem við þekkjum hjá Guði. Ástarkveðjur, Stefanía, Sigurður og Theodór. Í dag kveðjum við þig, kæra syst- ir, frænka og mágkona. Þrátt fyrir erfið veikindi gerðum við okkur von- ir um að þú mundir ná heilsu á ný. En kallið kom fyrr en við áttum von á. Elsku Oddbjörg okkar, það koma margar góðar minningar upp í hug- ann. Við minnumst áranna heima í Álftaveri þar sem þú varst hægri hönd foreldra okkar og leiddir okkar litlu hendur fyrstu skrefin. Við vor- um yngst systkinanna og þú hafðir alltaf nægan tíma og þolinmæði fyrir okkur. Ó, leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesú, ég þér sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú að mér gáðu. (Á.E) Ung að árum fórst þú til Reykja- víkur að vinna. Við minnumst þess hve glöð við vorum yfir jólapökkun- um sem þú sendir okkur og ekki var gleðin minni þegar þú gast verið hjá okkur. Alltaf varst þú mjög gestrisin og notalegt að koma til þín, þiggja hjá þér kaffisopa og hvolfa bolla. Þá var oft mikið hlegið og gert að gamni sínu. Þú hafðir mikið yndi af allri handavinnu hvort sem það var prjónaskapur, flos, keramik eða postulínsmálun, allt lék þetta í hönd- unum á þér. Þú varst sérstaklega listfeng og eftir þig liggja mörg fall- eg verk. Þú varst dugleg að búa til fallega hluti, en samt enn duglegri að gefa frá þér, því gjafmildi þín var einstök. Við biðjum góðan Guð að vernda og styrkja börnin þín, barnabörn, tengdabörn og alla ástvini. Við sökn- um þín öll. En vitum að vel hefur ver- ið tekið á móti þér, af þínum elsku- lega syni, bróður og foreldrum. Elsku Oddbjörg, við þökkum þér alla góðvild og hlýju, Guð geymi þig Þórhildur, Sigursveinn, Svandís og Rósa. Mig langar í örfáum orðum að minnast elsku frænku minnar henn- ar Oddbjargar. Við Oddbjörg ólumst upp sem nágrannar og hefur hún í gegnum árin verið ein af mínum tryggustu og bestu vinkonum. Nú er komið að kveðjustund elsku Odd- björg mín og mikill er söknuðurinn en efst í huga mér er þakklæti fyrir ljúfa samfylgd í gegnum öll okkar ár. Margs er að minnast og má þar t.d. nefna hin ógleymanlegu hrossa- kjötsboð þegar Oddbjörg bauð okk- ur Siggu systur og systrum sínum þeim Þórhildi og Báru heim til sín, þá var nú mikið skrafað og hlegið. Oddbjörg var einstaklega gjafmild og hafði mjög gaman af að gefa og gleðja aðra og oftast voru það hlutir sem hún hafði sjálf búið til og vil ég þar helst nefna postulínshlutina sem hún málaði svo einstaklega vel. Hún prjónaði einnig og saumaði af mikilli list og öll handavinna lék í höndum frænku minnar. Um síðustu hvítasunnuhelgi átt- um við Oddbjörg saman yndislega stund. Við fórum saman í sveitina til Siggu frænku okkar til þess að gleðj- ast með henni á áttræðisafmælisdegi hennar og auðvitað hafði Oddbjörg meðferðis fallegan postulínsvasa handmálaðan eftir sig sjálfa sem hún færði afmælisbarninu. Mikið er ég þakklát fyrir þennan dag sem ég átti með þér elsku frænka mín og geymi ég hann ljúft í minningu minni. Ég sendi börnum Oddbjargar, systkinum og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur og kveð ég þig með þessu fallega ljóði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig elsku frænka mín. Minning þín er ljós í lífi mínu. Ingibjörg Guðmannsdóttir. Á bláum hestum hugans, um himin minn eg svíf. Eg sé í djúpum draumi, að dauðinn skapar líf. Þar búa ótal andar, og áfram streyma þeir. Þar er í lausu lofti, eitt ljós sem aldrei deyr. Eg flýg í allar áttir, og yfir skýjaborg. Þar inni í þéttri þoku, er þagnarinnar sorg. En djúpt í hugans hafi, er heimsins minnsta ögn. Hún býr um alla eilífð, í endalausri þögn. (Kristján Hreinsson) Kæra Oddbjörg mín. Þessar ljóð- línur komu í huga minn þegar ég veit að þú svífur um loftin blá. Það hafa verið fagnaðarfundir þegar þú hittir Erling son þinn sem farinn var á undan þér. Þú valdir ykkur legstað sem þú varst í alla staði ánægð með. Mér datt ekki í hug að þú færir svo fljótt frá okkur en þegar heilsan er farin þá er gott að fá að leggjast til hinstu hvíldar. Við söknum þín öll. Ég sendi börnum þínum, barnabörn- um, systkinum og vinum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín