Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 15

Morgunblaðið - 01.08.2001, Síða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 15 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Benidorm 24. ágúst í eina eða 2 vikur á einn vinsælasta sólarstaðinn við Miðjarðarhafið. Þú bókar núna og 3 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 39.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, vikuferð 24. ágúst. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, vikuferð. Stökktu til Benidorm 24. ágúst frá kr. 39.985 ÓLAFUR Jón Arnbjörnsson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- nesja, segist vera bjartsýnn á að stækkun skólans um 2.500 fermetra geti hafist fyrir áramót. Skólinn er í dag 5.700 fermetrar. „Það er kannski fullsnemmt að segja nákvæmlega til um hvenær hafist verður handa við verkið en sveitarfélagið og ríkisvaldið eru að ganga frá samningnum. Vonandi verður byggingartíminn sem styst- ur og þá geri ég mér vonir um að hægt verði að taka viðbygginguna í notkun innan tveggja ára. Þó er ekki búið að teikna húsið enda ekki búið að ákveða hvort um alútboð verður að ræða.“ Ólafur segir að allt of þröngt hafi verið um nemendur og starfsmenn skólans hingað til. „Hluti af þessu er að lagfæra þá aðstöðu sem fyrir er. Þarna yrði því mjög góð aðstaða fyrir raungreina- kennslu, setustofa fyrir nemendur, anddyri og vinnuaðstaða fyrir kenn- ara.“ Hann segir að enn fremur sé með þessu verið að undirbúa skólann fyrir fjölgun nemenda á komandi árum. „Í dag stunda hátt í 1.000 nem- endur nám við skólann, þar af um 750 í dagskóla. Á svæðinu er um gríðarlega fjölgun að ræða. Við höf- um mestar áhyggjur af því að eftir tvö ár koma inn árgangar sem eru 20–25% fjölmennari en þeir sem eru í dag á Suðurnesjum og þannig verður það næstu tíu árin.“ Unnið að undir- búningi stækkunar Fjölbrautaskóli Suðurnesja NÝR tímatökubúnaður hefur nú verið settur upp í gokart- brautinni hjá Reisbílum í Reykja- nesbæ. Tímatökubúnaðurinn sam- anstendur af skynjurum sem sett- ir eru í allar körturnar og á einum stað í brautinni. Þegar akstur hefst, skráir tímatökubúnaðurinn hversu marga hringi hver karta ekur, hraðann og meðalhraðann. Eftir aksturinn fá ökuþórarnir út- prentað blað með tímunum sínum á og geta borið þá saman við tíma keppinauta sinna og annarra sem settir hafa verið á brautinni. Meira spennandi Stefán Guðmundsson hjá Reis- bílum segir, að með tilkomu hins nýja tímatökubúnaðar í brautinni hafi aksturinn orðið meira spenn- andi, því nú séu ökuþórarnir eig- inlega alltaf í harðri keppni við annað hvort félaga sína eða þá áður setta tíma í brautinni. „Það er oft handagangur í öskjunni hér þegar hópar koma inn eftir að hafa ekið í brautinni og fara að skoða og bera saman tímana. Oftar en ekki endar það með að farið er aftur út á braut- ina til að reyna að gera enn bet- ur,“ sagði Stefán. Brautarmetið í Reisbílabraut- inni er nú 36,81 sek. og hefur Stefán heitið hverjum þeim er það slær fríum akstri í 50 skipti, í 10 mínútur í hvert sinn. Verð- mæti verðlaunanna er um 100 þúsund krónur. Morgunblaðið/Júlíus Stefán Guðmundsson við stjórntölvu tímatökubúnaðarins. Nýr tímatökubúnaður í gokart-brautinni Ytri-Njarðvík „ÞETTA hefur smátt og smátt ver- ið að vinda upp á sig. Við erum komin með nokkrar tegundir í áfengisverslanirnar og eigum auk þess ýmsa aðra viðskiptavini,“ segir Björk Guðjónsdóttir sem rekur vín- heildsöluna Vínheima ehf. í Kefla- vík. Vínheimar eru eina vínheild- salan utan höfuðborgarsvæðisins. Grunnur fyrirtækisins Vínheima ehf. er í áfengisumboðum sem Hall- dór Leví Björnsson