Morgunblaðið - 01.08.2001, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 01.08.2001, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 9 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Útsala Peysur og buxur í fríið Ný sending af gallabuxum fyrir verslunarmannahelgina Lokað laugardaginn 4. ágúst                     Nýi Kays pöntunarlistinn kominn Nýjasta vetrartískan á alla fjölskylduna Frábær tilboð — Pantanasími 555 2866 Rýmingarsalan á fullu í versluninni Vetrarvörurnar nýkomnar Austurhrauni 3, Hf., sími 555 2866 Mæður með börn á brjósti Medela brjóstadælur, frystipokar, hjálparbrjóst, mexikanahattar, hlífar fyrir sárar geirvörtur o.fl. og apótek um land allt. http://ymus.vefurinn.is Arnheiður hjúkrunar- fræðingur og brjósta- ráðgjafaleiðbeinandi mælir með medela brjóstagjafa- hjálpartækjum Þumalína Fyrir helgina • sundtöskur • handtöskur (skjóður) • ferðatöskur í ferðalagið Skólavörðustíg 7 GENGI GJALDMIÐLA mbl.is ÁGÆTISVEIÐI hefur verið í Dala- ánum að undanförnu, einkum var síð- asta vikan góð, en þá fór saman mikið vatnsmagn og stórstreymi. Segja menn að þá hafi „alvöru göngur“, sem hafi verið allt of fátíðar í um- ræddum ám síðustu árin, gengið inn og veiðin tekið mikinn kipp. Hauka- dalsá er þegar komin yfir heildar- veiðitölu sína frá síðasta sumri. „Vikuholl í síðustu viku var með 124 laxa, þetta var hópur duglegra manna með blandað agn. Núna er mjög roskið fólk sem veiðir aðeins á flugu og nýtir tímann lítið. Það er því minni veiði í bili. En það eru komnir 354 laxar á land og vertíðin er hálfn- uð. Síðasta sumar, sem var með ein- dæmum lélegt, gaf aðeins 346 laxa. Þetta var alveg 7-800 laxa á hér áður fyrr og mér sýnist að þetta gæti orðið 700 laxa sumar. Það myndi minna á gamla góða tíma,“ sagði Torfi Ás- geirsson, umsjónarmaður Hauka- dalsár í samtali við Morgunblaðið í gær. 90 laxar á fjórum dögum Síðasta vika var einnig mjög góð í Laxá í Dölum, en þá var fjögra daga holl með 90 laxa, alla á flugu. „Þetta hefur minnkað nokkuð síðan, enda minnkandi vatn og vatnshitinn var kominn í 18 gráður. Það gefur auga leið að það veiðist ekki eins grimmt við svoleiðis skilyrði, en þetta er samt mjög gott á heildina litið. Við erum komin með 252 laxa á móti 170 á sama tíma í fyrra. Hún náði 607 löx- um í fyrra, en hvað gerist nú fer eftir veðurguðunum. Laxá er afar háð ár- ferðinu hverju sinni,“ sagði Árni Guð- björnsson, leiðsögumaður við Laxá í Dölum, í gærdag. Bæði í Hauku og Laxá er nær allur laxinn sem veiðist um þessar mundir nýgenginn 4-6 punda fiskur. Urmull af bleikju í Skógá Mikil bleikjuveiði hefur verið í Skógá undir Eyjafjöllum, en nú í vikubyrjun var enn beðið eftir fyrsta laxinum. Edda Dungal, sem var að veiðum í Skógá um helgina, sagði um 1200 bleikjur komnar í bók. „Mikið af bleikjunni er smátt, en það er líka vænn fiskur í bland. Við fengum þó nokkrar 2 punda og það er mikið af 1-2 punda fiski. Þær stærstu í sumar voru nokkrar um 5 pund og ein stærri, ég held 7-8 pund. En það er enginn lax enn sem komið er, en hann hlýtur að fara að skila sér. Það var miklu af gönguseiðum sleppt í ána í fyrra,“ sagði Edda. Fréttir héðan og þaðan 281 lax var kominn á land úr Leir- vogsá í gærmorgun og er með því besta hérlendis í sumar, því aðeins er veitt á tvær stangir í ánni og veiði hófst ekki fyrr en rétt fyrir síðustu mánaðamót. Auk þess hafa 34 2-4 punda birtingar veiðst. Óvenjugóð veiði hefur verið í Hlíð- arvatni í Selvogi, miðað við hvað menn eru vanir þar syðra í júlí. Að sögn Hans Ólasonar hjá Stangaveiði- félagi Hafnarfjarðar, sem ásamt fleirum, selur veiðileyfi í vatnið, hefur vakið athygli hve mikið af 3-4 punda bleikju er í aflanum. „Við erum mjög spenntir, enda er venjan að veiði fari batnandi er líður á sumarið,“ sagði Hans. Tuttugu laxar hafa veiðst í Laxá í Nesjum. Er það nokkuð gott, því áin opnaði seint og hefur ekki verið ýkja mikið stunduð. Einn sem skrapp eina morgunstund fékk 13 punda grálús- ugan fisk. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Verið líf- legt í Dölunum Veiðimaður landar laxi í Reykjadalsá í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. ÖLLU starfsfólki á fréttastofu Skjás 1 hefur verið sagt upp störf- um vegna endurskipulagningar á starfseminni og fyrirhugaðra breyt- inga á vetrardagskránni. Um er að ræða fjóra fréttamenn og frétta- stjóra. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum í gær. Í tilkynningu frá Íslenska sjón- varpsfélaginu kemur fram að fréttir verða sendar út í september í end- urskoðaðri mynd, ásamt þættinum Málinu, þar sem fimm þjóðþekktir einstaklingar munu tjá skoðanir sínar á þjóðmálunum. Árni Þór Vigfússon sjónvarps- stjóri sagði við Morgunblaðið að ekki væri útilokað að einhverjir af þeim fréttamönnum sem hafa starf- að á Skjá 1 yrðu endurráðnir, ann- aðhvort í áframhaldandi fréttir eða aðra dagskrárgerð hjá stöðinni en óljóst væri um hve margar stöður væri að ræða. Í tilkynningu frá fyrirtækinu seg- ir ennfremur að dagskrá stöðvar- innar sé í sífelldri endurnýjun og að í vetur hefjist sýningar á fimm nýj- um innlendum þáttaröðum auk nýrra bandarískra þátta. „Vinsælustu þættirnir frá síðasta vetri snúa aftur í nýrri og betri mynd og uppröðun dagskrárinnar verður endurbætt. Vægi frétta í dagskránni verður kynnt betur samhliða kynningu á vetrardagskrá SkjásEins. Stefna SkjásEins hefur frá upp- hafi verið að færa Íslendingum af- þreyingu og skemmtun, með sér- stakri áherslu á innlenda dagskrárgerð, og í vetur verður engin breyting þar á,“ segir í til- kynningu frá Íslenska sjónvarps- félaginu. Skjár 1 endurskipuleggur starfsemina Öllum á fréttastofu sagt upp BROTIST var inn í þrjá sendi- bíla fyrir utan fyrirtæki við Þverholt í Reykjavík um klukk- an tvö í fyrrinótt og stolið úr þeim útvörpum og geislaspilur- um. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var ekki ljóst hvort vörur voru teknar úr vöruköss- um í bílunum. Ekki er vitað hver var að verki en málið er í rannsókn. Hljómtækj- um stolið úr sendibílum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.