frænka Guðbjörg. ODDBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Guðsteinn S. Sigur- jónsson var Borgnes- ingur í húð og hár eða „orginal“ eins og hann sagði sjálfur. Hann var engum líkur! Guð- steinn eða Steini Jóru eins og hann var gjarnan kallaður var svo sann- arlega hrókur alls fagnaðar. Steini hafði allt til að bera til að segja góðar sögur: hann var vel lesinn, fylgdist vel með fréttum, hafði lifað tímana tvenna og þekkti svo marga. Þegar þetta blandaðist saman við góðan húmor, eftirhermuleikni og létta stríðni var árangur tryggður. Einn af föstu punktunum í tilveru Steina GUÐSTEINN SIGURÞÓR SIGURJÓNSSON ✝ Guðsteinn Sigur-þór Sigurjónsson fæddist í Borgarnesi 9. janúar 1931. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 10. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgarneskirkju 20. júlí. seinni árin var morg- unspjall öldungaráðs- ins í Hyrnuhorninu. Betri sölumann en Steina hef ég ekki þekkt. Reyndar voru fyrstu kynni mín af honum, fyrir u.þ.b. 15 árum, að ég þurfti að fara í byggingarvöru- deildina eftir einhverju smálegu. Eftir sam- skiptin við Steina gekk ég út með „alveg ómiss- andi handryksugu“. Þeir eru líka margir sem hafa keypt af hon- um bíl í gegnum tíðina. Steini var alla tíð heilsuhraustur en varð þó fyrir því að missa bæði tá og fingur. Hann hafði afar gaman af því að segja barnabörnunum frá því. Tána missti hann þegar hann var ungling- ur á skátamóti í Kaupmannahöfn og varð undir járnbrautarlest! Fingur- inn missti hann við fjárflutninga. Hann var að stökkva niður af vöru- bílspalli þegar giftingarhringurinn kræktist í nagla og varð eftir, sem og fingurinn. Á þessum árum var mal- arvegur og varð Steina heldur illt þegar verið var að keyra með hann til læknis. Datt þeim þá það snjall- ræði í hug að koma við hjá dýralækn- inum og fá hjá honum deyfilyf. Fékk Steini smáskammt af morfíni og þeg- ar á spítalann var komið var hann skælbrosandi og kátur. Vinur hans hafði um þetta að segja: Níu tær og níu fingur – teldu betur Jórulingur! Eins og áður hefur komið fram gat Steini verið stríðinn: Eitt sinn hitti hann ónefndan mann sem nýkominn var frá Ólafsvík með farm. Sá var að barma sér yfir því að farmurinn hefði verið vigtaður í Ólafsvík og síð- an aftur í Borgarnesi og munaði 300 kílóum á vigtinni. Steini var snöggur til svars: „Veistu ekki af hverju það er? Það veit ég, það eru nefnilega fahrenheit í Ólafsvík en celcius í Borgarnesi.“ „Veit ég það, veit ég það,“ segir hinn, „en munurinn er samt mikill!“ Steini var barngóður og barnabörnin sóttu í að fara með afa að veiða í Afavatni eða kíkja í heimsókn til hans og Soffíu ömmu. Sem loftbára rísi við hörpuhljóm og hverfi í eilífðargeiminn, skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm – þau komu til þess í heiminn. En þó á sér vonir hvert lífsins ljós, er lúta skal dauðans veldi, og moldin sig hylur með rós við rós, er roðna í sólareldi. En svo eru vonirnar – vonir um líf, sem veldinu heljar ei lúti, þær lýsa oss hátt yfir kvalir og kíf – og kennist, þá bernskan er úti. Þær tala um sífögur sólskins-lönd og saklausa eilífa gleði, með kærleik og frið, engin fjötrandi bönd, en frjálst allt, sem drottinn léði. (Einar Benediktsson.) Steini birtist mér í draumi fjórum dögum eftir lát sitt. Mér fannst ég sæti í kirkjunni og væri að bíða eftir að útför hans hæfist. Skyndilega birtist hann mér ljóslifandi vinstra megin við kistuna sína. Ég sagði: „Ert þetta virkilega þú Steini?“ Hann játti því og brosti. „Hvernig er þarna, ertu búinn að sjá tvíburana?“ „Nei, ekki ennþá, en þeir eru hérna allir, Stebbi, Pétur og Gummi Við- ar.“ „Og hvernig hefurðu það?“ spyr ég. „Fínt, en ég sakna ykkar bara.“ Í þessu vakna ég og gat ekki sofnað aftur. Söknuðurinn er gagnkvæmur. Hér eru margir sem sakna Steina og hjá sumum okkar verður ekkert aft- ur eins og áður var. Soffía mín, lífs- förunautur Guðsteins og hans besti vinur. Þú og börnin ykkar eigið sam- úð mína alla. Ég þakka Guðsteini tengdaföður mínum fyrir samfylgd- ina. Hún var alltaf ljúf. Anna S. Einarsdóttir. við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.