Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 1
173. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 1. ÁGÚST 2001 VLADÍMÍR Kramník, rússneski heimsmeistarinn í skák, kvaðst í gær hlakka til hólmgöngunnar við Fritz hinn djúpúðga, öflugustu skáktölvu í heimi. Fer einvígið fram í Bahrain í október og er verðlauna- féð rúmlega 100 milljónir ísl. kr. „Ég er viss um, að einvígið mun vekja mikla athygli, enda er það ekki á mörgum sviðum, sem menn geta keppt við tölvur. Mig óar hins vegar við því, að Fritz skuli geta velt fyrir sér fjórum milljónum leikja á einni sekúndu. Hún dugir mér varla fyrir einn leik,“ sagði Kramník á blaðamannafundi í London í gær. Sagðist hann þó vona, að mannlegt innsæi yrði vél- inni yfirsterkara. Einvígið, sem er á vegum Brain Games Network, hefst í borginni Manama í Bahrain 12. október og verða tefldar átta skákir á átta dög- um. Er það auglýst sem „síðasta tækifæri mannsins“ til að sigra vél- ina en unnið hefur verið að hugbún- aði Fritz samfleytt í fjögur ár. Hægt verður að fylgjast með ein- vígisskákunum á Netinu. Einvígið er nokkurs konar fram- hald á viðureign Garrís Kasparovs, fyrrverandi heimsmeistara, við tölvuna Djúpblá í New York 1997 en þá tapaði hann eins og kunnugt er. Kramník fær 100 millj. kr. í sinn hlut sigri hann hinn djúpúðga Fritz og raunar bróðurpartinn af því, 60 millj. kr., þótt hann tapi. Fritz fengi þá 40 millj. en það fé verður notað til að efla skákiðkun evrópskra ung- menna. „Sálarlaus óskapnaður“ Kramník segist vera farinn að búa sig undir glímuna þótt hann viti ekki almennilega hvernig hann eigi að standa að því. Fritz sé alveg óskrifað blað, hann viti ekkert um skákstílinn hans, sem líklega sé enginn, og engin hætta sé á, að hann fari á taugum. „Þetta er tölva, tilfinninga- og sálarlaus óskapnaður, og mér heyr- ist allir vera vissir um, að ekki nokkur maður geti staðist henni snúning. Mig langar til að sýna fram á annað,“ sagði Kramník. Einvígi milli Kramníks og Fritz hins djúpúðga í Bahrain í október „Síðasta tækifæri manns- ins“ til að sigra vélina AP Heimsmeistarinn í skák, Vlad- ímír Kramník, á blaðamanna- fundinum í London í gær. London. AFP. Jamal Salim, var einnig felldur. Læknar á sjúkrahúsinu í Nablus staðfestu að átta Palestínumenn væru látnir, þ. á m. tveir bræður, Ashraf og Bilal Khader, fimm og átta ára. Þeir voru á götunni fyrir framan Hamas-skrifstofurnar er eldflauga- árásin var gerð og að sögn lækna lét- ust þeir af völdum sprengjubrota. Fimmtán aðrir slösuðust, þ. á m. móðir drengjanna. Ísraelskar herþyrlur skutu að ÁTTA féllu, þar á meðal tveir dreng- ir, þegar ísraelskar herþyrlur skutu eldflaugum inn á skrifstofur Hamas- samtakanna í bænum Nablus á Vest- urbakkanum í gær. Þá féllu tveir Palestínumenn á Gaza-svæðinu, var annar skotinn af ísraelskum her- mönnum en svo virðist sem hinn hafi orðið fórnarlamb innbyrðis átaka meðal Palestínumanna. Skammt frá Betlehem var Palestínumaður, sem grunaður var um samstarf við Ís- raela, myrtur af tveimur grímu- klæddum mönnum. Gærdagurinn var sá blóðugasti í tvo mánuði í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. „Ísraelar hafa farið langt yfir öll strik,“ sagði Sheik Ahmhed Yassin, andlegur leiðtogi Hamas-samtakanna. „Það mega Ísraelar vita, að þeir munu gjalda þessa, og blóð okkar er ekki ódýrt.“ Samtökin hafa framið fjölda sprengjutilræða er beinst hafa gegn Ísrael síðan uppreisn Palestínu- manna (intífata) hófst fyrir tíu mán- uðum. Í yfirlýsingu frá skrifstofu Ar- iels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, sem gefin var út í gær, sagði að herinn hefði „ráðist gegn hópi háttsettra Hamas-leiðtoga sem hafa framið hryðjuverk og voru að leggja á ráðin um fleiri“. Meðal þeirra sem féllu í árásinni var Jamal Mansour, einn stofnenda samtakanna og helsti leiðtogi þeirra. Ísraelar og palestínsk yfirvöld höfðu oft handtekið hann og hafði hann alls setið meira en fimm ár í ísraelskum fangelsum. Talið er að Mansour hafi verið meginskotmark Ísraela, en annar háttsettur leiðtogi Hamas, minnsta kosti tveimur eldflaugum inn um glugga á skrifstofum Hamas á þriðju hæð í sjö hæða byggingu. Skömmu eftir árásina fóru Palest- ínumenn þúsundum saman um götur Nablus og Ramallah og kröfðust hefnda. Þetta er önnur eldflaugaárásin sem Ísraelar gera á Palestínumenn á tveimur dögum. Á mánudag réðust þeir á höfuðstöðvar palestínsku lög- reglunnar í Gaza-borg. Átta falla í þyrlu- árás Ísraelshers Nablus á Vesturbakkanum, Kaíró, Washington. AP, AFP. Reuters Palestínumenn flytja lík fórnarlambs úr skrifstofubyggingu Hamas- samtakanna í Nablus, sem Ísraelsher gerði árás á í gær. MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu úrskurðaði í gær að sú ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda að banna starfsemi flokks hreintrúar- manna hefði ekki brotið gegn evr- ópskum mannréttindaákvæðum. Komst meirihluti dómsins að þeirri niðurstöðu að bannið hefði verið nauðsynleg ráðstöfun til að tryggja framgang lýðræðisins. Necmettin Erbakan, leiðtogi tyrk- neska Velferðarflokksins, og tveir félagar þeirra samtaka höfðuðu mál til að fá hnekkt banni sem tyrknesk stjórnvöld lögðu við starfsemi flokksins árið 1998. Fjórir af sjö dómurum Mannrétt- indadómstólsins studdu málstað yf- irvalda í Tyrklandi. Sagði í niður- stöðu meirihlutans að hvorki hefði verið brotið gegn funda- né félaga- frelsi með þeirri ákvörðun að banna starfsemi Velferðarflokksins. Þvert á móti bæri að líta svo á að þessi gjörningur hefði verið fallinn til að bregðast við bráðum vanda í því skyni að „verja lýðræðið“. Talsmenn Velferðarflokksins gagnrýndu niðurstöðu dómstólsins harðlega. Fram til þessa hefði dóm- stóllinn haft það til viðmiðunar hvort samtök á borð við Velferðarflokkinn hefðu tengst ofbeldisverkum en nú þætti sýnilega nóg að byggja viðlíka ákvarðanir á grunsemdum. Dómur- inn hefði með þessu traðkað á mál- frelsinu, því sama frelsi og honum væri gert að vernda. Stjórnarskrárdómstóll Tyrklands úrskurðaði árið 1998 að banna bæri starfsemi Velferðarflokksins og leysa hann upp. Flokkurinn væri miðstöð þeirrar baráttu sem háð væri í því skyni að grafa undan hinu veraldlega lýðræði í þeim tilgangi að gera Tyrkland að íslömsku ríki. Úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu Rétt að banna flokk hreintrúarmanna Strassborg. AP. SÉRSVEIT rússnesku öryggislög- reglunnar frelsaði í gær um 30 manns, sem tveir vopnaðir Tsjetsj- enar höfðu tekið í gíslingu í rútu í Stavropol-héraði í suðurhluta Rúss- lands. Gíslatökumennirnir höfðu krafist þess að fimm landar þeirra yrðu látnir lausir úr rússneskum fangelsum. Annar þeirra var skotinn til bana í aðgerð öryggislögreglunn- ar, en rússneskar fréttastofur sögðu hinn hafa særst. Um 40 manns voru í rútunni þegar Tsjetsjenarnir tóku hana í gíslingu um klukkan sjö í gærmorgun að staðartíma. Að sögn lögreglunnar var tólf farþegum fljótlega sleppt, þar á meðal 26 ára gömlum manni sem hafði hlotið skotsár. Rútunni var ekið í átt að flugvelli í heilsulindar- bænum Mineralnye Vody, en bifreið- in var stöðvuð skammt frá flugvall- arsvæðinu. Mannræningjarnir hótuðu að byrja að taka gíslana af lífi á mið- nætti í nótt, yrðu fimm félagar þeirra ekki látnir lausir úr fangelsi. Kröfð- ust þeir þess einnig að fá þyrlu, vopn og skotfæri. Sérsveit öryggislögreglunnar lét til skarar skríða undir kvöld. Hand- sprengjur voru sprengdar í grennd við rútuna og sérsveitarmenn skutu annan mannræningjann til bana þegar hann leit út um glugga til að grennslast fyrir um upptök hávað- ans. Öryggislögreglan réðst til inn- göngu í rútuna og hermt var að hinn Tsjetsjeninn hefði særst. Báðir gíslatökumennirnir munu hafa borið sprengiefni innanklæða. Gíslarnir sluppu allir heilir á húfi, en nokkrir munu hafa skorist á gler- brotum úr rúðum rútunnar. Stavropol-hérað liggur að Tsjetsjníu, þar sem rússneski herinn hefur barist við aðskilnaðarsinnaða skæruliða frá því í október 1999. Tsjetjsneskir hryðjuverkamenn hafa oft látið að sér kveða í Stavropol. Reuters Rússneska öryggislögreglan ræðst til atlögu við gíslatökumennina ná- lægt heilsulindarbænum Mineralnye Vody í gær. Gíslataka í suðurhluta Rússlands Sérsveit frelsar um 30 manns Mineralnye Vody. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.