Morgunblaðið - 26.07.2001, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
#$
%
&
'
(
# $ $ &
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÞVÍ hefur verið haldið fram að
fimmta hvert banaslys á Íslandi
tengist ölvunarakstri á einn eða
annan hátt auk þess sem stóran
hluta alvarlegra slysa megi rekja
til þess að ökumaður var drukkinn.
Líklega hefði mátt koma í veg fyrir
marga harmleiki götunnar ef tekist
hafi að stöðva ökumennina áður en
slys hlutust af.
Því miður virðist sem sumir
veigri sér við að tilkynna til lög-
reglu ef þeir verða þess varir að
ölvaður maður sest upp í bíl. Þetta
á sérstaklega við ef hinn ölvaði er
fjölskyldumeðlimur eða vinnufélagi
en þá vilja margir loka augunum
og telja að þeim „komi ekki við“
hvað aðrir aðhafist. Slík viðhorf
eru ekki aðeins ámælisverð heldur
beinlínis stórhættuleg. Þegar rætt
er um ölvunarakstur kemur fyrst
upp í hugann alvarleg umferðar-
slys. Færri gera sér grein fyrir
þeirri fjárhagslegu áhættu sem
fylgir því að aka undir áhrifum
áfengis eða sitja sem farþegi í bíl
með ölvuðum ökumanni. Tjón, sem
verður á ökutæki þess sem ekur
undir áhrifum áfengis, verður hann
iðulega að ber sjálfur. Í umferð-
arlögunum er svo fyrir mælt að vá-
tryggingafélag, sem greitt hefur
bætur vegna tjóns af völdum öku-
tækja þar sem ökumaður var undir
áhrifum áfengis eignast endur-
kröfurétt á hendur þeim sem tjóni
olli af ásetningi eða stórkostlegu
gáleysi.
Dómsmálaráðherra skipar nefnd
þriggja manna sem kveða á um
hvort og þá að hve miklu leyti
beita skuli endurkröfum.
Á árinu 2000 bárust nefndinni
samtals 107 slík mál til úrskurðar
en af þeim málum samþykkti
nefndin endurkröfu, að öllu leyti
eða hluta, í 98 tilfellum.
Hæsta endurkrafan nam 5 millj-
ónum króna.Af þeim 77 tilfellum,
þar sem mælt var með endurkröfu
vegna ölvunar ökumanns, mældust
62 þeirra í efri mörkum hvað varð-
ar áfengismagn í blóði sem þýðir
að þeir töldust óhæfir til að aka.
Athygli vekur að karlar voru í
miklum meirihluta þeirra sem end-
urkrafðir voru vegna ölvunarakst-
urs.
En það eru ekki aðeins öku-
mennirnir sjálfir sem þurfa að
gjalda fyrir ölvunarakstur. Ef
sannað þykir að farþegar hafi vitað
af ölvun ökumanns getur bótarétt-
ur þeirra skerst eða fallið alveg
niður. M.ö.o: Sá sem lendir í um-
ferðarslysi sem ölvaður ökumaður
veldur getur átt á hættu að fá eng-
ar slysabætur. Í því sambandi má
geta þess að fyrir nokkrum árum
féll Hæstaréttardómur sem sýkn-
aði tryggingafélag af bótakröfu
manns sem slasaðist í bílveltu eftir
að hafa tekið sér far með ölvuðum
ökumanni. Í dómi Héraðsdóms
segir að farþeganum hafi hlotið að
vera það ljóst að ökumaður var
undir áhrifum áfengis. Og með því
að taka þátt í ökuferðinni hafi hann
tekið verulega áhættu og sýnt af
sér stórkostlegt gáleysi sem leiði
til þess að hann hafi fyrirgert bóta-
rétti sínum.
Ölvaðir ökumenn hætta því ekki
aðeins sínu eigin lífi og limum svo
ekki sé talað um samferðamenn
þeirra í umferðinni, heldur taka
þeir stórkostlega fjárhagslega
áhættu með slíkri háttsemi. Þess
má geta að ökumenn, 25 ára eða
yngri, voru 47% þeirra sem end-
urkrafðir voru á árinu 2000.
Tvö af umferðarheitunum í Þjóð-
arátaki VÍS gegn umferðarslysum
eru eftirfarandi:
Ég heiti því að aka aldrei undir
áhrifum áfengis.
Ég heiti því að setjast aldrei upp
í bíl með drukknum ökumanni.
Vátryggingafélag Íslands heitir
á alla ökumenn að tileinka sér
þessi umferðarheit og taka þannig
beinan þátt í því að fækka umferð-
arslysum.
ÁSGEIR BALDURS,
markaðsstjóri
Vátryggingafélags Íslands hf.
Ölvunarakstur
– óþörf áhætta
Frá Ásgeiri Baldurssyni:
LESA má í Lúkasarguðspjalli 14.
kafla og versum 25 og 26: „Mikill
fjöldi fólks var honum (þ.e. Jesú)
samferða. Hann sneri sér við og
sagði við þá: „Ef einhver kemur til
mín og hatar ekki föður sinn og
móður, konu og börn, bræður og
systur og enda sitt eigið líf, sá getur
ekki verið lærisveinn minn.““ Þýð.
1981.
Sjálfsagt finnst fleirum en mér
þetta vera hörð orð og lítt samræm-
anleg kærleiksboðskap Jesú Krists.
Ég fór að athuga aðrar biblíuþýð-
ingar, hvort þessi texti væri alls
staðar eins þýddur, svo reyndist
ekki vera. Í biblíuútgáfunni 1859 er
textinn þannig þýddur: „Honum
varð samferða mikill fjöldi fólks,
snerist hann þá við þeim og tók svo
til orða: „Ef sá er nokkur, sem til
mín kemur og metur ekki minna föð-
ur sinn og móður, konu, börn, bræð-
ur og systur og jafnvel sitt eigið líf,
hann kann ekki minn lærisveinn að
vera.““ Leturbreyting S.J. Þessi
texti er í algerri samhljóman við það
sem Jesús segir í Matteusarguð-
spjalli 10:37: „Sá sem ann föður eða
móður meir en mér, er mín ekki
verður, og sá sem ann syni eða dótt-
ur meir en mér, er mín ekki verður.“
Þýðing 1981. Það sem Jesús er að
segja í báðum þessum textum er
það, að honum ber fyrsta sætið.
Kveðjur og blessunaróskir.
SÓLEY JÓNSDÓTTIR,
Sjónarhæð, Hafnarstræti 63,
Akureyri.
Til athugunar
Frá Sóleyju Jónsdóttur: