Morgunblaðið - 26.07.2001, Page 50

Morgunblaðið - 26.07.2001, Page 50
kvikmyndir á mbl.is Á Fólkinu á mbl.is er tenging við vefinn kvikmyndir.is þar sem má finna á einfaldan hátt umfjöllun og fréttir af nýjustu kvikmyndunum, myndböndunum og DVD diskunum. Hægt að skoða myndbrot úr kvik- myndum sem sniðin eru fyrir mis- munandi hraðar tengingar. FÓLK Í FRÉTTUM 50 FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARINN ára- tug eða svo hefur geiri raftónlistarinnar farið ört stækkandi. Ástæður þessa liggja kannski hvað helst í almennari aðgangi að raf- og tölvu- tólum og hversu einfalt í notkun þetta er orðið allt saman. Undirstefn- ur skipta nú tugum ef ekki hundruðum og hugmyndaríkt fólk um allan heim framleiðir og fullvinnur tónlist, nán- ast inni í svefnherberg- inu sínu. Flestöll raftón- list lúrir fjarri mörkuðunum en vinsældavænni tónlist hefur sannarlega orðið fyrir áhrifum frá henni og það á marg- víslegan hátt (gott dæmi væri tvær síðustu plötur Radiohead). Fyrirtækið Morr Music, sem á höfuðstöðvar í tæknóhöfuðborginni Berlín, er ein þeirra raftónlistarút- gáfna sem hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Aðal þeirra listamanna sem þar gefa út er mel- ódísk raftónlist, gædd nettum til- raunablæ. Tónlistin er sveimkennd bæði og hljómfögur og minnir nokk- uð á listamenn eins og Brian Eno, Aphex Twin, Plone, Autechre og Boards of Canada. Ólíkt Warp-risanum breska, sem hefur nokkuð kalda og jaðarvæna ímynd og gefur út fernt það síðast- nefnda hér að ofan, einkennist Morr Music miklu heldur af þessu litla, sæta og prúða. Tónlistin er hrein og bein og mætti jafnvel kalla hana „hlustendavæna úrvinnslu á Warp- tónlistinni“ þótt það sé vissulega nokkur einföldun. Við Íslendingar eigum okkar full- trúa í þessari listgrein eins og í svo mörgu öðru en það er hljómsveitin múm. Í haust er einmitt væntanleg plata með kvartettinum á vegum Morr Music og nefnist hún Please Smile My Noise Bleed. Þar munu listamenn á vegum Morr Music véla um nokkur laga múm, jafnframt sem eitthvað verður um nýtt, frum- samið efni. Af athyglisverðu efni frá Morr Music má nefna breiðskífu Phonem, Hydro Electric, og nýlega plötu Is- an, Lucky Cat. Einnig er vert að at- huga tvöfaldan safndisk frá fyrir- tækinu sem ber hinn furðulega titil Putting The Morr back in Morr- issey. Morr Music Arnar Eggert Thoroddsen FORVITNILEG TÓNLIST Isan-liðar hafa mikinn áhuga á blómarækt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.