Morgunblaðið - 26.07.2001, Síða 47

Morgunblaðið - 26.07.2001, Síða 47
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 47 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI ENN MEIRI VERÐLÆKKUN Allt að 70% afs lát tur LAUGAVEGI, S: 511 1717 - KRINGLUNNI, S: 568 9017 Diesel Calvin Klein jeans Kookai Tark Imitz Laura Aime French connection Matinique Mao All saints Morgan 4 you Parks Free Billi bi Vagabond Zinda The Seller VERÐHRUN Á ÚTSÖLU 5 0 - 6 0 % A F S L Á T T U R A F Ö L L U M V Ö R U M eva LAUGAVEGI 91 s. 562 0625 GERARD DAREL - DKNY - NICOLE FAHRI - JOSEPH - PAUL ET JOE - TARA JARMON - CUSTO Verðsprengja: Dömur: frá: Bolir 500.- Buxur 1.500.- Peysur 1.990.- Kjólar 1.990.- Herrar: frá: Bolir 990.- Buxur 2.900.- Jakkaföt 6.900.- Skyrtur 1.500.- Skór: frá: Hælaskór 2.900.- Sandalar 2.990.- Stígvél 7.990.- Götuskór 2.990.- gs skór s: 533 1727 Í ÞESSARI viku frumsýnir Filmund- ur dönsku myndina Blinkende lygter sem vakti mikla athygli í heimalandi sínu á síðasta ári og er tvímælalaust ein af athyglisverðari myndum sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum undanfarið. Leikstjórinn Anders Thomas Jensen er Óskarverðlaunahafi, aðeins 29 ára gamall, en hann hefur getið sér gott orð sem leik- stjóri stuttmynda og hlaut myndin Valg- aften Óskarinn í flokki leikinna stuttmynda árið 1999. Fyrst og fremst er hann þó þekktur sem handritshöfundur, en hann gerði meðal annars handritið að I Kina spi- ser de hunde og dogma-myndinni Mifunes sidste sang. Blinkende lygt- er er fyrsta myndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Dönsk kvikmyndagerð hefur vakið verðskuldaða athygli á undanförnum árum og nægir að nefna myndir á borð við Nattevakten, I Kina spiser de hunde, Pusher og Festen, að ógleymdum myndum hins umdeilda Lars Von Trier. Í þessum myndum er gjarnan lögð áhersla á dekkri hliðar mannlífsins, oft á gráglettinn hátt og er Blinkende Lygter engin undan- tekning þar á. Eins og I Kina spiser de hunde er Blinkende lygter blanda af sót- svörtum húmor og ofbeldi í stíl sem gjarnan er kenndur við Tarantino, en einnig má greina ýmis önnur áhrif, eins og til dæmis frá vestrahefðinni og ævintýramyndum. Myndin segir frá ógæfumönnunum og smákrimmunum Torkild, Arne, Peter og Stefan sem hafa þekkst og unnið saman um árabil að misárang- ursríkum verkefnum á glæpasviðinu. Torkild er óneitanlega höfuðpaur klíkunnar, en hann stendur á ákveðn- um tímamótum. Hann er orðinn fer- tugur, kærastan farin frá honum og því ákveður hann að tími sé kominn til að breyta til. Og viti menn, ótrúlegri breytingar en hann sjálfan hefði órað fyrir eiga sér stað. Klíkan kemst fyrir misskiln- ing yfir átta miljónir danskra króna sem tilheyra öðrum og valdameiri glæpahring. Torkild og vinir hans sjá sér nú leik á borði og hyggjast stinga af með peningana til Barcelona og byrja nýtt líf. En þar sem Peter verður fyrir skoti á flóttan- um neyðast þeir til að fela sig í yfirgefnu húsi á Jótlandi með- an hann er að jafna sig. Að því kemur að þeir þurfa að réttlæta veru sína í hús- inu og taka þeir til bragðs að þykjast hafa fest kaup á því í þeim tilgangi að breyta því í hótel. Vinirnir þurfa að finna sér eitthvað að gera í einangr- uninni og komast þeir smám saman að því að hótelhugmyndin er kannski ekki svo galin. Þeir taka einnig upp á ýmsu sérkennilegu til þess að slá á leiðindin og víkka jafnframt sjón- deildarhringinn, horfa meðal annars á alla Matador-þættina og lesa bækur skáldkonunnar Tove Ditlevsen, svo eitthvað sé nefnt. Aðalleikararnir í myndinni eru ekki af verri endanum. Søren Pil- mark er í hlutverki Torkilds, en hann er íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur úr dönsku gæðasjón- varpsefni á borð við Taxa, Edder- koppen og Riget. Íslandsvinurinn Ul- rich Thomsen leikur kókaínfíkilinn Peter og ættu margir að muna eftir honum úr Nattevagten og Festen. Mads Mikkelsen fer á kostum í hlut- verki byssubrjálæðingsins Arne en hann lék meðal annars í Pusher og síðast en ekki síst Nikolaj Lie Kaas úr I Kina spiser de hunde og Idiot- erne sem leikur átvaglið Stefan. Það er því óhætt að segja að valinn maður sé í hverju rúmi. Blinkende lygter verður sýnd fimmtudagskvöldið 26. júlí á hinum hefðbundna Filmundartíma og stað, kl. 22:30 í Háskólabíói og endursýnd mánudagskvöldið 30. júlí á sama tíma. Það er valinn maður í hverju rúmi í Blinkende lygter. Smákrimmar glápa á Matador Filmundur sýnir krimmann Blinkende lygter

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.