ritstjóri kom sér upp. „Ég hafði víninnflutning að áhugamáli í mörg ár. Við stofnuðum formlegt fyrirtæki um starfsemina þegar Björk og eiginmaður hennar keyptu sig inn í hana,“ segir Hall- dór. Björk er bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ og vildi komast í vinnu sem hún gæti stundað með stjórnmál- unum og taldi best að vera með sjálfstæða starfsemi. „Við ákváðum að kaupa okkur inn í fyrirtækið með Halldóri og sjá hvað við gæt- um gert með því að leggja í það vinnu,“ segir Björk. Ólíkt öðrum viðskiptum Árin fimm sem fyrirtækið hefur starfað hafa verið notuð til að byggja starfsemina upp hægt og bítandi. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er að sjálfsögðu stærsti við- skiptavinurinn og hafa Vínheimar komið nokkrum tegundum þangað inn. Björk tekur undir að viðskiptin við áfengisverslunina séu ólík flest- um öðrum viðskiptum vegna þess stranga laga- og reglugerðaramma sem ríkir um þau. Miklar breyt- ingar hafa þó orðið á fyrirkomulagi víninnkaupa ríkisins og segir Hall- dór að þær hafi verið til bóta. Tæki- færi bjóðist til að koma nýjum teg- undum í hillur verslananna til reynslu og þær sem nái að sanna sig á reynslutímanum komist inn í búðirnar. Vínheimar selja einnig vín til veitingastaða, aðallega þó á Suð- urnesjum og á Keflavíkurflugvelli. Segja Björk og Halldór að hörð samkeppni sé milli víninnflytjenda um veitingahúsin og þau hafi ákveðið að halda sér til hlés í henni. Vínheimar leggja megináherslu á innflutning léttvína og þá frá nýja heiminum svokallaða, Chile og Bandaríkjunum. Einnig eru þau að byrja með vín frá Spáni. Þau eru meðal annars með Santa Ines, rauð- og hvítvín, frá Chile sem vak- ið hefur athygli að undanförnu. Þá eru þau með umboð fyrir eina þekktustu rauðvínstegund landsins, Bichot Saint-Emilion, sem lengi var á nánast hverju einasta veitingahúsi landsins. Halldór Leví Björnsson og Björk Guðjónsdóttir við vínkynningu heildsölunnar Vínheima. Áhugamál þeirra varð að atvinnufyrirtæki Eina vínheildsalan utan höfuðborgarsvæðisins Keflavík MENNINGAR- og fjöl- skylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ verður stærri í sniðum og fjölbreyttari en á síð- asta ári. Hátíðin verður haldin laugardaginn 1. september næstkomandi. Ljósanótt var haldin í fyrsta skipti síðastliðið haust. Frum- kvæðið hafði Steinþór Jónsson hótelstjóri sem útbjó lýsingu á Bergið í Keflavík sem útilista- verk. Í tengslum við vígslu verksins var efnt til menningar- dagskrár. Um 10 þúsund manns mættu. „Það var gaman að því hvað þetta tókst vel í fyrra með góðri hjálp bæjarbúa þótt und- irbúningstíminn hafi verið stutt- ur,“ segir Steinþór. Ýmsar uppákomur Ljósanóttin, sem haldin verð- ur 1. september, verður mun stærri í sniðum og fjölbreyttari en í fyrra þótt ákveðin grunn- atriði verði þau sömu. Þannig mun Steinþór kveikja á ljósun- um sem lýsa upp Bergið klukk- an tíu um kvöldið og vígja um leið minnismerki sjómanna sem flutt verður af holtinu niður á bakkann við Bergið. Þá verður flugeldasýning. Fjöldi listviðburða verður í bænum, íþróttir og ýmislegt fyrir börnin auk fjölda upp- ákoma af ýmsu tagi. Verslanir verða opnar þennan laugardag og veitingastaðirnir með sérstök tilboð. Dagskráin er að taka á sig mynd en enn er að bætast við. Steinþór segir að fólk, félög og fyrirtæki séu sífellt að hafa samband við sig því allir hafi áhuga á að taka þátt í Ljósa- nóttinni. Þannig hafi spunnist margt í kringum þessa hug- mynd enda eigi Ljósanóttin að vera vettvangur hugmyndaflugs bæjarbúa. Viðameiri og fjöl- breyttari Ljósanótt Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.