Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.07.2001, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 49 CHITOSAN ÞÓ að pönkið hafi alltaf lifað góðu lífi í Bretlandi er hið svokallaða harð- kjarnarokk, sem á ættir að rekja til pönksins, tiltölulega nýtt afl þar í landi. Það komst fyrst almennilega á legg fyrir um fimm árum, líkt og reyndar á Íslandi. Harðkjarnarokk- ið er nefnilega bandarískt að upp- runa og hefur verið með gróskumeiri rokkafbrigðum þarlendis í rúman áratug, þar sem í forvígi fara útgáfur eins og Victory og Relapse og hljóm- sveitir eins og Earth Crisis, Sick of it All og Snapcase. Orka í báðar áttir Stampin’ Ground var stofnuð árið 1995 og hefur henni, svo og breskum harðkjarnaheimi, vaxið ásmegin síð- an með hverju árinu. Sveitin spilar svokallað þungkjarnarokk, og reyndar nánast hreint þungarokk. „Við erum ekki mjög melódískir og tökum engin áhrif frá tilfinninga- rokkinu (e. emo-core),“ segir Ian, er hann lýsir tónlist sveitarinnar. „Þetta er frekar ofsafengin og ágeng tónlist og okkar metnaður liggur í því að gera betur með hverri plötu. Næsta plata verður því að verða geysiþétt og hörð!“ Ian segir meðlimi hlusta á allar tegundir rokks, þó sveitin sem slík hafi valið að leika þessa stefnu. „Það er nokkuð merkilegt hvernig þetta hefur þróast landfræðilega, með tilliti til áherslna,“ útskýrir Ian og segir frá því hvernig harðkjarna- menningin í Bretlandi er uppbyggð. „Tilfinningarokksveitirnar gera að- allega út fyrir norðan; koma frá bæj- um eins og Bradford, Leeds og Manchester. Fyrir sunnan ræður hins vegar þungkjarnastíllinn rík- um. Þrátt fyrir þetta eru engar illdeilur þarna á milli. Þessi heimur er enn það lítill að þegar við spilum þá koma þungarokkarar, pönkarar, þungkjarnarokkarar, tilfinninga- rokkarar, „beinbrýndir“ krakkar og bara hreinir og beinir rokkarar til að sjá okkur. Þetta er góð og heilnæm blanda“ Aðspurður segir Ian að ánægjan sem felst í því að spila keyri sveitina áfram. „Samskiptin á milli hljóm- sveitar og áhorfenda eru mjög náin og gagnvirk. Áhorfendur eru uppi á sviði og við erum úti í sal. Orkan flæðir í báðar áttir.“ Endar ná þó ekki saman með hljómsveitarstarfinu einu saman. „Þetta getur verið strembið,“ við- urkennir Ian. „Menn eiga það oft til að hringja sig inn veika (kímir). En grínlaust þá sýna yfirmennirnir þessu mikinn skilning. Þeir vita hvað við gerum og styðja okkur upp að vissu marki.“ Draumurinn er þó eðlilega að eiga kost á því að lifa af því sem sveitin hefur mestan áhuga á að gera. „Nýjasta platan okkar (Carved From Empty Words) kom út í Bandaríkjunum á dögunum og hefur verið að fá fína dóma,“ segir Ian. „Það væri auðvitað frábært ef við myndum ná að vekja athygli þar og ná einhverjum vinsældum. Ég held að allir vilji starfa við það sem þeir hafa gaman af fremur en að fara í einhverja leiðindavinnu. Þannig að ef tækifærið gæfist myndum við grípa það.“ Snýst um hópinn, ekki einstaklinginn Ian segir Stampin’ Ground ekki vera pólitíska sveit. „Ég er græn- metisæta og drekk hvorki né reyki. Ætli það mætti ekki segja að ég sé „beinbrýndur“ (e. „straight edge“). En ég er sá eini í sveitinn sem hlíti þessu. Eðlilega erum við mikið á móti rasisma, kven- og hommafyr- irlitingu. Ég held þó að maður þurfi ekki að vera mjög pólitískur til að vera á móti þessum hlutum. Að vera skynsamur er nægilegt skilyrði. Meginboðskapur sveitarinnar er umburðarlyndi: að vera með opinn huga og deila lífinu með öðru fólki sem kann þó að vera þér ósammála. Því þótt fólk sé ósammála þarf það ekki endilega að þýða að í gangi séu illdeilur og úlfúð. Innan hljómsveit- arinnar eru t.d. mörg og mismun- andi sjónarmið en okkur kemur engu að síður dável saman. Við virðum hver annan.“ Harðkjarnamenningin í Bretlandi býr yfir öflugu netkerfi vina og kunningja að sögn Ians. „Það eru vinir út um allt. Hvar sem við spilum fáum við alltaf fría gistingu heima hjá einhverjum. Og ef það koma upp einhver vandamál, t.d. með græjur, er því alltaf reddað.“ Ian er afar athafnasamur maður. Fyrir utan það að vera fjölskyldu- faðir, í fullu starfi og ferðast vítt og breitt með Stampin’ Ground rekur hann útgáfufyrirtæki og skrifar í tvö tónlistarblöð, Terrorizer og Record Collector. Fyrra blaðið er fagtímarit öfg- arokkarans en seinna blaðið er eins konar sérrit safnarans, uppfullt af sagnfræðilegum greinum um alls kyns dægurtónlist. „Ég tóndæmi endur- og safnút- gáfur á pönktónlist fyrir Record Col- lector. Ég var að klára stóra grein um Vice Squad [breskar pönkhetjur frá níunda áratugnum]. Það eru nú bara þrír mánuðir síðan ég byrjaði að skrifa fyrir Record Collector. Ég skrifa aðallega í Terrorizer.“ Útgáfufyrirtæki Ians heitir Blackfish Records. „Ég gef út plötur með breskum harðkjarnaböndum,“ útskýrir hann. „Ég stofnaði útgáfuna vegna þess að við í Stampin’ Ground höfðum spilað með fjöldanum öllum af mjög fram- bærilegum sveitum en útgáfufyrir- tækin voru hins vegar af skornari skammti. Það er mjög gefandi að sjá að sveit sem þú spilaðir einhverju sinni með er búinn að gefa út plötu og er farin sjálf í túr sem aðalsveit. Mér finnst gott að vita til þess að maður reyni að gefa eitthvað til baka. Flestir bara taka, taka og taka. Það er virðingarvert að leggja eitthvað af mörkum þótt það sé ekki nema að syngja með á tónleikum. Um leið og þú gerir eitthvað slíkt ertu farinn að gefa eitthvað til baka. Þessi heimur snýst um hópinn, ekki einstaklinga.“ Tónleikarnir fara fram í félags- miðstöðinni Tónabæ í Safamýri og hefjast þeir stundvíslega kl. 20.00 með leik íslensku sveitarinnar I Adapt og leggja forsvarsmenn tón- leikanna áherslu á fólk skilji orðið „stundvíslega“ bókstaflega. Einnig leika Snafu og Klink. Miðaverð er kr. 1000 og aldurstakmark er ekkert. Umburðarlyndi umfram allt Stampin’ Ground: Ian er annar frá vinstri. Harðkjarnasveitin Stampin’ Ground Stampin’ Ground er líkast til stærsta harð- kjarnaband Bretlands um þessar mundir og dvelur að eigin sögn mikið til í í lausu lofti á tónleikum, þvílíkur er ofsinn og ástríðan. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við bassaleikara sveitarinnar, Ian Glasper. arnart@mbl.is leikur í Tónabæ á morgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.