Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 17

Morgunblaðið - 01.08.2001, Side 17
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 17 R A F T Æ K J A V E R S L U N HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • S ÍMI 590 5090 BYLTINGAKENND ÞVOTTAVÉL Ný þvottavélalína frá Hotpoint HAGNAÐUR Íslandsbanka hf. nam 1.655 milljónum króna á fyrri hluta ársins og er það 121% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Í fyrra hafði hagnaður félagsins dregist saman um 48% frá árinu áður. Hagnaður á hverja krónu hlutafjár nam nú 17 aur- um en var 8 aurar í fyrra. Arðsemi eigin fjár reyndist 28,3% en var 16,4% á sama tímabili síðasta árs. „Þetta er að okkar mati gott upp- gjör sem staðfestir styrk bankans. Augljóst er að áhrif af sameiningu á síðasta ári eru að skila sér núna af miklum krafti,“ segir Valur Valsson, forstóri Íslandsbanka, og vísar til sameiningar Íslandsbanka hf. og FBA hf. á fyrra hluta ársins 2000. Valur segir að hagræðingar í kjölfar sameiningarinnar hafi skilað sér auk þess sem stærðin ein og sér hafi gefið bankanum mikinn styrk og tækifæri til að bæta reksturinn og það sé að skila sér. „Okkur hefur tekist að halda kostnaði niðri og umsvifin hafa verið meiri en við áætluðum í upphafi árs.“ Vaxtatekjur hærri og minni kostnaður Í fréttatilkynningu segir að afkom- an í heild sé í takt við áætlun og því er ekki talin ástæða til endurskoðunar á áætlun um 3,5 milljóna króna hagnað af árinu í heild. Tekjur ársins verði umfram áætlun en á móti aukist framlag í afskriftareikning. Helstu frávik á fyrri árshelmingi séu að vaxtatekjur hafi verið meiri en ráð var fyrir gert. Þá hafi aðrar rekstr- artekjur verið lægri, kostnaður minni og framlög í afskriftareikning meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstur fyrirtækjasviðs bankans skilaði rúmlega milljarði króna í hagnað fyrir skatta og hagnaður úti- búasviðs var tæpur milljarður. Mark- aðsviðskipti skiluðu 187 milljónum fyrir skatta en hagnaður af fjárstýr- ingu og stöðutöku nam 405 milljón- um. Eignafjármögnun Glitnis skilaði 223 milljónum fyrir skatta. Þá varð 20 milljóna króna tap af rekstri einkafjármála og eignastýr- ingar. Raunhækkun útlána engin Útlán Íslandsbanka námu í lok tímabilsins 262 milljörðum króna og höfðu aukist um 15,8% frá áramótum eða 35 milljónir króna. Valur segir stærstan hluta þessarar aukningar vera vegna gengisbreytinga íslensku krónunnar og verðbólgunnar innan- lands. „Þegar gengisbreyting verður þá hækka í krónutölum útlán sem eru í erlendri mynt hjá okkur. Sama gerist þegar verðbólga er meiri en áður, þá hækka öll lán sem eru verðtryggð. Þegar tekið er tillit til þessa og þess að við erum í vaxandi mæli að lána fé til útlanda, til erlendra fyrirtækja, þá kemur í ljós að raunaukning útlána hér innanlands var engin á þessu tímabili,“ segir Valur. Því er lýst yfir í afkomutilkynningu að bankinn áformi að leggja niður verðbólgureikningsskil frá og með árinu 2002. Um þau áform segir Valur að í vax- andi alþjóðavæðingu fyrirtækja skipti það töluverðu máli að reikningsskil séu sambærileg við það sem gerist er- lendis, að erlendir fjárfestar geti met- ið íslensk fyrirtæki á sama grunni og þeir meta erlend fyrirtæki. „Við vitum til þess að það hefur átt sér stað athugun á þessum málum af hálfu fjármálaráðuneytisins og ger- um því ráð fyrir að það verði gerðar breytingar á skattalögum í sambandi við þetta mál.“ Valur gerir ráð fyrir því að fleiri fyrirtæki hafi áhuga á að fylgja Ís- landsbanka eftir hvað þetta varðar. Þá segir hann ljóst að með aflögn verðbólgureikningsskila muni hagn- aður fjármálastofnana og einhverra fleiri fyrirtækja aukast en skatt- greiðslur þessara fyrirtækja muni jafnframt aukast. Hagnaður annarra muni minnka og skattgreiðslur þeirra að sama skapi. Í tilkynningunni segir að hefði verðbólgureikningsskilum ekki verið beitt í árshlutauppgjörinu hefði hagn- aður félagsins fyrir skatta numið 2.900 milljónum króna en hagnaður fyrir skatta nam nú 2.200 milljónum. Hagnaður Íslandsbanka 1.655 milljónir Sameining að skila árangri   5                                                 C1         :.11       3"4"$!1%& 3"4"1* 2 5&$ "&("4"$!1%& &"&&$! &"&$!1%& 5&$ "&&$! &"&$!1%& 6%&&$! &"&1* 2 7&"' ")"# !& #"&&$ !  " 8" ($& & #1 &#$  "&($&&9#%' 5""%&#:& & !"" ;!""& 5""%& &        ;!% 2 & <  #9 '<     >@ 5     0-:   H.:H C          -    & $' $  #1 & <  #1 & %#"  !(. / 3"4"'%%& 5""%&  %!& ;"&# '""#1* 2  -        ● GUÐMUNDUR Guðmundsson, for- stöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Bún- aðarbankans – verðbréfa, segir að bankinn hafi átt viðræður í síðustu viku við starfsmenn Verðbréfaþings varðandi mál Búnaðarbankans – verðbréfa og viðskiptin með hluta- bréf Útgerðarfélags Akureyringa 29. júní sl. Bankinn sendi síðan í kjölfar- ið bréf til Verðbréfaþingsins á föstu- dag. Verðbréfaþing tók þá ákvörðun að lækka gengi bréfa í ÚA úr 4,0, sem var lokaverð dagsins 29. júní, í 3,2. Í kjölfarið óskaði VÞÍ skýringa á við- skiptum bankans með bréf ÚA þann dag. Að sögn Ragnars Þ. Jónassonar, lögfræðings hjá Verðbréfaþinginu, verður málið á dagskrá á stjórn- arfundi 9. ágúst nk. og verður nið- urstöðu að vænta í málinu á þeim fundi. Búnaðarbankinn bíður eftir ákvörðun VÞÍ ● NORRÆNA bankasamsteypan Nordea hefur keypt sænska bank- ann Postgirot Bank. Kaupverðið samsvarar um 40 milljörðum ís- lenskra króna. Nordea samanstendur af finnsk- sænska MeritaNordbanken, Uni- bank í Danmörku og Kreditkassen í Noregi. Með kaupunum fær Nordea að- gang að 1,3 milljónum viðskiptavina Postgirot-bankans. „Yfirtakan á Postgirot veitir okkur tækifæri til að styrkja stöðu okkar sem fjár- málastofnun í forystuhlutverki á Norðurlöndunum og Eystrasalts- svæðinu,“ segir Thorleif Krarup, for- stjóri Nordea, í fréttatilkynningu. Nordea kaupir Postgirot-bankann STUTTFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.